Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. LífsstOl ISSS® mk ■ .Tl...... Drengj akollurinn tímalaus Enn verra var h vað varðaði þessa fordóma að drengjakollurinn féll ekki inn í neina sérstaka stétt. Kon- ur úr öllum stéttum létu klippa sig stutt En af hverju veldur hártíska svona mikilli reiði meðal fólks og hvert er upphaf slíkrar tísku? Stundum má ætla aö einhverjir atburðir komi tísku sem þessari af stað og stundum einhver ein mann- eskja. Ein fyrsta konan sem lét klippa sig stutt á þriðja áratugnum var leikkonan Louise Brooks sem einn- ig starfaði sem fyrirsæta. Hún lét klippa toppinn á sér fyrir ofan augabrýr og hárið í vöngunum náði rétt niður fyrir eyru . Margir telja að hún hafl gert þessa klippingu „vinsæla“. Klippingin leit út fyrir vera skorin en ekki klippt, svo beinar voru hnurnar. Tíðarandinn hefur mikið breyst frá þessum tíma og nú vilja margir halda því fram að stuttar klipping- ar geri konurnar að meiri týpum en ella. Þess vegna er stutta klipp- ingin orðin að nokkru tímalaus Audrey Hepburn varfræg fyrir stutta hárið sitt og langan háls. eins og síða hárið. Þegar fatatískan breytir um línur breytist hártískan einnig. Stutt hár er að verða mest áberandi í tískunni í dag. Þaö má lesa úr fatatískunni. Púffermarnar á skyrtum er að detta út og það sama má segja um herðapúða í jökkum: Þetta þýðir sem sagt að stuttur snyrtilegur drengjakollur sé aftur að ná sér á strik í tískunni. Þær sem fyrstar létu klippa sig stutt voru ofsóttar af fordómafullum vinnuveitend- um. Bamalegt yfirbragð í raun segir stutta háriö miklu minni sögu en andlitsfarði persón- Helsti munurinn á stuttu hár- klippingunni nú og fyrir 25 árum er að klippingin er öliu frjátslegri og mýkri. Knallstutt skal það verða. Þegar fyrstu konumar létu klippa hárið á sér stutt árið 1920 var það merki um fijálsleika konunnar. Yfir sextíu árum síðar em skilaboð stuttu hártískunnar enn sterk. Fyrstu konurnar, sem létu til leiðast og klipptu hár sitt stutt í kringum 1920, náðu flestar mikilli athygli - flestar þó neikvæðri - vegna þess að þessi byltingar- kennda hárgreiðsla gerði venjulega viðkomandi óhamingjusama. Flestir, sérstaklega karlmenn, kölluðu þessar stúlkur strákastelp- ur og klippinguna sjálfa drengja- koll. Hún var talin orsaka skalla á konum, höfuðkulda, þykkan háls og síðast en ekki síst atvinnuleysi. Hvað sem hinum fordómunum leið var það rétt að drengjakollur or- sakaði að þær konur fengu enga atvinnu. Á flestum ráðningarskrif- stofum var ritað stórum stöfum upp á vegg „Konum með stutt hár er óheimilt að sækja um vinnu“. anna. Stutta hárið virðist yfír alla tísku hafið. En þegar greina á gaml- ar myndir í tíma er það andlits- farðinn sem gefur hann til kynna. Af hverju það er, jú, vegna þess að þversögnin er varanleg: drengja- kollur gefur barnalegt yfirbragö en samt yfirvegað, er sérstakur og býður upp á marga kosti. í ár er má segja að 25 ár séu hðin frá endurkomu stuttu klippingar- innar en hún var kynnt aftur í byrj- un sjötta áratugarins. Þá tísku inn- leiddi hinn þekkti hárgreiðslumaö- ur Vidal Sassoon. En þrátt fyrir að ekki hafi orðið miklar breytingar á Stuttar vatnsgreiðslur eru tíma- lausar eins og allir aðrir drengja- kollar. stuttu hártískunni má segja að lín- umar í dag séu örlítið mýkri en áður og meiri fífldirfska ríkir í tís- kunni nú. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.