Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989. 15 Hvers vegna háir skattar? Skyldi vera hægt að létta skattbyrði launþega með markvissri endur- skoðun skattalaga? Ein af þeim spurningum sem launafólk spyr sig er sú hvers vegna skattar hér þurfi að vera jafnháir og annars staðar á Norð- urlöndum. Við erum ekki með neinn her sem þarf íjárveitingar eins og þar. Gagnstætt við þau höf- um yið her sem við höfum nokkrar tekjur afl Er það hugsanlegt að ís- lenskir stjórnmálamenn séu þetta miklu verri stjórnendur tjármála en stjómmálamenn annarra Norð- urlanda? Ég er nú ekki tilbúinn til þess að samþykkja það en hitt er víst að stjómmálamenn okkar hafa kannski í ríkara mæli en aðrir af- salað sér völdum til ýmissa hópa utan þings sem telja sig geta at- hafnað sig að eigin vild án tillits til vilja Alþingis en á kostnað ríkis- sjóðs. Kjarklaus forysta Þegar verið er að gagnrýna háa skatta er alltaf sett fram á móti hvort við viljum skerða þá sam- hjálp sem við veitum sjúkum og öldruðum - eða hvort við viljum skerða menntun í landinu! Þessi svör sýna okkur fyrst og fremst að þeir sem þeim heita nenna ekki að skoða undirrót vandamálsins. Þeir hafa þama þægilega tylliástæðu sem slær á upphlaup gagnrýnenda. Að þeim detti í hug að rannsaka lög og reglur til þess að vita hvort þar sé undirrót vandans virðist vera vonlítið. Flestir era sammála um að tekjur Kjállarmn Guðbjörn Jónsson fulltrúi ríkissjóðs þurfi að vera svo miklar að hægt sé að halda uppi því vel- ferðarkerfi sem hér er búið að koma upp. Hvað það er há upphæð hverju sinni verðum við víst seint öll sammála um. Það sem helst ger- ir þetta markmið að svo miklu vopni í höndum grunnt hugsandi stjórnmálamanna er hve forystu- menn launþega hafa verið kjark- lausir í raunverulegum baráttuað- ferðum sem skilað hefðu raun- hæfum kjarabótum. Hvernig eru skattalögin? Skyldu þessi lög gera jafnar kröf- ur til einstaklinga, fyrirtækja og lögaðila? Skyldi vera hægt að létta skattabyrði launþega með mark- vissri endurskoðun þessara laga? Já, það fer ekki á milli mála að skattar hér gætu verið allmiklu lægri á einstaklingum ef þeir nytu sama réttar gagnvart þessum lög- um og aðrir rekstraraðilar þessa þjóðfélags. Skoðum eitt dæmi. Til þess að notkun einstaklings á tekj- um sínum teljist frádráttarbær til skatts þurfa að liggja mjög sterk rök og bindast að mestu leyti við fyrirfram ákvarðaðar forsendur um hugsanlega þörf hans við brýn- ustu nauðsynjar. Það er ekki einu sinni svo að hið opinbera taki mark á sinni eigin framfærsluvísitölu og framfærslukostnaði sem þar er settur fram þegar verið er að leggja grunn að sókn ríkisins í tekjur ein- staklingsins. Skyldi þessu vera eins farið með fyrirtæki og aðra lögaðila í rekstri hér á landi? Er þeim sniðinn þröng- ur stakkur um notkun tekna sinna til frádráttar sköttum? Nei, því fer víðs fjarri. Það eru ekki neinar reglur til um hver eigi að vera mörk þessara aðila á notkun tekna sinna í frádrátt frá skatti. Af þeim sökum er næsta auðvelt fyrir sæmilega slyngan bókhaldsmann að láta þessa aðila sýna tap á rekstri þótt í raun hafi verið um umtalsverðan hagnað að ræða. í þessu veigamikla atriði löggjafar okkar hggur stór hluti vandræða okkar og svo til öll ástæða þess að launafólk er skattpínt hér eins og raun ber vitni. Að fjárfesta í tækni Undanfarin ár höfum við verið upptekin við að tæknivæða, þróa, endurskipuleggja, aðlaga og guð má vita hvaða nöfnum hefur verið beitt varðandi rekstur fyrirtækja. Þaö eina sem virðist hafa gleymst í gegnum öll þessi afbrigði er grundvallarundirstaðan - arðsemi rekstursins. Raunveruleg arðsemi. Þegar við fjárfestum í því sem nefnt hefur verið tækni í sambandi við rekstur erum við oftast að fjár- festa í meiri vörugæðum, meiri af- kastagetu eða minni framleiðslu- kostnaði. Það sem oftast gleymist er sú staðreynd að við erum hér að binda hluta af tekjum þjóðfé- lagsins sem kemur í veg fyrir að þær fari út á meðal fólksins og skapi þar aukna veltu og batnandi lífskjör. Til þess að fjárfesting þessi sé réttlætanleg þarf hún að skila beinum arði í þjóðarbúið í formi hærri skattagreiðslna rekstursins til hins opinbera. í einni grein minni spurði ég hvort lækning við blóðleysi væri sú að fækka æðum í líkamanum. Á sama hátt og það er ekki hin rétta lækning er ekki heldur hin rétta lækning við vandamálum okkar að láta tekjur þjóðfélagsins fara sífellt um færri hendur áður en þær fara aftur úr landi. Það verður að stjórna útstreymi teknanna í sam- ræmi við innstreymið og gæta þess að það streymi sem jafnast um þjóðfélagið. Guðbjörn Jónsson „Skattar hér gætú veriö allmiklu lægri á einstaklingum ef þeir nytu sama rétt- ar gagnvart þessum lögum og aðrir rekstraraðilar þessa þjóðfélags.“ í ársbyrjun 1989! Eg er kvíðin í byrjun hins nýja árs. En hvers vegna? Jú, vegna þess að eg renni gmn í að hún slái margar fyrri ársbyrj- anir út. Hvers vegna? Ég skal segja þér það. Sjáðu til, það fyrsta sem kemur fram í hugann er að þessi ríkis- stjóm, sem ég hélt að mundi létta einstaklingum og fyrirtækjum róð- urinn, virðist ekki vita hvað hún er að kalla yfir þessa þjóð. Ef til vill hugsa ekki margir um fyrirtækin heldur um hinn al- menna launamann en grundvöllur þess að hinn almenni launamaður hafi atvinnu er að fyrirtækin séu fær um að borga honum kaup og það þykir nú ekkert sérstakt að svo sé þegar þorri þjóðarinnar hefur atvinnu en það þarf einnig að borga launatengd gjöld og fyrirtaekin verða að hafa starfsgmndvöll til að geta starfað. En gott og vel, þeir hafa stórlækk- að vextina og það er nú vel, en nú á að hækka skattana, reyndar eru þeir alltaf að athuga hvort þeim hafi ekki yfirsést eitthvað sem hef- ur gleymst að skattleggja og þeim miöar bara vel áfram. Nú dettur mér allt í einu í hug að ég hafi heyrt eitthvað um að bankar og tryggingafélög séu þær stofnanir sem ekki þurfi að ugga um sinn hag. Skyldi engan furða og mér verður hugsað til allra dráttarvaxtanna sem ég greiddi á sl. ári - dýrt að vera fátækur. Af hverju var ekki tekið í taum- ana fym? Ríkisstjómin fyrri og síðari á sl. ári var með hámenntaða sérfræð- inga á hverjum fingri og að hvaða gagni kom það? KjaUarinn Vilborg Eggertsdóttir húsmóðir Nálykt af gjaldþrotum Og öll gjaldþrotin! Enginn getur ímyndað sér alla forsögu þeirra. Ég held að því verði ekki með orðum lýst og enginn nema sá sem gengið hefur í gegnum þann harmleik viti hversu ólýsan- legar þjáningar eru að baki þeim. Ævistarf margra einstaklinga, og oft heilsa og þrek þrotið til að byrja á nýjan leik. En á fólk nokkurra kosta völ? Ef eitthvað er lækkað þá er bara annað hækkað. Hversu lengi þarf maður að taka þátt í þessum hildar- leik? Ef þú hreinlega gefst upp þarftu að láta vista þig á einhverri stofn- un, annars verður þú að halda áfram að blakta. Það er kannski betra að blakta illa en ekki en það kemur að því að eitthvað gefur sig fyrr eða siðar. Ég veit það ekki en mér finnst embættismenn þessarar þjóðar ekki finna alla þá nálykt sem fylgir þessum gjaldþrotum, hafa eflaust eitthvað henni til varnar. Af hverju skyldi ég t.d. þurfa að borga kílóagjald af bílnum mínum þótt hann sé vélarvana og númerin hggi inni? Og af því að þetta er dísil- bíll þarf ég líka að borga sektir fyr- ir að hafa ekki komið með hann í álestur. Það er alveg sama, ég á að borga, þeir hafa tryggt sig í bak og fyrir, ég á engra kosta völ. Ef það borgar sig ekki að gera við hann verð ég samt að standa skil á þess- um gjöldum, annars má ganga á eigur mínar. Og einkennileg finnst mér þessi „verðstöðvun“. Það er alltaf verið að hækka verð á einhverju. Ríkis- stjómir sl. ára hafa séð til þess að kvíði minn og örvænting haldist. Og svo, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar, virðist þessi ríkis- stjórn ætla að leika sama leikinn og þær fyrri, halda áfram að sníða sundur krónuna, samanber tæp- lega5% gengislækkun núíjanúar. Á kostnað hvers er þetta gert? Er ekki kominn tími til að við förum að hugsa rökrétt um hvað eru peningar? í raun og vera má líkja gengis- fellingu við að fara á fyllirí en flest- ir vita hversu vel það leysir vand- ann - það frestar honum og þegar að timburmönnunum kemur er það sem áður var grátt orðið svart. Hvaðertil ráða? Ég held að það vanti meiri stöð- ugleika í fjármálum þjóðarinnar þannig að ég geti gert fjárhagsáætl- un sem muni standast, en það hafa mínar fjárhagsáætlanir aldrei gert. Hefur þú veitt því athygh að flest- ar stofnanir halda að þú sért með hærri laun í janúar eða vinnir í happdrætti, og það svo um munar? í janúar byrjar árið á því að þú færð rafmagnsreikninginn, síma- reikitinginn, tryggingaiðgjöld, af- notagjald útvarps (sem líka á að hækka, verður 18000 á ári). Leik- skólagjaldið, ef þú átt börn þar en þar er örugglega beðið eftir að „verðstöðvuninni" verði aflétt svo hækka megi þar líka. Og ef þú ert svo hugsunarlaus að vera búinn að eyða um efni fram (eins og ríkis- stjómin) þá ert þú jafnvel með ein- hver skuldabréf eða víxil sem þarf líka að borga. Hvað ætlar þú að gera? Taka lán? Hvaða bankastjóri heldur þú að sé svo vitlaus að lána þér, þetta er bara persónuleg eyðsla, það var búið aö segja þér að spara. Æ, ég gleymdi því að elsta bamið þarf að fá a.m.k. 10.000 kr. fyrir bókum. Vesalings asni get ég verið, hvernig fór ég að því að koma mér í þessar ógöngur? Það sem ég hef þó mestar áhyggj- ur af er að nú fæ ég ekki nein laun, fyrirtækið getur ekki borgað mér og útlit fyrir að engin eða lítil verk- efni séu framundan hjá því fyrr en vorar. Og ofan á allt annað er ég ein af þessum ólánsömu manneskjum sem byggðu sér hús úti á landi. Og nú, þegar atvinna hefur dregist saman um allt land, era engar líkur á að ég geti selt það og leitað mér að annarri vinnu. Hús, sem ekki er hægt að selja vegna staðsetningar, er einskis virði. Hér eru einhverjir komnir á atvinnuleysisbætur, aðrir fluttir og þeir sem hér eru hafa lág laun, nema embættismenn, en þeir búa í fríu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur og ég efast um.að þeir hafi nokkurn skilning á okkar málum enda skiptir það engu máli, þeir hafa hér engra hagsmuna að gæta. En hvað er þá til ráða? Ég get ekki svarað því, hef hugsað og hugsað og brotið svo heilann að ég veit ekki lengur mitt rjúkandi ráð. Þaö skyldi þó aldrei vera að á sama tíma og þjálparsveitir era kallaðar út til bjargar mannslífum og ekkert til sparað skuli einhver vera að taka sitt eigið líf og ekkert gert til hjálpar? Það skyldi þó aldrei vera að í þessu landi fyrirfinnist fólk sem hefur svo gjörsamlega gefist upp, dregst áfram, þjakað áhyggjum, kvíða og vonleysi, löngu hætt að langa til eins né neins, nema að þessu linni. Vilborg Eggertsdóttir „Hefur þú veitt því athygli að flestar stofnanir halda að þú sért með hærri laun í janúar eða vinnir í happdrætti, og það svo um munar?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.