Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988.
11
Brady áfram
fjármálaráðherra
Nicholas Brady, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, mun gegna þeirri
stöðu áfram í stjóm Georges Bush
sem tekur við í janúar næstkom-
andi. Bush tilkynnti þetta í gær og
kvaðst vonast til að tilkynningin
kæmi ró á fjármálamarkaðina.
Gengi dollarsins á fjármálamörk-
uðum hafði lækkað í nokkra daga
eftir að hagfræðingurinn Martin
Feldstein, sem hefur verið ráðgjafi
Bush í efnahagsmálum, tilkynnti í
síðustu viku að gengi dollars yrði að
falla um 20 prósent ef Bandaríkin
vonuðust til að geta minnkað fjár-
lagahallann. Gengi dollarans varð
hins vegar stöðugra er Bush til-
kynnti að hann myndi halda sig við
núverandi stefnu. Brady hefur verið
hlynntur samræmdum aðgerðum á
alþjóðavettvangi til að hindra frek-
ara fall dollarans.
Brady, sem er 58 ára gamall, tók
við embætti íjármálaráðherra af
Baker í ágúst síðashðnum er Baker
sagði af sér til að gerast kosninga-
stjóri Bush. Baker verður utanríkis-
ráðherraástjórnBush. Reuter
George Bush, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, ásamt Nicholas Brady
sem verður áfram fjármálaráðherra Bandarikjanna. Simamynd Reuter
Reynt að bjarga
norsku krónunni
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Norska krónan stendur illa að vígi
gagnvart öðrum gjaldmiðlum þessa
dagana og eina leiðin til þess að verja
hana er stuðningur frá norska seðla-
bankanum. Frá því fyrir helgi hafa
erlendir gjaldeyrisspámenn gert ráð
fyrir því að Norðmenn þurfi að fella
gengið.
Þrýstingur erlendis frá gegn
norsku krónunni er ekki óvenjulegt
fyrirbæri á þessum tíma árs en í
þetta skipti byrjar hann fyrr og er
harðari en búist hafði verið við. Svo
er að sjá sem þrýstingurinn muni
halda áfram þessa viku og ef svo fer
sem horfir mun ríkisstjórnin trúlega
grípa til þess ráðs að hækka vexti
einu sinni enn.
Uppkaup á krónunni og vaxta-
hækkanir eru þeir möguleikar sem
um er áö ræða til að vernda gengið.
Vaxtahækkanir eru mjög óheppileg-
ar þar sem vextir eru nú þegar hærri
í Noregi en víðast hvar annars stað-
ar. Fjármálaráðherrann Gunnar
Berge segir að allt verði gert til þess
að bjarga krónunni. Gengisfelhng í
Noregi myndi eyðileggja tveggja ára
verk ríkisstjórnarinnar. Norski efna-
hagurinn má alls ekki við gengis-
felhngu, segir ráðherrann.
Bankasérfræðingar geta ekki gefið
neina skýringu á því hvers vegna
útlendingar spá gengisfellingu í Nor-
egi. Orðrómur um gengisfelhngar er
á kreiki með jöfnu millibih án þess
að það sé neinn fótur fyrir honum.
Mikilvægast er að standa af sér árás-
ina þótt það geti orðið dýrt, segir
Brynjulv Vollan, bankastjóri seðla-
bankans.
_________________Útlönd
Nýr hægri flokkur
Björg Eva ErletKtedóttir, DV, Osló:
Umræður eru hafnar um nýjan
hægri flokk í Noregi. Upphafs-
mennirnir eru óánægðir meðlimir
úr Framfaraflokki Carls I. Hagen.
Ef nýi flokkurinn verður að veru-
leika á hann að standa póhtískt á
milli Hægri ílokksins og Fram-
faraflokksins.
Meðlimura Framfaraflokksins
hefur stundum þótt Carl I. Hagen
vera einum of langt til hægri auk
þess sem þeim finnst hann hegða
sér eins og hann eigi flokkinn einn.
Flokkurinn er beinlínis firumstæð-
ur, segja þeir.
Nýi flokkurinn ætlar að ieggja
áherslu á gott samstarf, sérstaklega
við Hægri flokkinn. Ekki er búið
að ákveða hver geti oröiö formaður
flokksins en talsmaður stofnend-
anna, Carl Lexow, vonast til þess
að finna einhvem landsþekktan
stjómmálamann til þess.
Nýjum hægri flokki er ekki spáð
neinni velgengni en talið er að
hann geti eyðilagt töluvert fyrir
Framfaraflokknum. Carl L Hagen
er ekki hræddur um aö tapa miklu
fylgi til nýja fiokksins. Hann telur
að stofiiendurnir séu lítill hópur
Framfaraílokksmanna sem eru öf-
undsjúkir vegna þess að aörir hafi
fengið toppsætin í flokknum.
SVISSNESKU
GÆÐAÞVOTTAVÉLINA
OKKAR KÖLLUM VIÐ
BÁRU
38.211.
SAMAVERÐUM
stgr. ALLT LAND
(Sendum ón aukakostnoðar)
KRINGLUNNIS. 685440
STÁLBELGUR
ÓFLUG OG STILLANLEG VINDING
16 ÞVOTTAKERFI
SÉR HITASTILLING
EINFÖLD í NOTKUN
TÖLVUPRÓFUÐ FVRIR AFHENDINGU
(Computer approved)
STERK - SVISSNESK - ÓDÝR
VEGNA HAGST/EÐRAINNKAUPA ER VERÐIÐ AÐEINS
af sérpökkuðum 26% GOUDAOSTI.
Þetta tilboð stendur aðeins í nokkra daga.
Fcest í flestum matvöruverslunum landsins.
60
kr. kg