Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. jfl Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hiimar Karlsson Eftir frekar litlar breytingar á vin- sældalistanum aö undanförnu bregður nú svo við að tvær nýjar myndir stökkva beint í efstu sætin. Hin ágæta sakamálamynd, No Way Out, fer í fyrsta sætið. Þessi mynd er nokkuð flókin og spennandi og í aðalhlutverki er nýjasta stór- stjarnan í Hollywood, Kevin Kostn- er. Myndin í öðru sætinu er hin magnaða Víetnam-mynd Stanley Kubrick, Full Metal Jacket. Tvær toppmyndir sem sagt á toppnum. Aðrar breytingar eru nánast eng- ar. Athygli vekur þó að No Mercy, sem virtist vera á leið út af listan- um, stekkur úr tíunda sætinu í það sjötta, aðdáendum Richard Gere sjálfsagt til mikillar ánægju. DV-LISTiNN 2. (-) 3. (D 4. 2 (3) 6. (10) (4) 8. 6 9. (5) 10. (7) No Way Out Full Metal Jacket Innerspace Dirty Dancing Raising Arizona No Mercy Something Wilde The Last Innocent Man Wiseguy The Jerk ★★★ Lygiimi líkast AMAZING STORIES Útgefandi: Laugarásbíó. Bandarisk, 1986. Öllum leyfð. Hér er um að ræða þrjár myndir en í röð hinna ótrúlegu sagna Stev- ens Spielberg. Mun þetta vera fjórða myndin sem hér kemur út og hafa þær allar notið töluverðra vinsælda. Myndirnar hér eru frem- ur á léttari nótunum og hrollurinn, | frnniity Dog ksnMfty Aaraaúm Á götunni CRACKERS Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: og ÍSLENSKUÓ rEXTl Donald Sutherland, Jack Warden Sean Penn. Bandarísk, 1983. 90 min. öllum leyfð. Hér er um að ræða endurgerð á gamalli grínmynd sem gerði það gott á sínum tíma, Big Deal on Madonna Street. Hér segir frá sér- stöku götusamfélagi þar sem allir þekkja alla og litríkir persónuleik- ar eiga síðan að fylla inn í myndina. Því miður virðist enginn hafa áhuga á að leika í endurgerðinni og húmorinn er alveg horfinn. Eftir 10 mínútur byrjar maður að láta sér leiðast og eftir 20 mínútur fer maöur að undrast hvað leikaramir eru að gera í myndinni. Síðar renn- ur upp fyrir manni að kannski eigi þeir ekki völ á neinu betra. Dálítið skoplegt er að fylgjast með Penn sem lék í þessari mynd áður en hann hitti Madonnu. Hann hefur elsthrattsíðan. -SMJ sem gjarnan hefur einkennt þessa þætti, er ekki með að þessu sinni. Myndirnar eru stuttar þannig að sumum þykir nóg um. Family Dog heitir fyrsta myndin sem er reyndar ansi skondin teiknimynd þar sem segir frá heimihshundi einum sem gengur fremur iha að sinna hlutverki sínu. Myndin er bráðfyndin og ágætlega gerð. Snarpur ádeilubroddur er í mynd- inni ef fólk nennir að svipast um eftir slíkum hlutum. Dorothy og Ben Önnur myndin er af væmnari gerðinni og sú lakasta. Þar er grufl- að lítillega viö framhaldslíf. Tvær verur, sem hafa lent í dásvefni, ná sérkennilegum tengslum og vekur það undrun (og ótrú) hjá læknalið- inu. The Main Attraction Hér er birtist húmorinn aftur þegar segir frá bandarískum stórgæja sem fær loftstein í höfuðiö en það gerir hann meira segul- magnaðan en gott þykir. Myndin er talsvert fyndin og í henni má finna ádeilu á ákveðna manngerð í bandarísku mann- og kvikmynda- lífl. -SMJ *♦ ^ Trúðurmn Steve Martin ★★ Snjall strákur WISE GUY Útgefandi: JB. Leikstjóri og framleiðandi: Rod Hol- comb. Aóalhlutverk: Ken Wahl, Ray Sharkey, Robert Miranda, Gerald An- tony og Jim Byrnes. Bandarisk 1988. 95 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Sérþjálfaður spæjari hjá FBI er látinn smygla sér inn í mafíuhring til uppljóstrunar. Það tekur á taug- arnar, sérstaklega þegar hann þarf að gerast morðingi fyrir mafíuna. Hér er róið á kunnug mið, lög- reglumaöur viö erfið vinnuskilyrði í eilífri baráttu réttvísinnar við glæpi. Ágætlega tekst til viö per- sónusköpun og er Sharkey góður sem yfirglæponinn. Wahl hefur áður sést í átakamyndum (Fort Apache, The Bronx og The Wand- erers) og er þokkalega efnilegur. Útlitsins vegna ætti hann að hafa einhveija möguleika á að feta sig upp stjörnustigann. Atburöarásin er ágætlega spennandi og átakaat- riði vel úr garði gerð. Innan síns hóps stendur.því þessi mynd vel fyrir sínu. Myndin endar snubbótt enda virðist hér vera um upphafsþátt að sjónvarpsmyndaflokki að ræða. Myndir af þeim uppruna sjást oft á myndbandaleigum og er ekkert við því aö segja ef um þokkalega af- þreyingu er að ræða. Það væri þó sjálfsögð kurteisi að taka slíkt fram á kápunni. -SMJ THEJERK Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Carl Reiner. Aðalhlutverk: Steve Martin, Bernadette Peters og Jackie Mason. Bandarisk, 1979. -Sýningartimi: 90 min. Það má með sanni segja að The Jerk sé eins manns kvikmynd. Hún stendur og fellur með Steve Martin. Martin, sem á þeim árum, sem The Jerk var gerð, var aðallega þekktur sem skemmtikraftur, fer stundum á kostum í sundurlausri kvikmynd sem vantar allan heildarsvip. Martin leikur ungan mann sem' er á förum úr heimahúsum í leit að atvinnu. Þaö sérkennilega við íjölskyldu hans er að allir eru svartir nema hann. Hann telur sig því svertingja. Vegna þess að hon- um tekst að festa gleraugu á við- skiptavin bensínstöðvar, sem hann vinnur á, verður hann milljóna- mæringur og er tahnn snjall upp- finningamaður. En leiðin niður á við er ekki síður hröð og að end- ingu sjáum við Steve Martin innan um róna. Söguþráðurinn er ekki ýkjka merkilegur. Myndin skiptist niður í misgóða þætti þar sem hæfileikar Martins sem grínista njóta sín til fullnustu og svo sannarlega hefur hann hæfileikana. í bestu atriðun- um er hann óborganlegur. En af öllu má fá nóg og það á einnig við um Steve Martin. Ofleikur hans verður leiðigjarn til lengdar og þeg- ar ekki næst að tengja myndina verður hann þreytandi, sérstaklega í þeim atriðum þegar hann er orð- inn ríkur. The Jerk er þrátt fyrir marga galla ágæt skemmtun og sá má vera illa fúll sem ekki brosir að tiltekt- um og tilsvörum Steve Martin. HK Glæpur og refsing HANDS OF A STRANGER Útgefandi: JB Leikstjóri: Larry Elikann. Aóaihlutverk: Armand Assante, Blair Brown og Be- verly D’Angelo. Bandarisk 1987. 2X93 min. Bönnuó yngri en 16 ára. í þessu tveggja spóla sjónvarps- drama segir frá lögregluforingja einum sem er ákaflega efnilegur og þar að auki vel giftur. Konu hans er nauðgað og rústast þar meö tilvera þeirra hjóna. Hann tekur að sér rannsókn málsins og missir um leið tökin á starfi sínu. Inn í máhð fléttast síðan harðskeyttur saksóknari. Hér er á ferðinni mikið melódr- ama sem er fyrst og fremst unnið á forsendum sjónvarpsins. At- burðarásin er á köflum hæg enda lopinn teygður í tvo þætti. Persónu- sköpun er engan veginn fullkomin en dugar þó til að gæða myndina nokkru lífi. Á köflum verður þó gremjulegt að fylgjast með vand- ræðagangi persónanna sem engan veginn kunna að umgangast sann- leikann. Leikarar komast vel frá hlutverkum sínum enda þekkt fag- fólk í helstu hlutverkum. -SMJ ★★★ Engin venjuleg frænka o Housekeeping Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Bill Forsyth. Aðalhlutverk: Christine Lathi. Bandarisk, 1987. - Sýningartimi: 112 min. Bill Forsyth er sjálfsagt þekktast- ur fyrir að hafa leikstýrt hinni ágætu mynd Local Hero er gerist í Skotlandi og segir á gamansaman hátt frá bandarískum spákaup- mönnum sem koma til skosks smá- bæjar. Skotland er heimkynni Forsyth svo hann er nokkuð langt frá heimaslóöum með nýjustu mynd sinni, Housekeeping, sem gerist í sveitum Bandaríkjanna. Segir þar frá tveimur systrum, Ruth og Lucille, sem sendar eru til ættingja þegar móðir þeirra fremur sjálfsmorð. Þar lifa þær tilbreyting- arsnauðu lífi þar til svarti sauður- inn í ættinni, Sylvie, birtist og tek- ur þær að sér. Sylvie ert engin venjuleg frænka, hefur sínar skoð- anir á hlutunum og fer sínu fram, yfirleitt í mótsögn við venjulegt fólk. Systurnar hrífast af frænku sinni, sérstaklega hin hægláta Ruth sem smám saman hverfur inn í hinn sérkennilega heim frænku sinnar... Housekeeping er að mörgu leyti sérstök kvikmynd. Forsyth fer ekki troðnar slóðir fremur en fyrr, hvorki í myndfrásögn né sögu- þræöi. Má geta þess aö karlhlut- verk í myndinni er nánast ekkert. Christine Lathi leikur Sylvie af innlifun og hrífur áhorfandann með sér í mynd sem í fyrstu virðist einföld en flókinn hugsanagangur aöalpersónanna gerir Housekeep- ing að eftirtektarverðri og skemmtilegri kvikmynd. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.