Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. Andlát Ragnheiður Pétursdóttir, fyrrv. hús- móðir, frá Dröngum í Strandasýslu, lést að Hrafnistu í Reykjavík að morgni nýársdags. Bjarni Ingimarsson skipstjóri lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 31. desember. Sigurdís Bóel Sveinsdóttir, Hjálm- holti 10, lést 31. desember. Stefán Hólm Kristjánsson, Dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist laugardaginn 31. desember. Helga Þóroddsdóttir, Hörðcilandi 2, Reykjavík, lést af slysfórum á nýárs- dag. Elisabet Gísladóttir frá Hvarfi lést að morgni 1. janúar. Magnús Ólafsson, fyrrv. leigubílstjóri, Stórholti 35, lést í Borg- arspítalanum 1. janúar. Hallfreður Guðmundsson, fyrrver- andi hafnsögumaður, Akranesi, lést 29. desember í Sjúkrahúsi Akraness. Matthías Stefánsson, Bólstaðarhlíð 50, andaðist 31. desember. Sigurður Sigurðsson er látinn. Jarðarfarir r '\\ '^t§r á Vilhjálmur Guðjónsson lést 27. des- ember. Hann fæddist 4. mars 1932 á Þorgeirsfelli í Staðarsveit, sonur Unu Jóhannesdóttur og Guðjóns Péturs- sonar. í ársbyrjun 1952 íluttist Vil- hjálmur til Akraness þar sem hann settist aö og bjó til dauðadags. Lengst af stundaði sjóinn sem vélstjóri og hafði aflað sér réttinda á stærri vélar fiskiskipa. Eftirlifandi eiginkona hans er Halldóra Lárusdóttir. Þau hjónin eignuðust fjóra syni. Útför Vilhjálms verður gerð frá Akranes- kirkju í dag kl. 14. Guðmundur Jónsson, Ökrum við Nesveg, lést á Landspítalanum 25. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Útför Baldvins Ringsted tannlæknis, er andaðist i Fj óröungssj úkrahúsinu á Akureyri þann 27. desember, verð- ur gerð frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 5. janúar kl. 13.30. Gunnar Steindórsson lést 22. desem- ber. Hann fæddist á Skjaldþingsstöð- um í Vopnafirði 11. mars 1915. For- eldrar hans voru hjónin Ámi Stein- dór Kristjánsson og Guðrún Jörgens- dóttir. Gunnar lauk búfræðinámi frá bændaskólanum á Hvanneyri 1936. Hann stundaði síðan framhaldsnám í búfræðiskóla í Danmörku. Eftirlif- andi eiginkona hans er Gunnlaug Jónsdóttir. Þau hjónin eignuðust sex börn. Árið 1953 fluttust þau hjónin suður og hafa þau lengst af búið í Keflavík þar sem Gunnar starfaði fyrst í lögreglunni en síðar sem toll- þjónn á Keflavíkurflugvelli. Útför hans verður gerð frá Keflavíkur- kirkju í dag kl. 14. Ólafur Gunnarsson lést 25. desember. Hann fæddist að Stafafelli í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu 30. ágúst 1917. Hann var sonur Rannveigar Júlíönu Ólafsdóttur og Gunnars Snjólfssonar. Ólafur lauk kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands og síðan sálfræöiprófi frá Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1950. árið 1965 hélt hann til Svíþjóðar þar sem hann gerðist skólasálfræðingur. Eftirlif- andi eiginkona hans er Judith Fran- ces Foot. Þau eignuðust ekki börn saman en áður hafði Ólafur eignast fjögur börn. Útför hans verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 15. Baldur Ólafsson, fyrrverandi banka- útibússtjóri, Boðahiein 20, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.30. Helga Sigurborg Bjarnadóttir, Stíflu- seli 6, sem lést af slysförum þann 29. desember, verður jarðsungin frá Sel- jakirkju föstudaginn 6. janúar kl. 15. Ólafia Þ. Pálsdóttir, Reynimel 80, sem lést 28. desember sL, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 3. jan- úar kl. 13.30. Tónleikar Ljóðatónleikar í Norræna húsinu Miðvikudagskvöldið 4. janúar nk. halda Sigriður Jónsdóttir messósópran og Jón- as Ingimundarson pianóleikari ljóðatón- leika í Norræna húsinu. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna verða ljóðasöngvar efúr Gabriel Fauré, Frauenliebe und - leben eftir Robert Schumann, íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Pál ísólfsson, útsetningar á irskum ballöðum eftir Benjamin Britten og Fred Weatherly og ítalskar antikaríur eftir Bononcini og Pergolesi. Tilkyimingar ITC deildin Björkin heldur deildarfund miðvikudaginn 4. jan- úar 1989 kl. 20 að Síðumúla 17, Reykja- vík. Nánari upplýsingar hjá Ólafíu, s. 39562, Friðgerði, s. 73763 og Sæunni, s. 41352. Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig og heiðruðu með margvíslegum hætti á áttræðis- afmæli mínu 29. desember sl. ÓLAFUR E. GUÐMUNDSSON Irá Mosvöllum, Stórholti 32 B L AÐ BURÐARFOLK á öífivivw tdct/lA ó&ti&ótT ú eýft/Ctá&irv /wefajjb -• Reykjavík Beykihlíð Norðurbrún Vesturbrún Birkihlið Víðihlið Reynihlíð Lerkihlið Birkimel Hringbraut Laugarásveg Sunnuveg Bárugötu Ránargötu Bergstaðastræti Hallveigarstíg Neðstaleiti Kringluna Austurbrún Kópavog Hjallabrekku Nýbýlaveg 34-80 Lyngbrekku % í $ í AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Fréttir Gengisfellingin: Alveg skelfilegt ef þetta er það eina segir Einar Oddur Kristjánsson á Flateyri „Þetta er fjarri lægi, fjarstæða. Þetta sýnir að þó þessir menn hafi verið þrjá mánuði við stjóm þá gera þeir sér ekki nokkra grein fyrir því hvernig sjávarútvegurinn stendur eða þá að þeir ætla að halda áfram að keyra sjávarútveg- inn með tapi,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjáims á Flateyri, um gengisfell- ingu ríkisstjómarinnar. „Mönnum þykir alveg skelfiiegt ef þetta er það eina sem ríkisstjórn- in hefur á prjónunum. Það er nátt- úrlega af og frá að þetta sé nóg. Menn era einnig dauðhræddir við þá verðbólgu sem búið er að setja af stað bæði með skattahækkunum og síðan þessari gengisfellingu. Verðbólgan verður upp á um 2,6 prósent um næstu mánaðamót Ef menn ætla að fara gengisfeilingar- leiðina í þeim erfiðleikum sem við er að etja verða þeir að þora að fella vísitölukrónuna. Þaö yrði verulega há gengisfelling og því þyrfti að fy.lgja miklar niður- greiðslur frá ríkinu til að aimenn- ingur gæti sætt sig við hana. - Nú segja ráðherrarnir að þessi gengisfeliing verði stærsti liðurinn í björgunaraðgerðum sínum. Henni eigi síðan að fylgja eftir með fækkun fiskiskipa og annarri ha- græðingu. Hvert er þitt álit á þeirri leið? „Það á að halda framleiðslunni í spennitreyju og sjá til þess að hún haidi áfram í taprekstri. Sú stefna getur ekki endað í öðra en hreinum voða,“ sagði Einar Oddur. -gse Valur mætti 1 Landsbankanum í morgun: Andstætt bankalögum að gegna öðru starfi Valur Amþórsson, bankastjóri Landsbankans, tók formlega við bankastjórastöðunni klukkan ellefu í morgun þegar Helgi Bergs, fráfar- andi bankastjóri, afhenti honum lyklana að skrifstofu hans. Valur Amþórsson hefur lýst því yfir við DV aö hann muni taka sér frí strax í upphafi starfstímans til að ganga frá ýpisum málum sem stjórn- arformaður í Sambandinu og víðar innan samvinnuhreyfingarinnar. Hafa vaknað upp spumingar í því sambandi hvort bankastjóri megi gegna öðrum embættum í starfi sínu og hvort eðlilegt megi teljast að hann sé að ganga frá málum hjá stærsta viðskiptavini Landsbankans eftir að hann er tekinn við sem bankastjóri. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sagði það rétt að samkvæmt bankalögum mætti bankastjóri ekki gegna öðrum emb- ættum. „En égtel nú að menn verði að fá olnbogárými til að ganga frá sínum málum. Ég sé ekkert óeðlilegt viö það. Það er nú ekkert lítið sem sá þarf að skila af sér sem verið hefur kaupfélagsstjóri KEA og stjómar- formaður Sambandsins. Ég get ekki fundið að því þótt Valur þurfi nokkra daga til að ljúka sínum málum, þótt hann mæti til vinnu á morgun,“ sagði Sverrir í samtali við DV í gær. Sverrir sagði að kollegar Vals yrðu liðlegir hvað þetta varðaði og skildu manna best að eins og rekstur fyrir- tækja gengi í dag væri ekki hægt að hætta í stórfyrirtæki á einum degi. -hlh/S.dór Mertning Af Evu Lúnu Eva Lúna heitir þriðja skáldsaga hins vinsæla höfundar Isabel Al- lende og birtist á spænsku í fyrra. Væntanlega kemur hún þá út á ís- lensku næsta ár. í þetta skipti uröu Danir fyrri til en stundum er það öfugt. Til dæmis kom Ástin á tím- um kólerunnar eftir García Mar- quez fyrr á íslensku. í Danmörku hefur mikiö borið á þessari bók og þykir mér rétt aö segja íslenskum aðdáendum Allende lítillega frá henni. Sagan gerist í ótilteknu suður- amerísku riki, óljóst hvenær hún hefst en lýkur nálægt 1970. Sögu- sviðið er einkum höfúöborgin en einnig fjallaþorp. Raunar fer tveimur sögum fram til skiptis. Annars vegar segir frá fæöingu og uppvexti Evu, sem er kynbíending- ur, verður snemma munaöarlaus og þvælist í misjöfnum vistum. Inn á milli koma kaflar sem segja frá uppvexti austurrísks pilts sem flyst til sama suður-ameríska ríkisins og stefnir greinilega allt að því að þau fái hvort annað. Æsilegir viðburðir Hér eru mjög æsilegir viðburðir, uppreisnir, morö, skæruliðabar- átta í fjöllunum, fólk af sundurleit- um þjóöabrotum og menningu rekst saman. Söguhetjan Eva klór- ar sig fram úr þessu öllu saman, oft með aðstoð vina en einkanlega með því aö segja sögur, allir vilja heyra þau melódrama sem hún spinnur upp. Persónur eru einhliöa og yfirborðslegar en litríkar mjög og átök þeirra margslungnari en Isabel Allende. „Dæmigerður reyfari." Bókmeimtir Öm Ólafsson svo aö sagan komi öllu til skila, stundum gufa þau upp, skýringa- laust. Þetta er saga í ætt við Lazarillo frá Tormes, sem Guðbergur þýddi, og eðlisskyld fomaldarsögum Noröurlanda. Söguhetjan lendir í ævintýrum, einu eftir annað, en sáralítil tengsl eru á milli þeirra. Loks finnur hún hinn eina rétta og helstu aðrar persónur líka. Það tengir helst einstök ævintýri að persónur, sem horfiö höföu úr sög- unni, skjóta upp kollinum aftur, skýringalaust, fyrir einhverja furöulega tilviljun og oft mjög breyttar. Enda er megináherslan lögö á að hafa söguna sem við- burðaríkasta en ekki að sýna áhrif viöburðanna á persónur. Misklíð mætra manna Sagan er fjörlega skrifuð og þægi- leg aflestrar. Hún sýnir miklar andstæður en hún sættir þær líka. Eva Lúna kynnist fulltrúum and- stæðra afla þjóðfélagsins; skæru- liðaforingja og helsta foringja ríkis- hersins, ennfremur hugdjörfum og heiðarlegum sjónvarpsfréttamanni - en þeir höfða allir til hennar sem gimilegir karlmenn, fyrst og fremst, og horfur eru á þvi í bókar- lok að þeir sættist fyrir milligöngu hennar. Um fjöldamorð og pynting- ar er fjallað í mjög stuttu máli, rétt eins og flóðin í Bangladesh í frétt- unum. En menn ættu að bera þessa mynd Suöur-Ameríku saman viö þá sem þeir fá í fréttum þaðan. Það er blöskranlegt hvernig skáldsagan setur andstæðumar fram sem tóma misklíð mætra manna sem vel ættu að geta skiiið hver annan. í stuttu máli sagt er þetta dæmi- gerður reyfari og það er ekki bara sögusviðiÖ sem minnir töluvert á Brasilíufara Vestur-íslendingsins Jóhanns Magnúsar Bjamasonar. Nú er stíU þeirrar sögu oröinn mjög fomfálegur en hún hefur þaö fram yfir Evu Lúnu sem mér finnst vera aðalkostur reyfara; dulúðina, spennuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.