Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Kvikmyndir Bíóborgin/Foxtrot: Amerískur samkvæmisdans Frumsýning á nýrri íslenskri mynd, Foxtrot. Framleióandi: Frost tilm. Framkvæmdastjóri: Hlynur Óskarsson. Leikstjóri: Jón Tryggvason. Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinsson. Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Klipping: Skafti Guðmundsson. Tónlist: Music Media Leikmynd: Geir.Óttarr. Hljóð: Jan Lindvik. Ðúningahönnun: Anna Jóna Jónsdóttir. Förðun: Elin Sveinsdóttir. Lýsing: Jóhann Sigfússon. Aðalhlutverk: Valdimar Örn Flygenring, Steinarr Ólafssón, Maria Ellingsen og fjöldi valinkunnra íslenskra leikara. Sjón er sögu ríkari, enginn vafi er á því. Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir filmunni Foxt- rot og engin ástæða er til annars en að óska aðstandendum myndar- innar til hamingju með eitt fram- lagið enn til íslenskrar kvikmynda- gerðar. Kvikmyndin Foxtrot ber nafn með rentu en sem kunnugt er er Foxtrot þekktur amerískur sam- kvæmisdans. Og myndin sem shk er ógnvekjandi amerískur dauða- dans sem byggist á bandarískri spennufyrirmynd, sakamálinu sem verður aldrei útdautt í heimi kvik- myndanna. Hún er þó með íslensku ívafi, íslensku landslagi, mönnum, dýrum og bílum. Bræður hittast, bræður berjast, bræður elskast, bræður hatast. Myndin byggist á þríhyrningi, bræðrum og utanaðkomandi stúlku (Maríu Ellingsen) sem verð- ur örlagavaldur í lífi þeirra á einum óræðum degi á leið austur með bíl- farm. Bræðurnir eru ólíkir í eðb sínu, annar (Valdimar Örn) harðn- eskjulegur kvenhatari en hinn (Steinarr) ljúfur krakki. Þeir eiga það þó sameiginlegt að hafa skap til að spyrna hvor á móti öðrum. Þeir tveir byggja með samtölum sínum og gjörðum upp tvær óiíkar persónur sem verða nokkuð sterk- Karl Oskarsson kvikmyndatökumaður og Jón Tryggvason leikstjóri. ar þegar líða tekur á myndina. Þó verður að segjast að Valdimar hef- ur vinninginn enda ræðst hann í erfitt skapgerðarhlutverk sem krefst mikils af honum. Hann er sú persóna sem stendur upp úr í myndinni. Það þarf þó ekki að koma neinum á óvart þar sem hann er reyndastur þeirra þriggja og hefur fengið orð á sig sem stórefni- legur leikari. Það verður að segjast um Steinarr einnig, hann gæti átt þokkalega framtíð ef miðáð er við það að hann er ómenntaður á leik- hstarsviðinu. Það er lítill sem eng- inn byrjendabragur á leik hans þótt hann skorti herslumuninn. María kemst einnig þokkalega frá sínu en ber með sér örlítið reynslu- leysi. Þetta eru því hinir ágætustu leikarar sem fara með aðalhlut- verkin. Það sem stendur upp úr í mynd- inni er handrit Sveinbjörns. Það gengur vel upp í orði sem á borði. Það er vel upp magnað og nær hann gífurlega sterkum tökum á því um miðbik myndarinnar, í risinu. Myndatakan er ljúf, í einu oröi sagt. Ekki er laust við að maður hafi stundum á tilfmningunni að maður sé kominn í hið villta vestur íslands. Það sem skortir helst á eru slagsmálasenurnar sem hefðu mátt sjást í örhtið meiri vídd, að minnsta kosti náðu þær ekki að kvelja áhorfandann miðað við högga- fjölda. Þarna var of miklu banda- rísku blóði fórnað. Leikstjórn Jóns Tryggvasonar er heldur hægfara í byrjun en hann fær áhorfandann til að naga negl- urnar, alla vega til að halda stans- lausri athygli myndina í gegn. Dramað kemst einnig ágætlega til skila og tónlistin fellur vel að myndinni án þess að verða yfir- þyrmandi. En ekki er laust við, sem fyrr segir, að myndin sé of amerík- aniseruð miðað við íslenskar að- stæður. Þeir vita þó alveg hvað þeir eru að gera, strákarnir, og inn á hvaða markað þeir ætla að kom- ast. Foxtrot er mynd á heimsmæli- kvarða hvað varðar 'sölu og á eflaust eftir að pluma sig í útl- andinu enda hefur hún að geyma það táknmál sem flestir skilja. Það má þó segja að einn gahi sé á gjöf Njarðar. Megna kvenfyrir- litningu er að finna í stórum hluta myndarinnar sem heldur hefði mátt draga úr án þess það hefði bitnað nokkuð á útkomunni. Þó svo yngri bróðirinn, Steinarr, sé ekki undinn upp á sama hátt og eldri bróðirinn, Valdimar, má segja að nokkra mótstöðu vanti. Það sem skortir frekari skýringu á í per- sónusköpun yngri bróðurins er hvort hann er enn svo mikill krakki eða hvort tilfinningaleysi hái honum. Að minnsta kosti eru viðbrögð hans gagnvart bróðurn- um og stúlkunni heldur ósannfær- andi. Að öðru leyti má segja ummynd- ina að ansi skemmtilegar aukaper- sónur skjóta upp kollinum. Skyt- turnar koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum, enda þurfa þær ekki vegi, en setja þó engu að síður skemmtilegan svip á myndina. Það er ljóst að þessi mynd á eftir að ná töluverðum vinsældum hér á landi enda hefur það komið á daginn að svona myndir hala mest inn í kvikmyndahúsum borgarinn- ar. Svo verður að segjast að Foxtrot er skref fram á við í íslenskri kvik- myndagerð. ‘ -GKr Andlát Ástriður Guðrún Beck frá Sómastöð- um andaðist 24. ágúst í Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Margrét Magnúsdóttir, áður til heimilis á Herjólfsgötu 12, Hafnar- firði, lést á hjúkrunardeild Hrafn- istu, Hafnarfirði, að kvöldi 24. ágúst. Sigríður Kristjana Jónsdóttir frá Dynjanda í ^rnarfirði lést á dvalar- heimihnu Seljahlíð 24. ágúst. Leifur H. Muller, Laugateigi 13, and- aðist í Borgarspítalanum 24. ágúst. Ólafur G. Guðmundsson, Kirkjuvegi 5, Ólafsfirði, andaðist á heimili sínu 24. ágúst. Hólmfríður Björnsdóttir frá Nesi í Loðmundarfirði lést á hjúkrunar- heimihnu Sunnuhlíð, Kópavogi, 24. ágúst. Tilkyimingar Ríkisútvarpinu afhent málverk Þess var minnst viö athöfn í Útvarps- húsinu sl. laugardag, 20. ágúst, aö þann dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Helga Hjörvar. f\Tsta formanns útvarpsráös og skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins í tæpa þrjá áratugi. Erfmgjar Helga Hjörvar af- hentu Ríkisútvarpinu að gjöf málverk af Helga, sem Siguröur Sigurðsson listmál- ari hefur málaö. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Úlfur Hjörvar rithöfundur og Andrés Björnsson, fyrrverandi ,út- varpsstjóri, fluttu ávarp viö athöfnina en aðrir viðstaddir voru ættingjar og afkom- endur Helga Hjörvar, stjórnendur Ríkis- útvarpsins og samstarfsmenn Helga hjá ^ stofnuninni. Saga film gerir myndband fyrir handboltalandsliðið Saga ftlm og handboltalandslið íslands hafa aldeilis látið hendur standa fram úr ermum undanfarið. Handboltalandsliöið hefur verið á ströngum æftngum á meðan Saga film hefur staðið að gerð mynd- bands við lag Valgeirs Guðjónssonar, Gerum okkar besta, sem er stuðnings- og stemmningarlag handboltaliðsins fyr- ir ólympíuleikana í Seoul. Saga film gaf alla vinnu sína við myndbandið og einnig fyrirtæki Ágústs Baldurssonar, Hið ís- lenska kvikmyndafélag, en Ágúst stjórn- aði gerð myndbandsins. Það er von Saga ftlm að myndband þetta muni styðja dyggilega við bakið á landsliðsmönnun- um er þeir keppa á ólympíuleikunum í Seoul og kynda undir hrópum stuðnings- manna. Raija berstvið álög og kynngi 3. bókin í bókaflokknum um Raiju, ftnnsku stúlkuna sem send var til Noregs til að alast þar upp, er nú komin út. Bók- in heitir 111 álög. Raija og fylgdarlið henn- ar berjast áfram í stórhríð og nístings- kulda í átt til landsins viö hafið í norðri. Þau eru að lotum komin þegar þau rek- ast á yfirgefið býli sem ill álög hvíla á. Raija veit ekki aö álagastaðurinn á eftir að gjörbreyta lífi hennar merð dular- mögnun sinni, grimmd og illsku og þar . hittir hún ljóshærða risann, manninn sem vill kaupa ást hennar og svífst einsk- is til að fá vilja sínum framgengt. Kemur mér það við? Námsgagnastofnun hefur gefið út náms- efni sem nefnist Kemur mér það við? Efhið samanstendur af einu leshefti og tveimur veggspjöldum. Það fjallar um ástandið í heiminum í dag, m.a. um þró- unarsamvhmu, umhverfisvemd og mannréttindamál. Efnið er þýtt úr dönsku og heitir á frummálinu Rager det mig. Kemur mér það við? hefur áður Fallorð, verkefnabók í íslensku Hjá Námsgagnastofnun er komin út bók- in Fallorð eftir Magnús Jón Árnason. Hér er á ferð einnota verkefnabók í íslensku handa 7.-9. bekk grunnskólans. Bókin er ætluð til glöggvunar og greiningar ís- lenskra fallorða og hentar að auki sem þjálfunar og itarefni við Málvísi 1-3 sem Námsgagnastofnun gefur út. Nokkuð er af myndagátum (málsháttum og orð- tökum) í bókinni og hefur Kolbeinn Árnáson teiknaö myndir. FaUorð er 63 bls. í brotinu A4, prentuð í prentsmiðj- unni Rún sf. komiö út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það var félag Sameinuðu þjóðanna á ís- landi sem átti hugmyndina að útgáfu efn- isins og beitti sér fyrir því að Náms- gagnastofnun fengi styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum til útgáfunnar. Bókina er hægt að nota á ýmsan hátt í tengslum við samfélagsfræði, friðar- fræðslu eða sem sérstakt þemaverkefni með nemendum á aldrinum 11-15 ára. Útimarkaðurinn á Húsavík í júlímánuði í sumar var opnaður útimarkaður á Húsavík. Staösetning markaðarins er sérstæð að því leyti að honum var valinn staður uppi á húsþaki en þaðan er gott útsýni yfir slagæð bæjar- ins, höfnina. Ýmsan vaming hefur þessi Island - herstöð eða friðarsetur Helgina 27.-28. ágúst nk. gangast kjör- dæmisráð Alþýðubandalagsins á Aust- urlandi og Norðurlandi eystra fyrir op- inni ráðstefnu um baráttuna gegn erlend- um herstöðvum og hlutdeild íslands í baráttu fyrir friði og afvopnun. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Island - herstöð eða friðarsetur. Ráðstefnan verður haldin í Hótel Eddu á Hallormsstað og þar geta þátttakendur fengið gistingu og fæði á góöum kjörum á meðan á ráðstefnunni stendur. Væntanlegir þátttakendur eru einnig beðnir að skrá sig hjá Hótel Eddu, Hallormsstað, í sima 11705, sem fyrst. Ráðstefnan stendur frá kl. 13 á laugardag og fram á miðjan sunnudag. Flutt verða íjölmörg erindi um stöðu friðarbarátt- unnar hér heima fyrir, þróunina í kring- um okkur og ný viðhorf í alþjóöamálum. Ráðstefnustjórar verða Sigríður Stefáns- dóttir og Magnús Stefánsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki og baráttúfólki fyrir friði og afvopnun og gegn erlendum herstöðvum á íslandi. markaður að geyma, svo sem vestfirskan harðfisk, ávexti, grænmeti, hverabrauð, reyktan lax og silung, gosdrykki, ís, kaffi, lopavörur, minjagripi og fleira. Ætlunin er að vera með lifandi tónlist og leik- þætti á góðviðrisdögum og er öllum vel- komið að troða upp. Hrekkjusvíniö, ný verslun Opnuð hefur verið að Laugavegi 8, Reykjavík, ný verslun sem heitir Hreklgusvinið. Um það er ekkert meira að segja, nema að þar fást alls konar skemmtilegar og andstyggilegar hrekkja- vörur. Ef þú þorir að skoða búðina, fellur þú áreiðanlega í viðeigandi stafi fyrir rit- vélina þína, eða þá tölvuútstöðina, eftir því hvar þú vinnur - ef þú kallar þetta þá vinnu. í frásögn af deilunum innan Frí- kirkjunnar í Reykjavík í blaöinu í gær læddist meinleg villa inn í viötal við Bertu Kristinsdóttur, varaform- ann safnaðarstjórnar. Var þar haft eftir henni að auglýsa þyrfti safnaö- Jarðarfarir Matthías Ólafur Kristjánsson, sem lést 18. þ.m. á Háteigi 4 í Keflavík, verður jarðsunginn laugardaginn 27. ágúst kl. 14 frá Hvalsneskirkju í Sandgerði. Óskar Ástmundur Þorkelsson, Rauðagerði 65, fyrrverandi gjaldkeri Slippfélagsins í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. ágúst 1988. Athöfnin hefst kl. -13.30. Leiðrétting Gylfi Kristjárisson, DV, Akureyri: í niðurstöðum verðkönnunar á Akureyri, sem birtist í blaðinu á þriðjudag, kom fram meinleg prent- villa. Þar var sagt að Dansukker púðursykur, dökkur,- kostaði 99 krónur í versluninni Brynju, en þar átti að standa 39 krónur. Þá var sagt að sennileg skýring á miklum verðmun á púðursykri á Akureyri væri sú að sumar verslanir seldu púðursykurinn á sama verði og Kötlupúðursykur. Eigandi versl- unarinnar Brynju vildi sérstaklega taka fram að þetta ætti ekki við um sína verslun. arfundinn með þriggja vikna fyrir- vara. Þetta er ekki alls kostar rétt, fundinn þarf að boða með þriggja daga fyrirvara. Skrifast þessi smá- orðabreyting frá textablaði yfir á prentalfariðáundirritaðan. JFJ Safnaöarfundur Fríkirkjunnar: Þriggja daga fyrirvari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.