Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988.
31
Langþráður bikar
í sjónmáli
ValsogÍBK
- úrslitaleikur Mjólkurbikarsins kl. 14 á laugardag
Úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppn-
innar í knattspyrnu er stærsti
íþróttaviðburður komandi helgar.
Þar mætast Valsmenn og Keflvík-
ingar og hefst slagurinn kl. 14 á
Laugardalsvellinum á morgun,
laugardag.
Liðin eru 11 ár frá því Valsmenn
unnu bikarinn siðast og Keflvík-
ingar handléku hann í fyrsta og
eina skiptið til þessa fyrir heilum
13 árum. Bæði lið þyrstir því í sig-
ur.
Valsmenn eru öllu sigurstrang-
legri fyrir fram. Þeir hafa leikið vel
í 1. deildinni undanfarið og verið
nánast ósigrandi eftir slæma byrj-
un sem reyndist kosta þá íslands-
meistaratitilinn. Þeir eru nokkuö
öruggir með aö hafna í öðru sæti
1. deildarinnar. Keflvíkingar hafa
aftur á móti átt í fallbaráttu í sum-
ar en eru nú komnir af mesta
hættusvæðinu og geta einbeitt sér
að þessúm úrslitaleik.
Leikurinn ræður einnig miklu
um hvaða lið verður fulltrúi ís-
lands í UEFA-bikarnum næsta ár.
Vinni Valsmenn fara þeir í Evrópu-
keppni bikarhafa og þá stendur
slagurinn um UEFA-sætið á milli
ÍA, KA og KR. Verði Keflvíkingar
bikarmeistarar fara þeir í Evrópu-
keppni bikarhafa og þá eru allar
líkur á að Valur hljóti UEFA-sætið.
Fylkir í 1. deild í kvöld?
Vegna úrslitaleiksins liggur
keppni í 1. deild karla niðri þessa
helgina en í öðrum deildum er allt
á fullu. Fylkir getur í kvöld tryggt
sér sæti í 1. deild í fyrsta skipti með
því að sigra Tindastól á Sauðár-
króki, eöa ef Víðir nær ekki að
leggja Breiðablik að velli. Helgar-
dagskráin í íslandsmótinu í knatt-
spyrnu lítur þannig út:
1. deUd kvenna:
Stjarnan-Valur ....fó.19.00
KA-ÍA ...SU.14.00
2. deild karla:
Selfoss-KS ....fó.19.00
UBK-Víðir ....fó.19.00
FH-Þróttur R ....fó.19.00
Tindastóll-Fylkir ....fó.19.00
ÍR-ÍBV
3. deild:
Sindri-Daivík.............fó.19.00
Stjarnan-Grótta...........su.14.00
Afturelding-Njarðvík......su. 14.00
Leiknir R7Reynir S........su.14.00
Víkverji-ÍK...............su.14.00
Þróttur N-Magni...........su.14.00
Reynir Á-Hvöt.............su.14.00
4. deild:
BÍ-Hveragerði............lau.14.00
Austri-Kormákur..........lau.14.00
Að auki fer úrslitakeppni 3.
Uokks pilta fram í Kópavogi um
helgina en þar berjast átta félög um
íslandsmeistaratitilinn. Úrslita-
leikurinn fer fram á Kópavogsvelli
kl. 15 á sunnudaginn.
Frjálsar íþróttir
Nokkur frjálsíþróttamót fara
fram víðs vegar um landið um helg-
ina. Bikarkeppni 16 ára og y.ngri fer
fram á Húsavík á morgun, laugar-
dag, og Austur-Skaftfellingar
keppa viö granna sína Vestur-
Skaftfellinga g heimavelli þeirra
fyrrnefndu. Á Egilsstöðum er
Egilsstaöamaraþon á dagskrá á
sunnudaginn. Bikarkeppni í fjöl-
þrautum er haldin í Reykjavík um
helgina og á Feykisvelli í Skagafirði
er haldin unglingakeppni UMSS.
Golf
Opin mót eru haldin hjá fimm
golfklúbbum um helgina. Golf-
klúbbur Suðurnesja er með eitt
slíkt á Hólmsvelii í Leiru, hjá Keili
í Hafnarfirði er haldin opin hjóna-
og parakeppni, Golfklúbbur Akur-
eyrar stendur fyrir Coca Cola-
mótinu, Golfklúbbur Reykjavíkur
er með Olís-mótiö og Golfklúbbur
Hornafjarðar heldur haustmót um
helgina.
-VS
• Þeir Ragnar Margeirsson og Magni Blöndal Pétursson verða báðir
í sviðsljósinu í úrslitaleik bikarkeppninar á morgun. Á myndinni eigast
þeir við í leik Vals og ÍBK i 1. deildinni fyrr i sumar og það er Keflvíking-
urinn Ragnar sem hefur betur. DV-mynd Brynjar Gauti
ÍÞRÓTTAKENNARAR
Grenivíkurskóla vantar íþróttakennara sem einnig
getur tekið 'að sér kennslu í öðrum greinum.
Frítt húsnæði í boði.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma
96-33131 eða 96-33118.
Laus staða
Staða bæjargjaldkera
á bæjarskrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar er
laus til umsóknar.
Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 1. september nk.
Bæjarstjórinn á Siglufirði
Til sölu
Cadillac með öllu. Gott eintak. Allar nánari upplýs-
ingar í síma 11219 og eftir kl. 19.00 í síma 39931.
FRÁ B0RGAR-
SKIPULAGI
Auglýsing um breytt skipulag reits 1.242.0.
Byggingarfélagið Ármannsfell hf. hefur farið fram á
breytingu á samþykktu skipulagi reits við Laugaveg
148 sem afmarkast af Laugavegi, Brautarholti,
Mjölnisholti og nýrri götu að sunnan. Uppdrættir
og líkön ásamt upplýsingum verða almenningi til
sýnis á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3,
virka daga kl. 9.00-16.15, næstu 4 vikur.
Þeir sem vilja koma athugasemdum á framfáeri geri
það skriflega til Borgarskipulags fyrir föstudaginn
23. september nk.
Borgarskipulag Reykjavikur
Borgartúni 3
105 Reykjavík
á
Ómar Ragnarsson er að skipta um stöð eftir að hafa þjónað
ríkissjónvarpinu í 19 ár. Hann fékk tilboð sem ekki var hægt
að hafna og þó segist hann kveðja sinn gamla vinnustað
með söknuði. Ómar er í viðtali við helgarblaðið á morgun.
„Ég þorði aldrei að gera mér
of miklar vonir þó ég hafi
ætlað mér að syngja til sig-
urs." Svo segir nýi látúns-*
barkinn, Arnar Freyr Gunn-
arsson, í viðtali við helgar-
blað DV á morgun. Hann
segir að titillinn veiti honum
meiri möguleika varðandi
plötuútgáfu enda hefur
stráksi allnokkur eigin lög í
pokahorninu. Ekkisegist
hann hræddur við ríg við
vin sinn, Bjarna Arason, en
þeir félagarnir eru í sömu
hljómsveit. Meira um lát-
únsbarkann á morgun.