Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Page 4
40
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
Hvaöa TVÆR SKEIFUR eru ALVEG EINS?
Sendiö svar til: BARNA-DV.
Listamaðurinn
Geturðu teiknaö annan svona fisk i reit-
ina fyrir neðan?
Litaöu báða fiskana síðan vel!
œm
Brandarar
- Þrír Skotar fóru í kirkju og allt gekk
ágætlega þangað til röðin var komin að
þeim að gefa í samskotabaukinn. Þeir
hvísluðust á og leystu vandann í snar-
hasti. Einn þeirra lét líða yfir sig og hin-
ir tveir báru hann út!
- Hvers vegna varstu rekinn af kaf-
bátnum?
- Ég gat ekki sofið við lokaðan glugga!
Maður kemur í búð og segir: - Mig vant-
ar gjöf handa ungum manni sem yrkir
ljóð.
- Já, þarna á ég ágæta ruslakörfu! svar-
aði afgreiðslumaðurinn.
- Þjónn, ég held að ég fái mér bara buff
í dag.
- Já, með ánægju.
- Nei, með kartöflum!
- Þjónn, ég fékk bara einn bita af kjöt-
inu.
- Jæja, ég skal þá skera hann í tvennt.
AMMA!
Elsku BARNA-DV!
Ég veit að ég er frek en ég verð að fá þetta allt birt. Ég
er að gefast upp því ég hef skrifað 8 sinnum og það hefur
aldrei verið birt. Og nú byijar bréfið:
Elsku amma!
Viltu hjálpa mér? - Þannig er að vinkona mín (ég á bara
eina) er mjög leiöinleg og frek og verst er þó hvað hún
hermir allt eftir mér.
1. Ég fékk gamalt jólatré sem amma mín var hætt að
nota og ég var lengi aö safna skrauti á það. Þá segir
vinkona mín mömmu sinni frá þessu og rétt á eftir fær
hún nýtt jólatré fullt af fínu skrauti.
2. Ég fékk rándýrt Poný-hús í jólagjöf. Vinkonan klagaði
í mömmu sína og þá fékk hún líka alveg eins hús.
3. Svo fékk ég skauta og hún frétti það. Hún fékk strax
alveg eins skauta.
4. Ég fékk ekkert merkilega strigaskó og hún fékk svo-
leiöis skó undir eins. Nú er ég ekki nálægt því að vera
hálfnuð með upptalninguna en ég læt þetta duga.
Hjálpaðu mér nú, elsku amma!
Ein á Akureyri.
Kæra „Á AKUREYRI“!
Það er að vísu leiðinlegt fyrir þig að vinkonan skuli haga
sér svona. En vandamálið er hennar en ekki þitt! Hún á
við vandamál að glíma sem heitir öfundsýki - og þú skalt
forðast að fá þann sjúkdóm líka!
Njóttu heldur góðra gjafa sem foreldrar þínir, amma og
aðrir gefa þér. Þér kemur ekkert við hvað aðrir fá, þó svo
að það sé alveg eins! Þú átt að gleðjast yfir þínum gjöfum
og vera þakklát fyrir þær. Reyndu svo að benda vinkonu
þinni á að þú sért ekki í neinni keppni við hana hvað gjaf-
ir snertir og hún ætti ekki heldur að vera í neinni keppni
við þig. - Þið séuð vinkonur en ekki keppinautar.
Þín
AMMA.
Kennarinn: Eru einhverj-
ar spurningar?
Nemandinn: Já, hvað
verður um orðin þegar þú
strokar þau út af töfl-
unni?
„Já, en - en ég kom bara
til að rukka fyrir DV!!!“