Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989. Spurningin Finnst þér að karlmenn eigi safna skeggi? Helga Ingólfsdóttir húsmóðir: Nei það fer þeim yfirleitt ekki vel. íris Sigurjónsdóttir bankamaður: Nei það fer fæstum þeirra vel. Jóhanna Sveinsdóttir verslunarmað- ur: Ef það fer þeim vel þá er þaö allt í lagi. Ragnhildur Geirsdóttir nemi: Nei alls ekki. Það fer mjög fáum vel. Anna Bj. Sveinsdóttir kennari (ásamt Brynju): Nei alls ekki. Það fer flestum þeirra alls ekki vel. Sólborg Baldvinsdóttir nemi: Já því ekki þaö. Mér finnst karlmenn yfir- leitt myndarlegri með skegg. Lesendur Aðgangseyrir hjá A-flokka formönnum: Kennsla í skattsvikum? Flokksformenn á rauðu Ijósi kringum landið. - „Slá um sig með tilvitnunum i Biblíuna þegar annað þrýtur", segir hér m.a. Guðjón Jónsson hringdi: Ég get ekki betur séð en fundahöld þeirra formanna A-flokkanna séu einn allsherjar skrípaleikur frá upp- hafl til enda. Fundarmenn taka fund- unum líka þannig og virðist vera mikið um hróp og köll frá fundar- mönnum til þeirra félaga, sem svara fyrir sig ýmist hlæjandi eða flissandi og láta sem trúðar í pontu Þeir formennirnir keppast viö að vera sem fyndnastir og slá um sig með tilvitnunum í Biblíuna þegar annað þrýtur. Þeir segja t.d. sögur af týnda syninum og segjast vera til- þúnir að slátra kálfi hvor fyrir annan þegar hinn komi „heim“ í flokkinn til hins. Um allt minnir framkoma þeirra félaga á þá Karvel Pálmason og Helga Seljan þegar þeir slógu sam- an og sungu tvísöng og göntuðust hvor á kostnað hins. Það var skemmtun hin besta. Munurinn var sá að þeir gáfu sitt framlag, a.m.k. er þeir sungu fyrir aldraða. Ég reikna ekki með að þessi funda- herferð formanna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sé meint sem grín úr gömlum myndum eða afslöppun fyrir þá félaga frá ráðherrastörfum í ráöuneytum sínum. En ef svo er þá er ekki nema von að lítil verði eftir- tekjan, og mun svo sannast að ég hygg. Dettur ekki í hug, að nokkrum manni komi til hugar að ljá máls á sameiningarhugmyndum félaganna. Það sem kemur þó hvað einkenni- legast fyrir augu manna í fréttum af þessum fundum formannanna er að þeir skuli hafa brugðið á það ráð að taka við fijálsum framlögum fundar- manna í stað þess að bjóða mönnum hreinlega upp á aðgang, án nokkurra skilyrða. Það stoðar lítt fyrir fjár- málaráðherra að slá þessu upp í grín þegar fréttist að menntamálaráð- herra hafi ákveðið að leggja ekki skemmtanaskatt á þá peninga sem safnast til að kosta fundaferð félag- anna - með því að segja: „Ég ætla að mótmæla við menntamálaráð- herra ef þetta er reist á þeim rökum að við séum ekki nógu skemmtileg- ir“! Svona nokkuð hrífur kannski í fundarsal þar sem menn koma tii að gera at og skemmta sér við að gant- ast við formennina en almenningur er ekki sáttur við svona sjónarspil. Auðvitað eru þetta ekki menn til að standa undir neinum kostnaði við fundahöld en þá eiga þeir bara að selja aðgang og greiða ríkinu það sem ríkisins er eins og aðrir verða að sætta sig við. Eða er hér á ferðinni kennsla í skattsvikum? - Það sæmir ekki mönnum í ráðherrastöðum að haga sér eins og götudrengir og skop- ast að þeim reglum og ákvæðum sem þeir sjálfir eru að krefja landsmenn um þessa dagana með enn meiri hörku en þekkst hefur, í formi skatt- heimtu. Tíóarandinn vinnur gegn reykingum, að mati bréfritara. Tískan til góös: Reykingar á undanhaldi Konráð Friðfinnsson skrifar: Einstöku sinnum leiðir tískan og straumar hennar til þess að fólk hug- ar að vitiegum hlutum þó að oftast sé um vitleysu og bruðl á peningum að ræða þegar hún er annars vegar. En nú er svo komið að það þykir ekki lengur neitt sérlega „töfF‘ - svo ég sletti nú svolítið - að sjúga reyk ofan í lungun. Mörg böm og unglingar eru rett- unni mjög mótfallin í dag og telja hana, og það réttilega, hina mestu óhollustu. Mun fleiri unglingar eru þannig sinnaðir núna en oftast áður. Þökk sé tíðarandanum. Einnig fjölg- ar þeim sífellt er álíta htla skemmtun fólgna í því að trilla á undan sér ildis- vagni og bera súrefnisgrímu fyrir vitunum. - Oftast nær vegna fikts í bemsku. Annars er núverandi skipbrot vindlingafjölskyldunnar ekki það fyrsta í sögunni, því í kringum 1850 komust reykingar aftur í tísku eftir 8 ára hlé. Raunar er mér ekki kunn- ugt um hvort áðurnefnd skakkaföll af völdum tóbaksins miðast við af- markað svæði, ellegar gjörvalla heimsbyggðina. Þó þykist ég vita, að þau hafi verið talsvert önnur en nú á tímum. Tóbakið var t.d. töluvert sterkara fyrr á öldum en í dag tíðk- ast, og má vera að þetta sé ein skýr- ingin á bindindinu rétt fyrir 1850. Flestar toppstjömur og stjórar hafa staðið frammi fyrir því einhvern tím- ann á ferh sínum að gangan niður fjallið er óumflýjanleg. Tóbaksfram- leiðendur eru þar engin undantekn- ing sem betur fer. Þeirra ganga er hafin og hefði mátt byrja fyrr. En hvort sígarettan rambar alla leið á botnirin og hefur svo klifur sitt að nýju eða fær eilífðargistingu hjá móður jörð er ómögulegt um að segja. - Framtíðin mun hins vegar fræða okkur um þá hlið málsins. Lög Bubba og Megasar G.L.S. skrifar: Ég er einn af aðdáendum Bubba og Megasar og tel þá vera, eins og mörgum eflaust finnst, með bestu popptónlistarmönnum sem við höf- um átt. En eitt finnst mér skrýtið og það er að hending er ef maður heyr- ir leikin gömlu lögin þeirra í útvarps- stöðvunum. - Ætli séu ekki nokkrir mánuðir síðan þau heyrðust síöast? Eins finnst mér lög með Stuðmönn- um lítið leikin, sérstaklega gömlu lögin þeirra. Þá eru það þungarokks- lögin. Þau heyrir maður varla nema á fimmtudögum á rás 2. Því vil ég fara þess á leit að ljósvakastöðvamar taki þetta til vinsamlegrar athugun- ar. Hæfileikarík leikkona Áhugasamur skrifar: Hafa blaðamenn eða fjölmiðlar al- mennt áhuga á fótsporum ungs fólks, eða eru gasprarar stjórnmálaflokk- anna það eina sem vekur áhuga þeirra og umtal? - Ég spyr vegna þess að um jólin kom fram á sjónar- sviðið ung kona sem vakti áhuga og umtal almennings en litla sem enga umfjöllun fjölmiðla. Hún lék Garúnu í Djáknanum og fékk góða dóma, en enginn vdrtist vdta að þesi stúlka hefur ALDREI á ævdnni leikið í leikriti eða verið í leikskóla. Aftur á móti hefur hún dansað í óteljandi uppákomum á lífs- leiðinni, síðast í aðalhlutverki í „Allt vdtlaust“-sýningunni, sem var sýnd í Broadway vdð metaðsókn í eitt og hálft ár. En þessi stúlka virðist hafa tök á fleiru en leikhst og dansi, því sagt er að hún hafi tekið inntökupróf í einn virtasta handíða- og listaskóla Bandaríkjanna, „Parsons" í New York, og fengið inngöngu beint inn á 2. ár í „fashion design“. Hún var hér heima í jólaleyfi um síðustu jól. Er þessi persóna nógu forvdtnileg til að taka vdötal vdð og sýna almenn- Hér sjást Garún og djákninn dansa. Úr Djáknanum sem sýndur var i sjónvarpi fyrir stuttu. ingi að íslensk æska er okkar von og framtíð? Kannski hefur þessi unga kona fengið fleiri vöggugjafir en hst- hneigð. - Hvernig væri að horfa aftur á Djáknann og athuga hvort þetta er þess virði til að svala forvdtni al- mennings. Gatan Nýbýlavegur í viö akreinina. glöggt þétt Hættur í hálku í Kópavogi: Nýbýlavegur slæmur Hans Clausen hringdi: Ég bý í Kópavogi og hef tekið eftir því nú þegar snjó hefur fest á götum ásamt mikilli hálku að sums staðar er varhugavert að aka nema með ýtrustu gætni og getur þó farið í verra vegna aðstæðna. Nýbýlavegur er gott dæmi um hvemig ekki ætti að vera umhorfs. Þegar ekið er í austur hefur verið plantað niöur ljósastaumm á hægri hönd. Þarna er enginn göngustígur og er þetta vægast sagt óhugnanlegt svæði í hálku. - Erlendis mega tré og staurar ekki vera nær götu en fimm metra. Vinstra megin aftur á móti era svo staurar sem eru mun lengra frá göt- unni og eru þeir því ekki eins hættu- legir. Þaö væri fróðlegt að heyra hverjir era ábyrgir, hvort það er Rafveitan eða kaupstaðurinn. Við Engihjalla er svo sama sagan, þar eru staurar við götuna þegar ekið er niöur hægra megin, og í hálku eru engin griö gefin, ef eitthvað ber út af. Staurarnir eru slysagildra, hver fyrir sig. - Þarna þarf að bæta úr eða gera varúðarráðstafanir sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.