Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 1
Heimsbikarmót í skák: Öflugasta skákmót sem hér hefur verið haldið - meðalstigafjöldi keppenda 2619 stig Undirbúningur er í fullum gangi I Borgarleikhúsinu fyrir mesta skákmót sem hér hefur verió haldiö. Það hefur sannast á opnu Reykja- vlkurmótunum í skák aö áhugi ís- lendinga á skák er ótrúlega mikill og umíjöllun fjölmiðla óvíða meiri. Það má því búast við að mannlífið í Reykjavík í október snúist meira og minna um Heimsbikarmótið sem sett verður á sunnudaginn í Borgarleikhúsinu. Margt ætti að koma til. Mótið er það langsterkasta sem haldið hefur verið hér á landi. Og það sem kannski fær hjartað til að slá hrað- ar í öllum skákáhugamönnum er að meðal þátttakenda verður heimsmeistarinn sjálfur, Garry Kasparov Mótið er skipulagt af Stórmeist- arasambandinu „The Grand Mast- er Association“ en bakhjarl þess hér á landi og umsjónaraðili móts- ins er Stöð 2 og hafa þeir Stöðvar- menn mikinn viðbúnað. Verður sjónvarpað minnst tvisvar á dag og skotið inn á milli þátta nýjustu fréttum. Tölvutækni Reykjavíkurborg styður mótið einnig og lánar það hið glæsilega Borgarleikhús undir mótið. Tölvu- tæknin verður í hávegum höfð. Stórmeistararnir sem tefla í and- dyri hússins nota skákborð sem hvert um sig tengist IBM-tölvu sem búin er sérstöku grafíkforriti og myndvörpum. Um leið og skák- maöurinn hreyfir taflmann sjá áhorfendur leikinn á stórum skjá, auk þess sem htlum sjónvarpstækj- um veröur komið fyrir víða um húsiö. Skákskýringar fara fram á htla sviðinu en það er sexhyrndur salur og þar verður sjálfsagt mikið rætt um stöður, mistök og sigra á næstu vikum meðan hlýtt er á skýringar sérfræðinga. Þar veröur einnig til staðar stúdíó Stöðvar 2. Verðlaunin á mótinu eru glæsi- leg. Alls eru þau um fimm milljón- ir. Helmingur verðlaunafjárins skiptist milh keppenda. Hinn helm- ingurinn rennur til Stórmeistara- sambandsins og í sjóð sem hand- hafi heimsbikarsins hlýtur að lokn- um heimsbikarmótunum sex. Allir þátttakendur fá verðlaun sem nema tæpum 100 þúsund krónum en sigurvegarinn fær til viöbótar um það bh 940 þúsund krónur. Þátttakendur Áður hefur verið nefndur Garry Kasparov heimsmeistari. Tveir ís- lenskir stórmeistarar eru þeir keppendur sem fá einnig mikla at- hygli. Jóhann Hjartarson, sem er níundi stigahæsti maður mótsins, og Margeir Pétursson sem er stiga- lægstur og keppir sem gestur. Aðr- ir keppendur eru Beljavsky, Yu- supov, Tal, Sokolov og Ehlvest, all- ir frá Sovétríkjunum. Þaðan kemur Kasparov einnig, eins og allir vita, en eins og vænta má eru flestir þaðan. Ungverjaland á þrjá keppendur, Portisch, Ribh og Sax. Frá Englandi koma tveir keppendur, Speelman og Nunn. Frá Hollandi kemur Tim- man, Svíþjóð Anderson, Júgóslav- íu Nikolic. Tveir landflótta Sovét- menn, Kortsnoj og Spassky, sem nú eru búsettir í Sviss og Frakkl- andi. Þeir mega muna sinn fífil fegri. Spassky er næstlægsti maður mótsins í stigum og Kortsnoj sá fjórði stigalægsti. Alls eru kepp- endur átján. Setningarathöfn Setning mótsins verður á sunnu- daginn og fer sú athöfn fram á Hótel íslandi. Sjónvarpaö verður. Eins og áður sagði verður mikið sjónvarpaö frá keppninni og verö- ur fyrsta útsendingin kl. 18.00 á daginn, klukkustund eftir aö skák- irnar hefjast. Umsjón með sjón- varpsútsendingum hefur Páll Magnússon fréttamaður. Honum til aðstoðar verður Helgi Ólafsson. -HK ------------- Veitingahús Vikunnar: Skrúöurá Hótel Sögu - sjá bls. 22 N«OiR»D* 1 íslensku óperunni - sjá bls. 23 Nýtt íslenskt leikrit Ef ég væri þú - frumsýning í kvöld: Ósagtverður það stærsta Þorvarður Helgason, höfundur leiks- ins Ef ég væri þú, sem sýndur var á Listahátíð í vor og verður í kvöld tekinn upp að nýju á htla sviði Þjóð- leikhússins, segist hafa samið verkið mestanpart á árunum kringum 1980. Hlutverkin eru í höndum sex kvenna og sú sjöunda hggur á dánarbeði í einum þætti verksins. í laustengdum köflum er fjallað um Þorvarður Helgason: sækir persónur sínar i íslenskan samtima. DV-mynd Hanna. tvennar mæögur og einar systur. Karlmenn koma mikið við sögu, þótt þeir sjáist ekki, utan einn sem birtist sem höggmynd og er þá eins konar tákn fyrir karlkynið. „Þetta er ekki innlegg í kappræðu milli kynjanna nema að því leyti sem hún fléttast inn í umhverfi og bak- grunn,“ segir Þorvarður, „ég reyni að líta nær manneskjunum sjálfum. í svona knöppu formi, þegar fáar eru saman, sjást þær betur en í hópi. Það er alltaf erfitt að vera manneskja, hvort sem er karl eða kona, ehífir árekstrar við eigin persónu og þá sem næst standa.“ „Það sem við segjum er afleiðing fremur en orsök. Mér finnst spenn- andi að fást við þennan feril frá skynjun til orðs eða frá skynjun til skynjunar, aö baki orðanna. Sumt af því stærsta veröur aldrei sagt.“ „Eru þetta sterkar konur, Þorvarð- ur?“ „Ja, stundum er mesta styrkinn að finna í veikleikanum," svarar leik- skáldið. -ihh Þrenna I í Norræna húsínu - sjá bls. 33 Uppgjonð í Laugar- asbioi - sjá bls. 34 Fræðsluvarp í haust - sjá bls. 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.