Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Síða 6
Háskólabíó Á FERÐ OG FLUGI Á ferð og flugi (Planes, Trains and Automobiles) er nýjasta kvikmynd Steve Martins. Leikur hann hrak- fallabálkinn Neal Page sem er á heimleið frá New York til Chicago. Hann lendir í ýmsum spaugilegum uppákomum á leiðinni. Sæti hans í flugvélinni er tekið af honum, hann lendir við hliðina á manni sem haföi fyrr um daginn náð af honum leigubíl og elda þeir grátt silfur lengri tíma heldur en ferðin tekur. Bíóhöllin FOXTROT - sjá kynningu annars staðar á síð- unni. í FULLU FJÖRI Justine Bateman, sem á vinsældir sínar að þakka sjónvarpsþáttunum vinsælu, Fjölskylduböndum (Fam- ily Ties), leikur í í fullu fjöri (Satis- faction). Jenny Lee stofnar ásamt vinkonum sínum hljómsveit og nefna þær hljómsveitina Jenny Lee and the Mystery. Þær hafa ekki æft sig lengi þegar þær telja sig fullboðlegar og sækja um vinnu í klúbbi. Þrátt fyrir að stúlkurnar þurfi að þreyta próf ásamt mun betur æfðum hljómsveitum eru þær ráðnar. Það kemur í ljós að eigandi klúbbsins er fyrrverandi lagasmiður sem á að baki frægðar- ferfl sem endaði snögglega. Hann hefur trú á hljómsveitinni og reyn- ir að skaffa þeim vinnu annars staðar. Eins og má sjá af söguþræðinum er mikiö um tónlist í myndinni og eru lögin samin af þekktum laga- höfundum. Og þá má geta þess að hin þekkta söngkona, Debbie Harry, leikur í myndinni. í fullu íjöri er mynd fyrir unglinga fyrst og fremst. RAMBO III Sylvester Stallone fer í þriðju myndinni um fyrrverandi Víet- namhermanninn John Rambo til Afganistan í leit að yfirmanni sín- um og vini sem Rússar hafa tekið höndum. Eins og við er að búast lendir Rambo í miklum og blóöug- um átökum. Rambo III, sem er ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið, svíkur engan sem á annað borð vill hafa spennumyndirnar dálítið krassandi. ÖRVÆNTING - sjá umfjöllun undir Bíóborgin. SKÆR LJÓS STÓRBORGARINNAR Michael J. Fox, sem er um þessar mundir ein skærasta stjarna á himni Hollywood, leikur aðalhlut- verkið í gamanmyndinni Skær ljós stórborgarinnar (Bright Lightsf Big City). Leikur hann Jamie Conway, ungan mann í New York sem hefur hvorki sætt sig við að konan fór frá honum né dauöa móður sinnar. Til þess að græða sár sín dembir hann sér út í næturlíf stórborgarinnar af fullum krafti. Besti vinur hans, sem Kiefer Sutherland leikur, gerir sitt besta til að hjálpa honum við skemmtanaiöjuna. Myndin hefur veriö vinsæl vestra í sumar og á góöur leikur Michaels J. Fox ekki lítinn þátt í þeim vinsældum. BEETLEJUICE ' Michael Keaton leikur aðalhlut- verkið í þessari makalausu grín- mynd sem fjallar að mestu um drauga, góöa sem vonda, og við- skipti þeirra við lifandi fólk. Titil- persónan, Beetlejuice, er fengin til að fæla fólk úr húsi sem ung, nýlát- in hjón tfleinka sér. LÖGREGLUSKÓLINN 5 Þeir sem séð hafa fyrri myndir um hina snarrugluðu lögregluþjóna, sem útskrifuöust í fyrstu mynd- inni, vita á hverju þeir eiga von. Hugmyndin er orðin nokkuð út- þynnt en ágætir brandarar inni á milli. Bíóborgin FOXTROT - sjá kynningu annars staðar á síð- unni. ÖRVÆNTING Eftir hina misheppnuöu sjóræn- ingjamynd sína, Pirates, er Roman Polanski kominn á góða ferð í nýj- ustu kvikmynd sinni, Örvæntingu (Frantic), sem er hörkuspennandi og dularfull sakamálamynd er ger- ist í París. Harrison Ford leikur Richard Walker, bandarískan lækni sem verður fyrir óvæntri lífsreynslu þegar hann er í París ásamt eiginkonu sinni. Á óskiljan- legan hátt hverfur hún. Örvænt- ingarfull leit hans leiðir hann inn í undirheima Parísar þar sem hann hittir unga og fagra stúlku sem kann að vera lykillinn að hvarfi eiginkonu hans. Roman Polanski hefur áður tekist vel við sakamála- myndir og er Chinatown þar fremst í flokki. Örvænting bætist nú viö þann hóp mynda Polanskis sem teljast með hans betri. BEETLEJUICE - sjá umfjöllun undir Bíóhölhn. HÆTTUFÖRIN Hér er á ferðinni hörkuspennandi mynd sem fjallar um eltingarleik við morðingja og mannræningja í óbyggöum. Aðalhlutverk leikur Sidney Poitier og er þetta fyrsta kvikmynd hans í mörg ár. Tom Berenger, stjarnan úr Platoon, fer með hitt aöalhlutverkið. Þetta er mynd fyrir þá sem vilja hasar og spennu. Hættuforin er einnig sýnd í Bíóhöllinni. Laugarásbíó STEFNUMÓTÁ TWO MOON JUNCTION - sjá kynningu annars staðar á síö- unni. SÁ ILLGJARNI Sá iflgjarni (The Serpent and the Rainbow) er hryllingsmynd sem gerist að mestu leyti á eyjunni Ha- iti þar sem menn hafa náð þeim árangri að vekja menn upp frá dauðum með lyfi sem þeir hafa fundið upp. Denis Allen er sendur til að komast yfir þetta undralyf. Leikstjóri er Wes Craven sem fræg- astur er fyrir þrjár kvikmyndir um martraðirnar í Álmstræti. SKYNDIKYNNI Skyndikynni fjallar um leit tveggja vinkvenna að draumaprinsinum en breytt viöhorf níunda áratugar- ins setja þeim vissar hömlur. En löngunin er oft sterkari en siðgæð- ið og þaö bitnar á þeim. Það birtir hjá þeim er þær ákveða að dveljast á heflsuhæh. Aðalhlutverkin leika Lea Thompson og Victoria Jack- son. Regnboginn í SKUGGA PÁFUGLSINS John Lone, sem vakti mikla at- hygli í óskarsverðlaunamyndinni margfóldu, Síöasti keisarinn, er í aðalhlutverki í myndinni í skugga páfuglsins (Shadows of the Pe- acock), nýrri mynd er gerist á aust- rænum slóðum. Meðleikari Lone er ástralska leikkonan Wendy Hughes. Leikstjóri er Phflip Noyce. ÞRUMUSKOT Þrumskot (Hot Shot) státar af því að hafa mesta knattspyrnusnilUng, sem uppi hefur verið, Pelé, meðal leikara. Annars fjallar myndin um Jimmy Kristidis sem er mjög efni- legur knattspyrnumaður en ákaf- lega upptekinn af sjálfum sér. Hann er rekinn úr liði sínu fyrir að móðga þjálfarann. Hann ákveð- ur því að fara til Brasilíu til að fá þá þjálfun sem hann vantar til að verða góður knattspyrnumaður. LEIÐSÖGUMAÐURINN Þessi norska kvikmynd, sem gerist á Samaslóðum í Norður-Noregi, hefur hvarvetna hlotið einróma lof og var tilnefnd til óskarsverðlauna. Ekki skemmir þaö að einn aðalleik- arinn er Helgi Skúlason. Það verð- ur enginn, sem ann góðum kvik- myndum, svikinn af Leiðsögu- manninum. SVÍFUR AÐ HAUSTI Þessi hugljúfa kvikmynd íjallar um tvær systur sem hafa eytt sum- arfríi sínu á sama stað í sextíu ár. Aðalhlutverkin leika hinar öldnu stjömur, Bette Davis og Lillian Gish. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla meö. KRÓKÓDÍLA-DUNDEE II Paul Hogan er kominn aftur í hlut- verki Michaels Dundee, öðru nafni Krókódíla-Dundee. Þessi sjarmer- andi hetja, sem heillaöi alla í fyrra, lendir í nýjum ævintýrum þar sem hann þarf að hverfa aftur á heima- slóðir í Ástralíu. Linda Kozlowski endurtekur hlutverk sitt og leik- stjóri er sá sami, John Comell. Hinn létti húmor og ævintýrablær- inn, sem einkenndu fyrri myndina, eru hér. Sem sagt, góð skemmtun. SÍÐASTA AFREKIÐ Franska myndin þessa dagana er Síðasta afrekið meö Jean Gabin í aðalhlutverki. Þetta er spennu- mynd eins og þær frönsku gerast bestar. Leikstjórinn, Jean Del- annoy, verður aldrei tahnn meðal fremstu leikstjóra Frakka, en með- an hann var upp á sitt besta gerði hann nokkrar myndir sem hafa staðist tímans tönn. Stjörnubíó VON OG VEGSEMD Sjálfsagt hafa margir beðið eftir hinni eftirminnilegu kvikmynd Johns Boorman, Von og vegsemd (Hope and Glory), sem var ein fimm mynda sem tilnefndar vom í vor til óskarsverðlauna sem besta myndin. Boorman segir í myndinni frá æskudögum sínum í stríðs- hrjáðu landi. Þykir honum hafa tekist vel að lýsa mannlegu hliðinni á stríðinu. Myndin fjallar um Bill Rohan, níu ára dreng sem sá heimsstyijöldina öðrum augum en flestir aðrir. Honum fannst nefni- lega skemmtilegt að lifa á stríðs- tímum. Skólinn var lokaður. Á nóttunni lýstu flugeldar upp him- ininn. Hann þurfti sjaldan að fara snemma að sofa og í raun hafði enginn tíma til að ala hann upp. NIKITA LITLI Nikita htli íjallar um Jeff, sautján ára skólastrák, sem kemst að óhugnanlegu leyndarmáli foreldra sinna þegar alríkislögreglan kann- ar uppruna þeirra. Leikstjóri er Richard Benjamin og aðalhlut- verkin leika Sidney Poitier og sá leikari sem spáð er mestum frama í Hohywood, River Phoenix. ENDASKIPTI er gamanmynd sem fjallar um feðga sem skipta um hlutverk. Marshall Seymour og ellefu ára sonur hans, Charhe, skipta óvart um líkama. Þetta veldur að sjálf- sögðu vandræðum. Aöalhlutverkið í þessari ágætu gamanmynd leikur Judge Reinhold sem er sjálfsagt þekktastur fyrir samstarf sitt við Eddie Murphy í Beverly Hills Cop gamanmyndunum. FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Laugarásbíó Steftiumót á Iwo Moon Junction Ung og rík Suðurríkjastúlka tek- ur hliðarspor rétt fyrir eigin gift- ingu. Hún fellur fyrir ungum far- andverkamanni og er komin á fremsta hlunn með að hlaupast á brott með honum og gefa frá sér allan auð. Amma hennar veit hvað klukkan slær og reynir hvað hún getur að bjarga heiðri ættarinnar. Þetta er í stuttu máli söguþráður Stefnumóts á Two Moon Junction sem Laugarásbíó sýnir. Er hér um dæmigerða Hohywoodframleiðslu Sherilyn Fenn leikur unga og ráðvillta stúlku í Stefnumóti á Two Moon Junction. að ræða þar sem átakaleysið ein- kennir bæði söguþráð og leik. Leik- stjóri er Zalman King sem meðal annars skrifaði handritið aö Níu og hálf vika sem var nú allt annað en dauf. Bíóhöllin og Bíóborgin Foxtrot Þá hefur fyrsta íslenska kvik- myndin á þessu ári verið frum- sýnd. Er það spennumyndin Fox- trot sem lengi hefur verið beðið eftir. Myndin fjallar um tvo bræður sem taka að sér að fara með pen- ingasendingu úr Reykjavík norður í land. Ekki gengur sú ferð átaka- laust. Lenda þeir bræður í miklum raunum sem enda með harmleik. Foxtrot er fyrir margar sakir merkilegur áfangi í íslenskri kvik- myndasögu. Hún varð fyrst tfl í enskri útgáfu og sýnd á kvik- myndahátiðinni í Cannes þar sem tókst að selja dreifíngu á henni er- lendis. Þar með kom hún fyrir sjón- ir erlendra þó nokkru áður en hún var frumsýnd hérlendis. Leikstjóri er Jón Tryggvason. Kvikmynda- töku annaðist Karl Óskarsson. í aðalhlutverkum eru Valdimar Örn Flygenring, Steinarr Ólafsson og María Elhngsen. HK. Valdimar Örn Flygenring í hlutverki sinu í Foxtrot. Háskólabió sýnir þessa dagana Á ferð og flugi (Planes, Trains And Automobiles þar sem aðalhlutverkin eru í höndumí gamanleikarana Steve Martin og John Candy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.