Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988.
19
Danshús
ÁRTÚN
Gömlu dansamir föstudagskvöld kl.
21-03 og laugardagskvöld kl. 22-03.
IRjómsveitin Danssporiö leikur íyrir
dansi bæöi kvöldin.
BÍÓKJALLARINN
Lækjargötu 2, sími 11340.
Bigfoot sér um tóniistina um helgina.
BROADWAY
Álfabakka 8, Reykjavik, simi 77500.
Broadway í sumarskapi með dúndr-
andi diskóteki og frábærum uppá-
komum. Gó-Gó búrin á fúllu. Opið
föstudags- og laugardagskvöld.
I
CASABLANCA
Skúlagötu 30.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
DUUS-HÚS
Fischersundi, simi 14446.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
EVRÓPA
v/Borgartún.
Hljómsveitin Bjarni Ara og Búning-
amir verða með tónleika og dansleik
í Evrópu í kvöld. Tilefnið er að ný
hljómplata hljómsveitarinnar kemur
á markaðinn í dag. Diskótek laugar-
dagskvöld.
GLÆSIBÆR
Álfheimum.
Hljómsveit Andra Bachman leikur
fyrir dansi bæði kvöldin. Opið kl.
22.00-03.00.
HOLLYWOOD
Ármúla 5, Reykjavík.
Sveitaballastemmning í Hollywood
um helgina. mjómsveitimar Mánar,
Kaktus og Karma leika fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld.
HÓTELBORG
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200.
Dansleikir föstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónhst. Tískusýningar
öU fimmtudagskvöld. Opið frá kl.
19-01.
HÓTEL ÍSLAND
LónU Blú bojs og rokkband Rúnars
JúUussonar leika fyrir dansi föstu-
dags- og laugardagskvöld. Skemmti-
dagskráin „I sumarskapi" verður í
beinni útsendingu á Stöð 2 og Stjöm-
unni á föstudagskvöld.
HÓTEL SAGA, SÚLNASAL-
UR
v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221.
Hljómsveitin 7-und leikur fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
LÆKJARTUNGL
Lækjargötu 2, sími 621625.
BaU föstudags- og laugardagskvöld. í
kvöld verða sænsku strákamir í Gu-
ys’n’DoUs með sýningu.
ÚTÓPÍA
Suðurlandsbraut.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
VETRARBRAUTIN
Brautarholti 20, sími 29098.
Guðmundur Haukur leikur og syng-
ur um helgina.
ÞÓRSCAFÉ
Brautarholti, s. 23333.
Diskótek föstudagskvöld. Hljóm-
sveitin Boogies leikur fyrir dansi
laugardagskvöld.
ÖLVER
Álfheimum 74, s. 686220.
Opið fimmtudags- föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Mikið um dýrðir
á afmæli Hvammstangahrepps
Hvammstangahreppur á 50 ára afmæli á sunnudag.
Sunnudaginn 10. júlí á Hvamms-
tangahreppur 50 ára afmæli. Af
þessu tilefni veröa mikil hátíðar-
höld á Hvammstanga.
Síöasthðinn miðvikudag var opn-
uð útvarpsstöð á staðnum og verð-
ur hún starfrækt fram á sunnudag.
Alis munu um 40 dagskrárgerðar-
menn verða með þætti í útvarpinu.
Fjöldi sýninga
í dag, föstudag, hefst síðan hin
eiginlega afmælisdagskrá. Opnað-
ur veröur útimarkaöur í bænum
þar sem einstaklingar og fyrirtæki
standa í sölustarfseminni. Á mark-
aðnum verður tónlist og aðrar
uppákomur.
í kvöld verða nokkrar myndhst-
arsýningar opnaöar á Hvamms-
tanga. I grunnskólanum verður
opnuð viðamikil sýning nemenda
og þar mun einnig mynlistarklúbb-
urinn Litberi opna sýningu. í Fé-
lagsheimilinu verður sýnd vefnað-
arhst eftir Ehsabetu Harðardóttur.
Orkusýning Rarik verður í bóka-
safninu og á hótehnu Vertshúsinu
verður málverkasýning Hjálmars
Þorsteinssonar. Þar mun Megas
vera með tónieika í kvöld.
Syndandi þjónar
Á laugardagsmorgun verður
heiðursskotum skotið, einu fyrir
hvern áratug. Síðan verður farið í
skemmtisighngu um fjörðinn. Að
því búnu verður léttur morgun-
verður framreiddur í sundlaug
bæjarins. Mun þetta verða óvenju-
legur morgunverður með syndandi
þjónum og lifandi tónhst.
Síðar á laugardag verður frjáls-
íþróttamót og fótboltaleikur í bæn-
um.
Hátíðarsvæði
við Hvammsána
Um kl. 16.30 verður hljómskála-
tónhst leikin í Kvenfélagsgarðinum
og að því búnu verður mikil
skemmtun haldin á hátíðarsvæöi
við Hvammsána. Skúlptúr eftir
Marinó Bjömsson verður afhjúp-
aður og göngubrú yfir ána vígö.
Matvælakynning fyrirtækja
verður í stóru tjaldi á svæðinu. Um
kvöldið verður sögusýning þar sem
sýnt verður hvemig bærinn
Hvammstangi varð tii. Utitónleikar
verða þar á eftir þar sem leika
munu hhómsveitimar Baggaband-
ið og Hrepparnir. Fjölskyldudans-
leikur verður síðan í félagsheimii-
inu.
Grill og Hvalir í Hvömmum
Afmæhsdagshátíðin sjálf á
sunnudag hefst með því að boðið
verður til grillveislu í gróðurreit
rétt utan við bæinn kl. 11.00. Guðs-
þjónusta verður í Hvammstanga-
kirkju kl. 13.30. Þaðan verður
skrúðganga að hátíðarsvæði þar
sem hátíðardagskrá verður sett.
Verður mikið um dýrðir í þeirri
dagskrá. Meðal annars verður rev-
ían Hvahr í Hvömmum sýnd, hst-
flug og fallhlífarstökk.
Afmæhsthátiöinni lýkur meö
fallegri lokaathöfn.
-gh
Ný plata hljómsveltarlnnar kemur út f dag.
• * * 1 t
útgáfutónleikar í Evrópu
Hljómsveitin Bjami Ara og
búningarnir verður meö tónleika
og dansleik f veitingahúsinu Evr-
ópu í kvöld, föstudaginn 8. júh,
kl. 22-03.
Er þessi uppákoma í tilefni þess
að í dag kemur á markaöinn ný
hijómplata hljórasveitarinnar.
Lögin af þessari nýju plötu fá
örugglega aö liljóma f Evrópu í
k völd ásamt fiölda annarra laga.
Hljómsveitin hyggst standa fyr-
ir mörgum óvæntum uppákom-
um i tilefni dagsins og mun fímm-
tugasti hver gestur, er keraur í
húsiö, fá ókeypis eintak af plöt-
unni. Aðdáendum hljómsveitar-
innar er bent á að frávik veröur
gert á aldurstakraarki inn í Evr-
ópu þetta kvöld. Verður það miö-
að við 18 ár i staö 20 eins
lega.
Sænskir gæjar og píur
- skemmta íslenskum gæjum og píum
Síðastliðinn miðvikudag kom til
landsins sýningaflokkurinn Gu-
ys’n’Dohs frá Svíþjóð. Flokkurinn
mun halda sýningar í Lækjartungli
og Bíókjallaranum frá 8. júlí th 22.
júh. Verður fyrsta sýningin í kvöld
á hálfs árs afmæli Lækjartungls.
Guys’n’Dolls hafa ferðast meö
sýningar sínar víða um heim við
góðan oröstír. Meöal annars komu
þau hingað til lands fyrir tveimur
árum og sýndu 'nokkrum sinnum.
Þau eru mjög vinsæl í heimalandi
sínu og hafa meðal annars hlotið
hin óopinberu verðlaun Gullhljóð-
nemann.
Sýningar hópsins byggjast upp á
dansatriðum blönduðum mime-
söng, frumlegum og nýstárlegum
klæðaburði og léttri kímni. Stund-
um gætir kabarett-áhrifa í sýning-
um hans en mörg atriðanna sækja
innihald sitt í ýmis tímabil mann-
kynssögunnar. Sýningahópurinn
samanstendur af atvinnudönsur-
um, leikurum og aðilum sem eru
Stundum gætir kabarett-áhrifa í
sýningum hópsins.
við nám í hinum ýmsu listaháskól-
um.
Búningar, hárkollur og gervi eru
öll hönnuð af meðlimum hópsins
og hefur mikil vinna verið lögð í
undirbúning þessara sýninga.
Afmæli
Á morgun, laugardaginn 9. júh,
eru liðin 30 frá því að Byggðasafn
Þingeyinga var formlega opnað í
gamla torfbænum á Grenjaðarstað
í Aðaldal.
í thefni þessara tímamóta verður
hátíðardagskrá á Grenjaðarstað og
eru allir velunnarar safnsins vel-
komnir. Dagskráin hefst kl. 14 með
guðsþjónustu í Grenjaðarstaðar-
kirKju þar sem séra Halldór Gunn-
arsson í Holti predikar.
Að guðsþjónustunni lokinni
verður viðstöddum boðið að skoða
byggöasafnið. Klukkan 16 hefst af-
mæhsdagskrá kirkjunnar með tón-
hst og töluðu máli. Dagskrá stýrir
Finnur Kristjánsson. Kaffiveiting-
ar verða seldar á vægu verði á
staönum til styrktar byggðasafn-
inu.
Grenjaðarstaður var höfðingja-
setur th foma og eitt af bestu
brauðum landsins. Var hann lagð-
ur th jafns við Odda er þótti besta
brauð í Sunnlendingafjórðungi.
Átti staöurinn fjöldajarða, auk hjá-
leigna, reka, laxveiði og önnur ítök
en heimaland mikið og gagnsamt.
Byggðasafiis Þingeyinga
Grenjaðarstaður í Aðaldal þar sem byggðasafnið er til húsa.