Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 1
Heimshlaupið '88 Aðalviðburður helgarinnar er Heimshlaupið ’88. Það er ekki eingöngu aðalviðburður hér á landi heldur úti um allan heim. Mikið hefur vérið gert til að þetta heimshlaup fari sem best fram og hér á landi er búist við mikilli þátttöku og verða skemmtikraft- ar og annað þekkt fólk með í ráð- um. Markmið hlaupsins er að vekja athygli á slæmri stöðu barna víða í heiminum, sérstaklega í þriðja heiminum, og að safna fé til að bæta úr því. Umfangsmikil fjársöfnun Markmiðið er aö safna sem mestum peningum til hjálpar börnunum. Alþjóðlegt heiti söfn- unarinnar er Sport Aid ’88. Búist er við að þetta verði ein umfangs- mesta íjársöfnun sem fram hefur farið í heiminum. Ráðgert er að þátttakendur verði milli 20 og 30 milljónir. Hlaupið er ekki keppni milli einstaklinga heldur er sig- urinn fólginn í því að sem flestir taki þátt í hlaupinu. Samkvæmt reglum samtak- anna, sem að hlaupinu standa, er gert ráð fyrir að 80% af því fé, sem safnast hérlendis, renni til aðstoðar börnum utanlands og þá sérstaklega í þróunarlöndun- um en 20% renni til áframhald- andi þróunar á starfsemi Rauða- krosshússins í Tjarnargötu og til fíkniefnavarna á vettvangi barna og unglinga. Söfnunarfénu vegna erlenda verkefnisms verður ráðstafað í gegnum *,Child Alive“ verkefni Alþjóða Rauða krossins sem berst gegn barnadauða af völdum niðurgangs og barnasjúkdóma. Talið er að um 290.000 börn deyi á viku hverri í heiminum af þess- um sökum eða um 15.000.000 börn á ári. Tekjuöflunin hér á landi fer fyrst og fremst fram með sölu þátttökunúmera sem seld eru um allt land. í Reykjavík er hægt að fá númerin á Esso bensínstöðv- um, Kringlunni og á Lækjartorgi. Fjölbreytt skemmtiatriði Sjónvarp spilar stórt hlutverk í þessu alheimshlaupi. Verður sjónvarpað frá tuttugu og þremur borgum og er Reykjavík eirl þeirra. Hér verður bein útsend- ing í ríkissjónvarpinu og byrjar útsendingin kl. 14.09. Verður Sjónvarpið með fjórar tökuvélar og verður ein hreyfanleg. Hlaupið sjálft hér heima byrjar kl. 15.00. En áður verður mikiö um að vera á Lækjartorgi. Útitaf- lið verður í notkun með þátttöku þekktra skákmanna, lúðrasveitir leika, Valgeir Guðjónsson mætir á staðinn, hljómsveitirnar Sálin hans Jón- míns og Kátir piltar mæta. Grínistinn Laddi sprellar af sinni alkunnu list, handbolta- landsliðið kemur og kveður áður en haldið verið til Seoul. Kynnir er Ómar Ragnarsson og verður skemmtunin frá kl. 13.45-15.00. Ræstfrá húsi Sameinuðu þjóðanna Þeir sem byrja hlaupið verða með Evrópuflögg. Ætlunin er að það verði eldri borgarar, fjölskyl- dufólk, 14 ára unglingar, börn og fatlað fólk. Ræst verður frá aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar verða fulltrúar íslands tveir 14 ára unglingar, Karl Guðmundsson og Sólveig Þórarinsdóttir. Voru þau valin úr hópi fjölmargra umsækjenda. Fararstjóri þeirra í ferðinni er Hólmfríður Karlsdóttir. Þá er bara eftir að hvetja alla til að styrkja gott málefni og helst að hlaupa eða skokka. -HK Meðlimir hljómsveitarinnar Kátir piltar mættir í bol og með þátttökunúmer. á Austurlandi - sjá bls. 29 Veitingahús vikunnar - sjá bls. 18 Mýrargata Ananaust Tryggvagata Lækjar Skothús- vegur Fríkirkjuv Ganga 1 hring. 3,2 km Skokk/ hlaup: A) 2 hring. 6,4 km B) 3 hring. 9,6 km Hringbraut HEIMSHLAUPIÐ Reykjavík Rás- mark Á kortinu má sjá hringinn sem hlaupinn verður i Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.