Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Side 40
<< RÉTTASKO T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrifft - Dreiffing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Margir sækja um forstjóra- stöðu ÚA „Ég hef einfaldlega ekkert u'm mál- ið að segja,“ sagði Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og forstjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, í morgun um það hvort hann hefði sótt um stöðu forstjóra Útgerð- arfélags Akureyringa. Umsóknar- frestur um stöðuna rann út á mið- nætti í nótt og er þrálátur orðrómur á Akureyri um að Gunnar Ragnars hafi sótt um. Þetta er staða Gísla Konráðssonar sem er að hætta hjá ÚA eftir áratugastarf. Tíu höfðu sótt um í gær. Ekki er vitað hvort fleiri umsóknir eru á leið- inni í pósti. Akureyrarbær á 70 pró- sent í fyrirtækinu og KEA 20 prósent. Á meðal umsækjenda eru Finnbogi Jónsson, forstjóri Síldarvinnslunnar ^ Neskaupstað, og Jens Eysteinsson, markaðssérfræðingur hjá Coldwater í Bandaríkjunum í mörg ár. -JGH Morastöðir í Kjós: „Þetta er ekki mál fyrir & almenning" - segir ráðunauturinn Mikil leynd hvílir yfir örlögum svínanna á svínabúinu að Morastöð- um í Kjós. í DV fyrir helgi var sagt frá að ákveðið hefði verið að farga öllum dýrunum vegna þess hversu illa þau væru á sig komin vegna van- fóðrunar og lélegrar umhirðu. Brynj- ólfur Sandholt héraðsdýralæknir sagði í gær að hann teldi að búið væri aö farga dýrunum. Hann sagð- ist hins vegar ekki vita hvort búið væri að urða dýrin. Magnús Sæmundsson, hreppstjóri og oddviti Kjósarhrepps, sagði í gær að ekki væri búið að farga svinunum og óvíst væri hvenær það yrði gert. ^ Valur Þorvaldsson ráðunautur var njótur til svars þegar hann var innt- ur eftir örlögum dýranna. Hann sagðist ekkert vilja um þetta ræða. „Þetta er ekki mál fyrir almenning. Svar mitt er því svona. No comm- ent.“ sagði Valur Þorvaldsson. -sme SÍMAÞJÓNUSTA 62 42 42 Sjúkrabíll 11100 Lbgreglan 11166 Slökkviliðið 11100 Læknavakt 21230 ' i-. . .' ■ • '• . ’ , ’ ''' , . , * LOKI Svo mikil getur niðurfærslan orðið að hún urði sig sjálfkrafa. Niðurfærslan er á ioio ui m ooroinu - gæti gengið í SovétríkjLmum, segir hagfræðingur Alþýðusambandsins Eftir mikla skoöun nefndar- manna í ráðgjafanefnd ríkisstjórn- arinrtar eru menn nú að hafna niö- urfærsluleiðinni, samkvæmt heim- ildum DV. Ástæðan er sú sama og ætíð áður þegar þessi leið hefur verið skoðuð. Þó niðurfærslan gangi upp á pappírunum er ólíklegt að svo verði í raunveruleikanum. Henni fylgja ýmis vandamál sem eru illleysanleg. Ef ráðist verður í framkvæmd hennar og hún mis- tekst verða vandamálin, sem við er að glíma, í raun stærri á eftir. Þó stjórnvöld geti lækkað laun meö valdboði er talið ólíklegt að laun annarra en þeirra sem fá greitt samkvæmt töxtum og opin- berra starfsmanna muni í raun lækka. Lækkun vöruverðs með lagasetningu þykir slæmur kostur. Til þess að fylgja því eftir þyrfti griðarlegt eftirlit. Trú manna á lækkað vöruverð í kjölfar minni launakostnaðar verslana minnkar þegar áhrif tollalækkananna um áramót eru skoðuð. Ef vöruverö lækkar ekki nnmu vextir heldur ekki lækka. Þar með væri niður- færslan dauð. Einu áhrifin væru kjaraskerðing hiima lægst launuðu langt umfram það sem ætlað var þar sem áætluð vöruverðslækkun næöi ekki fram aö ganga. „Niöurfærsluleiðin gengur ein- faldlega ekki upp í íslenskum veru- leika. Hún var ef til vill fær árið 1959 þegar sfjómvöld gátu haft beiri áhrif á vöruverð og fleiri þætti. í dag er umhverfið allt annað. Hún gengi kannski í Sovétríkjunum og þar sem stjörnvöld halda um fieiri þræði efhahagslífsins en ekki á ís- landi í dag,“ sagði Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambands- ins. Viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar viö hugmyndum um niður- færsluleiðina hafa verið mjög hörð. Guömundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, sagði í samtali við DV að þaö yrði ekki látið afskiptalaust af þeirra hálfu ef 2,5 prósent kaup- hækkun 1. september yrði tekin af þeim. í útreikningum á niðurfærsl- unni er hins vegar gert ráð fyrir mun meiri lækkun á kaupi eða um 10 prósent. Ráðgjafanefndin skoðar nú aðrar leiöir og meðal annars eins konar sambland af gengisfellingarleið og niðurfærslu. Eins og fram kom i DV í gær telur Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, þá leið færa. Einar Oddur Kristjánsson, formaður ráðgjafanefndarinnar, sagðist í samtah viö DV enn vera trúaður á að nefndin skfiaði sam- hhða áhti um næstu helgi. -gse Biðröð við Gjald- heimtuna Þann 15. hvers mánaðar er eindagi fyrir þá sem sjálfir sjá um að standa skil á staðgreiðslu skatta. Þá mynd- ast langar biðraðir fyrir utan Gjald- heimtuna í Reykjavík og reynir sjálf- sagt á þolrifin í mörgum að standa í henni. Sú spurning vaknar í þessu sambandi hvort ekki væri hægt að hðka til fyrir staðgreiðslu skattanna með því að gera fólki kleift að borga þá með gíróseðlum DV-mynd S Stórfelldur ávísanafalsari handtekinn: Granur um hundrað þúsunda svik Tuttugu og sex ára gamall maður var handtekinn í gær eftir að hafa falsað ávísanir fyrir stórar fjárhæðir. Maðurinn stal ávísanahefti með mörgum eyöublöðum á skemmtistað í Reykjavík um helgina. Honum virð- ist hafa orðið vel ágengt með að skipta fölsuðum ávísunum. Grunur leikur á að hann hafi náð til sín hundruðum þúsunda með þessum hætti. í gærdag kom maðurinn í banka- útibú í Kringlunni og reyndi að fá skipt 70 þúsund króna ávísun. Þegar gjaldkerinn vildi ekki skipta ávísun- inni tók falsarinn tíl fótanna. Rann- sóknarlögreglunni var þegar th- kynnt um athæfi mannsins. RLR grunaði strax ákveðinn mann. Sá reyndist vera ávísanafalsar- inn. Það fréttist að sá grunaði væri í leigubíl á leið til Akraness. Lögregl- unni þar var gert viðvart og handtók hún manninn og hélt með hann th móts við RLR. Maðurinn hafði nokkra tugi þúsunda í fórum sínum við handtökuna. Þar sem hann var nokkuð drukkinn hefur lítið verið við hann rætt. Hann vildi auk þess htið um athæfi sitt ræða í gær. Rann- sókn málsins er á frumstigi. Maður- inn hefur áður komið við sögu lög- reglunnar. -sme FíkmefhamLsferli: IVeir í varðhaldi Tveir ungir menn eru nú í gæslu- varðhaldi vegna tilrauna th að smygla fíkniefnum. Mennirnir höfðu gleypt smokka sem innihéldu hass og amfetamín. Mennirnir voru hand- teknir á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku. Þeir komu báðir frá Lúxemborg. Tengsl eru á milli þess- ara mála. Mennirnir voru báðir úr- skurðaöir í viku gæsluvarðhald, Ekki er hægt að segja til um hversu mikið magn mennirnir höfðu í lík- amanum. Fíkniefnadeild lögreglunn- ar hafði grun um athæfi þeirra. Ann- ar þeirra hefur áður reynst sekur um smygl á fíkniefnum. Máhð er ekki að fullu rannsakað. -sme Veðrið á morgun: Rigning á Suður- landi Á morgun verður austan- strekkingur og rigning við suður- ströndina, annars aústan- og suð- austangola eða kaldi og skýjað- og dálíth súld við austur- og norð- austurströndina. Hiti 6 th 13 stig. Á 10 W / //L// ^ 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.