Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988. 31 í öndvegi - fimm leitór á döfinni um helgina í úrvalsdeild Það er ekki ýkja margt á döfinni um helgina á sviði íþróttanna. Körfuknattleik er skipað í önd- vegi að þessu sinni og eru fimm leikir fyrirhugaðir í efstu deild. Þór og Haukar mætast norðan heiða og hefst viðureign þessara aðila klukkan 20 á sunnudag. Á sama tíma leika erkifjendur á Hlíða- renda, Valsmenn glíma við KR- inga, og í íþróttahúsi Kennarahá- skóla íslands spila Stúdentar við Breiðhyltinga. Þá fá Njarðvíkingar lið Sauðkrækinga í heimsókn og rriá ætla að baráttan verði þar hörð en Valur Valsson, fyrrum þjálfari og leikmaður Suðumesjaliðsins, er nú við stjórnvölinn innan sem utan vallar hjá Tindastóli. Síðasti leikur helgarinnar, en hreint ekki sá sísti, er viðureign Grindvíkinga og Keflvíkinga. Má gera ráö fyrir miklum átökum í gryfjunni í Grindavík en rimma þessara liða hefst klukkan 20 á sunnudag á sama hátt og hinar sem áður vora nefndar. Þá má benda á að reginþing íþróttahreyfingarinnar er haldið um helgina. Þá koma saman til ráðstefnu fulltrúar innan einstakra þátta hreyfingarinnar á Héraði í nafni íþróttasambands íslands. Það verður hart barist undir körfunni um helgina en þá eru fyrirhugaðir fimm leikir i úrvalsdeildinni. KILASALAS HÖFÐHTÚnÍ IO /íITIÍ: 622177 111» TIL SÖLU SUBARU STATION ÁRG. 1987 ekinn 7.000 km, litur steingr., rafmagnsspeglar. Skipti athugandi. Okkur vantar allar gerðir bíla á staðinn. E LANDSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í jarðstíflu- gerð, gröft veituskurða og byggingu tilheyrandi veituvirkja. Verkinu er skipt í tvo sjálfstæða verkhluta og heimilt er að bjóða í annan hvorn verkhlutann eða báða. Útboð 9512: Verkið felur í sér byggingu Gilsárstíflu ásamt veituvirkjun að meðtöldum frárennslisskurði. Helstu magntölur eru: Gröftur og sprengingar 1.100.000 m3 Fyllingar 1.100.000 m3 Steypa 8.000 m3 Útboð 9515: Verkið felur í sér byggingu Blöndustíflu og Kolkustíflu ásamt veituvirkjum. Helstu magntölur eru: Gröftur og sprengingar 1.000.000 m3 Fyllingar 1.400.000 m3 Steypa 4.000 m3 Verktakar sem hafa hug á að kynna sér aðstæður á virkjunarstað eru hvattir til að hafa samband við skrif- stofu Landsvirkjunar sem fyrst. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitirbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með 3. nóvember 1988 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 3.000,- fyrir hvert eintak þar til viðbótar af hvorum útboðsgögn- um fyrir sig. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. janúar 1989, en þar verða þau opnuð opinberlega sama dag kl. 15.00. Reykjavík, 20. október 1988 Landsvirkjun ' r r „Sjálfstæðisflokkurinn réttir ekki við fyrr en við þöggum niður í frjálshyggjumönnunum," segir Matthías Bjarnason, alþingis- maður og fyrrum ráðherra, í helgarviðtalinu á morgun. Matt- hías hefur nú ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum að þessu kjörtímabili loknu. í við- talinu liggur Matthías ekki á skoðunum síðum fremur en fyrri daginn þegar hann ræðir stöðu flokksins og álit sitt á samherjum sem og andstæðingum. Síminn hringdi einn morguninn hjá Haf- steini Hafsteinssyni, 18 ára Verslunarskóla- nema, og honum var boðið að verða ungl- ingastjarna á Stöð 2. Og hverju svaraði hann? Jú, hann sagði já og kemur nú reglu- lega fram í Pepsi-poppi á Stöðinni. Helgar- blaðið segir nánarfrá krökkunum þará morgun. Úlfar Þormóðsson hef- ur um árabil átt í úti- stöðum við Þórð frænda og þeirra við- skiptum erekki lokið enn. Úlfarsendir brátt frá sér sögulega skáld- sögu um Axlar-Björn og Svein skotta, son hans. Hvað það kemur Þórði frænda við sést í helgarblaðinu á morg- un.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.