Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989. Lífsstm Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfinu: Kosta tugi milljóna króna árlega V Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfínu eru mun algengari meðal fólks hér á landi en áður var talið. Algeng- ustu óþægindin, sem fólk kvartar um, eru óþægindi í neðri hluta baks og eymsli í hálsi og hnakka. Þetta má meðal annars lesa út úr nýlegri könnun sem Vinnueftirlit íslands geröi. í úrtakskönnuninni, sem miðaði að því að fá almennt yfirlit, kom t.d. í ljós að 17,6% karla töldu óþæg- indi frá neðri hluta baks hafa kom- ið í veg fyrir að þeir gætu stundað dagleg störf síðustu 12 mánuöi áður Heilsa en spurt var. Meira en 40% kvenna í úrtakinu töldu sig hafa haft óþæg- indi frá hálsi eða hnakka og herð um eða öxlum síðustu 7 sólarhring- ana og rúmlega 20% karlanna. Styður það niðurstöður ýmissa annarra kannana sem gerðar hafa verið hér á landi og sýnt hafa að Bakverkur og vöðvabólga eru mjög algengir sjúkdómar meðal vinnandi stétta á íslandi og stafa meðal ann- ars af rangri likamsbeitingu við vinnu. hér er um umfangsmikið'vandamál að ræða. Frjálst,óháö dagblað Askrifendur Létlið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. VISA Notiö þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorö. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmaigb # Þær losaaskrifendur vlðónæðivegnalnn- # Þærenjþægilegur grelðslumátísem bygglrskiMsar greiðslurþráttfyrir annlreðafjarvistir. e Þær lótta blaðberan- um stórfln en hann heldurþóóskertum tekjum. e Þæraukaöryggi. Blaðberarerutll dæmisoftmeðtólu- verðar fjartueðlr sem getaglatast Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í sima 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. Ami og þjáningar Auk ama og þjáninga, sem óþæg- indi eins og vöðvabólga og shtsjúk- dómar valda, fylgir þeim kostnaöur fyrir þjóðfélag og fyrirtæki. Kostn- aðurinn felst í fjarvistum frá vinnu vegna veikinda, þjálfun nýrra starfsmanna, tryggingargjöldum og kostnaði innan heilbrigðiskerf- isins. Tæpir flmm milljarðar Frændur vorir Danir hafa reynt að slá á þennan kostnað og í nýlegu yfirhtsriti frá danska vinnueftirlit- inu er áætlaö að kostnaður vegna einkenna frá hreyfi- og stoðkerfmu nemi um 14 milljörðum danskra króna á ári. Ekki liggja fyrir neinar tölur um sambærilegan kostnað hér á landi en ef notaðar eru sömu reiknikúnstir og Danirnir gera ætti sambærilegur kostnaður aö nema 4,9 milljörðum króna hér á landi á ári. Hægt væri að draga verulega úr slíkum kostnaði með góðum að- búnaði á vinnustöðum og fræðslu um réttar vinnustellingar. Hreyfi- og stoðkerfið Hreyfi- og stoðkerfiö saman- stendur af beinagrindinni með liöa- mótum annars vegar og vöðvum hins vegar. Þessir þættir mynda samhangandi kerfi. Verði breyting á einum stað þess hefur það áhrif á aðra hluta þess. Stirðun liðamóta getur því orðið til þess að vöðvar, sem tengjast liðamótum, rýrna og viðkomandi bein og liðfletir þeirra breytast. í könnuninni var athugaö hvort einstaklingar, sem höfðu haft ein- kenni frá hálsi, hefðu einnig fundið til eymsla frá öðrum líkamssvæð- um. í ljós kom að fylgni var á milli eymsla í hálsi og verkja í höfði, herðum, neðri hluta baks og herð- um/neðri hluta baks, einkum hjá konum. Sem dæmi má nefna að meiri- hluti kvenna, sem höföu óþægindi frá herðum, höfðu einnig haft óþægindi frá hálsi. Þetta styður tölfræðilega þá reynslu sem lækn- ar og hjúkrunarfólk hefur, að fylgni sé milli einkenna frá ýmsum hlutum hreyfi- og stoðkerfisins. Ekkert í rannsókninni skýrir ástæður þessa vandamáls hér á landi. Niðurstöðumar gefa einung- is vísbendingu um umfang van- dans. Hægt að leiða getum að or- sökunum sem að öllum líkindum eru margþættar; svo sem langur vinnudagur, slæmar vinnuaðstæö- ur, streita og köld veðrátta. Forvamarstarf Á undanförnum mánuðum hefur Vinnueftirhtið kostað verulegu fé til forvama á atvinnusjúkdómum. Meðal annars hefur verið gefin út bæklingur er ber nafnið „Rétt lík- amsbeiting" og er í honum að finna leiðbeiningar um rétta líkamsbeit- ingu við vinnu og hreyfingu yfir- leitt. Einnig hefur tekist samstarf með Fræðsluvarpi og Vinnueftirlitinu um að sýna í sjónvarpi þætti um bakið. í þessum þáttum verður fjallað um uppbyggingu hryggjar- ins, um rétta líkamsbeitingu við vinnu og á heimilum, um hvíld og þjáifun og hvernig hægt er að koma í veg fyrir bakverk. Einnig munu á næstu mánuðum á milli 25 og 30 sjúkraþjálfarar í öllum landsfjórðungum aöstoða við ráðgjöf á vinnustöðum og í skól- . um sé þess óskað. Sjúkraþjálfari Vinnueftirhtsins mun vinna í nánu sambandi við þá og getur leiðbeint starfshópum, félögum og fyrirtækj- um um hvar aðstoð og leiðbeining- ar um þetta efni er að fá. Síðustu árin hafa umræður um vinnuvernd og forvarnir gegn at- vinnusjúkdómum aukist mjög hér á landi. Árangur forvarnaraðgerða kemur ekki alltaf strax í ljós. En ef þekkingu á líffræði og lífeðlis- fræði mannslíkamans ásamt verk- fræði- og tækniþekkingu er beitt til þess að ná góðri samhæfingu manns og starfa verður vonandi síðar hægt að sjá jákvæðan árang- ur í auknum afköstum og betri líð- an fólks. (Heimildir: Eyjólfur Sæmundsson, Vinnuvistfræði, Læknablaðið 1988; 74, greinin Einkenni frá hreyfi- og stoð- kerfi, Heimilislæknirinn II. bindi, og fleiri) -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.