Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Side 5
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 33 nú sitt fyrsta sviðshlutverk. sið í kvöld: ég i þú ’ lífi kvenna runn Magnea Magnúsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Þóra Friöriksdóttir, María Ellingsen, Bríet Héðinsdóttir og Þórdís Arnljótsdóttir. Bjarni Stefánsson leikur myndastyttu. Andrés Sigurvinsson er leikstjóri, en Guð- rún Sigríður Haraldsdóttir hannar svið og búninga. Tónlist er eftir Hilmar Örn Hilmarsson, en lýsingu annast Ásmundur Karlsson. Sýningar verða á Litla sviðinu að Lindargötu 7 og hefjast kl. 20.30. Gallerí list: Verk úr steindu gleri Halla Haraldsdóttir opnar á morgun sýningu á verkum úr steindu gleri í Gallerí List. Á sýn- ingunni verða einnig myndir unn- ar með vatnslitum, fjöðurstaf og penna. Halla er vel kunn fyrir myndir sínar úr steindu gleri. Hafa myndir af verkum hennar birst í útbreidd- um erlendum glerlistartímaritum þar sem flallað hefur verið um list hennar. Einnig hefur Halla unnið með olíulitum, vatnslitum og gert myndir úr steini. Hún hefur haldiö fjölda einkasýninga á undanfórn- um árum og tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og erlend- is. 1979 buðu forráðmenn þýska glerlistafyrirtækisins Oidtman henni að starfa með listamönnum fyrirtækisins en það fyrirtæki hef- ur m.a unniö verk fyrir margar kirkjur hérlendis. Sýningin opnar kl. 14 alla daga og verður opin til 9. október í gall- eríinu sem er til húsa að Skipholti 50b. Halla Haraldsdóttir. Myndlistarsýning í Slúnkaríki Erla Þórarinsson mun opna myndlistarsýningu í Slúnkaríki á ísafirði á laugardaginn. Erla lauk námi frá Konstfacskólanum í Stokkhólmi 1981 og hefur síðan unnið og starfað að myndlist í Sví- þjóð, New York og heima. Hún hef- ur haldið einkasýningar í Reykja- vík, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og New York og tekið þátt í fjölda samsýninga. Nærmyndir minnis og gleymsku kallast myndaröð sú sem Erla sýn- ir í Slúnkaríki. Myndirnar eru málaðar með olíu á striga, flestar á þessu ári. Sýningunni lýkur þann 9. október. Anton Tsjekhov. Iistasafn fslands Haust með Tsjekhov Um helgina og næstu helgar mun leikhúsið Frú Emilía standa fyrir leiklestri helstu verka Antons Tsjekov í Listasafni íslands við Fríkirkjuveginn. Hefur leikhúsið fengið Eyvind Erlendsson til að leikstýra þessum mikla lestri. Lesið verður fjórar helgar og er fyrsti lesturinn um þessa helgi. Er það Máfurinn sem lesiö verður úr þessa helgi. Önnur verk á verkefnaskránni eru Kirsu- berjagarðurinn, Vanja frændi og að síðustu Þrjár systur. Kunnir leikarar munu flytja verkin. Máfinn munu flytja Arnar Jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Baldvin Halldórsson, Jóhann Sig- urðarson, Björn Karlson, Krist- björg Kjeld, María Sigurðardóttir, Rúrik Haraldsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fmuntudögum og laugardögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriöjudögum kl. 15-18. Aögangur ókeypis. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Þjóðminjasafn íslands Safnið er opiö alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-16. SÝNINGAR Á LANDSBYGGÐINNI Listkynning Alþýðu- bankans á Akureyri Aö þessu sinni kynna Menningar- samtök Norðlendinga og Alþýðu- bankinn hf. á Akureyri myndlistar- konuna Dröfn Friðfinnsdóttur. Á listkynningunni eru 12 verk unnin með akrýllitum á striga. Kynningin er í útibúi Alþýðubankans hf„ Skipa- götu 14 á Akureyri, og lýkur henni 4. nóvember. Rúna Gísladóttir sýnir á Blönduósi Rúna Gísladóttir listmálari sýnir á Hótel Blönduósi verk unnin á sl. 2-3 árum, bæði málverk og collage. Þetta er önnur einkasýning Rúnu. Sýningin er sölusýn- ing og mun standa til 1. október. Slunkaríki, Isafirði Erla Þórarinsdóttir sýnir í Slunkaríki, ísafirði. „Nærmyndir minnis og gleymsku" kallast myndröö sem Erla sýnir. Myndimar em málaðar með oliu á striga, flestar á þessu ári. Sýningin stendur til 9. október. Ferðalög Útivistarferðir Helgarferðir 30. sept - 2. okt. 1. Landmannalaugar - Jökulgii. Ein fjölbreyttasta ferð haustsins því að auk þess að skoða hið litríka Jökulgil verður farið bæði um Fjallabaksleið nyrðri og syðri. Gist í góðum upphituðum húsum. Aðeins þessi eina ferð. Haustlitaferð í Þórsmörk. Gist í Útivist- arskálunum Básum. Viljirðu kynnast haustlitadýrö Þórsmerkur er þetta ferð- in. Skipulagðar gönguferðir. Uppl. og farm. á skrifst., Grófmni 1, símar 14606 og 23732. Dagsferðir sunnud. 2. okt.: Kl. 13 Strandganga í landnámi Ingólfs, 22. ferð. Þorlákshöfn - Hafnarskeið - Ölfusárósar (Óseyrarbrú). Lokaáfang- inn. Nú mæta allir, bæði þeir sem verið hafa með áður og hinir sem vilja einnig kynnast skemmtilegri gönguferð. Rútan fylgir hópnum. Verð 900 kr. Frítt f. börn m. foreldrum sínum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu. Á sunnudagsmorgun kl. 8 er eins dags ferð í Þórsmörk. Haustlitaferð. Verð 1.200 kr„ Sjáumst. Ferðafélag íslands Helgarferð 30. sept. - 2. okt. 1. Landmannalaugar - Jökulgil. Gist í sæluhúsi F.í. í Landmannalaugum. Upp- lýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Oldugötu 3. Dagsferðir sunnudag 2. okt. 1. Kl.09. Hafnarfjall (847 m). Ekið að Gijóteyri og gengið á ijallið að norðan. Verð kr. 1.000. 2. kl. 09. Melasveit - Melabakkar. Ekið verður niður að ströndinni að Belgsholti og gengið þaðan um Melabakka. Létt gönguferð á láglendi. Verð kr. 1.000. 3. Höskuldarvellir - Trölladyngja (375 m).Ekið að Höskuldarvöllum og gengið þaðan á Trölladyngju. Verð kr. 600. Brott- fór frá Umferöarmiöstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. ATH: Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðviku- daginn 12. okt. á nýjum stað, Sóknar- húsinu, Skipholti 50a. Tilkyririingar 25 ára afmælishátíð Hótel Sögu Farið verður 25 ár aftur í tímann og fjör- ið upplifað á Sögu eins og þaö geröist best á 7. áratugnum. Allt verður eins og í gamla daga laugardaginn L.október og sjö næstu laugardaga, í tilefni af 25 ára afmæli Hótel Sögu. Einstök stemmning þessara ára verður vakin til lífsins á ný, bæði í matargerð og tónlist. Aðgangseyr- ir er kr. 3.500 krónur með mat. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 1. október ki. 14. Spilaö í Húnabúð, Skeifunni 17. Þriggja daga keppni að hefjast. Allir velkomnir. Eyfirðingafélagið í Reykjavík byijar vetrarstarfiö með kaffidegi og kökubasar sunnudaginn 2. okt. í Átthaga- sal Hótel Sögu. Húsið opnaö kl. 14. Kvennadeild SLF með fjölskylduhátíð Nk. sunnudag, 2. okt., mun kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra standa fyrir fjölskylduhátíð á Hótel Sögu. Aðalbaráttumái kvennadeildarinnar frá stofnun hefur verið að stuðla að bættri líðan fatlaöra, þó einkum barna og ungl- inga. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur um áraraðir rekið sumardvalar- heimili fyrir fótluð börn og unglinga, lengst af í Reykjadal í Mosfellsbæ. Fyrir um tveimur árum skemmdust hús SLF mikið vegna vatnstjóns sem á þeim varð. Nú hefur styrktarfélagið hafist handa við aö byggja nýjan svefnskála þar sem rúm verður fyrir 24 dvalargesti. Áætlaö er að taka þessi hús í notkun á næsta sumri. Einnig er mikil þörf fyrir nýja sundlaug í Reykjadai. Nú sem áður heitir Kvenna- deild SLF á velunnara sína að koma á Hótel Sögu sunnudaginn 2. október kl. 15, styrkja gott málefni og njóta um leið góðrar skemmtunar færustu listamanna sem allir sem einn gefa vinnu sína til styrktar góðu málefni. Þýskur háðfugl skemmtir í Gerðubergi Þýski háðfuglinn Martin Rosenstiel, sem þekktur er fyrir það sem Þjóðverjar kalla póitískan kabarett, verður með skemmt- un í Geröubergi laugardaginn 1. október kl. 17. Söngvar hans og yrkisefni ein- skorðast þó ekki við dægurflugur stjórn- málanna heldur lýsir hann þýsku hugar- fari og almennum einkennum þjóðar sinnar á gamansaman hátt. Rosenstiei hefur komið fram víða um hejm og hvar- vetna hlotið lofsamlega dóma. Hér á landi er hann í boði Goethe-Institute og Þýsk- íslenska félagsins, Germaníu, og er skemmtunin-opin öllum þeim sem áhuga hafa. Safnaðarfélag Ásprestakalls Vetrarstarfið hefst með kafftsölu í félags- heimilinu eftir messu kl. 14 sunnudaginn 2. október nk. Allir velkomnir. Neskirkja - félagsstarf aldraðra Samverustund á morgun, laugardag, kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður flytur efni í máh og myndum. Hreinsunarátak í Reykjavík Einn liöur í hreinsunarátakinu, sem byrjaði um miöjan september, er að krakkar hafa getað safnað tómum gos- dósum og skilað gegn tveggja króna skila- gjaidi á hvetja dós. Mótttökustaðir hafa verið allar félagsmiðstöðvar og nokkrir skólar í borginni. Laugardaginn 1. októb- er kl. 14-17 er síöasti mótttökudagur fyr- ir tómar dósir á vegum hreinsunarátaks Reykjavíkurborgar. Allar félagsmið- stöðvar borgarinnar, Breiðholtsskóli, Foldaskóli, Olduseisskóli, Laugarnes- skóli og Fríkirkjuvegur 11, taka á móti tómum gosdósum. Kvenfélag Óháða safnaðarins Kirkjudagur safnaðarins verður haidinn nk. sunnudag, 2. október. Að messu lok- inni, sem byrjar kl. 14, hefst kaffisala í safnaðarheimilinu í Kirkjubæ. Þær sem vilja gefa kökur komi þeim í Kirlgubæ á sunnudagsmorgun milli kl. 10 og 12. Kaffihlaðborð Sumar- búðanna í Vindáshlíð Sumarstarfi KFUK í sumarbúðunum í Vindáshlíð er lokið að þessu sinni. Dval- arflokkar voru 11. Flestir flokkarnir voru fyrir telpur á aldrinum 9-12 ára en auk þess voru unglingaflokkur og flokkur fyrir 17 ára og eldri. Hver flokkur dvaldi að jafnaði viku í senn og voru dvalargest- ir í sumar um 600. Miklar framkvæmdir hafa verið við vatnsból staðarins í sumar og fyrirhugað er að ganga endanlega frá íþróttahúsinu fyrir næsta sumar. Af þessu tilefni verður kaffisala sunnudag- inn 2. október ki. 14.30 í húsi KFUM og K, Amtmannsstíg 2b. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Fristunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 1. október. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Mark- mið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfmg. Klúbburinn er opinn öllum Kópavogsbúum, ungum og öldnum. Ver- ið með i bæjarröltinu. Nýlagað molakaffi. Kvikmyndasýningar MÍR Vegna sýningar laugardaginn 1. okt. á sovésku stórmyndinni Stríði og friði, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Lévs Tolstojs, feilur sunnudagssýningin í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, niöur. Næsta sunnudag, 9. okt., verða Kósakkar, mynd gerð eftir annarri sögu Tolstojs, sýndir á Vatnsstígnum en aðrar kvikmyndir, sem MÍR sýnir í október, eru Mimino (16. okt.), Komið og sjáið (23. okt.) og Hamlet (30.okt.). Veggjatennis - Raquetball Nike - punktamótiö í Raquetball verður haldið sunnudaginn 2. október kl. 10. f.h. Skráning og allar frekari upplýsingar í síma 687701. Fundir Stofnfundur SÁÁ Norðurlandssamtök Samtök áhugamanna um áfengisvarnar- mál á Norðurlandi verður haldinn 1. okt- óber kl. 14 í Borgarbíói. Að loknum stofn- fundi er kaffisala á Hótel Varðborg. Kl. 16 mun Þórarinn Tyrfmgsson, formaður SÁÁ, flytja fyrirlestur um forvarnir og framtíðarvörn í vímuefnamálum. Héraðsfundur Kjalarnes- prófastsdæmis fer fram laugardaginn 1. okt. í Bessa- staðasókn. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis í Álftanesskóla. Þar mun prófasturinn, séra Bragi Friðriksson, leggja fram skýrslu sína og einnig verða reikningar kirknanna og héraðssjóös lagðir fram og skýrslur safnaðanna. Hádegisverður verður á Garðahoiti í boði sóknamefndar Bessastaðasóknar. Aðalumræðuefni fundarins verður „Safnaðaruppbygg- ing". Framsögumenn eru Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og dr. Gunnar Kristj- ánsson. Kl. 4 siðdegis munu fundarmenn sitja boð forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, að Bessastöðum. Guðs- þjónusta verður síðan í Bessastaðakirkju kl. 17.30. Þar prédikar séra Birgir Snæ- björnsson prófastur en hann og -kona hans eru sérstakir gestir á héraðsfundin- um. Námskeiö Helgarnámskeið um smáskammtalækningar Breski læknirinn og hómópatinn dr. Dou- glas Mac Keller, MD GP MFHOM, heldur námskeið í undirstöðuatriðum smá- skammtalækninga og „hjálp í viðlögum" fyrir aimenning á Hótel Loftleiðum. Námskeiöið stendur í dag, 30. sept., kl. 20-22, laugardag 1. okt. kl. 13-18 og sunnudag 2. okt. kl. 10-18. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsaö sem byrjenda- námskeið fyrir almenning. Meðlimir heilbrigðisstéttanna, læknar og hjúk- runarfólk er velkomið. Námskeiösgjaid er kr. 2000. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Æskunnar Sinfóníuhljómsveit Æskunnar heldur tónieika á morgun, laugardaginn 1. okt- óber, kl. 14 og verða þeir í Háskólabíói. Á efnisskrá eru tvö verk eftir J. Brahms. Fyrra verkið er tilbrigði um stef eftir Haydn op. 56 og seinna verkið er Píanó- kvartett í g-moll op. 25 í hljómsveitarbún- ingi Schönbergs. Stjórnandi er Paul Zu- kofsky. Þessir tónleikar eru afrakstur tveggja vikna námskeiös sem haldið var á vegum Sinfóníulújómsveitar Æskunn- ar. Námskeiðið sóttu 70 tónlistarnemend- ur, alls staðar af landinu. Leikhús Þjóðleikhúsið sýnir Marmara eftir Guðmund Kamban í kvöld, á laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Á litla sviðinu verður frumsýnt í kvöld leikritið Ef ég væri þú“ eftir Þor- varð Helgason. önnur sýning á laugar- dagskvöld kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið sýnir Elskhugann eftir Harold Pinter i Asmundarsal við Freyjugötu á laugar- dagskvöld kl. 20.30 og á sunnudag kl. 16. Gríniðjan hf. sýnir N.Ö.R.D. i islensku óperunni í Gamla bíói í kvöld, á laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sveitasinfóníu eftir Ragnar Am- alds í kvöld, á laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.