Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Síða 5
20
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988.
FÖSTUDAGUR 9. DÉSEMBER 1988.
BILAHOLUN
Um þessar mundir eru til sýnis og sölu í íslensku óperunni í Gamla bíói 16 málverk
eftir Þorlák Kristinsson. Tolli, eins og hann er daglega nefndur, stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1977-1983 og við Myndlistarskólann í Vestur-
Berlín 1983-1984. Hann hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hér á landi sem erlend-
is og einnig sýnt á vinnustöðum víða á landsbyggðinni.
Sýningin í Gamia bíói er opin til 18. desember og er opin frá klukkan 15.00-19.00 alla
daga.
FUNAHÖFÐA1 — SÍMI 672277
Toyota Tercel, árg. '87, ekinn 37.000
km. Verö 650.000.
MMC Galant 2000, árg. '85, ekinn
67.000 km, meö öllu. Verö 550.000.
Nissan Micra, árg. '89, ekinn 1400
km, sjálfskiptur. Verð 495.000.
Honda Civic, árg. '88, ekinn 6.000
km. Verð 690.000.
Subaru Justy 4x4, árg. '86, ekinn
31.000 km. Verð 375.000.
Vantar bíla á söluskrá
og á sýningarsvæði okkar
OPIÐ:
Mánud.-laugard. frá 10-19.
Sunnud. frá 13-17.
Sími 672277
Bílas. 985-27775
Tolli við eitt málverka sinna.
Kór Langholtskirkju og blásarasveit:
Bruckner-
tónleikar
Þjóðleikhúsið:
Kór Langholtskirkju og blásarasveit
munu flytja kórverk eftir austurríska tón-
skáldiö Anton Bruckner í Langholtskirkju
á morgun og sunnudag. Fluttar verða
fimm mótettur og messa í e-moll. Þetta er
í fyrsta sinn sem messan er flutt hér á
landi. Æfingar hafa staðið yfir frá því í
byrjun september.
unni eftir guösþjónustuna. Aðventu-
kvöld kl. 20.30. Ræðumaður veröur sr.
Erik Sigmar. Kirkjukórinn syngur að-
ventulög. Kristján Þ. Stephensen og
Þröstur Eiríksson flytja tónhst fyrir óbó
og orgel. Unglingar hafa helgileik undir
stjórn Bjarna Karlssonar guðfræðinema.
Einnig verður almennur söngur. Eftir
samkomuna í kirkjunni verður farið nið-
ur í safnaðarheimilið en þar verður á
boðstólum heitt súkkulaöi og smákökur
á vegum Kvenfélags Laugamessóknar.
Fimmtudagur: Hádegisstund kl. 12.10.
Leikið verður á orgel kirkjunnar frá kl.
12.00. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur
hádegisverður í safnaðarheimilinu kl.
12.30. Sóknarprestur.
Neskirkja. Laugardagur: Samverustund
aldraðra kl. 15. Gestir: Borgþór Kær-
nested og börn úr Grandaskóla. Sunnu-
dagur: Bamasamkoma kl. 11. Munið
kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 11. (Vin-
samlegast ath. breyttan tíma). Orgel- og
kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðm.
Óskar Ólafsson. Mánudagur: Æskulýös-
fundur fyrir 12 ára böm kl. 18. Æskulýðs-
fundur fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30.
Þriðjudagur: Æskulýðsfundurfyrir 10-11
ára kl. 17.30. Miðvikudagur: Fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Sr. Guðm. Óskar Ólafs-
son. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13-17.
Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guösþjónusta kl. 14. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir prédikar. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Mánudagur: Æskulýðsfundur
kl. 20.00 í kirkjunni. Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Samveru-
stund verður helguð undirbúningi jól-
anna. Börn úr sunnudagaskólanum sýna
helgileik. Organisti Smári Ólason. Einar
Eyjólfsson.
Ekki verða margar sýningar á
leikritinu Stór og smár í Þjóðleik-
húsinu þrátt fyrir lof gagnrýnenda.
Síðasta sýningin er á sunnudags-
kvöld.
Höfundur leikritsins, Botho
Strauss, kaUar leikritið leikþætti.
Um er að ræða lýsingu á ferð konu
um velferðarþjóöfélag nútímans.
Það fjallar um leit hennar að sam-
skiptum og samfélagi við annaö
fólk, að ást og hamingju í firrtu
samfélagi. Brugðið er upp myndum
af fólki af ýmsum þjóðfélagsstigum
og einnig af forvitinni, blátt áfram
einmana og örvæntingarfullri nú-
tímakonu.
Anna Kristín Arngrímsdóttir
leikur höfuðpersónu verksins,
Lottu, sem er talin vera ein stærsta
kvenpersóna í leikbókmenntum
nútímans. Aðrir leikarar eru Arn-
ar Jónsson, Árni Pétur Ingimund-
arson, Guðlaug María Bjarnadótt-
ir, Guðrún Þ. Stephensen, Krist-
björg Kjeld, María Sigurðardóttir,
Róbert Arnfinnsson og Sigurður
Skúlason. Leikstjóri er Guðjón P.
Pedersen.
Anna Kristín Arngrimsdóttir leikur
Lottu, höfuðpersónuna í leikritinu
Stór og smár.
Félagar í kórnum eru nú sjötíu og fimm.
Stjórnandi er Jón Stefánsson. Bruckner-
tónleikarnir eru fyrsta stórverkefni vetr-
arins. Tónleikarnir hefjast klukkan 17
báða dagana. Forsala aögöngumiða er hjá
ístóni, Eymundssön og í Langholtskirkju.
Anton Bruckner.
Olíumálverk og
vatnslitamálverk
Ásgeir Smári Einarsson opnar
sína 6. einkasýningu á morgun í
Gallerí Undir pilsfaldinum í Hlaö-
varpanum. Þar sýnir „Móri“
myndverk sín unnin á þessu og síð-
asta ári. Myndirnar eru olíumál-
verk og vatnslitamyndir og eru all-
ar myndirnar til sölu. Hér er á ferð-
inni sérstakur myndlistarmaður
sem fer ekki troðnar slóöir en lýsir
upp skammdegið með björtum og
fallegum myndum segir í fréttatil-
kynningu.
Ásgeir stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands og
Den Freie í Stuttgart í Þýskalandi.
Sýningin er opin frá 14.00-20.00
virka daga og um helgar frá kl.
14.00-18.00. Sýningunni lýkur 18.
desember.
Ásgeir Smári Einarsson.
Ustasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Bókmenntadagskrá
með tónlistarívafi
Messur
Guðsþjónustur í
Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudag 11. desember ’88
Árbæjarkirkja. Barnasamkoma í Folda-
skóla í Grafarvogshverfi laugardag kl. 11
árdegis. Sunnudagur: Bamasamkoma í
Árbæjarkirkju kl. 10.30 árdegis. Guðs-
þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organ-
leikari Jón Mýrdal. Æskulýðsfélags-
fundur í kirkjunni sunnudagskvöld kl.
20.30. Þriðjudagur: Fyrirbænastund í
Árbæjarkirkju kl. 18.00. Miðvikudagur:
Samvera eldra fólks í safnaðarheimili
kirkjunnar kl. 13.30. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
Áskirkja. Bamaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Minnst 5 ára vígslu-
afmælis Áskirkju. Sr. Grímur Grímsson
þjónar ásamt sóknarpresti. Solveig M.
Björling syngur einsöng. Gústaf Jóhann-
esson leikur undir ásamt Eddu Kristjáns-
dóttur og Magneu Árnadóttur. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja. Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Organ-
isti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudagur:
Bænaguðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guömundsson.
Mánudagur: Jólafundur kvenfélagsins
kl. 20.30. Miðvikudagur: Jólahátíð aldr-
aðra kl. 13-17. Æskulýðsfélagsfundur
miðvikudagskvöld. Sóknarnefnd.
Digranesprestakall. Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan. Laugardagur: Barnasam-
koma í kirkjunni kl. 10.30. Öll böm vel-
komin. Egill og Ólafía. Sunnudagur:
Messa kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson.
Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Dómkórinn syngur við báðar messurnar.
Organleikari Marteinn H. Friðriksson.
Landakotsspítali. Messa kl. 13. Organ-
leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr..Lár-
us Halldórsson.
Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Magnús Guðjónsson biskups-
ritari. Félag fyrrv. sóknarpresta.
Fella- og Hólakirkja. Barnasamkoma kl.
11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guöný
Margrét Magnúsdóttir. Prestur sr.
Hreinn Hjartarson. Mánudagur: Fundur
í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Þriðjudagur:
Samvera fyrir 12 ára börn. kl. 17. Sóknar-
prestar.
Grensáskirkja. Laugardagur: Biblíulest-
ur kl. 10. Sunnudagur: Barnasamkoma
kl. 11. Foreldrar em hvattir til að koma
með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14.
Guðmundur Gíslason syngur einsöng.
Organisti Árni Arinbjamarson. Prestur
sr. Gylfi Jónsson. Mánudagur: Jólafund-
ur kvenfélags Grensássóknar kl. 20.30.
Föstudagur: Æskulýðshópur Grensás-
kirkju kl. 17. Laugardagur: Biblíulestur
kl. 10. Prestarnir.
Fríkirkjan í Reykjavík. Barnaguðsþjón-
usta og skirn kl. 11.00. Síðasta barnaguðs-
þjónustan fyrir jól. Kveikt verður að-
ventuljós og haldið áfram að fara yfir
jólaguðspjallið í máh og myndum, sungn-
ir almennir söngvar og hreyfisöngvar og
beðnar bænir. Söguhomið verður á sín-
um stað, kaffitár fyrir fullorðna og börn-
in verða leyst út með glaðningi. Jólavaka
kl. 17.00. Leikið verður á orgel kirkjunn-
ar frá kl. 16.30. Tveir kórar, fríkirkjukór-
inn og RARIK kórinn syngja jólalög.
Edda Heiðrún Backman leikari les upp.
Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, flyt-
ur jólahugvekju. Á milli atriða verður
almennur söngur. Jólavökunni lýkur
með ljósahátíð og bæn.
Fríkirkjufólk: Bamamessa í Háskól-
akapellunni sunnudag kl. 11.00. Guð-
spjaUið í myndum, bamasálmar og smá-
bamasöngvar, afmæhsböm boðin sérs-
taklega velkomin. Sr. Gunnar Bjömsson.
Háskólakapellan. Guösþjónusta á ensku
kl. 11. Sr. Eric H. Sigmar prédikar. Sr.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnestanga gengst fyrir upp-
lestri úr nýjum bókum með tónlist-
arívafi. Meginuppistaðan í dag-
skránni er lestur góðskálda úr ljóða-
bókum sínum. Siguröur Pálsson les
úr Ljóð námu menn og Nína Björk
Árnadóttir úr Hvíta trúðnum. Hann-
es Sigfússon les úr Lágt muldur
þrumunnar. Hannes hefur verið bú-
settur í Noregi áratugum saman og
mun mörgum leika forvitni á að
Um helgina býöur Náttúrverndar-
félag Suðvesturlands upp á fimm sjó-
ferðir. Um leiö og fólk nýtur náttúru-
skoðunar og söguferða með strönd-
um Innnesja og Suðumesja á stór-
straumsfjöru gefst því kostur á að
kynnast og taka þátt í að gera einfald-
ar athuganir á vistkerfi sjávar.
Ferðirnar flmm verða farnar í dag,
á morgun og sunnudag. í kvöld kl.
20 verður farið út fyrir Engey. Meðal
Richard Day þjónar fyrir altari. Frú
Svava Sigmar syngur einsöng. Organ-
leikari Ragnar Björnsson.
Hallgrímskirkja. Sunnudagur: Barna-
samkoma og messa kl. 11. Sr. Sigurður
Pálsson. Ódýr hádegisverður verður
eftir messu í safnaðarsal kirkjunnar.
hlýða á hann.
Auk þeirra les Björn Th. Björns-
son, höfundur Minningamarka í
Hólavallagarði, sem gefln er út í til-
efni 150 ára afmælis gamla kirkju-
garðsins, og Guðmundur Andri
Thorsson úr sinni fyrstu skáldsögu,
Mín káta angist. Gunnar Kvaran
sellóleikari kemur til liðs við skáldin
og leikur saraböndur úr einleikssvít-
um Bachs. Kynnir verður Viöar Egg-
ertsson leikari. Dagskráin á sunnu-
annars verður stjömuhiminninn
skoðaður, ef stjörnubjart verður,
undir leiðsögn fróðra manna.
Á laugardaginn verður boðið upp
á tvær ferðir. Önnur, kl. 13.30, er um
víkur og sund í Kollafirði. Seinni
ferðin er kl. 20 um kvöldið og er sams
konar og á föstudagskvöldið.
Á sunnudag verða einnig tvær
ferðir. Fyrri ferðin, kl. 10.30, er farin
út á Engeyjarsund, fyrir Gróttu og
Kl. 14. Kirkja heyrnarlausra. Sr. Miy-
ako Þórðarson. Þriðjudagur: Fyrirbæ-
naguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum. Miðvikudagur: Náttsöngur kl.
21.00. Dómkórinn syngur, stjórnandi
Marteinn H. Friðriksson.
Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar
dag hefst klukkan hálfljögur og
stendur í eina og hálfa klukkustund.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var
vígt 21. október. Þar eru til sýnis
fimmtíu verk eftir listamanninn.
Safnið er opið á laugardögum og
sunnudögum klukkan 14.00-17.00.
Hin vistlega kaffistofa safnsins er þá
opin og þar geta menn notið veitinga
og fagurs útsýnis yfir sundin.
Álftanes og suður fyrir Straumsvík.
Seinni ferðin, kl. 13.30, verður farin
suður með Vogastapa.
Fróöir menn um náttúru, sögu og
örnefni verða með í öllum ferðunum.
Þátttakendur era beðnir aö mæta
tímanlega á Grófarbryggju. Allar
nánari upplýsingar verður hægt að
fá í síma 40763 milli kl. 10 og 12 fóstu-
dag og laugardag.
Fjalar Lárusson. Háteigskirkja. Morg-
unmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Sr. Arngrímur Jónsson. Aðventutónleik-
ar kl. 21. Einar Kristján Einarsson og
Robyn Koh leika tónlist á gítar, orgel og
sembal eftir Vivaldi, Bach o.fl. Kvöld-
bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á
miðvikudögum kl. 18. Sóknarprestar:
Hjallaprestakall í Kópavogi. Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11 i messuheimili Hjalla-
sóknar, Digranesskóla. Skólahljómsveit
Kópavogs kemur í heimsókn. Jólasam-
vera fjölskyldunnar. Allir velkomnir.
Sóknarprestur.
Kársnesprestakall. Fjölskylduguðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11. Yngstu
bömin í Kór Kársnesskóla syngja undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Aðventu-
hátíð í Kópavogskirkju kl. 20.30. Strengja-
sveit leikur. Kór og einsöngvarar flytja
jólalög frá ýmsum löndum, stjórnandi
Guðni Þ. Guðmundsson. Ljóðalestur og
almennur söngur. Frú Guðrún Þór flytur
jólahugvekju. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja. Kirkja Guöbrands
biskups. Óskastund 'bamanna kl. 11.
Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Hei-
misson, cand. theol, og Jón Stefánsson
sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Á
vegum minningarsjóðs Guðlaugar Páls-
dóttur er mikiö borið í söng og hljóð-
færaleik af Kór Langholtskirkju undir
stjóm Jóns Stefánssonar. M.a. flutt verk
eftir Bmckner. Njótum yls af minningu
góðra vina við helga athöfn. Prestur Sig.
Haukur Guðjónsson. Kaffi á könnunni
að athöfn lokinni. Minnum einnig á tón-
leika Kórs Langholtskirkju laugardaginn
10. des. og sunnud. 11. des. kl. 17 báða
dagana. Sóknamefndin.
Laugarneskirkja. Guðsþjónusta kl. 11.
Bamastarfið á sama tíma. Kafii á könn-
LEÐURHÚSGÖGN - JÓLATILBOÐ
Vorum að taka inn nýjar sendingar:
sófasett, hornsófar, stakir sófar,
hægindastólar, margir litir.
Opið laugardaga frá kl. 10-18
Sunnudaga frá kl. 14-18
HALLDÓR SVAVARSSON
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Suðurlandsbraut 16
Sími 680755
Fimmtíu verk eftir Sigurjón Ólafsson prýða listasafnið. Um helgina verður safnið vettvangur bókmennta.
Náttúruvemdaifélag Suðvesturlands:
Fimm sjóferðir
FÍM-salurinn:
listaverk eftir
félagsmenn til sölu
Félag íslenskra myndlistar-
manna hefur nýjan rekstur i hinu
glæsilega galleríi sínu aö Garða-
stræti 6. Salurinn verður fram-
vegis annars vegar sölugallerí
þar sem fólk getur keypt verk því
sem næstbeint af listamanninum
og styður þar með þeim hætti
framgang íslenskrar myndlistar.
Hins vegar verður áfram haldið
með sýningarsalinn þar sem
stöðugar sýningar verða.
í desember og janúar verður
galieríið eingöngu starfrækt sem
sölugallerí og verður skipt um
. verk viku- til hálfsmánaðarlega.
Verður því ávallt eitthvað for-
vitnilegt í FÍM-salnum.
Opnunartími galleríisins verð-
ur frá 12-18 virka daga og laugar-
daga er opið frá 14-18 en fram að
jólum eins og verslanir eru opn-
ar. Lokað er á sunnudögum.
Gallerí Undir pilsfaldinum:
Gallerí Eva:
Sýning Evu
Benjamíns-
dóttur
Sýningu Evu Benjamínsdóttur á
málverkum hennar í Gallerí Evu,
Miklubraut 50, mun ljúka á mánu-
daginn. Sýnir hún vatnslitamyndir
og myndir unnar með blandaðri
tækni. Þetta er önnur einkasýning
Evu hér á landi. Sú fyrri var í Ás-
mundarsal 1983.
Eva útskrifaðist frá School of the
Museum of Fine Arts í Boston og
lauk BFA gráðu frá Tufts Univers-
ity 1984. Eva hefur áður tekið þátt
í samsýningum hér á landi og er-
lendis.
Sýningin verður opin um helgina
og á mánudag frá kl. 15.00-21.00.
Opið hús á
vinnustofum
Kópavogshælis
Á morgun verður opið hús á
vinnustofum Kópavogshælis.
Ætlunin er að kynna þá starf-
semi sem þar fer fram og bjóöa
jafnframt til sölu ýmsa eigulega
hluti sem vistmenn hafa unnið.
Nær eitt hundrað einstakling-
ar starfa á vinnustofunni dag-
lega við hin ýmsu verkefni:
handavinnu, vefnað og síðast
en ekki síst við þjálfun.
Vinnustofumar veröa opnar
frá kl. 14.00-18.00. Fólk er boðið
velkomin i kaffi og piparkökur
og að kynnast því sem verið er
að gera á vinnustofum Kópa-
vogshælis.
Tolli sýnir í Gamla bíói
Stór og smár