Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988.
*Í6
Andlát
Halldór B. Sæmundsson, Brú viö
Suðurgötu, lést 14. nóvember.
Else Anny Snorrason, lést á Land-
spítalanum 14. nóvember.
Ólafía (Lóa) Jóhannsdóttir Mansfi-
eld, Minneapolis, Minnesota, andaö-
ist 20. október sl.
Jónína Guðrún Jónsdóttir, Grýtu-
bakka 24, Reykjavík, lést á hjúkr-
unarheimilinu Skjóh, þriöjudaginn
15. nóvember.
Jarðarfarir
Bjarni Markússon lést 5. nóvember
sl. Hann fæddist í Efri-Ey í Meðall-
andi 22. október 1919, sonur hjón-
anna Guðrúnar Vigfúsdóttur og
Markúsar Bjarnasonar. Bjarni hóf
ungur sjómennsku og var óslitiö til
sjós til ársins 1971 er hann hóf störf
viö mötuneyti Menntaskólans á
Laugarvatni og síöar á Hressingar-
skálanum þar til hann hóf störf í eld-
.Msi Hrafnistu í Reykjavík áriö 1979.
'j^arni var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Anna Siguröardóttir en þau
slitu samvistum áriö 1960. Þau eign-
uöust sex dætur. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Lilja Siguröardóttir.
Útfór Bjarna veröur gerð frá Foss-
vogskirkju í dag kl. 15.
Danielína Gróa Björnsdóttir andaðist
á sjúkrahúsinu Sólvangi mánudag-
inn 14. nóvember. Jaröarförin fer
fram frá Reykhólakirkju nk. laugar-
dag.
Guðbjörg Guðnadóttir, Hrafnistu,
Hafnarfirði, verður jarösungin frá
Langholtskirkju fimmtudaginn 17.
nóvember kl. 15.
Karl Hinrik Olsen, Granaskjóli 8,
verður jarösunginn fóstudaginn 18.
nóvember kl. 15 frá Fossvogskirkju.
Jón Kristinn Magnússon frá Nes-
kaupstað verður jarösunginn frá
Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn
17. nóvember nk. kl. 15.
Þórarinn B. Nielsen, fyrrv. banka-
fulltrúi, sem andaöist á Hrafnistu 9.
nóvember sl., veröur jarðsettur frá
nýju kapellunni í Fossvogi fimmtu-
daginn 17. nóvember kl. 13.30.
Tónleikar
Tónleikar á veitinga-
húsinu „Rétt hjá Nonna“
Fimmtudaginn 17. nóvember verða
haldnir stórtónleikar á veitingahúsinu
Rétt hjá Nonna við Austurvöll. Fram
koma hljómsveitirnar Daisy Hill Puppy'
Farm, Wapp, Huus og Smurf. Munu
sveitir þessar keppast við að láta gítara
sína væla og framleiða hinn mesta gný.
Ráðstefnur
Evrópuráðstefna um tölvur
í skólastarfi
Síðastliðið sumar var haldin í Sviss Evr-
ópuráðstefna um tölvur í skólastarfi. Viö-
fangsefni ráðstefnunnar voru fjölbreytt
og er fyrirhugað að kynna hluta þess sem
þar kom fram í Kennslumiðstöðinni mið-
vikudaginn 16. nóvember kl. 16-18.
Áhersla verður lögð á notkun tölvubún-
aðar í skólastarfi. Umræður verða að
loknum framsöguerindum.
Tapað fundið
Ábreiða tapaðist
Hvít ábreiöa með rauðu munstri í miðj-
unni fauk af svölum í Hátúni 12 fyrir ca
mánuði. Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 13758.
Fundir
ITC-deildin Fífa,
Kópavogi
Opinn fundur í ITC Fifu, Kópavogi, verð-
ur haldinn í kvöld, 16. nóvember, kl. 20.15
í Hamraborg 5, 3. hæö. (sama húsi og
Veda). Stef fundarins er: Margt veit sá
sem víða fer um sveit. Á dagskrá fundar-
ins eru m.a. sjálfskynningarræður og
kynning á Guðrúnu Helgadóttur rithöf-
undi. Gestir eru velkomnir. Upplýsinga-
símar: 46724 (Elín) og 43416 (Jónína).
Skemmtifundur Klúbbs 60
Klúbbur 60 var stofnaður í febrúar 1988
á vegum Ferðaskrifstofunnar Atlantik.
Markmiö klúbbsins er að bjóða eldri
borgurum um land allt að ferðast á ódýr-
an og þægilegan hátt og annast þjónustu
og ráðgjöf um ferðalög innanlands og
utan. Stofnun þessa klúbbs er í tengslum
við 10 ára afmæli skrifstofunnar pg einn
liður í að bæta ferðaþjónustu. Áhersla
er einnig lögð á upplýsingar um fræðslu-
og menningarmál í tengslum við ferðim-
ar. Á þriðja hundrað manns hafa ferðast
til Mallorka á vegum klúbbsins frá stofn-
un hans og hafa hjúkrunarfræðingur og
aukafararstjórar veriö með í öllum ferð-
unum. Nú ætlar klúbburinn að efna til
skemmtifundar þar sem rifjaðar verða
upp minningar úr ferðunum og hugað
að næstu ferðum. Fundurinn verður
laugardaginn 19. nóvember kl. 16 í félags-
miðstöðinni, Bólstaðarhlíð 43.
Digranesprestakall
Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar-
heimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudag-
inn 17. nóvember kl. 20.30. Spiluð verður
félagsvist. Kaffiveitingar. Fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
Tilkyimingar
Messa í Hallgrímskirkju
Föstudaginn 18. nóvember nk. kl. 20 mun
áhugahópur um kyrrðardaga, klassíska
messu og tíðagjörð gangast fyrir messu
í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Að frum-
kvæði hópsins hafa veriö haldnir kyrrð-
ardagar í Skálholti undir leiðsögn dr. Sig-
urbjörns Einarssonar biskups og er
stefnt að áframhaldandi starfi á því sviði
í Skálholti og ef til vill á fleiri stöðum.
Undanfarin tvö ár hefur hópurinn einnig
staðiö fyrir messum einu sinni í mánuði
í Laugameskirkju í Reykjavík og auk
þess haldiö vökur á páskanótt. i vetur
mun starfsemi hópsins fara fram á líkan
hátt en flyst nú til Hallgrímskirkju. Eru
allir sem áhuga hafa á klassísku helgi-
haldi boðnir velkomnir til þátttöku.
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BILAMARKAÐUR DV
er nú á fulhi ferð
Nú getur þú spáð 1 spilin og valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum-
boðum ásamt bílasmáauglýsingiun DV býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar í bflakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimintudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.
Breiðfirðingafélagið 50 ára
í tilefni af 50 ára afmæh Breiðfirðinga-
félagsins verður haldin afmælis- og árs-
hátíð að Hótel Sögu, Súlnasal, fóstudag-
inn 18. nóvember og hefst hún með borð-
haldi kl. 20. Húsið opnað kl. 19. Upplýs-
ingar veita: Birgir, s. 44459, Finnur, s.
30773, og Ólöf, s. 51446.
Mælsku- og rökræðukeppni
III. ráðs ITC á íslandi verður haldin að
Hótel Lind, Rauðarárstíg, Reykjavík,
sunnudaginn 20. nóvember 1988 kl. 13.30.
ITC-deildin Seljur leggur fram tillögu um
að skylda eigi fólk til að versla í sinni
heimabyggð. Meðmælendur eru ITC Selj-
ur, Seífossi. Andmælendur eru ITC
Björkin, Reykjavík. Kaffiveitingar í hléi.
AlUr velkomnir.
Breiðfirðingafélagið
50 ára afmæUsfagnaöur og árshátíð fé-
lagsins verður haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu fóstudaginn 18. nóvember og hefst
með borðhaldi kl. 20. Miðasala og borða-
pantanir 13. nóvember í Sóknarsalnum,
Skipholti 50a, kl. 14-18. Upplýsingar hjá
Birgi, s. 44459, Finni, s. 30773, og Ólöfu,
s. 51446.
Hjálpum 300.000 heimilis-
lausum í Nicaragua
Eins og kunnugt er af fréttum olU felUbyl-
urinn Jóhanna gífurlegu tjóni í Nic-
aragua. Um þijú hundruð þúsund manns
misstu heimiU sín og atvinnulíf og sam-
göngur í landinu urðu fyrir miklu áfalU.
AkaU hefur borist frá sendiráöi Nic-
aragua í Stokkhólmi um að efna til fjár-
söfnunar og samtök og einstakUngar eru
hvattir til að leggja sitt af mörkum. Mið-
Ameríkunefndin hefur ákveðið að gang-
ast fyrir slíkri söfnun líkt og ýmis stuðn-
ingssamtök víða um heim. Þeir sem vilja
styðja Nicaragua við þessar erfiðu að-
stæður, geta lagt fé inn á sparisjóðsbók
nr. 801657 í Alþýðubankanum, Laugavegi
31. Einnig er hægt að greiða með C-gíró
í öUum bönkum og póstútibúum. Nánari
upplýsingar um stuðningsstarfið eru
veittar hjá Mið-Ameríkunefndinni,
Mjölnisholti 14, aUa virka daga kl. 17-19,
sími 17966.
Hrjóbjargarstaðaætt
Niðjar Katrínar og Benjamins ætla að
hittast á Hótel Lind, Rauðarárstíg, nk.
fimmtudag, 17. nóvember, kl. 20. Félags-
vist og bingó.
Ný fótaðgerðarstofa
Fótaðgerðarstofa Óskar og Helgu var
opnuð nýlega í Miðbæ v/Háaleitisbraut
58-60, II. hæð. Helga og Ósk hafa lokið
prófi sem löggUtir fótasérfræðingar frá
Skolen for Fodterapeuter í Kaupmanna-
höfn. Þær bjóöa upp á almenna fótsnyrt-
ingu, að þynna þykkar neglur, fjarlægja
harða húð og líkþorn. Einnig er hægt að
fá sérsmiðuð innlegg og spangir á niöur-
grónar neglur. Stofan er opin aUa virka
daga frá kl. 8.30-18.30 og laugardaga kl.
9-12. Síminn á stofunni er 36678. Ath.,
Fram til 5. desember er veittur 15% af-
sláttur af öUu nema innleggjum.
Veislan, veitingaeldhús
á Seltjarnarnesi
Nýlega tók til starfa veitingaeldhúsið
Veislan að Austurströnd 14. Tilgangur-
inn er að sjá um veislur af öUum stæröum
og gerðum. Eigendur fyrirtækisins eru
Brynjar Eymundsson, sem síðustu 5 ár
var yfirmatreiðslumeistari Gullna han-
ans í Reykjavík, og Guðbjörg Elsa Guð-
mundsdóttir sem starfaði í nokkur ár sem
smurbrauðsdama á Imperialhótelinu í
Kaupmannahöfn eftir nám í Danmörku.
Boðið er upp á óendanlegt úrval í matar-
gerð þar sem metnaöur ræður ríkjum og
verðlag samt innan hóflegra marka. Ein
nýjung af mörgum er sú að viðskiptavin-
um er boðið að taka meö sér hluta veisl-
unnar og sjá svo um annað sjálfir til
dæmis steikina eöa forréttinn og ábæt-
inn, aUt eftir nánara samkomulagi. Einn-
ig er viðskiptavinum boðið að koma á
staðinn og ræða málin í þægUegheitum
eða hringja í síma 612031.
Nýtt íslenskt
hjálparstarf
Á íslandi hefur nýtt hjálparstarf litið
dagsins ljós. Ber það nafnið ABC hjálpar-
starf. Er hér á ferðinni samkirkjulegt
hjálparstarf, byggt á kristUegum grunni,
sem hefur það að markmiði aö koma fólki
í þriðja heiminum til hjálpar. Megin-
áherslan er lögð á aö veita þá hjálp sem
kemur fólki að varanlegu gagni og er for-
gangsverkefni hjálparstarfsins aö kenna
ólæsu fólki að lesa og skrifa. Eru tveir
starfsmenn þegar famir til Mexíkó og
munu þeir skipuleggja og hafa yfirum-
sjón með starfinu. ABC hjálparstarf
hyggst aðaUega afla fjár tU starfsins með
útgáfu og sölu á hljómplötum og er sú
fyrsta nú komin út. Heitir hún „Hjálpar-
hönd“ og er vönduð 12 laga safnplata. Á
henni koma fram ýmsir listamenn og
hefur Hjalti Gunnlaugsson haft umsjón
með gerð hennar. Verður hjálparstarfið
og hljómplatan kynnt á tónleikum á Hót-
el íslandi þann 23. nóvember nk. kl. 21.
Hljómplatan, sem einnig fæst á snældu
og geisladiski, verður ekki til sölu í al-
mennum hljómplötuverslunum. Þess í
stað mun sölufólk ganga með hana í hús.
Hjálparstarfið er tU húsa að Sigtúni 3,
Reykjavík, sími 686117. Þar getur fólk
nálgast plötuna og sömuleiðis í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2, Reykjavík.