Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 8
32 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. DV-LISTINN 1. (6) Hentu mömmu af lestinni 2. (1) Nornirnarfrá Eastwick 3. (4) The Bourne Identity 4. (2) No Way out 5. (-) The Princess Bride 6. (5) Kæri Sáli 7. (3) Windmills of Gods 8. (10) Bigfoot 9. (7) Pick-up Artist 10. (8) The Man with Two Brains Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson v- ' Aðeins ein mvnd kemur ný inn á listann að þessu sinni en það er ævintýramvnd. Tlte Princess Bride, sem þykir sérlega vel heppn- uð. Henni er leikstýrt af Rob Reiner sem þar á undan leikstýröi Stand by Me. í fvrsta sæti. skýst frumraun Dann\' DeVito á leikstjórasviðinu (ef undan er skilinn smáleikbútur í Amazing Storys II). Það er ekki annað hægt en að segja að kappinn bvrji vel þó farsinn sé dálítið lang- sóttur aö öðru leyti. Margar þaul- sætnar rnyndir dvelja enn á listan- um en eru þó farnar að þokast nið- ur. Iistin að húkka stelpur THE PICK-UP ARTIST Útgefandí: Stelnar hf. Leikstjóri: James Toback. Aðalhlutverk: Molly Ringwald, Robert Downey, Dennis Hooper og Harvey Keitel. Bandarisk, 1987. - Sýningartimi: 86 min. Mikiö ótrúlega eru bandarískar unglingamyndir orðnar útþynntar. Hver einasta tilraun til að ná til rómantískra skólakrakka er byggð á nákvæmlega sömu formúlu og hefur verið við lýði síðan Grease sló öll aðsóknarmet. Töffarar, sem eru góðir strákar inn við beinið, eru stanslaust á stelpuveiðum og loks þegar þeir hitta hina einu réttu þá bráðna þeir og eiga sér ekki lífs- bjargar von nema þeir nái í stelp- una sem er nú alls ekki á því að gefast þeim strax. Þessi formúla er til staðar í The Pick-Up Artist. útfærð þannig að Jack Jericho er ófeiminn að ganga á stúlkur á götum New York og skjalla þær upp úr skónum. Þetta er honum hið besta áhuga- mál og árangursríkt þangað til hann kynnist Randy. Hún er orðin hans eftir nokkrar mínútur en vill svo ekki meira með hann hafa. Þá veröur stráksi að gjalti, rífur síma- skrána sína sem inniheldur nöfn margra fórnardýra hans og heitir því að Randy skuli verða hans aö eilífu. Það gengur að sjálfsögðu ekki þrautalaust eins og væntan- legir áhorfendur munu komast að raun um. Hvaö leikarar á borð við Dennis Hooper, Danny Aiello og Harvey Keitel eru að gera í þessari endem- is þvælu hlýtur að vera spurning sem aðeins veröur svarað í pen- ingaupphæð. Ekki getur handritið hafa heillað þá. Tvö ungstirni á himni Holly-' wood, Molly Ringwald og Robert Downey, leika aðalhlutverkin. Molly Ringwald er skömminni skárri, á það þó til að líta heillandi út. Downey, sem virðist hafa nokkra hæfileika til gamanleiks, er í það leiðinlegu hlutverki aö það verður aö vera góð mynd til aö undirritaöur líti hann réttu auga á ný. HK. RUSSKIES Útgefandi: JB Aðalhlutverk: Leaf Phoenlx, Peter Bill- Ingsley, Stephen De Salle og Whip Hu- bley. Bandarlsk 1987. Bönnuð yngri en 12 ára. 98 min. Það er greinilegt að mikið hefur verið að gerast í alþjóðastjórn- málum á undanfórnum árum og því hefur Hollywood þótt tími til kominn að bijóta niður múrana hjá sér. Þessi mynd er greinilega í anda slökunarstefnu síðustu ára. í upphafi sjáum við þrjá unga stráka sem leika sér í byssuleik eins og gerist. Þeirra andlega fóður er heldur ómerkilegt og samanst- endur af teiknimyndablöðum þar sem bandarískar hetjur vinna á sovéskum illmennum, svipað og í Rambo. Þegar síöan rússneskur sjómaður lendir í þeirra höndum veröa þeir að horfast í augu við raunveruleikann. Hér er i sjálfu sér fremur við- kunnanlegt viðfangsefni sem allt í lagi væri aö horfa á ef allt of mikil væmni heföi ekki orðið til að drekkja öllum boðskap. -SMJ ★★ Átök í hrossaræktinni o BLUEGRASS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Simon Wincer. Aóalhlutverk: Cheryl Ladd, Anthony Andrews, Wayne Rogers, Shawnee Smith og Mickey Rooney. Bandarísk, 1988. Sýningartimi: ca 180 min. Cheryl Ladd hefur verið iðin á undanförnum árum við að leika í dramatískum míniseríum og fer það þessari einkar laglegu en smá- vöxnu leikkonu vel aö leika hlut- verk kvenmanns sem,verður að standa á eigin fótum. I Bluegrass leikur hún eina slíka kvenpersónu. Maðurinn hennar er nýdáinn og hefur skilið hana eftir nokkuð fjáða. Hún* flytur til Kentucky og ákveður að hefja ræktun veðhlaupahesta. Ekki eru allir hrifnir af framtaki hennar og gamall keppinautur um ástir henn- Ergelsi CERTAIN FURY Útgefandi: Myndbox. Leikstjóri: Stephen Gyllenhaal. Aðal- hlutverk: Tatum O’Neal og Irene Cara. Bandarisk. 90 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Þessi mynd er með ólíkindum. Söguþráðurinn er heimskulegur ofbeldisóður. handritið vanskapað, leikúrinn afleitur og líklega hefði poppkornið verið vont ef þaö hefði verið við höndina. Svona án gamans þá er ótrúlegt hvað hægt er aö framleiða vondar myndir. Myndin segir frá tveim unglingsstúlkum sem eru svo óheppnar að þeim er kennt um fjöldamorð þegar á að dæma þær fyrir umferðarbrot! Hvert ólánið rekur annað þar til í lokin að málin eru útkljáð með væmnu uppgjöri sem hefur sést þúsund sinnum áð- ur en þó yfirleitt betur gert. Leikurum er nokkur vorkunn að þurfa að vinna að þessari vitleysu en það afsakar ekki frammistöðu þeirra. Líklega var Peter Fonda bestur enda sást hann aðeins í hálfa mínútu. Sérstaklega er frammi- ■ staða frú McEnroe slök og ekki að undra hve lítið sést af þessari fyrr- um barnastjörnu. Þessi mynd gerir best með því að safna ryki í hillu. -SMJ £«r fcocwn* *M bm CHEÐYL LADD «s BLUEGPAáS Það kostar atorku, óræöi, peninga og gengdar- lausa heppni aö þjálfa veöhiaupanesta. Þaö getur líka kostað gjaldþrot. Fyrri og seínni hluti Á EINNI SPÓLU. ISLENSKUR TEXTI ar, sem er illmenni hið mesta, heit- ir því að hann verði búinn að hrekja hana burtu blásnauða áður en langt um líður. Maude Breen, en svo nefnist kon- an, er hörð af sér. Hún kaupir kyn- bótahest sem flestir segja gallagrip og setur allt sitt traust og peninga 'V. hr. Hún treystir á aðstoð ráðs- manns síns sem hún hafði veitt vinnu eftir að hann. hafði drukkið sig út alls staðar annars staðar. Ráðsmaðurinn er myndarnmaður og að sjálfsögðu hrifinn af húsmóð- urinni. Fleiri keppa um ástir henn- ar en enn fleiri vilja hana burt og veitist henni erfitt að fá viðurkenn- ingu... Bluegrass er rómantísk saga af gamla skólanum. Hér er allt til staðar sem prýðir slíka sögu og um leið fátt sem kemur áhorfandanum á óvart. Myndin er í tveimur hlut- um en á einni spólu sem ábyggilega er vel þegið af neytandanum en ekki kannski jafnvel þegið af þeim sem leigir. Ósköp fátt er hægt að segja um Blugrass annað en hér er á ferðinni sæmileg afþreying. Ágætir leikara fara létt í gegnum stöðluð hlutverk. Má segja með vissu að rómantískar sálir verða örugglega ánægðar með Bluegrass. HK. Gæludýrið Stórfótur þessa kynjaveru. Kvikmyndin Bigfoot er sannköll- uð Qölskyldumynd. Vísitölufjöl- skyldan, ef þannig íjölskylda er til vestanhafs, er á ferð um skóglendi þegar flikki eitt verður allt í einu fyrir bílnum. Fjölskyldufaðirinn, sem er byssusali, vill skjóta dýrið til vonar og vara en verður skelf- ingu lostinn þegar hann sér að dýr- ið hefur mannshönd. Kemur í ljós aö dýrið eða mannapinn, því þannig er því best lýst, er lifandi og þrátt fyrir stærö og styrk er hér á ferðinni hið blíð- asta kvikindi sem ekkert aumt má sjá. Eftir nokkra byrjunarörðug- leika tekst vinátta miili fjölskyld- unnar og Stórfóts. Fjölskyldufaðir- inn vill sleppa honum í fyrra um- hverfi en þaðmistekst og Stórfótur fer á flakk í hinni grimmu veröld mannanna... Þrátt fyrir nokkrar góða spretti er Bigfoot frekar máttlaus í ein- lægni sinni. Ekkert er frumlegt. Sömu klisjur notaðar og hafa verið við lýöi frá því Disney hóf gerð slíkra ævintýramynda. Gervi Stór- fóts er heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. Mjög greinilegt er að hár leikari er þar á feröinni. Sjálf- sagt hefðu einhverjar tæknibrellur bætt úr þessu. Þessir gallar eru verulegir án þess þó aö eyðileggja alla skemmtunina. Þaö má hafa gaman af myndinni og verri af- þreyingu fyrir alla fjölskylduna er auðvelt að finna. HK. Árans strákurinn THE BOY FROM HELL BIGFOOT AND THE HENDERSONS Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjóri: William Dear. Aóalhlutverk: John Llthgow, Melinda Dillon og Don Ameche. Bandarísk, 1987. - Sýningartimi: 107 mín. Bigfoot and the Hendersons er byggð á þjóösögu sem lengi hefur veriö viö lýði í Bandaríkjunum um að i skógum Washingtonfylkis búi „snjómaður". Engar sannanir hafa fundist fyrir tilveru hans og kvik- mynd, sem tekin hefur verið af honum, getur sýnt.hvaö sem er. Bigfoot eða Stórfót kalla Kanarnir Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Deryn Warren. Handrit: Jerry Daly. Aðalhlutverk: Anthony Jenkins, Aarin Teich og John Reno. Bandarisk 1987. 90 min. Bönnuð y.ngri en 16 ára. Særingamaðurinn og Fyrirboð- inn hafa kallað á fjölda eftirlíkinga þó varla séu þær sjálfar í frumlegri kantinum. Eftir framleiðslú þeirra hurfu menn fra spennuuppbygg- ingu í anda Hitchcocks til einhvers verra sem meðal annars má sjá í The Boy from Hell. Hér er um ódýra, óspennandi og subbulega hrollvekju að ræða. í stað þes að byggja upp spennu meö eðlilegum hætti í krafti snjallrar myndatöku og snarps handrits láta aðstandendur myndarinnar sér nægja að leiöa myndina á milli nokkurra sóöalegra atriða sem eru allt að því barnaleg í heimsku sinni. Fátæklegur leikur kórónar síðan vitleysuna. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.