Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1988, Síða 7
31 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988. Lítið að gerast hér heima um helgina Látíð veröur um að vera í íþrótt- unum um þessa helgi. Ekkert verö- ur leikið í íslandsmóti 1. deildar í körfuknattleik eða handknattíeik. Tvö íslensk lið taka þátt í Evrópu- keppninni í handknattleik. FH- ingar leika í Rúmeníu í IHF-keppn- inni gegn Baia Mare og Valsmenn leika í Evrópukeppni meistaraliða gegn svissneska liðinu Amicitía. Fjórir leikir fara fram í 2. deild «karla í handknattleik um helgina. Á laugardag leika Keílavík og Aft- urelding í Keflavík klukkan 15.15 og ÍR og Þór leika í íþróttahúsi Seljaskóla klukkan 14.00 á morgun. Á sunnudag leika síðan HK og Sel- foss í Digranesi klukkan 14.00 og í Hafnarfirði mætast ÍH og Ármann klukkan 16.30. Körfuknattleikur • í körfuknattleiknum leika Léttir og Snæfell í 1. deild karla klukkan 14.00 í Hagaskóla á sunnudag. í 1. deild kvenna leika Grindavík og Njarðvík í 1. deild kvenna klukkan 14.00 á morgun laugardag og á sunnudag leika ÍS og Keflavík klukkan 20.00 í Kennaraháskólan- um og ÍR og Haukar í Seljaskóla klukkan 14.00. Blak • Sex leikir fara fram á íslands- mótínu í blaki um helgina og eru leiknir á þremur stöðum. í Nes- kaupstað mætast Þróttur N. og Breiðablik í 1. deild kvenna kl. 16 á morgun, laugardag, og strax á eftír eigast við Þróttur N. og Fram í 1. deild karla. í íþróttahöllinni á Akureyri er einnig leikið á morg- un, KÁ og ÍS í kvennaflokki kl. 13.30 og í karlaflokki kl. 14.45. Loks eru tveir leikir í Digranesi í Kópa- vogi á sunnudag, HK og Þróttur R. í kvennaflokki kl. 16.30 og í karla- flokki kl. 17.45. • Hrafn Margeirsson og félagar í ÍR leika gegn Þór frá Akureyri í 2. deild í handknattleik um helgina í Seljaskóla. Messur Kirkja óháða safnaðarins. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Barna- starf í Kirkjubæ á sama tíma. Organisti Jónas Þórir. Sr. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. Seltjarnarneskirkja. Barnasamkoma kl. 11. Kór 7-8 ára bama úr Mýrarhúsakóla syngur jólalög undir stjórn Helgu Bjark- ar Grétudóttur. Messa kl. 14. Organisti Sighvatur Jónasson. Þriðjudagur: Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17-19. Sr. Guö- mundur Öm Ragnarsson. Stokkseyrarkirkja. Messa kl. 14. Aðal- safnaðarfundur eftir messu. Sóknar- prestur. Eyrarbakkakirkja. Bamamessa kl. 10.30. Sóknamrestur. Garðasókn. Guösþjónusta í Garðakirkju kl. 11. nemendur Hofsstaðaskóla taka þátt í athöfninni Barnasamkoma verður í Kirkjuhvoli kl. 13. Bænastund og biblíu- lestur er alla laugardaga í Kirkjuhvoli kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson. Bessastaðakirkja. Aöventusamkoma nk. sunnudag kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá Sr. Bragi Friðriksson. Kálfatjarnarsókn. Bamasamkoma í Stóru-Vogaskóla á laugardag kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Hafnarijarðarkirkja. Sunnudagaskóli kl. 10.30. Muniö sunnudagaskólabílinn. Jólavaka við kertaljós kl. 20.30. Ræðu- maður Guðrún Agnarsdóttir alþingis- maður. Flytjendur tónlistar Kór Hafnar- fjarðarkirkju, Ólafur Finnsson orgelieik- ari, Edda Kristjánsdóttir flautuleikari. Stjórnandi Helgi Bragason. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Keflavíkurkirkja. Aðventusamkoma fyrir bömin kl. 11 í umsjá Málfríðar Jó- hannsdóttur og Ragnars Karlssonar. Að- ventukvöld kl. 20.30, kórsöngur, upplest- ur, einsöngur og almennur söngur. Jóla- lögin sungin með Kór Keflavíkurkirkju sem nýlega hefur gefið út plötu sem verð- ur til sölu í kirkjunni. Stjómendur Sigu- róli Geirsson og Örn Falkner. Sóknar- prestur. Fundir JólafundurJC Kópavogs verður haldinn í kvöld, 9. desember, að Hamraborg 1,3. hæð, kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Félagsmenn eru hvattir til að mæta ásamt fjölskyldu sinni. Upp- lýsingar í sima 43714. Vestfirðingafélagið I Reykjavik Sunnudaginn 11. desember verður áðal- fundur félagsins haldinn að Fríkirkju- vegi 9 kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar á eftir. Félagar em beðnir að mæta vel og stundvíslega og taka með sér nýja félaga. JC Nes og JC Borg halda sameiginlegan jólafund sinn laug- ardaginn 10. desember kl. 20.30 að Lauga- vegi 178. Gestir kvöldsins verða þau Bar- bara Wdowiak landsforseti og Þorsteinn Fr. Sigurðsson viðtakandi landsforseti. Veitingar verða í hléi og síöan opið hús að fundi loknum. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti. Tilkyimingar Kynning hjá Borgarfelli Kynning verður á nýrri Brother WP-1 ritvinnsluvél hjá Borgarfelli, Skóla- vörðustig 23, á morgun, laugardag, milh kl. 10 og 14. Neskirkja - félagsstarf aldr- aðra Samverustund á morgun, laugardag, kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestir: Borgþór Kærnested og böm úr Granda- skóla. Kveikt á jólatré á Austurvelli Hinn sérlegi yfirumboðsmaður jólasvein- anna, Ketill Larsen, hefur nú eins og oft áöur frétt frá Askasleiki, foringja jóla- sveinanna, um komu þeima til borgar- innar. Þeir birtast í fullum skrúða þegar kveikt verður á jólatré frá Oslóborg á Austurvelli sunnudaginn 11. desember nk. Munu þeir koma fram á þaki Nýja Kökuhússins við homið á Landsímahús- inu strax þegar athöfninni við jólatréð er lokið en hún hefst kl. 16. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög á Austurvelli frá kl. 15.30. Kveikt á jóiatré í Garðabæ Kveikt verður á jólatré við Garðatorg laugardaginn 10. desember kl. 17. Tréð er gjöf frá íbúum Asker sem er vinabær Garðabæjar í Noregi. Bæjarstjóri Asker kemur gagngert hingað til lands til að afhenda tréð. Er þess vænst að sem flest- ir bæjarbúar sjái sér fært að taka þátt í þessari athöfn. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á dagskrá. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 10. desember. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10. Úr því myrkrið aftur snýr - ofar færist sól. Við mætum skammdeginu í góðum félagsskap í bæj- arrölti Hana nú. Nýlagað molakalfi. Foreldra- og vina- félag Kópavogshælis Jólafagnaður félagsins verður í Domus Medica sunnudaginn 11. desember kl. 14. Tekið á móti kökum frá kl. 10 f.h. Sölusýning vistmanna verður á morg- un, laugardag, frá kl. 14-18 í vinnustofu hæhsins. Jólavaka í Mosfellsbæ Sunnudaginn 11. desember nk. kl. 20.30 halda Karlakórinn Stefnir og Leikfélag Mosfellssveitar sína árlegu jólavöku. Leikfélagið flytur m.a. söng og upplestur úr verkum Þórbergs og Guöjón Sveins- son les nútima jólasögu. Karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Stefnur sjá um veitingar. Nýr stæðasjálfsali við Hlemm 1 nóvember var tekinn í notkun nýr stæðasjálfsali nyrst við Þverholt, austan útibús Búnaðarbankans viö Hlemm. Gjaldið er 50 kr. á klst., hámarkstími er 2 klst. Sömu reglur gilda um aukaleigu- gjald og á öðrum stöðumælastæöum. Leiðbeiningar um notkun eru áletraðar á stæðasjálfsalann. Stöðumælaverðir munu leiðbeina fólki um notkun sjálfsal- ans til að byija með. Fyrir eru í borginni fjórir slíkir stöðumælasjálfsalar, einn á Grettisgötu v/Klapparstíg, annar við Laugaveg 77, þriðji við Stjörnubíó og sá fjóröi viö Landakotstún. Jólasveinar í Kringlunni Kl. 11 á morgun mæta þeir Gluggagægir, Kertasníkir og Kjötkrókur og skemmta fólki i Kringlunni. Eftir hádegi verður síðan hægt að láta mynda sig með jóla- sveini. Jólasveinarnir verða síðan í Kringlunni til 23. desember. Jólaglögg átthaga- samtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna verða með jólaglögg að Hverfisgötu 105 (Alþýðu- bandalagshúsinu) laugardagskvöldiö 10. desember. Húsið opnað kl. 21. Skemmti- dagskrá verður flutt og að henni lokinni leikur hljómsveitin Frílyst fyrir dansi. Skólafólk af Héraði statt í Reykjavík er sérstaklega hvatt til að mæta. LAGER-ÚTSALA á Ijósum og lampaglerjum laugardaginn 10.12 kl. 14.00 til 18.00 LAMPAR OG GLER HF. Suðurgötu 3 NÝJA POSTULAKIRKJAN ISLANDI HAALEITISBRAUT 58-60 (MIDBÆR) Guöeþjónustur sunnudaga ki. 11.00, fimmtudaga ki. 20.00. SPURNINGAR OG SVÖR VIÐ ÞEIM HVAÐ ER HEILÖG SKÍRN? - Hln heilaga skírn er fyrsta skref endurlæöingarinnar. - Með skírninni er'sálin hreinsuð og undírbúin undir það að meðtaka hinn heil- aga anda viö hina heilögu innsiglun, sbr. 8. kafia postulasögunnar, vers 14-17. - Við skírnina verður heiðinginn að kristnum manni. - Við skírnina eru syndir feðranna þvegnar burtu. NÝJUNG FRÁ BROTHER Við kynnum hina nýju BR0THER WP-1 ritvinnsluvél (Word Processor) laugardaginn 10. desember kl. 10-14. Hraðvirkt tæki með hagkvæmasta hugbúnaði sem nokkru sinni hefur verið þróaður. Eykur afköst og hraða. * 12,5x22,5 cm skjár. Körfuhjól, 3,5" diskadrif. * 12,9 kg með handfangi. WP-1 gerir margt sem aðeins dýrustu tölvur gera og los- ar okkur við hvimleitt punktaletur. Ómissandi fyrir rithöfunda, kennara, nemendur og ótal önnur störf og fyrir hvers konar stofnanir og fyrirtæki. Verð aðeins kr. 46.785,- BORGARFELL Skólavörðustíg 23, sími 11372. Alkoholið situr lengur í blóðinu en þú heldur. Notkun er mjög einföld: Opniö pokann, takið prufustrimilinn og bleytiö í munnvatni. Bíðið í 2 mínútur og berið síðan saman við litakortið. Örugg niðurstaða á aðeins 2 mínútum. Neytið ekki matar né drykkjar 15 mínútum áður en prufan er framkvæmd. 0,2°/„ 0,5°/« 1,0°/„ 2,47, Einkaumboð: EINAR PÉTURSSON -heildverslun- Hafnarstræti 7, sími 18060. 3 prufur í pakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.