Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Side 1
Þessi litli stóð í ströngu á æfingu fyrir sýninguna.
DV-mynd R.S,
Stærsta himdasýningin
- í Reiðhöllinni
A sunnudag fer hin árlega
hundasýning Hundaræktarfélags
íslands fram í Reiðhöllinni í Víði-
dal. Er þetta stærsta sýning sinnar
tegundar er haldin hefur verið hér
á landi til þessa. Hafa 170 hundar
af tíu tegundum verið skráðir til
keppni er þar fer fram og hafa þeir
æft af kappi fyrir þessa helgi. Dóm-
arar hafa veriö fengnir frá Dan-
mörku.
Markmiðið er að sýning þessi
verði hin mesta fjölskylduskemmt-
un. Boðið verður upp á skemmtiat-
riði, hlýðnisýningu og einnig verð-
ur starfsemi Hundaræktarfélags
íslands og deilda þess kynnt. Enn-
fremur verður Björgunarhunda-
sveit íslands með kynningu á starf-
semi sinni. Nokkur fyrirtæki verða
með sýningu og sölu á hlutum er
tengjast hundahaldi. Kynnir sér
um að veita gestum sýningarinnar
upplýsingar og einnig verður veit-
ingasala á staðnum.
Dæmt verður í tveim dómhringj-
um. Besti hundur hverrar tegund-
ar veröur valinn og síðan munu
þeir úrvalshundar keppa um titil-
inn besti hundur sýningarinnar.
Dagskráin verður sem hér segir:
A-hringur
9.00: Islenskir fjárhundar.
13.00: Maltese, pug, dachshund.
13.45: Poodle.
15.00: írskir setter.
B-hringur
10.00: Amerískir cocker spaniel.
10.40: Enskir cocker spaniel.
13.00: Labrador retriever.
15.00: Golden retriever.
Matarhlé verður kl. 12. Skemmtiat-
riðum verður skotið inn á milli at-
riða. Klukkan 17 er gert ráð fyrir
að dómunum ljúki.
Aðgangseyrir á hundasýninguna
er 500 krónur fyrir fullorðna, 200
krónur fyrir börn, 6 til 12 ára,
ókeypis er fyrir yngri börn og einn-
igellihfeyrisþega.
-gh
Maxi Priest
í Broadway
Einn vinsælasti reggae-söngvari
Evrópu um þessar mundir, Maxi
Priest, mun skemmta í veitingahús-
inu Broadway í kvöld, föstudags-
kvöld, og á morgun, laugardags-
kvöld. Maxi Priest hefur sent frá sér
fjórar LP plötur og hefur sú síðasta
náð miklum vinsældum í Bretlandi
þar sem þrjú lög af henni eru inni á
Top tíu þar í landi um þessar mund-
ir. Þetta eru lögin How Can We Ease
the Pane?, Some Guys Have All the
Luck og Cat Stevens-lágið Wild
World sem setiö hefur í fyrsta sæti
íslensku listanna síðastliðnar sex
vikur.
Maxi Priest heitir fullu nafni Max
Alfred Elliott. Hann fæddist árið 1961
í Lewisham, útborg og Jamaica-
hverfl London. Fjórtán ára gamall
starfaði hann við að búa til hátalara
fyrir gítar- og bassamagnara og á
kvöldin var hann plötusnúður.
Áhugi hans fyrir alls kyns tónlist
vaknaði því snemma. Árið 1981 byrj-
aði hann að semja eigin tónlist.
Stuttu síðar komst lag hans, Hay
Little Girl, inn á Jamaica-listann í
Bretlandi.
Maxi Priest varð strax fyrir mikl-
um áhrifum frá Steve Wonder, Mic-
hael Jackson og Paul MacCartney.
Bera lög hans keim af því en þar
gætir áhrifa allra þessara tónlistar-
manna í ríkum mæli.
Priest kemur hingað beint úr tón-
leikaferð um Ástralíu en héðan mun
hann síðan halda í aðra slíka um
Bandaríkin. Segja sérfræðingar að
hann standi nú á þröskuldi heims-
frægðar.
-gh
iyii'1......
Maxi Priest trónir víða í efstu sætum vinsældalista.
Norrænt
grafík-
þríár
-sjábls. 19
Gallerí-
ið Undir
pils-
fáldinum
- sjá bls. 29
Be-bop
íHeita
pottinuin
-sjábls. 19
Silungsílök
undir
grænmetis-
fargi
-sjábls. 18
Verkúr
torfi og
grjóti
sjá bls. 20
íþróttir
helgar-
innar
-sjábls.31