Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988. 19 Dansstaðir Abracadabra, Laugavegi Bigfoot sér um tónlistina um helgina. Amadeus, Þórscafé, Brautarholti, simi 23333 Látúnsbarkamir, Amar Freyr og Bjami Ara, stíga á stokk ásamt Bún- ingunum um helgina. Benson á neðri hæðinni. Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Bíókjaflarinn, Lækjargötu 2, simi 11340 Diskótek um helgina. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Diskótek fóstudagskvöld, Greifarnir leika fyrir dansi á laugardagskvöld. Casablanca, Skúlagötu 30 „Hip-hop house acid“ danstónlist fóstudags- og laugardagskvöld. Duus-hús, Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Glæsibær, Alfheimum Hljómsveitin í gegnum tíðina leikur gömlu og nýju dansana fóstudags- og laugardagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Ball fóstudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland í kvöld og á laugardagskvöld verður skemmtunin Rokkskór og bítlahár, svipmyndir úr sögu rokksins á árun- um 1955-1970. Hótel Saga, Súlnasalur, v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221 25 ára afmæhshátíð á Hótel Sögu á laugardagskvöld. Vinsælustu söngv- arar frá þessum tima. André Bach- mann leikur fóstudags- og laugar- dagskvöld á Mimisbar. Rétt hjá Nonna Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Tunglið, Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Vetrarbrautin, Brautarholti 20, sími 29098 Hljómsveitin Boogie spilar um helg- ina. ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Zeppelin „rokkklúbburinn“, Borgartúni 32 Royal Rock, ný húshljómsveit, leikur fyrir dansi um helgina. Q, Borgartúni 32 Diskótek á fóstudags- og laugardags- kvöld. Kvennakabarett á Hótel íslandi Kvennakabarett verður á Hótel íslandi á sunnudaginn og hefst hann kl. 14. Þar munu konumar, sem fóru á Norræna kvennaþingið með ýmiss konar skemmtiatriði, endurtaka þau og gefst þá þeim sem ekki komust til Oslóar kostur á að upplifa eitthvaö af stemningunni sem þar var. Að lokinni setningu og ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra hefst kabarettinn með ballettinum Skapanomir eftir Auði Bjamadóttur, við tónhst Mist- ar Þorkelsdóttur. Systumar Helga og Elísabet Brekkan flytja leikþátt sem þær sömdu fyrir Oslóarferðina og nefnist Tante Norden og Flora Danica. Hópur kvenna úr BSRB flytur fjörugan söngleik um vinnu- tíma og vinnuskilyrði fjögurra kynslóða íslenskra kvenna. Dag- skrá í samantekt og undir stjóm Ásdísar Skúladóttur nefnist Und- arlega ósköp að vera kona. Flytj- endur með henni em Sigurður Karlsson og Hanna María Karls- dóttir. Lokaatriði verða tveir leik- þættir leikhópsins Perlunnar en í honum em þroskaheft ungmenni úr Brautarskóla ríkisins. Kabarettinn verður öllum opiunn og em konur hvattar til að taka með sér fjölskyldu og vini. Að- gangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn. í verðinu er innifahð kaffi og meðlæti. 1 ™ Islenskar konur fjölmenntu á kvennaþingið i Osló. Finnskur matur verður boðinn á Holiday Inn á finnskri viku. Finnsk vika: Fyrst og fremst finnskt í dag hefst fmnsk vika hérlendis og stendur hún til 29. október. Verður lögð áhersla á finnskar vörukynningar og víða verða finnskar vömr á kynningarverði. Aðallega verður kynntur fatnaður, borðbúnaður, pappírs- og trévörur, gler- og leirvörur, húsgögn og hst- munir. Finnskar snyrtivömr verða einnig kynntar en á sviði lyfja- og snyrtivömgerðar standa Finnar framarlega. Finnska vikan verður formlega sett af Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og iðnaðarráðherra, á Holiday Inn í dag, en á Holiday Inn verður mið- depill finnsku vikunnar. Þar verð- ur vörusýning, ferðakynning og á boðstólum verður finnskur matur. Finnska ferðamálaráöuneytið, sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn, stendur fyrir kynningunni í sam- vinnu við Flugleiði. Finnski trúbatorinn Hákon Streng mun skemmta á Holiday Inn 21.-23. október. Hann er miög vinsæll skemmtikraftur í heima- landi sínu og er nýkominn úr tón- leikaferð til Japan. Með honum skemmtir 9 ára gamah sonur hans. Leikfélag Mosfellsbæjar: Dagbókin hans Dadda Leikfélag Mosfehsbæjar mun í kvöld hefja sýningar að nýju á Dagbókinni hans Dadda. Þar sem stór hópur leikara er skólafólk þurfti að hætta sýningum í vor vegna prófa. Framhaldsþættir, sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrir fáum árum, eru byggðir á verki þessu. Eins og þeir sem fylgdust með sjón- varpsþáttunum vita er Daddi eng- inn venjulegur unglingur, en ungl- ingur þó með mörg vandamál sem fylgja aldrinum. Hann kýs heldur að sinna andlegum vandamálum en að stússast í veraldlegum hlut- um. Þar að auki er hann ljóngáfað- ur, sem getur verið félagslega erfitt á þessum aldri. Leikritiö hefur verið staðfært og það gerði Guðný Hahdórsdóttir. Leikstjórar eru Svanhhdur Jó- hannesdóttir og Soffia Jakobsdótt- ir. Sýningar hefjast í kvöld kl. 21.30 og er næsta sýning á sunnudag kl. 21.00. Sýnt verður í Hlégarði og sitja gestir við dúkuö borð og geta notið veitinga meðan á sýningu stendur. Daddi er enginn venjulegur ungl- ingur. Hótel ísland: Stjómin leikur fyrir dansi Hótel ísland hefur haft sem hús- hljómsveit frá 1. september nýja hljómsveit sem nefnir sig Stjórn- ina. Leikur hún íslenska og erlenda stuðmúsík fyrir gesti staðarins og leggur áherslu á fjölbreytni. • Stjómina skipa Alda Olafsdóttir, sem hóf söngferil sinn í Svíþjóð, Einar Bragi Bragason, er leikur á saxófón, Eiður Arnarsson, sem leikur á bassa, Grétar Örvarsson, sem sér um hljómborð og er hljóm- sveitarstjóri, Jón Elvar Hafsteins- son, sem leikur á gítar, og Matthias Hemstock sem leikur á trommur. Stjórnin leikur fyrir dansi á Hótel íslandi. íslenskur tónlistardagur Tónhstarbandalag íslands stend- ur fyrir íslenskum tónhstardegi á laugardaginn og er þetta í annað sinn sem shkur dagur er haldinn. Að þessu sinni verður tónhstardag- urinn helgaður byggingu tónhstar- húss og verður skrifstofa Samtaka um byggingu tónlistarhúss að Garðastræti 17 opin þennan dag. Þeir sem vilja skrá sig í samtökin geta gert það frá kl. 10-17. Á sama tíma verður tekið við styrktar- framlögum á skrifstofunni. íslensk tónhst verður ahsráðandi á öhum útvarpsstöðvunum og ungt tónhstarfólk leikur á tónleikum í beinni útsendingu. Á rás 1 verða tónleikar nemenda tónhstarskól- anna í Reykjavík frá kl. 14-16 og kl. 16 hefjast tónleikar nemenda tónhstarskóla FÍH á rás 2. Útvarp Rót verður með maraþontónleika íslenskra bhskúrsbanda. Homaflokkur Kópavogs leikur í Kringlunni kl. 14 og kl. 16.30 hefj- ast hátíöartónleikar í íslensku óperunni og eru þeir nánar kynntir á næstu síðu. Ennfremur gefur Félag tónskálda og textahöfunda út nýja bók í thefni dagsins og hef- ur hún að geyma 25 vinsæl íslensk dægurlög frá síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.