Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989.
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989.
17
Iþróttir
Iþróttir
Enn eitt
tap Fram
Þrír leikir fóru fram í 16 liða
úrslitum i bikarkeppninni í blaki
um helgina. í karlaflokki sigraði
Þróttur 2 lið Fram nokkuð auð-
veldlega og hefur Fram ekki tek-
ist að vinna neinn leik í vetur.
Úrsht leiksins urðu 15-4, 15-11
og 15-11. Þróttur 2 leikur ekki
með í 1. deildinni en í því liði eru
nokkrir fyrrverandi landsiiðs-
menn.
• í kvennaflokki áttust við tvö
efstu liðin, ÍS og Víkingur. Vík-
ingur sigraði nokkuð örugglega
þó svo að þaö þyrfti fjórar hrin-
ur. Víkingar unnu fyrstu tvær
hrinumar, 15-9, og voru yfir,
14- 10, í þriðju hrinu en tókst ekki
að fá síðasta stigið og ÍS vann
hrinuna, 16-14. Víkingur tók sig
svo á í 4. hrinu og vann hana,
15- 4.
• Á Húsavík áttust svo við
Völsungur og Óðinn. Stúlkurnar
í Völsungi sigruðu örugglega í
leiknum.
• Einn leikur fór svo fram á
íslandsmótinu í l. deild karla.
Þróttur, Neskaupstað, og HSK
áttust við. Þróttur, Nes., vann sig-
ur í þremur hrinum, 16-14,15-2
og 15-11. Sigfinnur Viggósson,
sem skipti úr ÍS yfir í Þrótt, Nes.,
fyrr í vetur, hefur nú aftur skipt
yfir og kemur til með að styrkja
íslandsmeistarana í úrslita-
keppninni.
-B
Skíðaganga:
Sveinn
röskur
Skíöagöngumót var háð um
helgina í Bláfjöllum. Keppt var í
þremur flokkum en í karlaflokki,
þar sem þátttakendur voru flest-
ir, voru gengnir 8 kílómetrar. Þar
varð hlutskarpastur Sveinn Ás-
geirsson úr Þrótti frá Neskaup-
stað en hann fór vegalengdina á
24,34 raínútum.
Annar varð Einar Jóhannsson
frá Skíðafélagi Reykjavíkur, gekk
á 29,05 mínútum. Þriðji í karla-
flokki varð siöan Marinó Sigur-
jónsson, SR. Hann gekk á 30,54
minútum en baráttan var tvísýn
milli hans og Einars.
í keppni öldunga, sem gengu 4
kflómetra, varð Hörður Guð-
mundsson, SR, fyrstur, fór á 14,33
mínútujn. Annar varð Páil Guð-
bjömsson úr Frara, gekk á 15,09
minútum.
I kvennaflokki komst einn
keppandi í mark, Vivi Petersen,
SR. Hún gekk 4 kflómetra á 29,08
mínútum.
-JÖG
Brynjar
í Fram
Brynjar Jóhannesson, sem hef-
ur variö mark Fylkismanna í
knattspymunni síðustu árin, er
genginn yfir í raðir Íslandsmeist-
ara Fram. Brynjar var áður einn
helsti markaskorari Árbæinga en
fór í markiö fyrir fáum árum meö
ágætum árangri
HlynurtilKS
Þá hefur 3. deildar hð Siglfirðinga
fengiö góðan hðsstyrk. Hlynur
Eiríksson úr FH hefur ákveðið
að leika meö KS i sumar en hann
hefur spilað nokkuð með FH-
ingum í 1. deildinni síðustu ár.
-VS
Ovíst með styrktaraðila fyrir 1. deildina í knattspymu
„Ftekar tregir
frekari samvinnu“
- segir Tómas Tómasson hjá Samvinnuferðum/Landsýn
Ferðaskrifstofan Samvinnuferð-
ir/Landsýn hefur verið styrktaraðili
íslandsmótsins í knattspyrnu undan-
farin tvö ár. Á síðasta keppnistíma-
bih var framlag fyrirtækisins talið
jafngilda fjórum milljónum króna og
því um mikinn stuðning að ræða.
Nú eru forráðamenn Samvinnu-
ferða/Landsýnar hins vegar tvístíg-
andi varðandi áframhaldandi sam-
starf við Samtök 1. deildar félaga.
„Enn hefur ekki verið tekin form-
leg ákvörðun um framhaldið en þetta
hefur verið rætt lauslega. Það er al-
veg óhætt að segja að við erum frek-
ar tregir til frekari samvinnu en
hitt,“ sagði Tómas Tómasson hjá
Samvinnuferðum/Landsýn í samtali
við DV í gær.
Og hann hélt áfram: „Við fórum
auðvitað út í þetta með mikla auglýs-
ingu í huga, það er ekkert leyndar-
mál. Fjölmiðlar hafa hins vegar sýnt
þessu lítinn áhuga fyrir utan DV sem
gerði þessu þau skil sem við vonuð-
umst eftir hjá hinum fiöimiðlunum.
Við teljum okkur ekki hafa fengið
mikið út úr þessu og erum ekki í sjö-
unda himni. Það er ekki tímabært á
þessari stundu að segja já eða nei en
hins vegar má segja að við höfum
hálflokað hurðinni,“ sagði Tómas
ennfremur.
„Erum ekkert farnir að
athuga þetta mál“
„Við í stjórn samtaka 1. deildar fé-
laga höfum ekkert rætt þetta mál enn
sem komið er. Við reiknum með því
að halda fund í næstu viku og upp
íþróttaritið Kicker:
Skarð Asgeirs
er vandfyllt
- fyrirliðinn einn sá stigahæsti í Stuttgart
Ásgeir Sigurvinsson, fyrirhði
Stuttgart, er með bestu mönnum hðs-
ins sé hliðsjón höfð af einkunnagjöf
íþróttaritsins fræga, Kicker.
Ásgeir er þar með 3,2 í meðaleink-
unn en hann lék 14 leiki á fyrri hluta
yflrstandandi tímabils og gerði í
þeim tvö mörk.
Sá sem fær hæsta meðaleinkunn í
umfjöllun blaðsins hjá Stuttgart er
Karl Allgöwer, sem er með 2,4. Hann
spilaði 17 leiki á nýliðnu hausti og
gerði í þeim 8 mörk.
Júgóslavinn Katanec kemur næst-
ur Allgöwer með 2,6 í meðaleinkunn
en sá leikmaður spilaði 13 leiki fram
að hléi og gerði 1 mark á þeim tíma.
Þeir leikmenn sem fengu rautt
spjald í liði Stuttgart á fyrri hluta
tímabflsins voru Katanec og Ziettsch.
Fjöldinn allur af leikmönnum liðs-
ins mátti hins vegar líta gult spjald
og er Ásgeir í hópi þeirra. Hann fékk
gult spjald í tvigang fram að vetrar-
leyfinu.
Stuttgart er nú í 4. sæti deildarinn-
ar, komst efst í toppsætið en neðst í
þaö 5. Liðið vann sinn stærsta sigur
á nágrannaliðinu Stuttgarter Kic-
kers, 4-0, en fékk stærsta skellinn
gegn Kaiserslautern, 1-6.
Stuttgart er komið í 8 liða úrsht í
UEFA-keppninni, sem er besti árang-
ur liðsins þar í áraraðir, en á þeim
vettvangi hafa Stórgarðsmenn ekki
• Ásgeir Sigurvinsson.
átt góðu gengi að fagna hin síðustu
ár.
Vandi Stuttgart, segir Kicker, er
að sóknarlína liðsins er ekki nægjan-
lega beitt en landsliðsmennirnir
Júrgen Klinsmann og Fritz Walter,
vinna ekki jafnvel saman og á síð-
asta leikári.
Þá segir blaðið að skarð Ásgeirs
verði vandfyllt en miðjan sé slök er
hann hvíhr auk þess sem þáttur Karl
Allgöwer í sókninni verði þá htih
sem enginn. JÖG
Þór á sigurbraut
- sigraði ÍBK, 24-19, í 2. deild
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þórsarar styrktu stöðu sína í fall-
baráttu 2. deildarinnar í handknatt-
leik í gærkvöldi þegar þeir sigruðu
Keflvíkinga, 24-19, í sveiflukenndum
leik á Akureyri. Þór komst í 8-3 en
ÍBK leiddi samt, 9-10, í hléi. Seint í
leiknum var jafnt, 18-18, en þá skor-
uðu Þórsarar 5 mörk í röð og tryggðu
sér sigur.
Kristinn Hreinsson skoraði 8 af
mörkum Þórs og þeir Páll Gíslason
og Sævar Ámason 6 hvor. Kristinn
Óskarsson skoraði 5 mörk fyrir ÍBK
og Gísii Jóhannsson 3.
Staðan í 2. defld er þannig:
HK 11 9 1 1 288-220 19
Haukar 12 8 2 2 298-242 18
ÍR 11 8 1 2 283-213 17
Ármann 11 6 1 4 256-260 13
Njarðvík 11 5 1 5 278-264 11
Selfoss 11 5 0 6 279-275 10
Þór 12 4 0 8 241-301 8
Keflavík 11 3 0 8 238-264 6
Aftureld ...:.n 3 0 8 254-283 6
ÍH 11 2 0 9 208-301 4
úr því verður farið í þetta mál af
fullum krafti. Það er fleira í deigl-
unni hjá okkur. Við ætlum að vera
tímanlega á ferðinni varðandi samn-
inga við sjónvarpsstöðvarnar vegna
sýninga frá leikjum næsta sumar og
bindum miklar vonir við aö ná samn-
ingum við báðar stöðvarnar," sagði
Eggert Magnússon, formaður sam-
taka 1. deildar félaga, í samtali við
DV í gær.
Samkvæmt heimildum DV er ör-
uggt að Samvinnuferðir/Landsýn
munu hætta sem styrktaraðili 1.
deildar. Fyrirtækið stóð rausnarlega
að málum á síðasta keppnistímabfli
og fjórar mihjónir eru ekki htfll
stuðningur. Það mun síðan skýrast
á næstu vikum hvort nýr styrktarað-
iliskýturuppkollinum. -SK
Frétta-
stúfar
Ball rekinn
frá Portsmouth
Alan BaU var í gær
sagt upp stöðu sinni
sem framkvæmda-
stjóri enska 2. deildar
liösins Portsmouth. Bali, sem
varð heimsmeistari með enska
landsliðinu 1966, hefur stjórnað
Portsmouth i fimm ár. Liðið féll
úr 1. deild sl. vor eför aöeins eins
veturs dvöl og hefur nú tapað
fimm af síðustu sex leikjum sin-
mn og er í 13. sæti í 2. defld. Að-
stoðarmaður hans, John Greg-
ory, leysir hann af hólmi, a.m.k.
fyrst um sinn.
Real hætt við Koeman
og bætir völl sinn
Spænska stórveldið Real Madrid
er hætt við aö reyna að fá til sín
hoUenska snilhnginn Ronald
Koeman. Forseti félagsins, Ram-
on Mendoza, tiikynnti í gær að
ákveðið hefði verið að leggja fé í
endurbætur á hinum fræga leik-
vangi þess, Santiago Bemab'eu.
Félagið myndi ekki fresta slikum
framkvæmdum til þess að kaupa
leikmann, hversu góður sem
hann væri.
Atkinson á förum
frá Atletico Madrid
Jesus Gil, forseti
spænska félagsins
Atletico Madrid,
sagöi í gær að enski
framkvæmdastjórinn Ron Atkin-
son væri á förum frá félaginu en
neitaði því um leið að hann hefði
verið rekinn. Hann sagði hins-
vegar að Atkinson hefði ekki tek-
ið starf sitt nógu alvarlega, hegð-
að sér eins og hann heföi unnið
stóra vinninginn í happdrætti og
hefði ekki einu sinni lagt síg eftir
því að læra spænsku.
Atkinson, sem er sjötti fram-
kvæmdastjórinn sem starfar hjá
félaginu síðustu 18 mánuðina,
hafði sagt í viðtali fyrr i gær að
hann ætti von á að vera sagt upp
störfum á hverri stundu. Líkleg-
ast er aö eftirmaður hans verði
Colin Addison, sem fylgdi honum
til Madrid sem aðstoðarþjálfari,
en Gil hrósaði honum nflög fyiir
störf sín i gær.
• Steve Davis mundar kjuðann, einbeittur á svip, og eitt af mörgum snilldarskotum hans er í uppsiglingu. Vinstra megin situr Neal Foulds og fylgist grannt með
og dómarinn er einnig með á nótunum á milli þeirra. DV-mynd Brynjar Gauti
Steve Davis vann Neal Foulds, 5-3, á Hótel íslandi:
Áhorfendur fengu
mikið fyrir peningana
700 áhugamenn um snóker fengu mikið fyrir
peningana sína á Hótel íslandi í gækvöldi er Steve
Davis og Neal Foulds háðu bráðskemmtilegt ein-
vígi í snóker. Heimsmeistarinn, Steve Davis, sigr-
aði, 5-3, eftir að Foulds hafði komist yfir, 3-2.
Davis vann fyrsta leikinn, 71-63, en Foulds jafn-
aði með 63-52 sigri í öðrum leik. í þriðja leiknum
sigraði Davis, 68-58, eftir að Foulds hafði lengst af
verið með mjög vænlega stöðu. Staðan 2-1 fyrir
Davis. Fjórði leikurinn verður lengi í minnum
hafður. Foulds lék á als oddi og sigraði, 128-0, og
sat heimsmeistarinn allan leikinn og horfði á.
Fimmti leikurinn var æsispennandi. Foulds
komst í 6-0 en Davis breytti stöðunni í 57-6. Þegar
upp var staöið var staðan jöfn, 61-61, og urðu þeir
því að leika til úrslita um svörtu kúluna. Þar gerði
Davis slæm mistök í varnarleiknum, þau einu í
einvíginu, og Foulds tryggði sér sigur, 68-61. Foulds
var síðan mjög óheppinn að tapa sjötta leiknum.
Hann hafði yfir, 41-67, með góða stöðu en á ótrúleg-
an hátt náði Davis að sigra, 68-67. Þar með var
staðan orðin jöfn, 3-3. Davis sigraði síðan í sjöunda
leiknum, 61-52, og með yfirburöum í þeim áttunda,
87-1, og því samanlagt 5-3.
Steve Davis var eitthvað miður sín í byrjun ein-
vígisins en sótti sig mjög er á leið og vann þrjá
síðustu leikina. Foulds lék frábærlega framan af
en gaf eftir í lokin. Réttlát úrslit hefðu verið jafn-
tefli. Annars bauð einvígi snillinganna, sem lauk
ekki fyrr en klukkan hálfeitt í nótt, upp á allt það
besta sem snókerinn hefur upp á að bjóða og koma
þeirra Davis og Foulds hingað til lands á örugglega
eftir að ryðja brautina enn frekar hér á landi fyrir
þessa skemmtilegu íþrótt sem nýtur sívaxandi vin-
sælda hérlendis.
-SK
• Þótt Steve Davis hafi unnið marga frækna sigra og veitt
óteljandi verðlaunum viðtöku á ferli sínum er ólíklegt að
hann hafi áður þegið þau úr hendi fegurstu konu heims. Linda
Pétursdóttir óskar hér Davis til hamingju með sigurinn.
Sigurjón á leið
til Frakklands
- fer í æfingabúðir með Gueugnon
Sigurjón Kristjánsson, knattspyrnumað-
ur úr Val, heldur utan til Frakklands á
sunnudaginn og mun fara í æfmgabúðir
með franska liðinu Gueugnon. Eins og kom
fram í DV fyrir skömmu hefur franska lið-
ið sýnt Sigurjóni áhuga og dvaldi hann í
nokkra daga fyrir áramótin hjá félaginu
við æfingar.
Forráðamenn Gueugnon sögðu Sigurjóni,
þegar hann hélt heim eftir dvölina, að halda
sér í æfmgu, því að þeir ætlúðu sér að setja
sig í samband við hann í janúar, sem nú
er orðið að veruleika.
Æfingabúðir og tveir
æfingaleikir
„Forsvarsmenn franska liðsins töluðu
við mig um helgina og tilkynntu mér að
ég færi með liðinu í æfingabúðir til Suður-
Frakklands, sem standa yfir í viku, og leika
einnig tvo æfingaleiki með liðinu í ferð-
inni. Ég get ekki neitað því að mér líst vel
á þetta dæmi. Ég var ánægður með dvölina
ytra fyrir áramótin. Ég hef reynt að halda
mér í formi eins og kostur er, hlaupið mik-
ið að undanförnu,“ sagði Sigurjón Kristj-
ánsson í samtali við DV í gær.
„Það mun svo líklega koma í ljós eftir
æfingabúðirnar hvort félagið býður mér
samning. Umboðsmaðurinn er mjög bjart-
sýnn á að af samningum geti orðið. Áhugi
af minni hálfu er sannarlega fyrir hendi,“
sagði Sigurjón Kristjánsson ennfremur.
Gueugnon hefur aðsetur skammt frá Ly-
on og er liðið statt um miöja 2. deild en í
deildinni leika 18 lið.
Keppnistímabil franskra knattspyrnu-
manna hefst að nýju að loknu vetrarfríi í
febrúar og eru frönsku liðin að undirbúa
sig af kappi fyrir komandi átök í seinni
umferðinni.
-JKS
„Held þetta
sé vonlaust“
segir Gísli Felix, markvörður KR
Sjúkrasaga handknattleiks-
mannsins Gísla Felix Bjarnason-
ar er orðin löng og ströng en hann
hefur sem kunnugt er varið mark
KR i handknattleiknum mörg
undanfarin ár. Litlar sem engar
líkur eru nú taldar á því að hann
leíki meö KR á þessu keppnis-
tímabili í handknattleiknum.
Gísli Felix meiddist sem kunn-
ugt er í æfingaferð með KR-liðinu
í Vestur-Þýskalandi fyrir keppn-
istímabilið. Þá ristarbrotnaði
hann og var í gifsi í 6 vikur. Þeg-
ar farið var að athuga meiðslin
að sex vikum liönum kom í ljós
að brotið hafði ekki gróið og aftur
þurfti kappinn aö fara í uppskurð
og síðan i gifs. Loks komst ígerð
í allt saman og losnaði Gísli við
gifsið fyrir ura hálfum mánuði.
„Ég tel htlar sem engar líkur á
þvi að ég leiki með KR á þessu
• Gisli Felix Bjarnason.
keppnistímabili. Það eru enn
bólgur i fætinum en þær eru á
undanhaldi. Það er án efa skyn-
samlegast að hvfla sig á hand-
knattleiknum og reyna að mæta
sterkur til leiks á næsta keppnis-
tímabili,“ sagði Gísii Felix í sam-
tah við DV í gær.
-SK
Pall með
í sumar?
- KR og Þróttur koma til greina
„Ég get ekki neitað því að mig langar til þess aö leika knattspyrnu
næsta sumar en hvort maður lætur verða af því að byija aftur er enn
óráðið," sagði Páil Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, i sam-
tali við DV.
„Ég hef ekki enn gert upp hug minn í þessu máli. Ég býst við að
ákveða þetta strax eftir B-keppnina í Frakklandi. Það er ekki ákveðið
í hvaöa félag ég fer ef af þessu verður. Annaðhvort heldur maður
tryggð við Þrótt og leikur með honum í 3. deildinni eða maður tekur
þetta mjög alvarlega og leikur með öðru liði. Mig klæjar í fætuma
en það er spurning hvort maður nennir þessu. Það kemur í Ijós í febrú-
ar. Svo er þetta líka spuming um hvort maður getur nokkuð lengur
í fótboltanum,“ sagöi Páll Ölafsson.
Samkvæmt heimildum DV mun Páll leika með KR í 1. deildinni ef
hann fer ekki í 3. deildina en hann leikur, sem kunnugt er, með hand-
knattleiksliði félagsins. Hann þótti á sínum tíma einhver efnilegasti
knattspymumaður landsins, spflaði nokkra landsleiki og lék stórt
hlutverk í liði Þróttar áður en hann lét knattspyrnuna víkja fyrir
handknattleiknumfyrirnokkrumárum. -SK/VS
íslensk Innrás í þýsku 3. deildina:
Fjórir leika
í sama riðli
- fara allir utan í þessari viku
Nú liggur ljóst fyrir að fjórir ís-
lenskir knattspyrnumenn leika í
Westfalen-riðli vestur-þýsku 3. deild-
arinnar næstu þrjá mánuðina.
Gunnar Oddsson úr KR mun spila
meö Siegen, Þorvaldur Örlygsson úr
KA með Paderborn-Neuhaus og þeir
Arnljótur Davíðsson úr Fram og Ein-
ar Páll Tómasson úr Val með Preuss-
en Múnster en öll þessi félög eru af
sama svæðinu í Vestur-Þýskalandi
og stutt á milli þeirra.
• Þorvaldur var hjá Paderborn-
Neuhaus um síðustu helgi og sagði í
spjalli við DV að honum hefði litist
þokkalega á aðstæður og gert sam-
komulag við félagið um að leika með
því til 16. apríl. „Þetta er enginn stór-
klúbbur en það ætti að vera ágætt
að spila þarna til vorsins," sagði Þor-
valdur sem heldur utan á föstudag.
• Arnljótur og Einar Páll fara
einnig til Þýskalands á fóstudaginn.
Til greina kom að þeir dveldu hjá
enska félaginu Crystal Palace í eina
viku en þeir sögðu við DV í gær-
kvöldi að mjög ólíklegt væri að af því
yrði. „Við komum okkur saman um
að það væri ekki ráðlegt í stöðunni
að flækja málið með því að fara fyrst
til Englands,“ sögðu þeir félagar.
• Gunnar Oddsson fór utan í
morgun og sagði við DV í gær að sér
litist ágætlega á sig hjá Siegen. „Ég
var þarna í viku fyrr í vetur og kunni
vel við mig,“ sagði Gunnar.
Ailir fjórir hætta að leika með hð-
um sínum um miðjan aprfl til þess
að vera löglegir hér heima þegar ís-
landsmótið hefst mánuði síðar.
Preussen Múnster er sterkast af
þessum félögum, er í öðru sæti í riðl-
inum, fimm stigum á eftir Bielefeld
og á leik til góða. Paderborn-Neu-
haus er hins vegar í þriðja neðsta
sæti og Siegen næstneðst en staðan
í riðlinum er það jöfn að þau eru
fáum stigum frá því að komast upp
í miðjan hóp liðanna 16 sem hann
skipa. í fyrra vann Múnster riðilinn
með yfirburðum en mistókst síðan
að vinna sér 2. deildar sæti. Pader-
born-Neuhaus varð í 8. sæti en Sieg-
en vann sig upp úr 4. deild.
Fjórmenningarnir hefja strax æf-
ingar með liðum sínum en þau leika
fjölda æfingaleikja áður en keppnis-
tímabilið hefst á ný með bikarleikj-
um snemma í febrúar, eftir vetrarfrí-
ið. -VS
Liöiö, sem var lagt niður, fær verkefni:
Unglingalandslið-
inu boðið til Bonn
- KSÍ mun ekki greiöa kostnað viö feröina
Unglingalandslið íslands í knatt-
spyrnu hefur fengið óformlegt boð
um að taka þátt í miklu afmæhsmóti
Bonn, höfuðborgar Vestur-Þýska-
lands, sem haldið verður í júnímán-
uði. Þar mætast nokkur öílug félags-
hð unglinga og var Knattspyrnusam-
bandi íslands boðið að senda 18 ára
hð sitt þegar Barcelona frá Spáni
hætti við þátttöku.
Sem kunnugt er hefur KSÍ dregið
þetta landshð út úr Evrópukeppni en
samkvæmt heimfldum DV hefur
stjórn sambandsins samþyk
Þýskalandsfórina, svo framarlei
sem unglinganefndin aflar sjálf fj,
til hennar. Uppihald í Bonn er ókey
is og ferðin fæst á hagstæðu verí
Lárus Loftsson, sem þjálfar drengj
landsliðið, mun væntanlega stjóri
liðinu á mótinu.
Þetta er kjörið verkefni fyrir ung
ingalandsliðið en eftir að þátttöku
Evrópukeppninni var hætt benti al
til þess að þessi aldurshópur fen
engaleikiáárinu. -V