Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1988, Page 8
42 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER J.Í388. ( Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karisson N v Stórbreytingar veröa á listanum þessa vikuna eftir nokkurn stöðug- leika undanfariö. Sakamálamynd- in Suspect, með Cher og Dennis Quaid í aðalhlutverkum, stekkur beint í fyrsta sætið og rétt á eftir. í þriðja sæti. kemur sjálfur Sylvest- er Stallone í Rambo III. Gaman- myndin Hello Again. sem kíkti inn á listann fyrir tveimur vikum. tek- ur einnig stórt stökk í fimmta sæt- ið. Nokkuð hefur farið í vöxt að sett séu á markaðinn myndbönd sem eingöngu eru til sölu og kynnum við fjögur slík á síðunni. Slík mynd- bönd, sem yfirleitt eru fræöslu og skemmtiefni í bland. eiga rétt á sér og verðið er >Tirleitt viðráöanlegt. DV-LISTINN 1. (-) Suspect 2. (1) Best S,eller 3. (-) Rambo III 4. (1) The Untouchables 5. (-) Hello Again 6. (4) SomeoneTo Watch / Over Me 7. (5) Prince Of Darkness 8. (3) Nuts 9. (9) Tough Guys Don’t Dance 10. (7) The Last Emperor Tímavélin MY SCIENCE PROJECT Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Jonathan Beteul. Aðalhlutverk: John Stockwell, Danielle Von Zerneck og Dennis Hooper. Bandarisk, 1985-Sýningartími: 94 mín. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort My Science Project á að vera gamanmynd eða alvarleg. Grunar mann þó það fyrrnefnda þótt erfitt sé þð komast að þeirri niðurstöðu. Myndin fjallar um háskólastúd- enta sem komast í tæri við tor- kennilegan hlut þegar gramsað er inni á svæði sem herinn hefur að- setur á. Þegar farið er að fikta við hlutinn kemur í ljós að hann gefur gífur- lega mikinn straum frá sér. Það sem kemur krökkunum samt mest á óvart er að þegar þeir loksins ná að slökkva á hlutnum kemur í ljós að tíminn hefur færst fram um nokkrar klukkustundir. Þeir fá til Uðs viö sig kennara, gamian hippa sem getur ekki losað sig frá því tímabili. Hann skynjar kraft hlutarins og verður mjög hrif- inn, vill ekki láta slökkva á honum og aö endingu hverfur hann eitt- hvað inn í tímalausa veröld. Eins og gefur að skilja veldur þessi tímavél miklum usla meðal íbúa þegar geislar hennar ná út fyrir tilraunastofu krakkanna. ►AU UPPGÖTVUOU arr magnai>as»ta t*mavop« EB MAW’RJNN HEFU8 HAFT y Krakkarnir verða að hafa sig alla við að slökkva á tækinu áður en bærinn þeirra hverfur alveg. Það er ósköp fátt skemmtilegt viö My Science Project. Miklar gloppur í handriti og óvandaður frásagnar- máti gerir það að verkum að unn- endur visindamynda hafa sjálfsagt lítiö gaman af. Eini ljósi punktur- inn er Dennis Hooper í hlutverki hippaprófessorsins og er hann eina réttlætingin fyrir myndinni. -HK ★★ % M1 Þijósk eða geggjuð NUTS Útgefandi: Steínar hf. Leikstjóri: Martin Ritt. Aðalhlutverk: Barbra Streisand, hard Dreyfuss, Eli Wallach og Malden. Ðandarisk, 1987 - Sýningartimi: min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Ric- Karl 111 Barbra Streisand er ein af þeim stjörnum í Hollywood sem hafa efni á að gera eigin myndir og gera það. Hún leikur ekki í mörgum mynd- um en vandar val sitt vel og er kröfuhörð við sjálfa sig og aðra. Að sjálfsögðu ber Nuts þess sterk- leg merki að það er Streisand sem hefur ráðiö handritinu og gerð per- sónunnar sem hún leikur. Streisand hefur einnig sýnt gott vit með að velja Martin Ritt sem leikstjóra. Hann er þekktur fyrir að ná því besta út úr leikurum og það tekst honum í tilfelli Streisand. Þótt margt megi setja út á gleði- konuna, sem Streisand leikur, þá túlkar hún hana af sannfæringu og krafti og ekki sakar að hafa jafn- góða leikara og Richard Dreyfuss, Karl Malden og Eli Wallach sér við hlið. Nuts íjallar um gleðikonu sem er handtekin fyrir morð á viðskipta- vini sínum. Þvert ofan í vilja sinn er lögfræðingi, sem Dreyfuss leik- ur, fengið það verkefni aö verja hana eftir að hún hafði ráðist gegn fyrri verjanda og slegið hann niður. Réttarhöldin eru hin skemmtileg- ustu og kemur þar margt fram sem falið var í huga hinnar ákærðu. Elskulegir foreldrar gleðikonunn- ar, sem allt vilja fyrir hana gera en þó helst senda hana á hæli með aðstoð ákærandans, hverfa fljótt af staÚi dyggðarinnar þegar losnar um málbeinið á Streisand... Nuts er hin besta afþreying. Góð- ur leikur aðalleikaranna allra og spennandi söguþráður hjálpar til að gera myndina að hinni bestu skemmtun þótt ekki risti hún djúpt. -HK Bikarinn í botn POOR LITTLE RICH GIRL Útgefandi: JB Leikstjóri: Charles Jarrott. Handrit: Dennis Turner. Aöalhlutverk: Farrah Fawcett, Nicholas Clay, Bruce Davison, Sascha Hehn og Kecin McCarty. Bandarísk 1987.2x70 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Seríur sem þessar hafa ekki verið mjög algengar á myndbandamark- aönum að undanfórnu og fagna því án efa margir að sjá þetta sápulíki. Myndin segir sérkennilega sögu Barböru Hutton sem var kunn fyr- ir það í 30 ár að vera ríkasta kona heims. Henni tókst hins vegar að sólunda auði sínum á þeim tíma og var nánast öreigi þegar hún féll frá. Við það naut hún dyggrar að- stoðar frá „vinum og elskhugum" en hún náöi að giftast 6 mönnum á ævinni. Sumir þeirra voru frægir fyrir en allir urðu þeir frægir eftir hjónabandið. Það er ekkert til sparað að gera þessa þáttaröð sem glæsilegasta: fjölmennt og frítt leikaralið, marg- breytilegir tökustaðir og þokkaleg- ar senur þess á milli. Þættirnir verða því að teljast hin ágætasta skemmtun. Þeir eru að sönnu ekk- ert sérstaklega hugmyndaríkir en hver er heldur að biðja um það þegar í boði er ríkmannleg sápa. -SMJ Myndbönd eingöngu til sölu: Knattspyma, veiði og hundaþjálfun Bergvík hefur gefið út fjóra titla á spólum sem eingöngu eru ætlaðar til sölu en ekki leigu. Eru þetta tvær knattspyrnuspólur, Saga Arsenal og Liverpool, Fluguveiði og Tamning hunda. nwcMtí hwníu Knattspymuspólurnar tvær em sjálfsagt kærkomnar aðdáendum knattspyrnu. Þar er rakin saga tveggja knattspymufélaga sem eiga að baki langa og merkilega sögu og eru þar sýndar margar gamlar og sjaldséðar myndir. Þulur er Bjarni Felixson. Fluguveiðin er handhæg fyrir álla áhugamenn um veiði. Þar er á skilmerkilegan hátt lýst leyndar- dómum fluguveiðinnar og kennd réttu handbrögöin. Það eru ekki margir sem hafa tamiö hunda sína á markvissan hátt. Flestir kenna þeim vegna ánægjunnar og er lítiö skipulag á þeirri kennslu. Myndin Training Dogs ætti að geta oröið mörgum hundaeigandanum aö gagni. Þar er sýnt af færum leiðbeinendum hvernig má temja hundinn og kenna honum og er leiðbeinandinn Barbara Woodhouse, sem er einn þekktasti hundaþjálfari á Bret- landseyjum. -HK ★★V2 4§ M í hröðum hristingi SHAKEDOWN Útgefandi: Skifan Leikstjóri og handritshöfundur: James Glickenhaus. Myndataka: John Lindley. Aöalhlutverk: Peter Weller, Sam Elliot. Bandarisk 1988. 95 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér er um að ræða marg- matreiddan rétt sem gengur út á lögregluspillingu, glæpi, morð og lögfræðilegt drama. I eldlínunni eru tveir leikarar, Elliot og Weller, sem ekki hafa enn slegið í gegn en eru búnir að vera lengi á þröskuldi þess. Ég veit ekki hvort þessi mynd breytir þar einhverju um en ótví- rætt ætti fleirum að vera kunnugt um tilvist þeirra en áður. Myndin segir, frá lögfræðingi nokkrum (Weller) sem tekur að sér að verja iögreglumorðingja. Um leið kemst hann í tæri við hat- ramma spillingu innan lögreglunn- ar og lendir í miklum hasar. Nýtur hann þá aðstoðar Elliots, sem leik- ur einfarann vammlausa innan lögreglunnar. Þar að auki á hann stærri byssu en Eastwood. Það er margt frísklegt í myndinni fyrir utan þaö að sjá nýja menn í hlutverkinu. En eigi að síður vant- ar eitthvað upp á. Handritið er ekki nógu þétt og þá er myndin full- þunglyndisleg á köfium án þess að hafa neinar forsendur til þess. Kraftmiklar senur þæta þó úr og þá er mjög fagmannlega staðiö að allri tæknivinnu við myndina. -SMJ I vígahug AMERICAN NINJA 2 Útgefandi: Myndbox Leikstjóri: Sam Firstenberg Aóalhlutverk: Michaei Dudikoff, Steve James og Larry Poindexter. Bandarísk 1988. 90 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Einu sinni hélt maður að Bruce Lee væri fremstur þeirra manna sem berja á vondum mönnum að austurlenskum sið. Þá kom Chuck Norris og var þá hinn austurlenski blær farinn að upplitast. Nú er hins vegar kominn ungur og efnilegur leikari sem tekur þeim báðum fram, Michael Dudikoff, enda í meira lagi arískur i útliti. Hann er sannur WASP að uppruna og ekki spillir fyrir að hann lemur á skyn- lausum ofbeldismönnum. Svona myndir útskýra sig sjálfar og þeir sem sækjast eftir því að horfa á þær gera sér sjálfsagt engar grillur út af atriöum eins og sögu- þræði og leik. Um slíkt er heldur ekki að ræða hér. Myndin flöktir á heimskulegan hátt á milli slags- mála sem mörg hver reyna þokka- lega mikið á áhættuleikarana en koma þó lítt á óvart. Framganga aðalleikaranna er hin vasklegasta. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.