Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989. Utlönd Breyttar áherstur í utanríkisstefnu James Baker, næsti utanríkisráðherra Bandarikjanna, svarar hér spum- ingum frammi fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Simamynd Reuter James Baker, næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær til kynna að stjórn Bush myndi fylgja stefnu Reagans í utanríkismálum en leita að nýjum aðferöum til að koma á friði í Mið-Ameríku. Baker sat í gær fyrir svörum hjá utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann kemur aftur fyrir nefndina í dag og búist er við að hann verði samþykktur í þetta nýja embætti sitt án vandræða. Baker sagði að þörf væri fyrir steöiu sem væri þess eðlis að forsetinn og þingið gætu unnið saman að því að koma á friði í Nicaragua, öðruvísi myndi aldrei nást árangur. Kohl gerður ábyrgur Búist er viö aö stjórnarandstaðan í Vestur-Þýskalandi ráöist harkalega að Helmut Kohl kanslara þegar þingið ræðir aðild vestur-þýskra fyrir- tækja að uppsetningu efnavopnaverksmiðju í Libýu. Stjórnin virtist vera aö reyna að gera sem mirinst úr umræðunni um máliö með því aö lýsa því yfir í gær að annar ráðherra myndi tala fyrir hönd Kohls við umræðuna. Ekki var talið líklegt aö Jafriaðarmannaflokkurinn, sem er helsti stjóm- arandstöðuflokkurinn, léti fiarveru Kohls úr þingsölum hafa nokkur áhrif á sig. Talið er að árásimar á hann fyrir ruglingslegar yfirlýsingar frá því að mál þetta kom fyrst upp á yfirborðið verði mjög harðar. Reagan ver Meese Reagan Bandaríkjaforseti tók í gær upp hanskann fyrir Edwin Meese, fyrrum dómsmálaráöherra, en þeir hafa verið vinir í tuttugu og fimm ár. Hann vísaöi á bug öllum ásökunum um að siögæði Meese væri ábóta- vant. Sagöi hann aö skýrsla, sem dómsmálaráöuneytið lét gera um Me- ese, væri verk pólitískra andstæöinga Meese. Þessi harða afstaða forsetans og Hvita hússins gagnvart skýrslunni varð til þess að Richard Thornburgh dómsmálaráðherra lýsti þvi yfir að hann teldi skýrsluna ekki vera verk andstæöinga Meese. Thomburgh sagðist líta svo á að máli Meese væri lokið og að hann ætti rétt á því að fá smáfrið eftir að hafa verið milh tannanna á fólki og fjölraiðlum um langt skeið. Hvítlaukur gegn magakrabba Át á hvítlauk og öðrum laukum getur dregiö stórkostlega úr hættu á magakrabba samkvæmt niöurstöðum rannsókna á næstum sautján hundruð Kinverjum. Þessar niðurstöður voru birtar í gær í tímariti bandarisku krabbameinsstofiiunarinnar. Þessar niðurstöður koma heim og saman við það að í ákveðnu héraði í Georgíuríki í Bandaríkjunum, þar sem ræktað er mikiö af sætum lauk, er tíðni magakrabbameins einungis þriöjungur þess sem hún er yfir landið allt. Hermönnum býður við ofbeldinu Samtímis því sem yfirvöld í ísrael boðuðu hertar aðgerðir gegn Palest- ínumönnum á herteknu svæðunum réðust þreyttir og niðurbrotnir ísra- elskir hermenn úr varaliðinu á Shamir forsætisráöherra. Kváðu þeir hann vera úr snertingu við raunveruleikann á vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Hermennirnir, sem hittu Shamir í bænum Nablus á vesturbakkanum í gær, gagnrýndu hina nýju herferð stjórnarinnar til þess að binda enda á uppreisnina sem nú hefur staðið í rúma þrettán mánuði. Kváðust her- mennirnir hafa neyðst til þess að beita saklaust fólk ofbeldi. Einnig bentu þeir á að þegar einn eftirlits- maður hersins væri á ferð væri það ekki alltaf sem hann tilkynnti yfir- manni sínum hversu marga Palest- ínumenn hann hefði fellt eða sært. Sögðu hermennirnir að oft gerðust atvik sem enginn væri til frásagnar um. Herinn viðurkennir aðeins um helming þeirra dauðsfalla sem til- kynnt er um frá sjúkrahúsum á her- teknu svæðunum. Shamir svaraði gagnrýninni með því að saka þjóöernissinnaða Palest- ínumenn um að neyða ísraelsmenn til þess að myrða börn sem kasta gijóti. Síðar sagði Shamir að ákvörð- un Bandaríkjamanna um að eiga við- ræður við Frelsissamtök Palestínu- manna hefði gefið þeim byr undir báða vængi sem beita ofbeldi til að sigra ísraelsmenn. I gær hétu heryfirvöld því að eyði- leggja heimih þeirra sem meiddu ísraelska landnema. Hermenn mega loka verslunum Palestínumanna, gera eignir þeirra upptækar og refsa foreldrum þeirra barna sem kasta grjóti að hermönnum. Auk þess var heimilað að skjóta plastkúlum á israelskur lögreglumaður hugar að arabískum unglingi sem meiddist þeg- ar lögregla dreifði mótmælendum við skóla í austurhluta Jerúsalem í gær. Unglingurinn féll ofan af veggnum í baksýn. Simamynd Reuter mótmælendur sem kasta grjóti. Hingað til hefur herinn haft þær reglur að aðeins sé skotið þegar líf hermanna er í hættu. Stjórnarandstæðingar munu í dag bera fram vantrauststillögu á ríkis- stjórnina vegna hertra aðgerða gegn Palestínumönnum, að því er sagði í ísraelska sjónvarpinu í gær. Reuter Barið á mótmælendum Óeirðalögregla í Prag í Tékkó- slóvakíu beitti 1 gær, þriðja daginn í röð, kylfum og vatnsþrýstibyssum til þess aö dreifa mótmælendum. Hundruö lögreglumanna voru send á Wenceslastorg þegar forvitnir vegfarendur söfnuðust þar saman á háannatíma þar sem þeir þjugg- ust viö að til tíöinda drægi. Ekki höfðu nein mótmæli veriö skipu- lögð. Heimildarmenn andófsmanna segja aö þegar lögreglan hafi sprautaö vatni á fólki hafi þaö fariö aö blístra og syngja slagorð. Lög- reglan sást draga nokkra á brott. Það tók lögregluna nokkra klukku- tíma að ryöja torgið en þar eru margar verslanir, kvikmyndahús og hótel. Lögreglan greip til þessara að- gerða aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að Georg Shultz, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi yfirvöld í Tékkóslóvak- íu fyrir ofbeldi gegn mótmælend- um. Reuter Fimmtíu farast í lestarslysi Lögreglumaður skoðar flak skólabílsins eftir að hann lenti í árekstri við jámbrautarlest. Sfmamynd Reuler Þijátíu og fimm táningsstúlkur voru meöal fimmtíu manna sem fórust í gær þegar skólabill fullur af krökkum lenti í árekstri við jámbrautar- lest á suövesturhluta Sri Lanka. Skólabfllinn, sem í voru eitt hundrað og þijátíu farþegar, klipptist í sundur viö áreksturinn með fyrrgreindum afleiðingum. Reuter Samþykkja lögleiðingu Samstöðu Jaruzelski hershöföingi ávarpar fund miðnefndar pólska Kommúnistaflokks- ins í gær. Simamynd Reuter Miðnefnd pólska Kommúnista- flokksins samþykkti í morgun traustsyfirlýsingu til handa Wojci- ech Jaruzelski hershöfðingja, leið- toga flokksins, á löngum fundi sem stóð langt fram á nótt. Einnig var samþykkt að géra Samstöðu, hin bönnuöu verkalýðssamtök, lögleg í áföngum. Hin opinbera pólska fréttastofa, PAP, sagði að einungis fjórir hefðu setiö hjá við afgreiðsluna á trausts- yfirlýsingunni. Ekki var vitað í morgun hvernig orðalag var á sam- þykkt miðnefndarinnar um lögleið- ingu Samstöðu á nýjan leik. Umræðurnar í gær voru mjög harðar og skoðanir voru mjög skipt- ar um það hvort leyfa ætti Samstöðu aftur. Það er athyglisvert að það skuh vera Jaruzelski sem berst fyrir Samstöðu nú. Það var hann sem setti herlög í desember 1981 og bannaði Samstöðu eftir að samtökin höfðu verið lögleg í sextán umbrotasama mánuði. Samþykktin um lögleiðingu Sam- stöðu var einnig samhljóma. í henni mun felast aukið frelsi verkalýðs- félaga og einnig aukið pólitískt frelsi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.