Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 6
‘*38
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
fþróttir
Barcelona
vann Real
Madrid
- en ekki nógu stórt
Barcelona náöi að^sigra erkió-
vininn, Real Madrid’, 2-1 í siöari
leik liöanna í stórbikarkeppni
spænsku knattspymunnar í gær-
kvöldi. Leikiö var á Nou Camp í
Barcelona en sigurinn dugöi ekki
heimaliöinu því aö Reai haföi
unniö fyrri leikinn, 2-0.
Real náöi forystunni þegar
Emilio Butragueno skoraöi með
hörkuskoti á 15. minútu. Jose
Bakero náði að jafna á 37. minútu
eftir fyrirgjöf frá Franeisco Carr-
asco og hann var affur á feröinni
á 78. mínútu, 2-1, en það var ekki
nóg.
Gary Lineker kom inn á sem
varamaður hjá Barcelona i siöari
háifleiknum en kom lítiö við
sögiL Aðeins 25 þúsund áhorfend-
ur mættu á leikinn sem er ótrú-
lega lítið þegar þessi tvö stóriið
mætast og reikna má með fleiri
áhorfendum þegar Framarar
mæta á Nou Camp í Evrópu-
keppni bikarhafa næsta miðviku-
dag.
-VS
• Pálmar Sigurðsson stýrði Haukunum til sigurs i úrvalsdeildinni á síöasta keppnistimabili. Hann er hættur sem þjálfari liðsins en leikur með því áfram.
Haukarnir leika ekki um helgina en þeir hefja meistaravörnina gegn ÍBK næsta fimmtudagskvöld.
Keppni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst um helgina:
Stóriiðin
slegin út
á Italíu
- Zavarov með tvö
&
Fjögur stórliö féllu út úr ítölsku
bikarkeppninni f knattspyrnu á
miövikudagskvöldiö þegar þar
var leikin 2. umferö.
Juventus vann Brescia 2-0 með
tveimur mörkum frá Sovétmann-
inum Alexandr Zavarov en það
var ekki nóg, liðiö varð aðeins í
þriöja sæti í sínum riðli.
Meistarar AC Milano, án Ruud
Gullit og Marco Van Basten sem
báðir eru meiddir, tapaði 1-0 fyr-
ir Torino og Inter Milano beið
lægri hlut gegn Fiorentina, 3-4.
Loks fékk Roma skell gegn Pes-
cara, 1-4, og varð neðst í sínum
riðli.
Einu stórliöin, sem náðu að
sigla í gegnum umferöina, voru
Napoli og bikarmeistarar Samp-
doria. Þess ber að geta að liöin
léku án leikmanna úr ólympíu-
landsliöinu sem eru í Seoul þessa
dagana.
-VS
Aouita
hætti víð
í morgun
Heimsmethafinn í 1500 metra
hlaupi karla, Said Aouita frá
Marokkó, hætti við keppni í und-
anúrslitum greinarinnar í Seoul
í morgun. Hann á við meiðsli að
stríða og fulltrúi Marokkóbúa
sagöi hann þjást af vöðvatognun-
um í báðum fótum sem ættu ræt-
ur sínar að rekja til 800 metra
hlaupsins á dögunum.
Margir biðu i eftirvæntingu eft-
ir einvigi Aouita og Bretans Ste-
ves Cram í úrslitahlaupinu en
sigin-líkur Crams ættu aö hafa
aukist nokkuð við þetta. Hann
varð annar í sínum riöli í morgun
og komst auöveldlega áfram í
úrslitahlaupið sem háö verður í
nótt.
-VS
Fjórir leikir á sunnudag
ÍBK og Tindastóll hefla íslandsmótið í Keflavík
íslandsmótið í körfuknattleik hefst
á sunnudaginn kemur, 2. október,
meö fiórum leikjum í úrvaisdeild-
inni. Fyrsti leikurinn fer fram í
Keflavík klukkan 16 en þar fá Kefl-
víkingar nýliða Tindastóls í heim-
sókn.
Þrír leikir hefjast síðan klukkar. 20.
Grindavík og Þór eigast við í Grinda-
vík, KR og ÍR í íþróttahúsi Hagaskóla
og Valur og ÍS á Hlíðarenda.
í vetur er keppni í úrvalsdeildinni
með nýju sniöi. Þar leika nú tíu lið
í tveimur riölum og er leikin fjórfold
umferö í hvorum riöli og auk þess
tvöfóld umferð milli félaga í and-
stæðum riðlum. Hvert lið leikur því
26 leiki sem er mikil aukning frá því
sem veriö hefur og þessi leikjafjöldi
gerir þaö að verkum að leikiö veröur
tvisvar í viku allt keppnistímabiliö.
Ein umferð á sunnudögum og önnur
sem skiptist milli þriðjudaga og
fimmtudaga.
Aö lokinni riðlákeppninni eru riðl-
arnir sameinaðir og raðast félög í
lokastöðu eftir stigaíjölda sem þau
hafa. Neösta félagið fellur og þaö
næstneðsta leikur einn leik við félag-
ið sem hafnar í öðru sæti 1. deildar.
Tvö efstu lið úr hvorum riöli kom-
ast í úrslitakeppnina sem verður
leikin 12.-22. mars. Efsta lið í A-riðli
mætir öðru liöi í B-riðli og öfugt: Sig-
urliðin leika síðan til úrslita um ís-
landsmeistaratitilinn.
í A-riðlinum eru Njarðvík, Valur,
Grindavík, Þór og ÍS en í B-riðlinum
eru .Haukar, Keflavík, KR, ÍR og
Tindastóll og var raðað í riðlana með
hliðsjón af lokastöðu liðanna í fyrra.
Haukar eru íslandsmeistarar en
Tindastóll og ÍS unnu sér sæti í úr-
valsdeildinni.
Keppni í 1. deild kvenna hefst
næsta fimmtudagskvöld en þar leika
nú Haukar, Keflavík, KR, Njarðvík,
ÍR, Grindavík og ÍS.
Keppni í 1. deild karla hefst á fóstu-
dagskvöldið. Þar leika í vetur Breiða-
blik, sem féll úr úrvalsdeildinni,
Snæfell, Léttir, Víkverji, UÍA, Skalla-
grímur, Reynir úr Sandgerði og
Laugdælir. Efsta liðið fer beint upp
í úrvalsdeildina en lið númer tvö fær
aukaleik við næstneðsta lið úrvals-
deildarinnar.
-VS
• Billy Bremner lék í mörg ár með Leeds United en í fyrradag var hann
rekinn frá félaginu.
Bremner rekinn
firá Leeds United
- Kendall orðaður sem arftaki hans
Billy Bremner, framkvæmdastjóri
Leeds United, var á miðvikudaginn
var rekinn frá félaginu. Leeds hefur
þaö sem af er keppnistímabilinu
gengiö afleitlega í 2. deildinni. í upp-
hafi tímabilsins var Bremner gefmn
einn mánuöur til að koma félaginu á
toppinn en á þeim tíma hefur ekkert
gengið upp og því var Bremner látinn
taka pokann sinn.
í gær íjölluðu bresk dagblöð mikið
um brottrekstur Bremners frá Leeds
og gerðu því skóna að arftaki hans
yrði Howard Kendall sem nú er þjálf-
ari Atheltic Bilbao. Kendall dró frétt
bresku dagblaðanna til baka og sagð-
ist ekki vera á fórum til Leeds. Hann
væri ánægður með veruna á Spáni
enda ekki ástæða til annars, Bilbao
væri í efsta sæti deildarinnar.
Forráöamenn Leeds þurfa því að
leita á önnur mið í þjálfaraleit ef
ekki á illa að fara hjá liðinu í vetur.
Fyrir keppnistímabiliö settu forráða-
menn félagsins sér það mark að
vinna sæti í 1. deild og víst er aö
margir stuðningmenn félagsins eru
orðnir hungraðir í það sæti.
-JKS
Davis í 9 leikja bann
- og einnig dæmdur í 240 þúsund króna sekt
Paul Davis, leikmaður með
Arsenal, var í gær dæmdur af
agnefnd enska knattsyrnusam-
bandsins í níu ieikja bann. í leik
Arsenal og Southampton í l. deild
17. september sló Davis Glenn
Cockerill, vafnarmann Sout-
hampton, í andlitið með þeim af-
leiðingum aö Cockerill kjálka-
brotnaöi.
Dómarinn í umræddum leik sá
ekki brotið og þurfti því aga-
nefndin að grípa til myndbands-
ins þar sem brot Davis kom glögg-
lega í ljós. Paul Davis byrjar að
taka bannið út 15. október. Davis
þarf auk leikjabannsins að greiða
240 þúsund íslenskar krónur í
sekt.
Þess má geta að Davis lék sinn
fyrsta landsleik fyrir Englend-
inga gegn Dönum fyrr í þessum
mánuði.
-JKS