Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Síða 1
Bamaleikrit sótt í Eddukvædi:
Hvar er hamarinn?
Norræna goðafræöin ætti eigin-
lega að vera mjög vinsæl af höfund-
um barnaefnis, en lítið hefur hún
verið nýtt á þann hátt til þessa. Það
verður því spennandi að sjá hvem-
ig til tekst þegar Þjóðleikhúsið
frumsýnir harnaleikrit byggt á
Eddukvæðinu Þrymskviðu í Gamla
híói á morgun kl. 15. Þar er aðalper-
sónan Ása-Þór eða Öku-Þór. Hann
var sterkastur allra goðanna, og að
auki átti hann hamarinn Mjölni,
sem hann notaði til að lemja hrím-
þursa og bergrisa. Trölladót þetta
herjaði sífellt á goðin. í kvæðinu
segir svo frá því að einn þursanna,
Þrymur, varð ástfanginn af gyðj-
unni fógru, Freyju. Það leist ásum
illa á, en Þrymur var ekki af baki
dottinn og stal hamrinum frá Þór,
og auðvitað kom hinn lævísi og illa
innrætti Loki Laufeyjarson þar við
sögu. Þór varð auðvitað öskureið-
ur, og nú upphófst mikið basl við
að endurheimta bareflið.
Á þessu efni byggir Njörður P.
Njarðvík í barnaleikritinu, sem
hlotiðhefur nafnið Hvar er hamar-
inn? Ása-Þór leikur Örn Ámason,
en Lilja Þórisdóttir Freyju. Rand-
ver Þorláksson leikur Loka en Erl-
ingur Gíslason Þrym sem reyndar
er tvíhöfða og Ólafur Örn Thor-
oddsen leikur aukahöfuðið þegar
með þarf.
í leiknum er mikið af söngvum
og tónlist eftir Hjálmar H. Ragnars-
son. Sex manna hljómsveit með
ýmis hljóðfæri tekur þátt í leiknum
í bókstaflegri merkingu, því hljóð-
færaleikaramir bregða sér í gervi
ása og jötna, eftir því sem henta
þykir. Það er mikið dansað og ærsl-
ast og leikstjórinn, Brynja Bene-
diktsdóttir, finnur upp á alls konar
uppákomum og fornum og nýjum
leikbrögðum.
Loki hinn lævísi (Randver Þorláks-
son).
Þór með hamarinn sinn (Örn Árna-
son).
Siguijón Jóhannsson hannar
leikmynd og búninga, en lýsingu
annast Björn Bergsteinn Guð-
mundsson. Hljóðfæraleikarar em
Valgeir Skagfjörð, Eyþór Amalds,
Hlíf Siguijónsdóttir (Herdís Jóns-
dóttir leysir hana af á fyrstu tveim-
ur sýningunum), Kristín Guð-
mundsdóttir, Vigdís Klara Aradótt-
ir og Ólafur Örn Thoroddsen.
Eftir helgina fer leikhópurinn til
Berlínar og sýnir tvisvar á alþjóð-
legri leikhstar- og tónlistarhátíð
þar, Berliner Festtage 1988. Er þeg-
ar uppselt á báðar sýningarnar.
Sýningar í Gamla híói hefjast aftur
22. október. -ihh
Þursinn tvíhöfða, Þrymur (Erlingur
sem aukahöfuð).
Gíslason með Ólaf Örn Thoroddsen
Myndir: Grímur Bjarnason.
Veitinga-
hús vik-
unnar
Gulhu
haninn
- sjá bls. 18
Ari Jóns-
somDans-
húsinu
- sjá bls. 19
Hamlet
í Iðnó
Leikfélag Akureyrar:
Skjaldbakan kemst þangað líka
Fyrsta frumsýning Leikfélags Ak-
ureyrar á nýju leikári verður í
kvöld á leikriti Áma Ibsen, Skjald-
bakan kemst þangað líka.
í leikritinu segir frá skáldunum
Ezra Pound og William Carlos Will-
iams. Þar greinir frá ólíkum við-
horfum þeirra til lífsins og starfs-
ins. Vinátta þessara skálda stóð í
sextíu ár og leiksýningin spannar
þann tíma.
Árni Ibsen skrifaði Skjaldbakan
kemst þangað líka fyrir EGG-leik-
húsið 1984 og var það sýnt það ár
í Nýlistasafninu og vakti mikla at-
hygli. Síðan þá hefur EGG-leik-
húsinu verið boðið með leikritið á
ýmsar listahátíðir víða um heim
og hlotið athygh og afbragðs dóma.
Lilla Teatem í Helsinki tók Skjald-
bökuna til sýninga 1985 og banda-
rískir leikhúsmenn hafa einnig
sýnt verkinu áhuga.
Persónurnar
Wihiams er læknir og skáld og
skiptir tíma sínum mUh þeirra
starfa og er sannfærður um að
læknirinn og skáldið séu óaðgrein-
anlegir. Að deha kjörum sínum
með fólki gefur skáldskap hans
ghdi. WiUiams bjó í smáhæ aUt sitt
hf,
Ást hans á samastað sínum gerði
staðinn að paradís á jörð. Hann var
ástsælt skáld fyrir ljóð sín um allt
það sem hann hrærðist í í sínu
nánasta umhverfi.
Þráinn Karlsson leikur Ezra
Pound.
Ezra Pound aftur á móti tók þá
stefnu aö reyna að kynnast öllu því
sem hugsað hafði verið og ort í
heiminum tíl að geta feUt það í einn
ljóöabálk. Heimurinn var hans
vettvangur og hann festi hvergi
rætur.
Á fjórða áratugnum fann hann
sér loks samastað í hugmynda-
fræði fasismans. Hann tekur til að
Theódór Júliusson leikur Williams
Carlos Williams.
útvarpa áróðri fyrir fasismann í
seinni heimsstyijöldinni. Fyrir
áróður sinn var hann kærður fyrir
landráð og til stóð að dæma hann
til dauða. Það kom í hlut WiUiams
að veija hann þótt ekki gæti hann
varið skoðanir hans.
í sýningu Leikfélags Akureyrar á
SkjaJdbakan kemst þangað líka
fara með hlutverk skáldanna Theó-
dór Júhusson, er leikur Wilham
Carlos WUhams, og Þráinn Karls-
son er leikur Ezra Pound. Skáldin
eru einu persónur leikritsins.
Leikstjóri verksins er Viðar Egg-
ertsson og er Skjaldbakan fyrsta
verkefni hans sem leikstjóra hjá
Leikfélagi Akureyrar, en hann hef-
ur verið virkur leikari hjá þeim í
mörg ár. Guðrún Svava Svavars-
dóttir gerir búninga, Lárus H.
Grímsson semur tónlist og Ingvar
Björnsson hannar lýsingu.
Frumsýning á Skjaldbakan
kemst þangaö líka verður í kvöld
sem fyrr segir og önnur sýning á
sunnudaginn.
-HK