Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 23 Dansstaðir Abracadabra, Laugavegi Bigfoot sér um tónlistina um helgina. Amadeus, Þórscafé, Brautarholti, sími 23333 Skriðjöklamir leika fyrir dansi fóstu- dags- og laugardagskvöld. Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansarnir föstudagskvöld kl. 21-03 og laugardagskvöld kl. 22-03. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæöi kvöldin. Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, simi 11340 Diskótek um helgina. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. CASABLANCA, Skúlagötu 30 „Hip-Hop house acid“ danstónhst föstudags- og laugardagskvöld. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. EVRÓPA v/Borgartún Ný og betri Evrópa. „Acid-house tón- list“ um helgina. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveitin í gegnum tíðina leikur gömlu og nýju dansana föstudags- og laugardagskvöld. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík Ball föstudags- og laugardagskvöld. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200 Dansleikir föstudags- og laugar- dagskvöld. Lifandi tónlist. Tísku- sýningar öll fimmtudagskvöld. Op- ið frá kl. 19-01. HÓTEL ÍSLAND Amerískir dagar með öllu tilheyrandi um helgina. Stórsýning sem byggð er á völdum köílum úr söngleiknum Oklahoma ásamt Villta vestrinu með tilheyrandi dönsum, kúrekaleikjum og sveitasöngvum. HÓTEL SAGA, SÚLNASALUR v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221 25 ára afmaelishátíð á Hótel Sögu á laugardagskvöld. Vinsælustu söngv- arar frá þessum tíma. André Bach- mann leikur föstudags- og laugar- dagskvöld á Mímisbar. TUNGLIÐ, Lækjargötu 2, sími 621825 Diskótek á fóstudagskvöld. Tónleikar með Pere Ubu á laugardagskvöld. VETRARBRAUTIN Brautarholti 20, sími 29098 Hljómsveitin Boogie spilar um helg- ina. ÖLVER Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld. ZEPPELIN „rokkklúbburinn“. Borgartúni 32. Royal Rock, ný húshljómsveit leikur fyrir dansi um helgina. Gríniðjan hf. Gríniðjan hefur, eftir vel heppn- aða leikfór til Akureyrar þar sem fullt hús var á fjórar sýningar, snú- ið aftur til Reykjavíkur. Verður uppfærslan á gamanleiknum N.O.R.D., sem útleggst Nær öld- ungis ruglaður drengur, færð upp í húsnæði íslensku óperunnar, Gamla bíói. Verður fyrsta sýningin á fóstudagskvöld kl. 8.30. Næstu helgar verður leikurinn sýndur á fóstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöldum. Takmarka verður sýningafjölda vegna þess að Þjóð- leikhúsið, sem hefur húsið á leigu í vetur, mun fljótlega þurfa á að- stöðunni aö halda. N.Ö.R.D. var frumsýnt á Hótel íslandi í fyrra og var gerður góður rómur að sýningunni. Uppruna- lega var leikritið frumsýnt í Banda- ríkjunum 1981 og lék höfundurinn, Larry Shue, eitt aðalhlutverkið. Leiðin lá næst til Englands og þar voru viðtökur frábærar og ekki voru viðtökumar síðri þegar hann var settur upp á Broadway. Var fullt hús þar í tvö ár. Það er Gísli Rúnar Jónsson sem leikstýrir verkinu. í hlutverkum em Randver Þorláksson, Sigrún Waage, Júlíus Brjánsson, Gísh Fjórir leikaranna í N.O.R.D., Þórhallur Sigurðsson, Sigrún Waage, Randver Þorláksson og Július Brjánsson. Rúnar Jónsson, Edda Björgvins- Þórhallur Sigurðsson. Miðasala er að panta miða í síma 11123 allan dóttir, Björgvin Franz Gíslason og í Gamla bíói og utan þess er hægt sólarhringinn. -HK N.Ö.R.D. í íslensku óperunni Meðal söngvara í Rokkskóm og bítlahári er Sigríður Beinteinsdóttir. Hótel ísland: Rokkskórogbítlahár Rokkskór og bítlahár er skemmt- un sem var flutt í Sjallanum í fyrra- vetur. Sýningin er saga rokksins í tónum frá því Elvis Presley kom fram á sjónarsviðið og fyrstu ár Bítlaæðisins. Sýningin var sýnd við miklar vin- sældir fyrir noröan í fyrra og verð- ur gaman að sjá hvernig Reykvík- ingar taka henni. Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Sigríður Beinteinsdóttir, Karl Örv- arsson, Ingvar Grétarsson, Júlíus Grétarsson, Sólveig Birgisdóttir og Þorsteinn Eggertsson sjá um söng- inn. Hljómsveitin Pass ásamt auka- meðhmum sér um tónlistina og dansarar undir stjórn Jóhannesar Bachman munu rokka í takt við tónlistina. Sögumaöur er hinn kunni ljósvakamaður Bjami Dagur Jónsson. Sá sem á mestan heiður af sýn- ingunni, hefur samið handrit og leikstýrt, er Þorsteinn Eggertsson, sá kunni textahöfundur sem ein- mitt varð fyrst þekktur fyrir að herma eftir Elvis Presley. Sýningin Rokkskór og bítlahár veröur á Hót- elíslandinæstutværvikur. -HK Sinfóníuhljómsveit æskunnar: Afrakstur námskeiðs hjá Paul Zukofsky Undanfarið hefur staðið yfir námskeið á vegum Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar. Er það hinn heimsfrægi fiðlusnillingur og stjórnandi Paul Zukofsky sem hef- ur leiðbeint. Þátttakendur voru 70 víös vegar af landinu. Afraksturinn geta tónlistarunn- endur fengiö að heyra á tónleikum í Háskólabiói á laugardaginn kl. 14.00. Flutt verða tvö verk, Píanó- kvartett í G-moll eftir Brahms, út- settur fyrir hljómsveit og Haydn tilbrigði eftir Brahms. Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Skriðjöklar koma að norðan til að skemmta gestum i Þórscafé um helg- ina. Skriðjöklar í Þórscafé Um helgina mun norðlenska hljómsveitin Skriðjöklar heim- sækja höfuðborgina og leika í Þórs- café. Skriöjöklar er landskunn hljómsveit sem hefur sent frá sér þrjár plötur sem innihalda létta tónlist með gamansömum textum. Hljómsveitin hefur á undanförnum Gítartónleikar á Akureyri Erik Júlíus Mogensen verður Gunnars H. Jónssonar og Amalds með gítartónleika í sal Tónlistar- Amarssonar. Á Spáni lærði Erik skólansáAkureyriálaugardaginn. við Conservatorio Superior de Leikur hann verk eftir H. Villa- Música Oscar Esplá. Þá hefur Erik Lopos, Benjamin Britten og fleiri. sótt einkatíma hjá meisturum á Erik hefur numið gítarleik viöa, borð við Jóse Luis Gonzales og svo sem við Tónskóla Sigursveins Manuelo Barrueco. D. Kristinssonar undir handleiðslu árum skemmt víða um land við góðar undirtektir. Skriðjöklar eiga það til að bregöa sér í alls konar gervi og eru dans- leikir þeirra hinir líflegustu. Það ætti því engum að leiðast sem bregður sér í Þórscafé um helgina. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.