Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1988, Síða 4
26 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988. Dansstaðir Abracadabra, Laugavegi Diskótek á annan í jólum til kl. 01 Amadeus, Þórscafé, Brautarholti, sími 23333 Á annan í jólum verður sérstakt konukvöld. Allar konur fá frítt inn og glaðning frá Margret Astor. Opið til kl. 01. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, simi 77500 Á annan í jólum verður diskótek opiö til kl. 01. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek á annan í jólum til kl. 01. Duus-hús, Fischersundi, sími 14446 Diskótek á annan í jólum. Glæsibær, Álfheimum Gömlu dansarnir með hljómsveit Jóns Sigurðssonar á annan í jólum. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavik Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi í kvöld til kl. 03. Diskótek á annan i jólum til kl. 02. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík. sími 11440 Tónleikar með Bubba og Megasi ; kvöld til kl. 01, diskótek til kl. 03. A annan í jólum verður diskótek til kl. 02 Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Opið í kvöld og á annan i jólum til kl. 24.30. Hótel ísland Opið í kvöld til kl. 03. Stjórnin leikur fyrir dansi. Á annan í jólum leikur Stjórnin til kl. 02. Hótel Saga, Súlnasalur, v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Lokaö í Súlnasal um helgina. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið til kl. 03 í kvöld og til kl. 02 á annan í jólum. Hilmar Sverrisson leikur bæði kvöldin. Tilkyimingar Sundlaugin á Loftleiðum Sundlaugin og gufubaðiö á Hótel Loftleið- um verður opið almen'ningi alla jóladag- ana. Nánari upplýsingar í síma 22322. Neyðarvakt Tannlækn— félags íslands verður um jól og áramót. Upplýsingar í símsvara Læknafélags Reykjavíkur 18888. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, aðfangadag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Hin hljóða nótt er að nálgast. Á aðfanga- dag eru allir ungir sem eldri velkomnir í jólakafíi og til að sitja við kertaljós og eiga góða stund í góðum félagsskap á Digranesvegi 12. Utanbæjarfólk velkom- ið. Útvörður Út er komið tímaritið „Útvörður" sem gefið er út af Samtökunum um jafnrétti milli landshluta. í ritinu er fjöldi greina um landsbyggðarmál, í víðustu merk- ingu, enda berjast samtökin fyrir jafn- vægi í byggð landsins. Greinahöfundar eru margir og sumir landsþekktir og er ritið skrifað af fólki sem búsett er vítt og í gærkvöldi voru frumsýndar í Hall- grímskirkju dansbænirnar Faöir vor og Ave Maria eftir Ivo Cramér. Viö sama tækifæri flutti Mótettukórinn þijá sálma undir stjórn Harðar Áskelssonar. Höfundur dansanna, Ivo Cramér, haföi lengi verið heillaöar af hug- myndinni um aö túlka sálm eða bæn með danshreyfingu í kirkjú. Það var samt ekki fyrr en hann tók þátt í guðþjónustu fyrir heyrnarlausa í Noregi að hann skildi hvernig hann ætti að semja dansinn. Þar heillaðist hann af sálmasöngnum sem stúlkna- og drengjakór söng á táknmáli. Teiknandi kór. Úr hreyflngum þeirra og annarra tákna samdi hann eigið danshreyf- ingamál í stækkuöu og stílfærðu formi við bænina Faðir vor. Þetta var 1970. Sá dans varð aö hefö í Svíþjóð og er dansaður á hverju ári um jólin. Ave Maria er 'sérstaklega saminn fyrir-Maríubænina og tileinkar höf- undur dansinn Vigdísi Finnboga- dóttur. Sýningin hefst með að Mótettukór- Frá sýningu íslenska dansflokksins I Hallgrimskírkju. DV-mynd KAE Dansbænir í Hallgrímskirkju inn syngur þrjá sálma. Einn þeirrá er Ave Maria. Flutningi lýkur með Faðir vor og fer Arnar Jónsson leik- ari með textann um leið og dansað er. Tónlistin við Faðir vor er eftir Ralph Lundsten. Næsta sýning er 27. desember. Verða sýningar síöan 28., 29. og 30. desember. Miðasala verður í Þjóð- leikhúsinu og síðan í Hallgrims- kirkju klukkutíma fyrir sýningu. -HK Bubbi og Megas hafa gert víðreist um landið að undanförnu. Mynd þessi er tekin á einum tónleikum þeirra. Hótel Borg: Þorláksmessu- tónleikar Bubba og Megasar Bubbi og Megas halda sína árlegu Þorláksmessutónleika á Hótel Borg í kvöld. Bubbi og Megas hafa gert víðreist að undanförnu og haldið sameigin- lega tónleika víða um land. Tilefni hljómleikanna er plata þeirra félaga, Bláir draumar, sem er fyrsta sameig- inlega útgáfa þeirra félaga. Bláir draumar hefur selst mjög vel aö und- anförnu og er allt útlit fyrir að þar sé á ferðinni „metsöluplata". Þorláksmessutónleikarnir verða lokatónleika Bubba og Megasar, í bili að minnsta kosti. Húsið verður opnað kl. 21 en tónleikarnir hefjast kl. 22. breytt um landið og starfar í hinum ýmsu stéttum þjóöfélagsins. Ætti því hér að birtast allgott þversnið af almenningsá- litinu í landinu, hvað byggðamálin varð- ar. Aðbúnaður togarasjómanna Út er komið ritið Aðbúnaður togarasjó- manna - breytingar meö nýsköpunartog- urum og vökulögum um tólf stunda hvíldartíma eftir Svanhildi Bogadóttur sagnfræðing. Ritið fjallar um aðbúnað sjómanna á togurum fyrir og eftir til- komu nýsköpunartogaranna svokölluðu upp úr seinna stríði. í riti Svanhildar er farið um allan togarann og lýst aöbúnaði áhafnarinnar, vistarverum, hreinlætis- aðstöðu og annarri aðstöðu og því hversu gífarlegar breytingar uröu með tilkomu nýsköpunartogaranna á þessu sem og líf- inu um borð. Einnig er lýst harðri bar- áttu sjómanna fyrir að fá vinnuviku sína stytta. Rit Svanhildar var upprunalega skrifað sem B.A. ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 1985. Þaö er í nýjum flokki sagnfræðirita sem ber nafniö Rit- röð sagnfræðinema og er gefrn út af sagn- fræðinemum við Háskóla íslands í sam- vinnu við Sagnfræöistofnun Háskólans. Það fæst í öllum helstu bókaverslunum. Arfurtil líknarfélaga Nýlega barst tveim líknarfélögum í borg- inni, Sambandi dýravemdunarfélaga ís- lands og Styrktarfélagi vangefinna, arfur eftir Guðrúnu Siguröardóttur, er síðast bjó að Furugerði 1 hér í borg. Arfur til hvors félags nam rúmlega 700 þús. kr. Guðrún fæddist að Sjávarhólum á Kjalar- nesi 6. mars 1896 en andaðist í Reykjavík 10. maí sl. Hún var gift Þorsteini Elías- syni, sem látinn er fyrir mörgum árum. Bjuggu þau mestallan sinn búskap í Reykjavík. Samband dýraverndunarfé- laga hefur ákveðið að verja arfinum til fræðslu- og útbreiðslustarfsemi • en Styrktarfélag vangefmna hyggst nota hann til endurbóta og lagfæringa á sam- býlum félagsins. Félögin meta mikils hlý- hug og vinsemd Guðrúnar er hún sýndi með ráðstöfun þessari. félagsins felst m.a. í fræðslu- og umræðu- fundum sem haldnir eru mánaðarlega og á hverju vori eru haldin endurmenntun- arnámskeið fyrir námsráðgjafa. Síðasta vornámskeið bar yfirskriftina „Sérþekk- ing námsráðgjafa" og var þar rætt um ýmis stefnumarkandi atriði varðandi námsráðgjöf í íslenskum skólum. Bankablaðið Bankablaðiö, 54. árgangur, er komiö út. Efnið er fjölbreytt að vanda en meginefni blaðsins að þessu sinni er um jafnréttis- mál og fræðslumál. Viötöl eru við Klöru ívarsdóttur, sem hafnað var í stöðu spari- sjóðsstjóra í Neskaupstaö, en Jafnréttis- ráð hefur ákveðið að lögsækja stjórn sparisjóðsins vegna máls hennar. Þá er viðtal við Kristínu Steinsen, fyrstu kon- una í stöðu aðstoðarbankastjóra á ís- landi, Daníel Gunnarsson, sem ráðinn var skólastjóri Bankamannaskólans í haust, og Adolf Björnsson, fyrrv. form- ann Sambands ísl. bankamanna. í blað- inu eru einnig ýmsar greinar. Fram- kvæmdastjóri Samb. ísl. bankamanna er Einar Örn Stefánsson, og er hann jafn- framt ritstjóri Bankablaðsins. Blaðið er „Grái prinsinn“ Ut er komin bókin „Grái prinsinn" eftir Dúa Másson. „Grái prinsinn" er litrik og óvenjuleg njósnasaga sem gerist á Ís- landi, í Hollandi og Kairó. Bókin er myndskreytt af Ingólfi Björgvinssyni. Dúi er 26 ára gamall Reykvíkingur og leggur stund á söngnám við söngskólann í Reykjavík. Fyrri verk hans eru „Ævin- týri gula’ jakkafatamannsins", sögur og Ijóð sem út komu 1987, og Texti sjónleiks- ins „Þessi... þessi maður“, sem frum- fluttur var af Leiksmiðjunni ísland í júni 1988. Það er útgáfan 1988 Hugboð sem gefur „Gráa prinsinn" út í 150 eintökum. Stensill hf. sá um prentun. 2 Vtluíl l.aiy uU+l&l4 'Háa. t*/8& Námsráðgjafinn félagsblað Félags íslenskra námsráðgjafa kemur nú út í annað sinn. Tilgangur út- gáfunnar er að kynna störf námsráðgjafa og vekja athygli á stóraukinni þörf á ráð- gjöf i íslenskum skólum. Að þessu sinni flytur blaðið fréttir af störfum námsráð- gjafa á öllum skólastigum. Blaðinu er dreift í alla skóla. Félag íslenskra náms- ráðgjafa var stofnað árið 1981. Starfsemi unnið í Repró, Grafík og Félagsbók- bandinu, prentað í 4500 eintökum og sent öUum félagsmönnum SÍB. Tónlistarkennslu- myndbönd eftir Guðmund Norðdahl tónlistarkenn- ara komu út í haust. Þetta eru níu sjón- varpsþættir sem sýndir verða í Sjón- varpinu á næsta ári. Þessir kennsluþætt- ir heita „Flautan og litirnir" og eru ætlað- ir yngstu kynslóðinni. Ætlast er til aö börnin syngi og leiki á blokkflautur með myndböndunum og einnig sjónvarpinu þegar þættirnir verða teknir þar til sýn- inga eftir áramót. Myndböndunum fylgja nótnahefti, sem eru lita- og föndurbækur ásamt blokkflautu (1. þáttur). Kennslu- bókin fæst hjá Skólavörðubúðinni og ís- tón (ísl. Tónverkamiöst.) Kennslubókin spannar allt efni þessara níu þátta. Myndböndin er hægt að panta hjá flest- um bókabúöum um land allt. Fyrstu þremur þáttunum (myndböndunum) fylgir úrdráttur úr kennslubókinni. Fjöldi þekktra tónlistarmanna ásamt börnum hafa unnið að gerð þessara þátta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.