Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Blaðsíða 8
32 FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1988. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karisson K v Það er erfitt að keppa við austur- ríska vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger þegar hann er kominn á skrið og hefur gripið efstu sæti listans föstum tökum. Hlauparinn stekkur beint í efsta sætið og nánast stelur glæpnum frá Rándýrinu sem verður að láta sér lynda annað sætið. Reyndar má varla á milli þessara mynda sjá, hvorki á listanum né annars stað- ar. Tvær aðrar myndir eru nýjar á listanum. Hin hugljúfa endurminn- ingamynd Boormans og frísneski furðufughnn Otto sem nánast dett- ur inn á hstann. DV-LISTINN 1. (-) Running Man. 2. (4) Predator. 3. (5) The Belivers. 4. (1) Black Widow. 5. (2) Dragnet. 6. (3) No Man’s Land. 7. (-) Hope and Glory. 8. (7) Night on the Town. 9. (10) The Boss Wife. 10. (-) Otto. ★★/2 Hetjan Otto OTTO Útgefandi: Myndbox Leikstjórar og handritshöfundar: Xaver Schwarzenberger og Otto Waalkes. Myndataka: Xavier Schwarzenberger. Aóalhlutverk: Otto Waalkes, Elisabeth Widemann, Sky Dumont, Jessika Card- inahl og Andreas Mannkopff. V-þýsk 1985. 90 min. Öllum leyfð. Otto er fyrirbæri í evrópskri kvikmyndagerð sem líklega verður bara að taka nokkuð alvarlega. Húmorinn er aldeilis furðulegur en virðist vera að slá í gegn. Kappinn hefur mjög svo persónulegan stil sem hann gæti vissulega þróað áfram í eitthvað merkilegt. Fyrir- bærið „Otto Fríslendingur“ byggist á Hafnarfjarðarbröndurum þeirra Þjóðverja en á eigi að síður ýmis- legt skylt við litla flakkarann hans Chaphns. Otto er reyndar fullkom- lega ábyrgðarlaus og hefur engan veginn jafndjúpa merkingu og Chaphn. Hann er þó oft mjög skemmtilegur og þaö er nú einu sinni það sem gamanmyndir ganga út á. Myndina er ákaflega erfitt að skýra enda eiginlegur efnisþráður ekki fyrir hendi í hinu farsakennda handriti sem byggist mikið á hug- ljómum Ottós. Hann er þó, sem og í seinni myndinni, að leika nokkurs konar andhetju. Með því gerir hann margt í mannlegum sam- skiptum ákaflega hlæghegt en auð- vitað er húmorinn dálítið stað- bundinn. Stundum seihst hann ótrúiega langt til að vera fyndin og hann er ekkert feiminn þó fullkom- in aulafyndni slæðist með. En Otto er glúrinn kall og kæmi ekki á óvart þó myndir hans héldu áfram að streyma til landsins því hann á orðið nokkuð fastan aðdáendahóp. -SMJ ★ J/2 Hamingjuleit HAPPY NEW YEAR Útgefandi: Skifan Leikstjóri: John G. Avildsen. Mynda- taka: James Crabe. Handrit: Warren Lane. Framleiðandi: Jerry Weintraub. Aöalhlutverk: Peter Falk. Charles Durn- ing og Tom Courteney. Ðandarísk 1986. 90 mín. Öllum leyfð. Efni þessarar myndar er í stuttu máh á þessa leið: Tveir þjófar (Falk og Duming) hafa mikinn hug á að fremja eitt vel heppnað rán. Þeir leggja á ráðin um að ræna skart- gripasala nokkurn (Courteney). Þeir eyða miklum tíma í skipulagn- ingu enda virðist ránið ganga vel framan af ... Það hefði ekki veitt af eins og einni eldingu ofan í höfuðiö á að- standendum þessarar myndar. Dauðyflishátturinn er nefnilega ahsráðandi hvort sem er hjá lei- kurum, leikstjóra eða handrits- höfundi. Þó að myndin sé stutt fer hehmikhl tími í að kynna okkur undirbúning ránsins sem aðallega felst í fremur ófyndnum hamskipt- um hjá Falk. Þá verður ástarsagan. ekki th að lífga upp á hlutina. Þeg- ar ránið loksins kemur eru allir fyrir löngu sofnaðir. Þó að hér séu þrír ágætir leikarar á ferð dugar það ekki th að lyfta myndinni upp úr doða og leiðindum. -SMJ Vöðvabúntið og geimveran RANDYRIÐ (PREDATOR) Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: John Milius. Aöalhlutverk: Arnold Schwarzenegger og Carl Weathers. Bandarísk, 1987 - Sýningartimi 93 min. Ekki ætluð börnum. Þar sem það er orðið erfitt að finna jafnoka vöðvabúntsins Amolds Scwarzenegger meðal mennskra verður að fara út fyrir sólkerfið th að finna einhverjar verur sem geta att kappi við hann. Og það er það sem framleiðendur Rándýrsins hafa gert og ekki er annað hægt að segja en að Schwarzeneggec fái verðugan keppinaut. í Rándýrinu leikur kappinn her- foringja nokkurm sem stjórnar björgunarsveit innan hersins en hún fæst aðahega við verkefni sem aðrir hafa gefist upp á. í þetta skipt- ið er sveitin send th Suður-Amer- íku th að frelsa gísla. Ótrúlega hla farin hk verða á vegi björgunarsveitarmanna í frumskóginum. Aðgerðin tekst vel, að vísu deyja gíslarnir. Það er svo í bakaleiðinni sem atburðarásin tekur stökkbreytingu. Fljótlega kemur í ljós að þeim er veitt eftir- för af einhverju fyrirbæri sem varla getur tahst mennskt. Ótrú- /2 Apaspil UNMASKING THE IDOL Útgefandi: Myndbox Leikstjóri: Worth Keeter. Handrit: Phil Behrens og Robert P. Eaton. Aðalhlut- verk: lan Hunter, William T. Hicks, Char- les K. Bibby og Boon The Baboon. Bandarisk. 90 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Það hafa margir horft með öfund th þess hve auðvelt myndaflokkar •eins og James Bond og Indiana Jones eiga með að hala inn pen- inga. Líklega hefur framleiðendur þessarar myndar langað th aö kom- ast í eitthvað af þeim digru sjóðum. Til þess skortir þá tvennt: getu og hæfileika. Myndin segir frá hetju einni sem fahð er að ráðast á víggirta eyju til að verja heimsbyggðina fyrir vond- um áformum. Hetjan stendur undir nafni enda api nokkur sem veitir aöstoð. Reyndar gæti hann hafa haft hönd í bagga hvað varðar leik- stjórn og handrit. -SMJ ★★ © Skemmtileg fyllibytta ARTHUR Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Steve Gordon. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Liza Minn- elli og John Gielgud. Bandarísk, 1982-Sýningartimi: 97 min. Hinn smávaxni gamanleikari Dudley Moore hefur sjaldan verið betri en í Arthur, þar sem hann leikur mhljónaerfingja sem finnst það skemmthegast að drekka sig fullan og hneyksla fólk. Og aldrei hefur viðkunnanlegri fyhibytta sést á hvíta tjaldinu. Einu áhyggjur Arthurs eru að hann á að giftast stúlku sem telur það markmiö sitt í lífinu að frelsa aumingja Arthur. Lífið fer að veröa of flókið fyrir Arthur þegar hann verður hrifinn af stúlku sem staðin er að því að stela bindi handa föður sínum. Vandamáhn hrúgast upp og þá er að treysta á Hobson sem er þjónn hans og barnfóstra þegar svo ber undir. Arthur er virkhega skemmtheg kvikmynd, sérstaklega fyrri hlut- inn þegar slett er úr klaufunum svo um munar. Samleikur þeirra Dud- ley Moore og John Gielgud er al- deilis frábær og þótt Moore sé í mjög góðu formi þá er senuþjófur- inn skapgerðarleikarinn frægi John Gielgud, enda fékk hann óskarsverölaunin fyrir leik sinn. Seinni hluti myndarinnar þegar ástamálin fara að þjá Arthur er ViARNERHOME ViDEO “I rat* cars, I ptóy tonntt.íloncfle women, butlhavowe*koníte off and lammyown twsé...” * iv ‘Xjn (ynuv \ DiMBeyMoare LiiflMwcS Jflhnfr “JIrthwr” w- »*»» Ctw'Kl H . 00» ...... ......vatíutiítKatattxftí ekki alveg jafnvel heppnaður. Og eftir að Hobson hverfur af sjónar- sviðinu er fátt th skemmtunar. Það er með eindæmum hvað Liza Minnelli er einhæf leikkona. Fyrir- ferðin ahtaf jafnmikh en árangur- inn enginn. Þess má geta að nýlega var gert framhald af Arthur og aftur leikur Dudley Moore fylhbyttuna. Þykir sú kvikmynd hálfmisheppnuð. Enginn John Gielgud þótt margar hugmyndir hafi verið uppi um aö lífga hann viö. -HK legur kraftur þess og miskunnar- leysi skelfir jafnvel þessa hermenn sem öllu eru vanir. Það fækkar í herflokki Schwarz- eneggers og brátt er hann einn eft- ir, gegn að því er virðist ósigrandi fyrirbæri. Rándýrið er virkhega spennandi kvikmynd og verður Schwarzen- egger þjálfaðri í leik með hverri mynd þótt ekki séu hlutverk hans átakamikh á andlega sviðinu. Hin ógnvekjandi geimvera stendur undir nafni myndarinnar og er þungamiðjan í spennumynd sem telst með þeim betri á síðustu miss- erum. -HK ® C A T C H m h m M I N THE ACT NCCNSÐOEO UNCUY IRRESIfiTIBLY.,. RAWo t h ts c a *t c c » r/ m o v $■ m tsu-NSKufi nxr> CIC Of mikið af því góða RAW Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Robert Townsend. Aðalhlutverk: Eddie Murphy. Bandarisk. 1987 - Sýningartimi: 87 mín. Að skemmtikröftum þyki gaman að segja grófa brandara er engin ný frétt, en að halda uppi skemmt- un í einn og hálfan tíma með því að Segja eingöngu djarfa og grófa brandara og komast upp með þaö er aðeins á færi Eddie Murphy, vin- sælasta gamanleikara heims. Raw er upptaka á skemmtun sem hann hélt í New York fyrir tæpum tveimur árum og er hann einn á sviðinu allan tímann fyrir utan byrjunaratriði sem er leikið atriði úr bernsku Murphy og hefur hann sjálfsagt sagt sinn fyrsta klámbrandara í jólaveislu mömmu sinnar ef marka má það sem þar kemur fram. Eddie Murphy er mjög skemmti- legur leikari og hefur á fáum árum tekist að komast í fremstu röð kvik- myndaleikara sem uppi hafa verið hvað varðar vinsældir. Murphy hóf sinn feril sem skemmtikraftur og þaö er sem slíkur sem hann kemur okkur fyrir sjónir í Raw. Það vantar ekki að hann hafi hæfileikana. Gallinn er bara sá að eftir nokkra neðanmittisbrandara er áhorfandinn alveg búinn að fá nóg. Murphy aftur á móti heldur áfram og meðan áhorfendur í sal hafa gaman af espist drengurinn allur upp frekar en hitt. Hvað sem bröndurum líður þá verður ekki af Murphy tekið að hann er mikil hermikráka og þegar honum tekst vel upp, eins og þegar hann gerir lítið úr fyrirmyndarföð- urnum Bhl Cosby í langri og skemmtilegri syrjju, er enginn sem stenst honum snuning. Alveg er ég viss um aö margir hafa ipjög gaman af Raw. Að mínu viti heföi mátt stytta myndina um helming. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.