Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. 7 Fréttir Þrjár íslenskar konur: Gerðu vændishús að gistihúsi Alræmt vændishús og eiturlyfja- búlla í Lúxemborg varð að veglegu gistihúsi í höndum þriggja íslenskra kvenna. „Húsinu var lokað fyrir tveim árum en þá gekk starfsemin undir nafninu Reno bar,“ segir Drífa Sigur- björnsdóttir. Hún keypti húsið, sem stendur skammt frá Findelflugvelli í Lúxemborg, ásamt Þórhildi Hinriks- dóttur og Ingunni Richter. Konumar eru allar búsettar í Lúx- emborg þar sem eiginmennimir starfa. Drífa sagði að útlendingar ættu erfitt með að fá atvinnuleyfi í Lúxemborg og það væri ein ástæðan fyrir því að stöllurnar lögðu út í sjálf- stæðan atvinnurekstur. „En svo verða karlmennirnir líka ofdekraðir ef við erum alltaf heima,“ bætir hún við kímin. Fengu íslenska smiði Konurnar keyptu húsið í fyrra og notuðu veturinn til að gera það upp. „Við berstrípuöum húsið að innan og innréttuðum átta íbúðir. Við unn- um mikið sjálfar að breytingunum en fengum fjóra iðnaðarmenn frá ís- landi, tvo smiði,' einn múrara og pípulagningamann. Þeir reyndust okkur frábærlega. Ég er viss um að ef heimamenn hefðu fariö í verk- ið værunj við enn þá að,“ segir Drífa. Gistihúsið var opnað fyrsta júlí í sumar og géngur reksturinn vel. íbúðirnar átta eru leigðar út í viku eða mánuð í senn og sagöi Drífa að húsið væri töluvert nýtt af fólki sem kæmi í viðskiptaerindum til Lúxem- borgar. Hún sagði íslendinga ekki mjög áberandi meðal gesta en þeim færi fjölgandi. „Þótt við leigjum ekki íbúðirnar nema viku í senn vísum viö aldrei landanum frá þegar hann bankar upp á og biður um næturgistingu. Á meðan eitthvað er laúst fá íslending- ar inni.“ 22árað heiman Drífa hefur undanfarin 22 ár verið búsett erlendis ásamt manni sínum, Þórði Sæmundssyni. Lengst af hafa þau búið í Lúxemborg, en um sjö ára skeið áttu þau heima í Suður-Áfríku þar sem Þórður vann hjá dótturfyrir- tæki Luxair. „Okkur hefur tekist að komast heim til íslands að minnsta kosti einu sinni á ári. Þórður vann lengst af hjá flugfélögum, bæði íslenskum og er- lendum, og þá er auðveldara að kom- ast heirn." Tengsl fjölskyldunnar viö ísland eru sterk þrátt fyrir langa útivist. Þannig luku öll þrjú börn Drífu og Þórðar stúdentsprófi frá íslenskum skólum. En ætla þau hjónin að flytj- ast aftur til íslands þegar starfsdegi í útlöndum lýkur? „Ég veit það ekki enn þá. Þaö er a.m.k. ekki gott að verða gamall r Lúxemborg," segir Drífa. Hún er á leiðinni austur í sveit í sumarbústað systur sinnar og við tefjum hana ekki lengur. pv Asamt tveim vinkonum geröi Drifa Sigurbjörnsdóttir vegiegt gisthús úr alræmdri knæpu. DV-mynd S Fjárfestingarfélögin í startholum með sjóði til fjárfestingar erlendis - auglýsing tilbúin hjá Seölabankanum Flest fjárfestingarfélögin munu vera tilbúin með verðbréfasjóði sem ætlað verður það hiutverk að fjár- festa erlendis. Reyndar hefur einn þegar verið stofnaður en það er Fjöl- þjóðasjóðurinn hf. sem Fjárfesting- aifélagið stendur að. Ríkisstjórnin setti sér það markmið í fyrra að koma saman lögum um þetta og munu þau að mestu vera tilbúin. Ríkisstjómin á þó eftir að taka afstöðu til þeirrá. Fulltrúar fjár- festingarfélaganna eru orðnir óþol- inmóðir eftir auglýsingu Seðlabank- ans um heimild til að fara af staö með þessa sjóði en aö sögn Björns Tryggvasonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, verður auglýsingin ekki birt fyrr en frumvarpið um verðbréfasjóðina hefur tekið gildi. Að sögn fulltrúa eins fjárfestingar- félagsins er auglýsingin engan veg- inn fullnægjandi og tekur yfirborðs- lega á þessu máli. Samkvæmt lögunum verður gert ráö fyrir því aö þeir sem eru skráðir aðilar að Verðbréfaþingi íslands hafi milligöngu um flárfestingu fólks er- lendis. Lögin munu gilda í báðar átt- ir að því leyti að þau taka bæði á erlendum íjárfestingum hér og fjár- festingum erlendis. Eins og áður segir er það aðeins Fjárfestingarfélagið sem hefur stofn- að slíkan sjóð en að sögn Gunnars Óskarssonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Fjárfestingarfélagsins, er enn sem komiö er engin innstæða á þeim reikningi. - En má búast við miklu umfangi hjá þessum sjóðum? „Þeir verða örugglega mjög litlir til aö byrja með. Hér á Islandi er geng- isáhættan gífurleg við núverandi ástand. Hins vegar er alltaf að vaxa umfang sjóða sefn þessara og landa- mæri í þessu sambandi að hverfa,“ sagði Gunnar. -SMJ Viðskiptaráðherra svarar Alþýðubandalaginu: „Engan veginn fullnægjandi“ - segir Ólafur Ragnar Grímsson „Þetta er engan veginn fullnægj- andi svar frá ráðherra því aðalkrafa okkar var að gripið yrði til aðgerða strax,“ sagði Olafur Ragnar Gríms- fylgja þessu eftir og óska eftir við- ræðum við ráðuneytið." -SMJ 0/ STAÐ- 0 GREIÐSLU- AFSLÁTTUR w i MATVÖRU MARKAÐI staögreiöslu- afsláttur í öllum deildum Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 son, formaður Alþýðubandalagsins, en á miðvikudag barst svar frá Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra við kröfu efnahagsmálanefndar Alýðu- bandalagsins um rannsókn á fjár- mögnunarfyrirtækjum. í svari ráðherra er tekiö fram að frumvarp sé á leiðinni og einnig sagt að ráðherra hafi þegar lýst vilja sín- um til þess að tekið verði á tengslum viðskiptavina fjárfestingarfélaga og og fyrirtækjanna. Þá er sagt að nú þegar fylgist bankaeftirlit Seðla- bankans með þessum fyrirtækjum. Ólafur Ragnar sagði að ráðherra skyti sér undan að svara þeirri kröfu að bankaeftirlitið tæki á málinu. „Þá sýnir Jón engin merki þess aö hann ætli að taka á eignarhaldi fjárfesting- arfyrirtækja á fyrirtækjum sem þau lána til. Annars er þetta dæmigert skrifíinnskusvar. Við ætlum að • • HOFUM OPNAD NYJA GLÆSILEGA VERSLUN GALLERÍ-PLAKÖT • ÍSLENSK GRAFlK • ÁLRAMMAR • SMELLURAMMAR STÓRKOSTLEGT ÚRVAL • NÆG BÍLASTÆÐI • ENGIR STÖÐUMÆLAR RAMMA OPIÐ TIL MIÐSTOÐIN KL. 18 Á LAUGARDÖGUM SIGTÚN 10- SiMI 25054 SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.