Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Síða 5
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988.
29
lleikari
andið
arháskólann í París þar sem frægasti
kennari hans var án efa Messiaen. Sam-
hliða tónlistarnáminu lauk hann námi í
lögfræði.
Hann hefur unnið tii fjölda verðlauna
fyrir orgelleik sinn. Hann starfar.nú sem
prófessor við tónlistarháskólann í Lyon
þar sem hann er starfsbróðir Eddu Er-
lendsdóttur píanóleikara. Mallié er einn-
ig orgelleikari við kirkju heilags Péturs
í Neuilly.
Galleríið Undir pilsfaldinum
A morgun opnar
myndlistarfólkið Kristín
María Ingimarsdóttir og
Jóhannes Eyfjörð sam-
eiginlega sýningu. Þar
munu þau sýna bæði
málverk og skúlptúra.
Er þessi sýning í gall-
eríinu sem gengur undir
því sérkénnilega- nafni
Undir pilsfaldinum og er
á Vesturgötu 3b.
Sýningin mun verða
opin daglega frá kl.
15-21. Stendur hún til 7.
september næstkom-
andi.
Málverk Kristínar Maríu.
Fyrsta einkasýn-
ing í borginni
Sigríður Gyöa Sigurðardóttir
opnar á morgun, 27. ágúst, sína
fyrstu einkasýningu í Reykjavík.
Aður hefur hún haldið Qölda
einkasýninga í Þrastarlundi á und-
anförnum árum. Einnig hefur hún
þrívegis tekið þátt í haustsýningu
FÍM.
Sigríður Gyða lærði í Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1961-62 og
í Myndlistarskóla Reykjavíkur
1972-78. Á sýningunni, sem veröur
opnuð kl. 14, eru 30 verk unnin
með vatnslitum, akrýl og olíu. Hún
stendur til 11. september, alla daga
frá kl. 14-22. -gh
Sigríður Gyða við eitt verka sinna.
DV-mynd JAK
ferð. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Berja-
tínsla. Verð 1.200 kr.
Kl. 9 Línuvegurinn - Hlöðufell. Ekið um
Línuveginn norðan Skjaldbreiðar á
Hlöðuvelli og gengið þaðan á fellið. Verð
1.300 kr.
Kl. 13 strandganga í landnámi Ingólfs,
20. ferð, Herdísarvík - Strandarkirkja.
Skemmtileg gönguleið um greiðfæra
hraun- og sandströnd. Strandarkirkja
skoðuð. Verð 900 kr., frítt f. börn m. full-
orðnum. Missið ekki af strandgöngunni.
Lokatakmarkið nálgast. Brottför frá BSÍ,
bensínsölu.
Ferðafélag Islands
Hetearferðir 26.-28. ágúst
1. (Jvissuferð. Áhugaverð ferö fyrir þá
sem hafa gaman af aö ferðast. Gist í hús-
um.
2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal. Gönguferðir um Mörk-
ina.
3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í
sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Ekið
í Eldgjá og gengið að Ófærufossi. Brottfór
í ferðirnar kl. 20 fóstudag. Uppl. og far-
miðasala á skrifstofu félagsins, Öldugötu
3.
Dagsferðir sunnudaginn 28. ágúst.
1. kl. 8 Þórsmörk. Dagsferð. Verð kr.
1.200.
2. kl. 10 Síldarmannagötur - gömul
þjóðleið. Gengið frá Hvalfirði upp Síldar-
mannabrekkur, yfir Botnsheiöi í
Skorradal. Skemmtileg þjóðleiö milli
byggöa í Hvalfirði og Skorradal en í
lengra lagi. Verð kr. 1.200.
3. kl. 10 sveppa- og berjaferð í Skorra-
dal - Uxahryggir. Til baka veröur ekið
um Uxahryggi og Þingvelli til Reykjavík-
ur. Verð kr. 1.200.
4. kl. 13 Ketilsstígur - Sveifluháls -
Vatnsskarð. Ekið að Lækjarvöllum,
gengið um Ketilsstíg upp á Sveifluháls,
síðan gengið norður eftir hálsinum aö
Vatnsskarði. Verð kr. 600. Brottfór frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmegin.
Farmiðar viö bíl. Frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna.
Náttúruskoðunar-
og söguferð
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fer
náttúruskoöunar- og söguferð og hugar
að umhverfismálum frá Reykjavík suöur
í Keflavík laugardaginn 27. ágúst undir
leiðsögn fróöra manna: Farið verður frá
Norræna húsinu kl. 8, frá Náttúrufræði-
stofnun íslands kl. 9.10, frá Árbæjarsafni
kl. 10, frá Sjóminjasafni íslands, Hafnar-
firði, kl. 11.30 og úr-Vogavík kl. 14. Fólk
hafi með sér nesti en Laufskálinn í Flug-
stöðinni býður upp á síödegiskaffi. Allir
eru velkomnir. Aætlað er að ferðinni
ljúki um kl. 20. Fargjald verður 800 kr.
SÍBS og Samtök gegn astma
og ofnæmi
fara i sína árlegu sumarferð sunnudag-
inn 28. ágúst. Lagt verður af stað kl. 11
frá Suðurgötu 10. Farið verður á Þing-
velli. Grillveisla í Hrafnagjá. Upplýsingar
á skrifstofunni, sími 22150.
Kársnesprestakall
Fyrirhuguð er dagsferð á vegum Kárs-
nessóknar sunnudaginn 4. september nk.
kl. 9.30. Farið verður um Borgarfjörð og
Suður-Mýrar. Þátttaka tilkynnist í þess-
ari viku milh kl. 17 og 20 hjá Stefaníu,
s. 22131, Margréti, s. 41949, eða í viðtals-
tíma sóknarprests.
Tilkyriiiingar
Heimshlaupið ’88
Vegna heimshlaupsins '88. er haldið
verður samtímis um heim allan þann 11.
september nk.. leitar Rauði kross íslands
að tveim verðugum fulltrúum íslenskrar
æsku til aö fara fvrir Islands hönd til New
York og vera viðstaddir uppliaf hlaups-
ins. Stúlka og piltur verða valin úr um-
sækjendum. Einu skilyrðin, sem um-
sækjendur þurfa aö uppfylla, eru að vera
fædd 1974, tala góöa ensku, hafa tekið
þátt í félagsmálum og/eða listum óg vera
hress og tilbúin að koma fram í sjón-
varpi. Ef þú veist um einhvern verðugan
umsækjanda þá skaltu koma þvi á fram-
færi fyrir 26-. ágúst með því að hringja í
Rauða kross íslands í síma 623170.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga frístundahóps-
ins Hana nú í Kópavogi verður á morg-
un, laugardaginn 27, ágúst. Lagt af staö
frá Digranesvegi 12 kl. 10. Allir eru vel-
komnir í gönguna. Molakaffi á könnunni.
Sýningar á Light Night
Sýningar Ferðaleikhússins á Light Night
eru í Tjarnarbíói við Tjörnina í Reykja-
vík. Sýningarkvöld eru fjögur í viku frá
fimmtudegi til sunnudags. Allar sýning-
arnar heflast kl. 21. Light Night sýning-
arnar eru sérstaklega færðar upp til
skemmtunar og fróðleiks enskumælandi
mönnum.
Fundir
Fundur Samtaka um
sorg og sorgarviðbrögð
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð efna
'til opins fundar í kvöld, 26. ágúst, kl. 20.30
í Bústaðakirkju. Aðalefni fundarins er
fyrirlestur dr. Colin Murray Parkes en
hann er forseti CRUSE, sem eru bresk
samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Fyr-
irlestur dr. Parkes í Bústaðakirkju verö-
ur túlkaður og einnig fyrirspurnir og
svör sem upp kunna að koma á fundin-
um. Aðgangseyrir er kr. 400 og er mola-
kaffi innifalið. Fundurinn er opinn öllu
áhugafólki.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur um næringarfræði
Dr. med. Gerhard Schmidt, sérfræðingur
í næringarfræði og antrópósófískum
jurtalækningum, heldur fyrirlestur um
næringarfræði í húsakynnum Yggdrasils
að Smiðjuvegi 11, Kópavogi, laugardag-
inn 27. ágúst kl. 17. Fyrirlesturinn verður
haldinn á ensku undir heitinu „The Real-
ity of Human Nutrition."
Stóru-Vogaskóli
Vogum Vatnsleysustrandarhreppi
Vantar vegna forfalla grunnskólakennara til almennr-
ar kennslu næsta vetur.
Auk þess vantar handmenntakennara (hannyróir) í
hálfa stöðu.
Stóru-Vogaskóli er 35 km frá Reykjavík með 150
nemendum.
Upplýsingar gefa Hreiðar Guðmundsson í síma
92-46520 og Bergsveinn Auðunsson skólastjóri í
síma 92-46600 og 92-46655.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Öldungadeild
Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð er fyrsta
öldungadeild við framhaldsskóla hérlendis, stofnuö
1972. Frá upphafi hafa þúsundir manna og kvenna
stundað þar nám og nokkur hundruð lokiö stúdents-
prófi.
Nútímaþjóðfélag gerir kröfur um menntun. Auk þess
hefur menntun gildi í sjálfri sér.
Langar þig að rifja upp, þæta við eóa hefja nýtt nám?
Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíó býður
framhaldsskólanám á 6 brautum: eðlisfræðibraut,
náttúrufræðibraut, nýmálabraut, fornmálabraut, fé-
lagsfræðabraut (hún skiptist í fjölmiðlalínu, sálfræöi-
línu og félagsfræðalínu) og tónlistarbraut.
Vel menntað og þjálfað kennaralið tryggir gæði
kennslunnar.
Hægt er að stunda nám í mörgum eða fáum náms-
greinum. Á haustönn 1988 býóur skólinn eftirtaldar
greinar:
Raungreinar:
Stærðfræði
Eðlisfræði
Efnafræði
Jarðfræði
Líffræði
Tungumál:
Danska
Enska •
Franska
ítalska
Spænska
Þýska
Samfélagsgreinar:
Félagsfræöi
Þjóðhagfræði
Bókfærsla
Listasaga
Lögfræði
Stjórnmálafræði
Heimspeki
Saga
Auk þessa er boðið upp á nám í tölvufræðum, bæói
grunnnám og forritun. Notaðar eru tölvur af PC- og
BBC-gerðum. Boðið er fjölbreytt nám í íslensku,
bæði ritþjálfun, bókmenntir og málfræði. Einnig eru
myndlist og leiklist kenndar við öldungadeildina.
Innritun og val í öldungadeild MH fer fram á skrif-
stofu skólans frá 9.00-16.00, dagana 29. ágúst til 2.
sept. Skólagjald er aðeins 7.400 krónur, óháð fjölda
námsgreina sem þið leggið stund á.
f r
ALLIR A RUNTINN
SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR