Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Utlönd Ætla ekki að hafia af- skipti af stjórnmálum Mirza Aslam Beg, hinn nýskipaöi yfirmaður herliðs Pakistans, hét því að herinn myndi ekki skipta sér af stjórnmálum í landinu og að hann styddi kosningarnar sem fram eiga að fara í Pakistan þann 16. nóvember. Beg sagði að hann væri hlynntur því að borgaraleg stjórn næði völd- um í Pakistan nú þegar Zia-ul-Haq hershöíðingi, sem stjórnað hafði landinu með hervaldi í ellefu ár, væri látinn. Eins og kunngt er lést Zia þegar flugvél hans hrapaði nokkrum mínútum eftir flugtak þann 17. ágúst sl. Beg sagði að herinn myndi ein- göngu sjá um að lög og regla væri haldin í landinu á meðan' neyðar- ástandslög væru enn í gildi en eftir að þjóðkjörin ríkisstjórn tæki við völdum myndi herinn draga sig í hlé. Hann sagði að hlutverk hersins væri að ábyrgjast öryggi íbúa Pakist- ans en ekki að taka þátt í stjórn- málum. Ekki er vitað hversu víðtækan stuðning þessi skoðun á innan hers- ins í Pakistan. Þetta er í fyrsta sinn síðan Zia lést að herinn gefur til kynna að hann muni styðja kosning- arnar. Fréttaskýrendur segja yfirlýs- ingu Beg um stuðning við lýðræði vera þá mikilvægustu sem herinn hafi látið frá sér fara. Herinn hefur þrívegis tekið völdin í sínar hendur áður. Sögusagnir um að hann hygð- ist gera slíkt á nýjan leik og steypa stjórn Ghulam Ishag, sem tímabund- iö gegnir stöðu forseta, heyrðust í landinu fyrr-í vikunni. Reuter Pakistanskir trúmenn hafa undanfarið barið sig til blóðs í iðrunarskyni og þá bæði í kjölfar dauða forseta landsins sem og vegna aukins óróa í tengsl- um við fyrirhugaðar kosningar. Símamynd Reuter Dan Quayle að sleppa Svo viröist sem nú dragi nokkuð úr athygli þeirri sem bandarískir fjölmiölar hafa undanfama daga sýnt málum Dan Quayle, varafor- setaefhis repúblikana. Quayle hef- ur mátt þola harða gagnrýni vegna ásakana um að hann hafi gengið í þjóðvarðlið Indianafylkis fyrir um tuttugu árum til þess eins að kom- ast hjá herþjónustu í Víetnam. í kjölfar þessara ásakana hefur ýmislegt verið dregið fram úr fortíð varaforsetaefnisins, svo sem frem- ur afrekalítill námsferill hans. Quayle hefur ekki Iátið neinn bilbug á sér fmna og nú virðist sem fjölmiðlar séu að gefast upp á um- ræðunni um þessi mál og hann geti því farið að snúa sér að kosn- ingabaráttunni að fullu. Svo virðist sem þessar sögusagn- ir af varaforsetaefninu hafi ekki skaðað framboð George Bush for- setaefnis neitt verulega. Bush var sjálfur á kosningafund- um í New York í gær, var þar sér- staklega spurður um afstöðu sína til geimvarnaáætlunar Reagan for- seta sem' stundum hefur verið nefnd „stjömustríð". Bush kom sér hjá því að taka ákveðna afstöðu í máli þessu. Sagði hann að ekki væri enn Ijóst hvað slík áætlun myndi kosta en hann myndi styðja áframhaldandi rannsóknir að ein- hverju marki. Dan Quayle ræðir við kjósendur í Missouri í gær. Símamynd Reuter Arangurs- lausar viö- ræður Vonir um aö íþróttamenn frá Norður-Kóreu taki þátt í ólymp- íuleikunum, sem hetjast um miðjan september í Seoul, höfuö- borg Suöur-Kóreu, viröast orðnar að engU eftir aö viðræður fulltrúa beggja ríkja lauk án árangurs í morgun. Fulltrúar. Nórður og Suður- Kóreu hittust í landamærabæn- um Panmunjon í fyrsta sinn síð- an árið 1985 til að freista þess að koraast að samkomulagi ura þátt- töku norðanmanna í leikunum en stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sagt að þau muni ekki taka þátt nema að hluti leikanna fari fram í landinu. Fundi fulltrúanna var einnig ætlað að undirbúa frekari viö- ræður beggja ríkja um bætt sam- skipti. Það eina sem fulltrúamir gátu komið sér saman um var að halda annan fund í Panmunjon þann 13. október nk. en þá verður leikunum lokið. Samskipti ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum hafa verið í lág- rnarki síðan styrjöld þeirra lauk árið 1953. Reutcr Umsjón: Halldór Valdimarsson og Steinunn Böðvarsdóttir Njósnarar teknir Ábending frá bandarískum emb- 'ættismönnum hefur leitt til þess að njósnahringur, sem starfaði í Vest- ur-Þýskalandi, Svíþjóð og víðar í Vestur-Evrópu, hefur verið upprætt- ur. Átta njósnarar hafa þegar verið handteknir og búist er við að fleiri handtökur fylgi í kjölfarið. ísraelskir hermenn vakta götur herteknu svæðanna. Símamynd Reuter ísraelsstjórn lætur undan þrýstingi Israelsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau myndu ekki vísa andófs- mönnum Palestinumanna úr iandi nema í neyðartilfellum. Stjórnvöld skýrðu frá þessu í kjölfar mótmæla Bandaríkjastjómar vegna brottvís- unar um 35 Palestínumanna sem sakaöir eru um að hvetja til upp- reisnar gegn yfirráðum ísraela á herteknu svæðunum. Bandaríkjastjóm hótaði því að samskipti ríkjanna myndu skaðast héldi ísraelsstjórn uppteknum hætti. Talsmaður ríkisstjórnar ísraels sagði að yfirvöld hefðu ekki átt neinna kosta völ en að eingöngu þeim sem sannað væri að ættu þátt í uppþotum yrði nú vísað úr landi. Take- shita í Kína Noboru Takeshita, forsætisráö- herra Japans, er nú í opinberri heim- sókn í Kína og mun eiga viðræður við marga af helstu ráðamönnum þar. Á fundi við Kínamúrinn mikla í gær ræddi hann við Deng Ziaoping, leiðtoga Kmverja, og ræddu þeir þar möguleikana á því að endumýja samband ríkjanna tveggja, byggt á gagnkvæmu trausti. Kínverjar virðast nú vilja leggja sitt af mörkum til aö vingast við Jap- ani. Fréttastofan Nýja Kína skýrði í gær meðal annars frá áætlunum um aukriar fjárveitingar til varnarmála í Japan, án athugasemda, en Kín- verjar hafa til þessa harðlega gagn- rýnt allar slíkar athafnir Japana. 5 SINNUM Á DAG... SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR Simamynd Reuter Takeshita og eiginkona hans við komuna til Kína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.