Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Side 2
18
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
Seoul ’88Q$P
3000 m hindrunar-
hlaup:
Hefði
getað
slegið
metið
„Ég einblíndi aðeins á sigur-
inn og hægöi á mér á síöustu
50 metrunum. Ég hefði getað
slegiö heimsmetiö ef ég heföi
vitað að ég væri svona skammt
frá því,“ sagði Kenyabúinn Jul-
ius Kariuki eftir sigur sinn i
3000 metra hindrunarhlaupinu
í Seoul í morgun.
Kariuki var aðeins einum ti-
unda úr sekúndu frá heimsmet-
inu sem landi hans, Henry
Rono, setti fyrir tíu árum og
stendur enn. Heimsmetiö er
8:05,40 mínútur en Kariuki fékk
tímann 8:05,51.
Baráttan um gullverðlaunin
stóð milli hans og landa hans
Peters Koech og Marks Row-
land frá Bretlandi og þeir komu
í mark rúmri sekúndu hver á
eftir öðrum. Rowland bætti eig-
in árangur um tíu sekúndur og
tókst að halda í við Afríkubú-
ana á síðasta hringnum. „Þegar
þeir hófu endasprettinn fann ég
að annaðhvort yrði ég að elta
þá eða sætta mig við tíunda
sætið. Mitt markmið var upp-
haflega að komast i úrslita-
hlaupið," sagöi Rowland.
-VS
10 km hlaup
kvenna:
Ingrid
hættí
keppni
- Bondarenko vann
Olga
Bondar-
enko frá
Sovétríkj-
unum út-
færöi 10
kílómetra
hlaup
kvenna á fullkominn hátt í
morgun. Hún leyfði keppinaut-
um sínum að skiptast á um að
hafa forystuna í hlaupinu en
tók síðan frábæran endasprett
og tryggði sér öruggan sigur á
besta tíma sem náöst hefur í
heiminum í ár, 31 mínúta, 5,21
sekundur, og það er jafnframt
fimmti besti árangtn- sem náðst
hefur frá upphafi.
Ingrid Kristiansen frá Noregi
byijaði af krafti en snemma í
hiaupmu tóku gömul meiösli á
hæl si’g upp og hún haltraöi út
úr hringnum. Katrin Ullrich frá
Austur-Þýskalandi tók þá for-
ystuna og var á tímabili langt á
undan hinum en hélt það ekki
út lengi. Undir lokin var það
Liz McColgan frá Skotlandi sem
leiddi hlaupiö en þegar 200
metrar voru eftir brunaöi hin
smávaxna Bondarenko fram úr
henni og eftir þaö var aldrei
spuming um hver hlyti gullið.
-VS
• Louise Ritter frá Bandarikjunum stekkur hér glæsilega yfir 2,03 metra i hástökki kvenna i nótt. Arangurinn er nýtt ólympíumet. Ritter kom, sá og sigraði
í hástökkinu en fyrirfram var búist við sigri heimsmethafans, Stefku Kostadinovu, en hún vann silfurverðlaunin og stökk 2,01 metra.
Simamynd Reuter
Hástökk kvenna 1 nótt:
Louise Ritter kom á
óvart og vann gullið
- heimsmethafinn Stefka Kostadinova varð 1 öðru sæti
Bandaríska konan Louise Ritter sló
rækilega í gegn í hástökkskeppninni
á ólympíuleikunum í morgun en hún
gerði sér lítið fyrir og vann sjálfan
heimsmeistaran, Stefku Kostad-
inovu. Þær stöllur háðu gífurlega
spennandi keppni sem Ritter bar sig-
ur úr býtum í en tæpara gat það ekki
verið. Koma þurfti á aukakeppni
milli þeirra en báðar höfðu þær fellt
2,01 metra í þremur tilraunum.
Koma þurfti á svoköíluðu um-
stökki og í fyrstu tilraun felldi Ko-
stadinova 2,01 metra. Þá var komið
að Louise Ritter að stökkva og gaf
hún sér góöan tíma í stökkið. At-
renna hennar var glæsileg og flaug
hún yfir 2,01 metra og tryggði sér um
leið gull á leikunum, nokkuð sem
fæstir áttu von á fyrir ólympíuleik-
ana.
Louise Ritter hefur um nokkurt
skeið ekki keppt á alþjóðlegum mót-
um en á bandaríska úrtökumótinu
fyrir ólympíuleikana kom hún veru-
lega á óvart með því aö sigra. Stefnan
var þá tekin á ólympíuleikana þar
sem hún kom, sá og sigraði.
Sigur Ritter er enn glæsilegari þeg-
ar haft er í huga að hún er orðin 30
ára gömul, en Ritter lét ekki aldurinn
aftra sér frá því aö tryggja sér gull-
verðlaun. Meö því að stökkva yfir
2,01 metra setti Ritter nýtt banda-
rískt met í hástökki.
Stefka Kostadinova var langt frá
sínu besta en heimsmet hennar, sem
er 2,09 metrar, setti hún á heims-
meistaramótinu í Róm í fyrra. Ko-
stadinova tók sigrinum eins og sönn-
um íþróttamanni sæmir en eftir
keppnina féllust hún og Ritter í
faðma. Áhörfendur fögnuðu sigri
Ritter ákaft þegar hún hljóp sigur-
hring að lokinni keppni.
Tamara Bykova frá Sovétríkjunum
vann til bronsverðlauna meö því aö
stökkva yfir 1,99 metra. Hún reyndi
síðan við 2,01 metra en felldi í öllum
þremur tilraununum. Flestir kepp-
endanna í hástökkinu voru langt frá
sínu besta en allar aðstæður voru
hinar ákjósanlegustu.
-JKS
100 m grmdahlaup kvenna:
Donkova í
sérflokki
- og setti nýtt ólympíumet
Yordanka Donkova, búlgarski
Evrópumeistarinn, vann yfir-
buröasigur í 100 metra grinda-
hlaupi kvenna í Seoul í morgun.
Hún setti nýtt ólympíumet í und-
anrásunum í gær, 12,47 sekúnd-
ur, og bætti það enn frekar í úr-
slitahlaupinu í morgun þegar
hún sigraöi glæsilega á 12,38 sek-
úndum.
Donkova var sigurstranglegust
í hlaupinu eftir að landa hennar,
heimsmeistarinn Ginka Zagorc-
heva, varð að hætta keppni í und-
anrásunum. Hún náði góðu við-
bragði og tók þegar forystu sem
hún lét aldrei af hendi.
Austur-þýska stúlkan Glorie
Siebert hreppti silfurverðlaunin,
hfjóp á 12,61 sekúndu, og Claudia
Zackiewicz frá Vestur-Þýska-
landi varð þriðja á 12,75 sekúnd-
um.
-VS
• Luise Ritter fagnar hér sigrinum í hástökkinu i nótt. Ritter stökk 2,01
metra og settf nýtt bandarískt met.
Simamynd/Reuter.