Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. 31 íþróttir helgarinnar Knattspyma og hand- knattleikur efst á baugi Mesti íþróttaviðburðurinn hér á landi um þessa helgi verður án efa landsleikur íslands og Danmerkur í handknattleik sem fram fer í íþróttahúsi Seljaskóla í kvöld, fostudagskvöld, klukkan 20.15. Danska landsliðið hefur dvalið hér í nokkra daga og lék gegn ís- Jenska liðinu í Seljaskóla á fimmtu- dagskvöldið. í kvöld gefst íslensk- um handknattleiksunnendum síð- asta tækifæriö til þess að sjá ís- lenska landsliðið leika fyrir ólymp- íuleikana í Seoul. Það er því um að gera að mæta í Seljaskólann og hvetja leikmenn íslenska liðsins til sigurs. Knattspyrna 16. umferðin í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu fer fram um helg- ina. Á morgun, laugardag, eru fjór- ir' leikir á dagskrá. Þá leika Völs- ungar gegn íslandsmeisturum Fram á Húsavík, Keflvíkingar taka á móti Valsmönnum, KA leikur gegn Leiftri frá Ólafsfirði á Akur- eyri og Víkingar leika gegn Þór frá Akureyri í Fossvoginum. Allir leik- imir hefjast klukkan tvö. Framarar era þegar orðnir ís- landsmeistarar en spennan er engu að síður fyrir hendi í mótinu. Hart er barist um fallið í 2. deild og Evr- ópusæti að ári en þriðja sætið í 1. deild gefur rétt til þátttöku í UEFA-keppninni á næsta ári. Síð- asti leikurinn í 16. umferð 1. deildar fer síðan fram á sunnudag en þá leika Skagamenn gegn KR á KR- vellinum og hefst leikur Uðanna klukkan tvö. • Heil umferð fer fram í 2. deild á laugardag. Selfoss leikur gegn Víði á Selfossi, ÍR leikur gegn Fylki í Laugardal, BreiðabUk mætir Þrótti Reykjavík í Kópavogi, KS tekur á móti Eyjamönbnum á Si- glufirði og löks leika FH og Tinda- stóll í Hafnarfirði. Allir leikirnir hefjast klukkan tvö. • Úrslitaleikurinn í 3. deild ís- landsmótsins í knattspymu fer fram á laugardag. Þá leika Stjarnan úr Garðabæ og 'Einherji frá Vop- nafirði til úrslita og hefst leikur lið- anna klukkan tvö á Tungubakka- velli í Mosfellsbæ. • Úrslitaleikurinn í 4. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu fer fram á laugardaginn og leika þá til úrsUta lið BÍ (Badmintonfélag ísa- fjarðar) og Austra frá Eskifirði. Hefst leikurinn á Sauðárkróksvelli klukkan tvö. mn'Mniiiiriini'i ■ • Arnljótur Daviðsson og félagar í meistaraliði Fram verða á ferðinni á Húsavik á laugardag en þá leikur Völsungur gegn Fram í 16. umferð íslandsmótsins i knattspyrnu. B LADALADALADA þjónusta Erum með: Smurþjónustu fyrir Lada Ljósastillingar Mótorstill ingar 10.000 km skoðun Hemalviðgerðir Pústviðgerðir Endurskoðun fyrir Bifreiðaeftirlitið Allar almennarviðgerðirfyrir Lada Ath. Reglulegt eftirlit eykur öryggi og endingu bílsins Opið: mán-fimmtud. 8-18 föstudaga 8-15.30 BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ DALBREKKU 4, KÓPAVOGI.SÍMI 46940 JUD0 ■æfingar fyrir byrjendur og framhaldsflokkab HEFJAST MÁNDUAGINN 12. SEPT. NK.I Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13-22. „Égvildifá að ráða hvaða fólkstarfaði undirminni stjórn eftir sameiningu Mikla- garðs og KRON," segir Jón Sigúrðsson, kenndur við Mikla- garð. Jón fékk ekki að ráða þessu og því er hann nú hættur í þjón- ustu samvinnuhreyf- ingarinnar. Þráttfyrir atvinnuleysiðer Jón eldhress í helgarvið- talinu á morgun. „Hinirverðbréfasjóð- irnir ættu ekki að hrósa sér á okkar kostnað. Þeirráðaekki heldur viðað leysa uppsína sjóði hálfa á nokkrum dögum," segir Pétur Björnsson sem þartil á mánudaginn var stjórnaði Ávöxtun með Ármanni Reynissyni. Pétur segifal.lt af létta í viðtali við helgarblað- iðá morgun. Gísli Konráðsson hefur stjórnað Útgerðarfé- lagi Akureyringa af röggsemi í áratugi. Nú er kómið að tímamót- um hjá honum því að senn lætur hann af embætti vegna aldurs. Gísli hefursínarmein- ingar um hvereigi að taka við af honum en allt um það í helgar- blaðinu á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.