Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Fréttir Niðurfærsla í kjölfar efiiahagsaðgerðanna í maí: 13,5 milljarðar króna fluttir frá launþegum - laimaskriðið þurrkað út Ef ríkisstjórnin grípur nú til 9 prósent lækkunar launa ofan í þá kjaraskerðingu sem fólst í efna- hagsaðgerðunum í maí má ætla að hlutfall launa af vergum þáttatekj- um hrapi niður í það sem þau voru áður en launaskriðið hófst seint á árinu 1986. Til útskýringar má segja að þáttatekjur séu þaö sem er til skiptanna af þjóðarkökunni. Miðað við útreikninga fjármála- ráðuneytisins á afleiðingum 9 pró- sent launalækkunar á verðlag má gera ráð fyrir að kaupmáttur á næstu tólf mánuöum rýrni um tæp 7 prósent. Sú kjaraskeröing bætist við þá kjaraskerðingu sem fólst í efnahagsaögerðum ríkissljómar- innar í maí. Á tólf mánaða tímabili má því búast við að þessar tvær aðgerðir skerði kaupmátt launa um tæp 9,5 prósent. Nú eru laun um 73,5 prósent af vergum þáttatekjum. í ár er gert ráð fyrir að þáttatekjur verði um 190 milljarðar. Launatekjur eru því um 140 milljarðar. 9,5 prósent kjaraskerðing minnkar því hlut- deild launa um 13,5 milljarða af þeirri fjárhæð. Sú skerðing kemur hlutfalh launa niður í um 65,4 pró- sent af vergum þáttatekjum. Hlutdeild launa í þáttatekjum í ár er hærri en hún hefur verið um langt árabil. Ástæðan er sjálfsagt sú að með kjaraskerðingunni miklu árið 1983 hrapaði þetta hlut- fall úr tæpum 70 prósentum, sem Á þessu línuriti má sjá þróun kaupmáttar frá ágúst 1988 til ágúst 1989 miðað við 9 prósent launa- lækkun og lækkun verölags í kjöl- far hennar. Gert er ráð fyrir að laun lækki 1. september og verð- lag lækki I áföngum. Línuritið er byggt á útreikningum fjármála- ráðuneytisins á þróun framfærslu- vísitölunnar. í tæp 60 prósent árið 1984. Næstu tvö ár hélst það í um 65 prósentum en tók síðan stökk og er nú komið í 73,5 prósent. Eins og sjá má af þessari þróun Á þessu línuriti má sjá áhrif efna- hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í maí og 9 prósent lækkun launa nú á kaupmáttinn frá júní 1988 tii ágúst 1989. Gert er ráð fyrir lækk- un verðlags í kjölfar launalækkun- ar. Miðað er við þróun framfærslu- vísitölu undanfarna mánuði og spá fjármálaráðuneytisins um þróun hennar ef gripið verður til niður- færslu. færa efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar og niðurfærsla nú hlut launa af þáttatekjum niður í svipað hlutfall og þau voru í á árunum 1985 og 1986 áður en launaskriðið Á þessu línuriti má sjá misgengi launa og lánskjaravísitölu eftir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar í maí og þróun launa miðað við lánskjaravisitölu fram til ágúst- mánaðar 1989. Gengið er út frá forsendum fjármálaráðuneytisins um þróun lánskjaravístitölu ef nið- urfærsluleiðin verður farin. fór af stað. Þessar aðgerðir saman þurrka því nánast út áhrif launa- skriðsins. Á línuritum, sem fylgja þessari frétt, má sjá þróun kaupmáttar miðað við spá fjármálaráðuneytis- ins um þróun framfærsluvísitölu ef gripið verður til 9 prósent lækk- unar launa. í þeirri spá er gert ráð fyrir að um 1,5 prósent lækkun vöruverðs komi fram strax, 1,5 pró- sent mælist eftir einn mánuð og 0,5 prósent mánuði síðar. Síðan tekur við um 0,5 prósent hækkun verð- lags að meðaltali á mánuði sem jafngildir rúmlega 6 prósent verð- bólgu á ári. í júlí á næsta ári má því búast við að kaupmáttur verði 9,4 prósent minni en hann er í dag. Sé einnig litið til efnahagsaðgerða rikis- stjórnarinnar í maí þá verður kaupmáttur launa í júlí á næsta ári tæplega 14 prósent minni en hann var í júní á þessu ári. Þriðja súluritið sýnir misgengi kaupmáttar og lánskjaravísitölu frá efnhagsaögerðunum í maí og fram til ágústmánaðar 1989. Miðað við spá íjármálaráðuneytisins um þróun lánskjaravísitölu ætti þetta misgengi að vera oröiö um 17,8 pró- sent í ágúst á næsta ári. -gse Heimsókn forseta íslands: Með skemmtilegustu embættisverkunum Haukur L. Hauksson, Hvammstanga Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, kom að sýslumörkum Húnavatnssýslu við Hrútafjarðará á slaginu 11 í gærmorgun. Þar með var fjögurra daga opinber heimsókn for- seta í Húnavatnssýslur hafln. Sýslunefnd Vestur-Húnavatns- sýslu og hreppsnefnd Staðarhrepps tóku á móti forseta ásamt fleirum. var einatt kölluð i lifanda lífi. Eftir móttökuna var ekið að Reykjaskóla í Hrútafirði. Skoðaði forseti byggðasafnið þar í fylgd skólastjórans, Bjarna Aðalsteinsson- ar. Var snæddur hádegisveður í ReyKjaskóla í boði sýslunefndar og hreppsnefndar Staðarhrepps. Þar buðu Þórarinn Þorvaldsson, oddviti Staðarhrepps, og Jón ísberg sýslu- maöur forseta velkominn. Gimsteinn á himni minninganna Óskaði oddviti hreppsnefndar Vig- dísi til hamingju með nýhafið kjör- tímabil og sagöi það mikinn styrk í sögu ungs lýðveldis hvemig forseta- embættiö hefði þróast á farsælan hátt með hinu hæfileikarika fólki sem hefði verið kjörið til að gegna því. Jón ísberg sýslumaður sagðist von- ast til að heimsókn forseta í Húna- vatnssýslur ýrði sem skær stjarna á himni minninga hennar þegar hún horfði yfir farinn veg seinna meir. Vigdís þakkaði gestrisni Húnvetn- inga. Sagði hún að ferðir sem þessar út á landsbyggðina væru með því allra skemmtilegasta í embættis- verkum forseta íslands. Þyrfti emb- ættismaður, sem sæti á Bessastöð- um, að vera sem mest með sínu fólki. Væri til dæmis ógjörningur að fara til útlanda sem fulltrúi þjóðarinnar án þess að vita hvað hrærðist í hug- um fólkins á landinu öllu. Sagði for- seti að börnin settu mikinn svip á allar heimsóknir um landið. Þau fyndu aö eitthvað væri að gerast sem væri hafið yfir venjulegt dægurþras og tækju lifandi þatt í heimsóknun- um. Að loknum hádegisverði plantaði forseti þremur birkitrjám með að- stoö barna. Síðan var opið hús í skól- anum fyrir íbúa Staðarhrepps. Leiði Skáld-Rósu heimsótt Að því loknu var ekið í Miðíjörö aö bænum Efra-Núpi. Þar skoðaði forseti leiöi Skáld-Rósu og kirkju staöarins. Sagði forseti við það tæki- færi að hún hefði ætíð borið mikla virðingu fyrir þeirri konu. Síðan var forinni heitið að minnisvarða um Ásdísi, móður Grettis Ásmundarson- ar, sem er við bæinn Bjarg. Heim- sókn forseta í Miðfjörð lauk að Laug- arbakka. Þar var opið hús fyrir íbúa Fremri- og Ytri-Torfustaðahrepps í félagsheimilinu Ásbyrgi. Mætti fjöldi manns til aö heilsa upp á forseta og söng karlakórinn Lóuþrælar nokkur lög. Áður en haldið var til Hvamms- tanga skoðaði forseti Staðarkirkju. Fjöldi barna í móttöku Náði forseti til Hvammstanga um hálfátta leytiö. Bauð sýslunefnd og hreppsnefndir Hvammstangahrepps og Kirkjuhvammshrepps til kvöld- verðar á hótelinu og á eftir var opið hús og kaffiveitingar í boði hrepps- nefndanna. Bauð íjöldi barna forseta velkominn við félagsheimilið áður en gengið var inn til veitinga. Hvítserkur skoðaður í morgun hóf frú Vigdís Finnboga- dóttir daginn með því að planta trjám við barnaskólann á Hvammstanga. Þá var ekið út á Vatnsnes þar sem Hvítserkur var skoðaður. Síðan var ekið að Vesturhópsskóla þar sem opið hús var fyrir íbúa Þverár- hrepps. Um hádegi ekur forseti að Borgarvirki og að Kolugljúfrum í Víðidal. Þá verður opið hús í félags- heimilinu Víðihlíð. Seinni partinn verður ekið að sýslumörkum við Gljúfurá þar sem sýslunefnd Aust- ur-Húnavatnssýslu tekur á móti for- seta. Þá liggur leiðin á Blönduós þar sem verður gist og á Skagaströnd þar sem kvöldverður í bóði hrepps- nefnda Höfðahrepps og Vindhælis- og Skagahrepps verður snæddur. í tilefni af forsetaheimsókninni var opið hús i Reykjaskóla. íbúar Staðar- hrepps fjölmenntu til að sjá og hitta forsetann og njóta veitinga. DV-myndir Brynjar Gauti Forsetinn fór að leiði Skáld-Rósu, þeirrar miklu og ógæfusömu konu. Vidís sagðist bera virðingu fyrir Skáld-Rósu, eða Vatnsenda-Rósu, eins og hún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.