Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988.
13
Menning
í tvo heimana
Swedenborg reyndi árangurslaust að finna sálina í mannsheilanum.
Þess í stað gerði hann merkilegar uppgötvanir um gráu heilasellurnar.
Það væri synd að segja að Emanuel
Swedenborg, höfundur bókarinnar
Himinn og hel. Undur lífsins eftir
dauðann, sem nú kemur út hjá
Emi og Örlygi, hafi veriö eins og
„fólk er flest“.
Þessi sænski biskupssonur var
margra manna maki að andlegu
atgjörvi og afreksmaður á sviði
ýmissa viðurkenndra vísinda og
fræða og verklegra mennta, hvort
heldur var stærðfræði, stjörnu-
fræði, hagfræði, liffærafræði, verk-
fræði eða steinafræði. Ekki stóð
heldur neitt á viðurkenningu sam-
tímamanna þar sem hann var skip-
aður í vísindaakademíu lands síns.
Hlaut aðalstign og sæti í lávarða-
deild og var kvaddur til sem efna-
hagsráðgjafi þegar rétta þurfti við
hag landsins eftir herferðir Karls
tólfta. Aðalembætti hans var þó
ráðgjafarstarf við námugröft Svía-
ríkis, en einn góðan veðurdag sagði
hann því starfi lausu og kvaðst
hafa öðru þarfara að sinna en ver-
aldarvafstri því hann tilheyrði
samfélagi engla og ætti við þá
margt vantalað. Að fenginni lausn
frá störfum gat hann snúið sér af
alefli að því að koma á framfæri í
rituðu máli þeim leyndardómum
er vörðuðu „sáluhjálp og hina
sönnu visku“ og er ávöxturinn of-
angreind bók og margar aðrar.
Óvenjulega andlega hæfileika
sína sýndi raunar Swedenborg líka
á annan hátt en í riti, og er það
frægast þegar hann í samkvæmi í
Gautaborg lýsti nákvæmlega elds-
voða sem þá geisaði í Stokkhólmi
og engar fregnir höfðu getað borist
um. í annað skipti gat hann sagt
Svíadrottningu leyndarmál eitt
sem hún átti með látnum bróður
sínum og á líkan hátt gat hann eitt
sinn fundið fyrir ekkju nokkra
mikilvægt skjal sem maöur hennar
framliðinn hafði fahð í leynihólfi.
Gresjur guðdómsins
„Aö englar séu í mennskri mynd
eða menn, hefi ég séð mörg þúsund
sinnum. Ég hef rætt við þá eins og
maður viö mann, stundum við
einn, stundum við nokkra í einu,
og ég hefi ekkert séð í sköpulagi
þeirra, sem er frábrugðið gerð
manna.“ (Bls. 31). Þessi klausa mun
eflaust vekja furðu margra og furö-
an fer vaxandi þegar tekið er til við
að lýsa í einstökum atriðum líferni
englanna og samfélagsháttum,
klæðnaði, tungu og tómstundaiðju.
Híbýli þeirra eru slík að okkur
mundi reka í rogastans við að sjá
þau (jafnvel þótt séð höfum bæði
flugstöð Leifs Eiríkssonar og
Kringluna) og samanburður við þá
í siðferði og stjórnarháttum yrði
okkur hér á landi ærið óhagstæð-
ur. Engu aö síður er býsna margt
líkt því sem tíðkast hjá okkur, bæði
hjá þeim og ekki síður á lúnum
staðnum sem nefnist Helja og er
bústaður púka og illdéfla, enda er
meginhugtakið í fræðum Sweden-
borgs svonefnd tilsvörun (corre-
spondentia) sem er þannig skil-
greind: „Öll hin náttúrulega veröld
svarar til (er endurspeglun) hinnar
andlegu veraldar, ekki aðeins hin
náttúrulega veröld í almennum at-
riðum, heldur og í sérhverju ein-
stöku smáatriði." (Bls. 40). Þrátt
fyrir tvískiptinguna í himnaríki og
helju er öllu haldið saman af guð-
legu jafnvægislögmáli sem um leið
er forsenda fyrir valfrelsi manns-
ins milli góðs og ills en á himnum
springur hann fyrst út sem hann
sjálfur í fullum þroska er hann
Bókmenntir
Kristján Árnason
hefur tileinkað sér ást á Guði og
náunganum og unniö bug á sjálfs-
elskunni.
Ólík viðbrögð
Þaö er ekki aö undra að þessi
fræði hafi mætt ólíkum viðbrögö-
um jafnt samtímamanna sem eftir-
komenda, allt frá því að vera talin
órar og ofskynjanir ringlaðs manns
til þess að verða grundvöllur fyrir
stofnun sérstakra safnaða og
kirkjudeUda austanhafs og vestan.
Á upplýsingaröldinni fann heim-
spekingurinn mikli, Immanuel
Kant, sig knúinn tU að skrifa sér-
stakt rit sem hann nefndi „Draum-
ar andasjáanda" um Swedenborg
og afgreiða kenningar hans sem
fallnar til að rugla menn í ríminu
og kippa fótum undan heiðarlegri
þekkingarleit og virku lífi hvers-
dagsins. Þrátt fyrir þetta hefur
Swedenborg ekki skort aðdáendur
meðal andans manna seinni tíma
Fjölfræðingurinn Swedenborg
(1688-1772)
og er reyndar heUl Usti yfir þá á
kápusíöu bókarinnar með Goethe
í fararbroddi en Jón A. Hjaltalín
skólameistari, sem þýddi þrjár
bækur hans á íslensku á síðustu
öld, rekur lestina. Á þann lista
heföi vel mátt bæta William Blade,
sem gerði myndir mjög í anda
Swedenborgs, August Strindberg,
sem var um margt líkur þessum
landa sínum þótt þeir andar, er
ásóttu hann, væru fremur úr neðra
en efra, að ógleymdum Charles
Baudelaire sem byggði kenningar
sínar um ljóðagerð á tilsvörunar-
hugmyndum Swedenborgs og orti
í samræmi við þær: „Vér reikum
um skóga af táknum, sem frá því
forðum/ oss finnst sem vér þekkj-
um og athygli vora binda."
Eftirmaður Baudelaires í ljóðlist-
inni, Rimbaud, keppti og að því að
verða „sjáandi" en hafði sýnu
meira fyrir því en Swedenborg sem
ekki þurfti á „markvissri brenglun
skilingarvitanna" að halda.
Fræði Swedenborgs ættu ekki að
falla í grýttan jarðveg hér á íslandi
ef þaö er satt sem sagt er að íslend-
ingar séu þjóða opnastir og áhuga-
samastir um dulræn efni og því vel
til fundið að gefa út þetta verk á
þrjú hundruðasta afmælisári þessa
merkismanns. Þýðing Sveins Ól-
afssonar er ljós þótt um flókna
hluti sé fjallað og útgáfa Arnar og
Örlygs vegleg og vönduð að öðru
leyti en því að illdéfli það hið mikla,
prentvillupúkinn, hefur greinilega
ekki sniðgengið það samfélag góðra
anda sem annars fer mest fyrir í
bókinni. Kristján Árnason
Islenskukennsla á nýjum brautum
Eitt af því athyglisverðasta sem
fram hefur komið í mennta- og
menningarmálum hér á landi á síð-
ari árum er fræðsluvarpið sem Ríkis-
útvarpið á mestan heiður af ásamt
menntamálaráðuneytinu. Á undanf-
örnum vikum hefur ræst ósk sem
margir hafa látið í ljósi, það er að
komið verði á fót kennslu í íslensku
í sjónvarpi. Að visu hafa áður verið
gerðar tilraunir til slíkrar kennslu
fyrir fáeinum árum. En nú er sem
sagt farið að kenna íslensku í sjón-
varpi og ekki skaðar að fyrir hendi
eru möguleikar á samspili við hljóð-
varpið. Þeir þættir, sem undirritaður
hefur séð, eru ekki staglkenndir
heldur virðast þeir hafa aUa burði til
að vekja áhuga fólks á móðurmálinu
og ættu fyrir bragðið að þjóna mark-
miði sínum mjög vel.
í tengslum við þessa þætti hafa
verið gefnar út nokkrar
kennslubækur sem hugsaðar eru
sem stuðningur og eða viðbót við
sjónvarpsþættina. Ein þeirra heitir
Mál og samfélag og eru skráðir höf-
undar að henni fjórir talsins. Þeir
eru: Indriði Gíslason, Baldur Jóns-
son, Guðmundur B. Kristmundsson
og Höskuldur Þráinsson.
í formála bókarinnar kemur fram
að hún sé að stofni til tvískipt. Fyrstu
fjórir kaflarnir eru námsefni í tengsl-
um við íjarkennslu í íslensku og þar
eru dregin fram nokkur atriði um
notkun máls í samfélaginu. Síðari
hluti bókarinnar er hluti álitsgerðar
um málvöndun og framburðar-
kennslu í grunnskóla, en hún var
unnin af nefnd sem menntamálaráð-
herra skipaði árið 1985.
i almennum kennslubókum í ís-
lensku hefur ekki mikiö verið gert
til að auka skilning nemenda á eðli
málsins og setja fram á skýran hátt
hvað í því sé fólgið. Til dæmis er
mjög lauslega minnst á mállýskur
ýmsar og málvenjur í þeim kennslu-
bókum sem undirritaður hefur séð
Bókmenntir
Sigurður Helgason
og eru ætlaðar til móðurmáls-
kennslu. Hérna er leitast við að bæta
úr því. Einnig er skýrður munur á
málvenjum og talsháttum ýmissa
hópa í þjóðfélaginu og einnig er ljósi
varpað á þann mikla mun sem er í
raun á talmáli og ritmáh. Þá er og
skýrt hvernig hægt er að lýsa sama
hlutnum frá tveimur eða fleiri sjón-
arhornum og þeim mun sem er á
lýsingunum og gefur til kynna mis-
munandi viðhorf.
Fyrir leikmenn gefur það þessari
bók hvað mest gildi hversu skýr og
greinargóð dæmi eru notuð til að
skýra það sem verið er að varpa ljósi
á. Þessi dæmi koma í staðinn fyrir
langar og að öllum líkindum flóknar
skýringar, sem oftar en ekki ná ekki
að dýpka skilning lesandans. Það
gera skýr og ljós dæmi hins vegar.
Opnar dyr að nýjum hugsun-
um
Við heyrum oft fullyrðingar um,
að hitt og þetta sé gott eða slæmt
mál. Eftir lestur bókarinnar Mál og
samfélag veltir maður því ósjálfrátt
fyrir sér hvort það sé yfirleitt til.
Málið sé hins vegar íjölbreytilegt og
eigi sér rætur í því umhverfi og með-
al þess fólks sem við höfum alist upp
með. Bókin opnar eiginlega dyr að
nýjum hugsunum um málið og
möguleika þess. Hún sýnir okkur
með kerfisbundnum hætti fram á
fjölbreytni þess og möguleika. En
hún sýnir okkur um leið að full
ástæða er til að staldra við og velta
fyrir sér stöðu og framtíð íslensks
máls.
Mitt í þeim hugleiðingum er ekki
úr vegi að hugleiða tengsl þessa
kennsluefnis við íjarkennslu í sjón-
varpi. Hún fær okkur til að hugsa
um það mál sem við heyrum á degi
hverjum í útvarpsstöðvunum. Og
meðan við veltum þessu fyrir okkur
er ekki úr vegi að kveikja á ein-
hverri af nýjustu útvarpsstöövunum
og velta síðan fyrir sér hversu mikil
þörf sé fyrir bók af þessu tagi. Það
fær okkur einnig til að hugleiða
hversu mikil þörf er á markvissri
íslenskukennslu í íjölmiðlum og þá
væri ekki úr vegi að „ljósvíkingarn-
ir“ yrðu í fyrsta nemendahópnum.
Bæklingar með umsóknareyðublöðum liggja frammi
í öllum VERSLUNUM SAMVINNUMANNA, öllum af-
greiðslum SAMVINNUBANKA ÍSLANDS, SAM-
VINNUTRYGGINGA og SAMyiNNUFERÐA-
LANDSÝNAR. Auk þess má snúa sér
til afgreiðslu SAMKOR'i'S hf.
Ármúla 3-108 Reykja vík - Sími91-680988