Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 6
34 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Regnboginn Örlög og Það er ekki oft sem nýjar fransk- ar kvikmyndir rata í kvikmynda- húsin hér á landi. Örlög og ástríður (Les nouveaux tricheurs) er samt ein slík og fjallar hún um unglinga á aldrinum 16 til 19 ára. Tekið er á vandamálum þeirra af raunsæi. Myndin er spennandi, enda lifa unglingarnir sem íjallað er um hratt og myndin þakin ástríður augnablikum sem aðeins hinir ungu geta notið eða tárast yfir. í lok myndarinnar eru unglingarnir lífs- reyndari en í byrjun og sum þeirra tilbúinn að takast á við alvöru lífs- ins. Leikstjóri er Mickael Schcok og eru aðalhlutverkin í höndum Va- lerie Allain, Remi Martin, og Sop- hie Malher. Shakedown fjallar um spillingu innan lögreglunnar í New York. Uppgjörið (Shakedown) er byggð á sönnum atburðum og fjallar um tvo menn, lögfræðing og lögreglu- mann. sem l'enda í vef morða og spillingar. Peter Weller leikur lög- fræöinginn Roland Dalton og Sam Elliott leikur lögreglumanninn Ritchie Marks. Saman reyna þeir að leysa mál þar sem koma við sögu eiturlyfjasali og lögreglumaður. Atburðirnir sem myndin er byggð á eru á þann veg að eitur- Laugarásbíó Uppgjörið lyfjasali er tekinn fyrir að drepa lögreglumann. Eiturlyíjasalinn sagði að það hefði verið í sjálfs- vörn. Lögreglumaðurinn hefði reynt að ræna sig og hótað að drepa léti hann ekki peninga af hendi. Þegar farið var að grafast fyrir um málið kom ýmislegt í ljós um aðfarir lögreglu sem ekki þótti bæta orðspor hennar. Weller leikur lögfræðing eiturlyflasalans og Elli- ott lögreglumann sem vill að sann- leikurinn komi í ljós. Peter Weller og Sam Elliott eru báðir þekktir spennumyndaleikar- ar. Weller varð frægur fyrir leik sinn í titilhlutverkinu í Robocop og Sam Elliott á að baki langan fer- il í stórkarlahlutverkum. Leikstjóri er James Clickenhaus sem á að baki nokkrar spennumyndir. -HK Unglingar eru viðfangsefni frönsku myndarinnar Örlög og ástríður. Hvaö bjóða kvikmyndahúsin upp á um helgina? Háskólabíó HÚNÁVONÁBARNI Hún á von á bami (She’s Having a Baby) er nýjasta kvikmynd Johns Hughes en hann hefur náð ótrúlegum árangri í gerð kvik- mynda sem beint er til ungu kynslóðarinnar. Hann leikstýrir, framleiðir og skrifar handrit sjálfur. Kevin Bacon, sem áhorf- endur ættu að muna eftir úr Footloose, leikur ungan mann sem er dauðhræddur við hjónabandið og ábyrgðina sem því fylgir. Hann leggur þó í hjónabandiö enda hrifinn af unnustu sinni. Að sjálfsögðu, eins og í sannri gamanmynd, gengur hann í gegn- um allar sínar martraðir. Bíóhöllin ÖKUSKÍRTEINIÐ í annað skiptið á stuttum tíma leika táningarnir Corey Haim og Corey Feldman saman í kvikmynd. í fyrra var þaö Lost Bo- ys. Nú er það Ökuskírteinið (Licence to Drive). Þeir leika tvo létta stráka sem þrá það eitt af fá ökuskírteini svo að þeir geti húkkað stelpur. Þeir hafa sérstaklega eina stúlku í huga - ríka stúlku sem lítur ekki við strákum nema þeir eigi bíl. Þetta er létt gamanmynd sem aðallega er fyrir unglingana. GÓÐAN DAGINN, VÍETNAM Robin Wilhams hefur ekki verið heppinn með kvikmyndir hing- að til. Enginn efast um mikla hæfileika hans sem gamanleikara en hann hefur verið frekar óheppinn með val á verkefnum þang- að til nú. í Góðan daginn, Víetnam slær hann í gegn svo um munar í hlutverki útvarpsmannsins Adrians Cronauer sem hefur ofan af fyrir hermönnum í Víetnam þegar stríðið stendur sem hæst árið 1965.- AÐ DUGA EÐA DREPAST Að duga eða drepast (Stand and Deliver) er byggð á raunveruleg- um atburðum þegar Jamie Escalante stærðfræðikennara tókst þaö sem aðeins sést í kvikmyndum, að útskrifa með sæmd fyrir- fram vonlausa nemendur í lélegum skóla. Skólinn var þekktur fyrir eiturlyfjanotkun og afbrot og þótti afrek kennarans slíkt að leikstjórinn, Ramon Menendez, ákvað að gera kvikmynd um atburð þennan. FOXTROT - sjá Bíóborgin BEETLEJUICE Michael Keaton leikur aðalhlutverkið í þessari makalausu grín- mynd sem flallar að mestu um drauga, góða sem vonda, og við- skipti þeirra við lifandi fólk. Titilpersónan, Beetlejuice, er feng- in til að fæla fólk úr húsi sem ung, nýlátin hjón tileinka sér. UNDRAHUNDURINN BENJI Myndimar um hundinn Benji voru mjög vinsælar fyrir nokkr- um árum. Nú hefur verið tekinn upp þráðurinn í The Hunted en svo nefnist myndin á frummáhnu. Það sem er ólíkt með nýju myndinni og þeim eldri er að Benji fær mun meira að njóta sín hér. Áður voru leikarar með stærri hlutverk. Ljúf kvikmynd fyrir yngstu kynslóðina. Bíóborgin D.O.A. Dimma óveðursnótt staulast maður inn á lögreglustöð og segir varðstjóranum að hann ætli að tilkynna morð. Þegar varðstjór- inn spyr hver hafi verið myrtur svarar háskólaprófessorinn Cornell (Dennis Quaid): „Ég.“ Þetta er upphafiö að spennandi sakamálamynd sem er endurgerð eldri myndar. Söguþráðurinn er skemmthegur og leikur góður. FOXTROT Þá hefur fyrsta íslenska kvikmyndin á þessu ári verið frum- sýnd. Er það spennumyndin Foxtrot sem lengi hefur verið beð- ið eftir. Myndin fjallar um tvo bræður sem taka að sér að fara með peningasendingu úr Reykjavík norður í land. Ekki gengur sú ferð átakalaust. Lenda þeir bræður í miklum raunum sem enda með harmleik. Foxtrot er ágæt afþreyingarmynd, atburða- rásin hröð og spennandi. Leikstjóri er Jón Tryggvason. Kvik- myndatöku annaðist Karl Óskarsson. í aðalhlutverkum eru Valdimar Örn Flygenring, Steinarr Ólafsson og María Ellingsen. ÖRVÆNTING Eftir hina misheppnuðu sjóræningjamynd sína, Pirates, er Ro- man Polanski kominn á góða ferð í nýjustu kvikmynd sinni, Örvæntingu (Frantic), sem er hörkuspennandi og dularfull saka- málamynd er gerist í París. Harrison Ford leikur Richard Walk- er, bandarískan lækni sem verður fyrir óvæntri lífsreynslu þeg- ar hann er í París ásamt eiginkonu sinni. Á óskhjanlegan hátt hverfur hún. Örvæntingarfull leit hans leiðir hann inn í undir- heima Parísar þar sem hann hittir unga og fagra stúlku sem kann að vera lykillinn að hvarfi eiginkonu hans. Örvænting bætist við þann hóp mynda Polanskis sem teljast með hans betri. RAMBO III Sylvester Stahone fer í þriðju myndinni um fyrrverandi Víet- namhermanninn John Rambo til Afganistan í leit að yfirmanni sínum og vini sem Rússar hafa tekið höndum. Eins og við er að búast lendir Rambo í miklum og blóðugum átökum. Rambo III, sem er ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið, svíkur engan sem á annað borð vill hafa spennumyndirnar dálítið krassandi. Laugarásbíó UPPGJÖRIÐ - sjá umsögn annars staðar á síðunni ÞJÁLFUN í BILOXI Þjálfun í Biloxi (Bhoxi Blues) er nýjasta kvikmynd hins þekkta leikstjóra, Mikes Nichols. Biloxi Blues er gerð eftir leikriti Nehs Simon og byggist að hluta til á atburðum í lífi hans. Fjallar myndin um Eugene Jerome (Matthew Broderick) sem býr í Brooklyn og gerist myndin árið 1943. Lýsir hún á gamansaman hátt þjálfun hans í herskóla og ævintýrum sem hann og félagar hans lenda í. VITNI AÐ MORÐI Aöalsöguhetjan í Vitni að morði (Lady in White) er ungur dreng- ur sem Lucas Haas leikur. Hann hefur gaman af að segja drauga- sögur og hræða bekkjarfélaga sína sem mest. Einnig tekst hon- um að hræða kennarana. Gamanið gránar þegar hann lokast inni á öskudaginn. Þá fær hann að kynnast því sjálfur hvað það er að vera hræddur. Regnboginn UPPGJÖRID - sjá umsögn annars staðar á síðunni. MARTRÖÐ Á HÁALOFTINU Þegar eiginmaður Corrine (Victoriu Tennant) deyr snögglega flyst hún heim til foreldra sinna með börnin sín fjögur. Faðir hennar, sem afneitaði henni þegar hún giftist, er ríkur en mis- kunnarlaus. Hún verður því að fela börnin fyrir honum, annars missir hún af arfmum. Börnin eru lokuð inni í herbergi og amma þeirra gætir þeirra ásamt brytanum. Húsið er stórt og börnin þola illa inniveruna. Þau komast að því að ekki er allt sem sýnist. SÉR GREFUR GRÖF... Sér grefur gröf... (Backfire) er sakamálamynd þar sem þijár persónur, tveir karlmenn og ein kona, leika sér að eldinum: eiginmaður í hjólastól, ótrú eiginkona sem ekki þolir eiginmann sinn og elskhugi eiginkonunnar sem er tlækingur í leit að auðæf- um. Peningarnir eru fyrir hendi en til aö nálgast þá verður að drepa. Á FERÐ OG FLUGI Á ferð og flugi (Planes, Trains and Automobiles) er nýjasta kvikmynd Steve Martin. Leikur hann hrakfallabálkinn Neal Page sem er á heimleið frá New York til Chicago. Hann lendir í ýmsum spaugilegum uppákomum á leiðinni. Sæti hans í flug- vélinni er tekið af honum og hann lendir við hhðina á manni sem hafði fyrr um daginn náð af honum leigubíl. Eiga þeir í útistöðum hvor við annan lengur en þann tíma sem ferðin tekur. LEIÐSÖGUMAÐURINN Þessi norska kvikmynd, sem gerist á Samaslóðum í Norður- Noregi, hefur hvarvetna hlotið einróma lof og var tilnefnd til óskarsverðlauna. Ekki skemmir það að einn aðalleikarinn er Helgi Skúlason. Það verður enginn, sem ann góðum kvikmynd- um, svikinn af Leiðsögumanninum. KLÍKURNAR í Klíkunum sýnir Dennis Hooper að hann hefur engu gleymt. Myndin fjallar um götuflokka sem sýna enga miskunn og tvo lögregluþjóna sem reyna að koma á lögum og reglu á götunum. Hooper hefur að vísu verið gagnrýndur fyrir að gera þessum óaldarflokkum of hátt undir höfði og þar með kynda undir bar- dögum á götum borgarinnar. Satt er það að nokkur ólæti brut- ust út þegar myndin var frumsýnd í stærstu borgum vestan- hafs. Þrátt fyrir þetta þykir Dennis Hooper hafa gert kröftuga spennumynd sem flestir gagnrýnendur hafa hælt. KRÓKÓDÍLA-DUNDEE II Paul Hogan er kominn aftur í hlutverki Michaels Dundee, öðru nafni Krókódíla-Dundee. Þessi sjarmerandi hetja, sem heillaði alla í fyrra, lendir í nýjum ævintýrum þar sem hann þarf að hverfa aftur á heimaslóðir i Ástralíu. Linda Kozlowski leikur sama hlutverk og áður og leikstjóri er sá sami, John Cornell. Hinn létti húmor og ævintýrablærinn, sem einkenndu fyrri myndina, eru hér. Sem sagt, góð skemmtun. Þá má geta þess að aílar helgar er gott úrval bamamynda í Regnboganum. Stjörnubíó SKÓLADAGAR Nú eru skólarnir að byija og því er ekki úr vegi fyrir væntan- lega nemendur að kynnast háskólalífi í Bandaríkjunum eins og Hollywood heldur að það sé. Skóladagar er gamanmynd um erjur og ástir í háskóla. Eins og í flestum sams konar myndum er mikið lagt upp úr tónlist. Leikarar eru nær óþekktir enda ungir að árum. SJÖUNDA INNSIGLIÐ í Sjöunda innsiglinu (The Seventh Sign) leikur Demi Moore Abby Quinn, ófríska konu sem veit að hörmungar, sem dynja yfir mannsbyggðina, tengjast henni að einhverju leyti. Dauða fiska rekur á land við strönd Haiti, ísraelskt smáþorp leggst í eyði vegna frosthörku og árvatn í Nicargua verður að blóði... Hvernig það tengist henni veit hún ekki en það ætti að koma í ljós í lokin. VON OG VEGSEMD í Von og vegsemd (Hope and Glory), sem var ein fimm mynda sem tilnefndar voru í vor til óskarsverðlauna sem besta mynd- in, segir leikstjórinn, John Boorman, frá æskudögum sínum í stríðshrjáðu landi. Þykir honum hafa tekist vel að lýsa mann- legu hliðinni á stríðinu. Myndin fjallar um Bill Rohan, níu ára dreng, sem sá heimsstyijöldina öðrum augum en flestir aðrir. Honum fannst nefnilega skemmtilegt að lifa á stríðstímum. Skólinn var lokaður. Á nóttunni lýstu flugeldar upp himininn. Hann þurfti sjaldan að fara snemma að sofa og í raun hafði enginn tíma til að ala hann upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.