Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 30
,30 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. LífsstOI Garðyrkja er gott veganesti: Olga verkstjóri lumar nokkrum salatblööum til Ástrósar á meðan litli maðurinn, Daði, býður öllum gómsætar radísur. Skólagarðar Reykjavíkúr eru nú komnir í mikinn blóma. Ekki verður langt í að börnin, sem hafa verið iðin við að rækta garðinn sinn, taki upp grænmetið og fylli kæliskápinn heima hjá sér. Sigríður Bragadóttir, sem hefur -yfirumsjón með skólagörðum Reykjavíkur, sagði í samtali við DV að 700 til 800 krakkar hefðu skráð sig í skólagarðana í vor en ekki hefðu allir stundað þá aö fullum krafti. „Krakkarnir, sem sækja skólagarð- ana, eru á aldrinum 9 til 12 ára og eru yfirleitt mjög áhugasamir þó þeir mæti misvel. Það kemur líka til af sumarfríum og öðru sem börnin fara í með foreldrum sínum. Sigríður sagði að börnin hefðu gott af því að vinna garðvinnu og hún væri þeim veganesti inn í framtíðina. Sælar minningar Börnin rækta heilmargar græn- metistegundir, meðal annars sprota- ^kál, betur þekkt sem broccoli, hvít- kál, blómkál, grænkál, blöðrukál, toppkál, dill, spínat, næpur, kartöfl- ur, skrautkál sem er fallega litt kál sem oftast er notað til skrauts, eins og nafnið ber með sér, og fleira. Tíðindamaður DV fór á stúfana í Laugardalinn þar. sem einhverjir elstu skólagaröar Reykjavíkur eru. Margur eldri borgarinn á sælar minningar úr skólagörðum Laugar- dalsins. Veðrið var hið besta þennan dag eftir langvarandi leiöindaveður. Olga *Bergmann, verkstjóri í Laugardaln- um, sagði að heldur mikil deyfö hefði ríkt í skólagöröunum undanfarna viku vegna veðurfarsins. Einnig hefðu margir krakkarnir verið í sumarfríi. En nú þegar DV átti leið um svæöið var heldur að færast Qör í leikinn. Fjöldi krakka dundaði sér við snyrtingu garða sinna og margir voru þegar.farnir að taka upp græn- meti. Krakkarnir gátu byrjað að taka upp sprotakál strax um mánaðamót- in júní-júlí og alla tíö eftir það enda er sprettan búin að vera mjög góð og kálið var hið álitlegasta. Hlykkjóttar radísur Einnig var farið að bera nokkuð á því að krakkarnir væru að narta í radísur af ýmsum gerðmn. Að sögn verkstjórans var sáð nokkrum af- brigðum af radísum í ár og þær komu upp í mismundandi myndum. Sumar voru á stærð við stór epli, aðrar voru aflangar og ein sem var tekin upp um daginn var með krók í miðjunni. Jú, það var margar skemmtilegar myndir hægt að sjá út úr radísun- um. Einnig voru rófurnar með af- brigðum góöar í ár, safaríkar og sæt- ar. „Uppskeran virðist ætla.að vera mjög góð í ár miðað við árið i fyrra,“ sagði Olga. „í fyrra gekk einhver ormaplága yfir sem eyðilagði mikið af upp- skerunni. Ég held að það hafi komið út af hitanum sem var um veturinn. Þannig að plágan fékk að „grass- era“. Krakkarnir eru mjög misduglegir við að hirða garðana sína. Sumir koma hér á hverjum degi og hreinsa upp -arfa og fleira en aðrir koma kannski ekki nema að vori og svo ekki aftur fyrr en að hausti." Skýlir arfinn kálinu? „Það á að vera leyndarmál en oft ber svo við að prýðisuppskera verður í þeim görðum sem lítið hafa verið hirtir þó að það sé ekki algilt. Arfmn virðist skýla á einhvern hátt græn- metinu." í skólagörðunum í Laugardal, sem eru skjólsælustu garðarnir í Reykja- vík, eru 115 garðar sem ýmist eru notaðir af krökkunum sjálfum eða starfsfólkinu, þó krakkarnir séu að sjálfsögðu í meirihluta. Þeir borga 400 hundruð krónur fyrir hvern garð, sem er 24 fermetrar, og allt efni sem þeir nota. Svo eru tveir leikja- dagar í viku, þriðjudagar og fimmtu- dagar. Þá er gjarnan spilaður fót- bolti, annars vegar stelpumar og hins vegar strákarnir. í dag, 16. ágúst, verður svo haldið allsherjar- mót í fótbolta fyrir alla þá sem vinna við skólagarðana. Góðar einkunnir í lokin eru svo öllum gefnar ein- kunnir fyrir frammistöðu sína í görðunum um sumarið. Og yfirleitt eru þær með betra móti. Olga sagði að þrátt fyrir að krakk- arnir væru ekki yngri en 9 ára væri oft svo að þeir eldri kæmu með yngri systkini sín með sér sem hefðu mjög gaman af að vera með stóru systur eöa bróður. Þetta er annað sumarið mitt hér í Laugardalnum. Það er mjög gaman að vinna með krökkun- um,“ sagði hún. „Þetta eru yfirleitt mjög yndislegir krakkar." -GKr „Vió erum að drukkna í grænmeti'' - sagði Ástrós Gunnarsdóttir, 11 ára garðyrkjumaður ,S Þau Rakel, Daði og Ástrós sögðu uppskeruna hjá sér mjög góða. Hér sjást þau tína salat upp sem þau ætluðu að bæta um kvöldið. búið hjá mömmu og pabba DV-myndir KAE „Viltu radísu?“ spurði Daði Guö- laugsson, 6 ára snáði, og rétti að blaðamanni fullar hendur af radís- um. Blaðamaður þáði að sjálfsögðu radísurnar með þökkum enda eru nýjar radísur herramannsmatur. Daði var þarna kominn með systur sinni, Ástrósu, 11 ára, sem hafði stundað skólagarðana undanfarin 3 ár. Þau sögðu bæði tvö að uppskeran hefði verið mjög góð hjá þeim og þetta hefði verið alveg ægilega gam- an. Aðspurð hvort það væri ekki alltaf grænmeti í öll mál hjá þeim svöruðu þau því játandi. „Við borðum salat með öllum mat, stundum radísur líka og rófur,“ sagði Ástrós og bætti því við að þau væru að drukkna í grænmeti. Hvað finnst ykkur best af græn- metinu? „Mér finnast kartöflurnar bestar,“ sagði ÁstróS ákveðin, „Ég er með mest af kartöflum.“ Vinkona Ástrósar, Rakel Garðars- dóttir, sagði að henni fyndust radís- urnar bestar. „En ég er ekki í skóla- görðunum, bara kem með henni,“ sagði hún og benti á Ástrósu. Eruð þið hérna allan daginn? „Já, næstum því alla daga. Við reytum arfa og rökum beðin og svo- leiðis,“ sagði Astrós. „Ég kem oft með systur minni og fmnst ofsalega gaman. Ég ætla kannski að verða garöyrkjumaður þegar ég verð stór,“ sagði Daði. „Ég ætla sko ekki að veröa garð- yrkjumaður þó að þetta sé ofsalega gaman,“ sagði Ástrós. „Ég ætla ekki að vera hér á næsta ári.“ Daði var hins vegar ákveöinn í því að þegar hann yrði 9 ára ætlaði hann að fara í garðyrkjuna í Laugardaln- um. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.