Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989.
25
Lífsstm
Bjór:
Of kaldur og froðulaus
- algeng mistök við framreiðslu bjórs
Rétt meðhöndlun barþjóna á bjór
er ekki síður mikilvæg þegar drykk-
urinn er borinn fram: Þetta á sér-
staklega við um hitastig drykkjarins
og rétta froðumyndun
Nú Jiegar styttist óðum í að löglegt
verði að selja sterkan bjór hér á landi
er ekki úr vegi að bta aðeins á það
hvemig á að bera bjór fram til þess
að neytandinn fái notið hans til fulln-
ustu.
í grein um þetta mál í sænska blað-
inu Dagens Nyheter segir: Algeng-
asta aðferðin er sú að bjórinn er bor-
inn fram allt of kaldur með örþunnri
froðuskán ofan á. Þessi aðferð felur
í sér þrjár kórvillur.
Bjór tapar mestöllu bragði sínu ef
hann er drukkinn of kaldur. Við
bruggun á venjulegum bjór eru not-
uð ótal ólík bragðefni sem fara til
einskis ef hitastigið er ekki rétt. Rétt
hitastig er 12-13 gráður hið minnsta
en getur farið upp í 20 gráður á viss-
um tegundum.
Froðan ofan á krúsinni á að vera
þykk og þétt og þarf að byggja
froðukúfinn upp í áföngum. Þéttur
froðukúfur heldur bragðinu vel í
drykknum og kemur í veg fyrir að
neytandinn verði uppþembdur af
lofti eftir hálfa krús.
í greininni í Dagens Nyheter er
vitnað í Hákon Pálsson sem var kjör-
inn fremstur sænskra bjórverta á
síðasta ári. Hákon er 7 mínútur að
skenkja bjór í glas. Þennan tíma not-
ar hann til þess að byggja upp réttan
froðukúf í fjórum áfóngum eða stig
um.
Þá er ótalið eitt atriði sem getur
haft úrslitaþýðingu við framreiðsl-
una. Glasið má ekki vera of þurrt
heldur hæfilega rakt eða blautt og
forðast verður ákveðnar tegundir
nútíma uppþvottaefna sem skila
Neytendur
glasinu of þurru og glansandi.
Hér er greinilega margt að varast
og vert fyrir þá sem hlakka sem
mest til bjórsins að kynna sér þessi
mál ítarlega svo þeir geti tryggt að
þeir fái góða og rétta þjónustu á
bjórkránum þegar þar að kemur.
Þeir sérfræðingar sem vitnað er til
í grein Dagens Nyheter eru sammála
um að góð bjórglös skuli vera fremur
þunn og mjókka upp. Slík lögun er
tahn stuðla að því að bjórinn haldi
bragðgæðum sínum til síðasta sopa
eins og framleiðandinn ætlaðist til.
Bjór sem ekki er drukkinn hefur
brugðist hlutverki sínu og hið sama
gildir um bjór sem endar ævi sína
með því að vera rangt borinn fram.
Þessar ráðleggingar eiga við um
bjór sem seldur er á krám. Þegar um
flösku- eða dósabjór er að ræða er
neytendum ráðlagt að gera eftirfar-
andi tilraun.
Hellið tveimur bjórum í glös. Hallið
glasinu í fyrra tilfellinu og látið bjór-
inn renna í það meðfram kantinum
svo lítil eða engin froða myndist. í
síðara tilfellinu er ölinu hellt í rakt
glas beint í miðjuna þannig að freyði
vel og stór og myndarlegur froðukúf-
ur sitji á glasinu.
Það er fullyrt að þeir sem ekki vita
betur telji að um tvær ólíkar tegund-
ir bjórs sé að ræða. Og að sjálfsögðu
á ekki að geyma bjór í ísskáp. Bjór á
að drekka svalan en ekki kaldan úr
ísskáp.
-Pá
-
'
Rétt framreiðsla á bjór skiptir höfuömáli.
PCB í heimilistækjum:
Afborgunarkjör:
.
Var leyft til 1983
Telja má víst að eiturefnið PCB leyn-
ist víða í algengum heimilistækjum.
Fram til ársins 1983 var PCB notað
í þéttum í þvottavélum, þurrkurum
og uppþvottavélum sem framleidd
eru í Þýskalandi. Þetta efni getur
einnig leynst í ýmiss konar dælum,
loftræstibúnaði, rakvélum og flúor-
pennn af ýmsum gerðum.
í desemberhefti þýska neytenda-
blaðsins Test er ijallað um vanda
þann sem notkun þessa efnis í heim-
ilistækjum hefur skapað.
Þrátt fyrir að notkun efnisins hafi
nú verið bönnuð þarf að fylgjast með
því að úr sér gengnum tækjum sé
ekki fargað þar sem efnið getur kom-
ist út í náttúruna.
í blaðinu er talið að hlutfall PCB í
náttúrunni fari stöðugt hækkandi og
vandi að stemma stigu við því þar
sem nær ómögulegt er að koma í veg
fyrir að það komist út í vistkerfið.
Efnið veldur krabbameini og er í
blaðinu talið versti mengunarvaldur
nú á dögum síðan DDT var sem mest
notað á árum áður. Efnið berst milli
stiga í lífkeðjunni og hafnar því fyrr
eða síðar í mannshkamanum þar
sem það safnast fyrir í fitunni.
í sumum héruðum Þýskalands
hafa ónýt heimihstæki sem grunur
leikur á að innihaldi PCB verið kerf-
isbundið hirt af ruslahaugiun. í hér-
aðinu Marburg var skipt um 70%
allra ljósapera í notkun þegar kom í
ljós að þær innihéldu efni þetta.
Birgir Þórðarson, starfsmaður
Hohustuverndar ríkisins, sagði í
samtah við DV að grannt væri fylgst
með þessum málum hérlendis. Raf-
magnseftirlitríkisins, Vinnueftirhtið
og HoUustuverndin starfa að eftirliti
í sameiningu. Birgir sagði aö talsvert
af heimhistækjum og perum hefði
komið inn til HoUustuverndar og
hefði verið sent tU Bretlands til eyð-
ingar ásamt öðrum hlutum sem inni-
halda PCB.
„Það er ákaflega hröð þróun í þess-
um málum. Við vonumst til að á
næsta ári verði þessi mál komin í
svipað horf og er á Norðurlöndum
og í Þýskalandi. Um innUutningseft-
irlit verður að ræða og auk þess verð-
ur með tilkomu flokkunarstöðvar
fyrir úrgang hægt að fylgjast grannt
með því að hættuleg efni af þessu
tagi lendi ekki úti í náttúrunni.“
Eiturefnið PCB var fram til 1983 leyft við framleiðslu algengra heimilis-
tækja, þar á meðal þvottavéla.
Vcrslun-
mörgum tilvikum ófærir um að verkum að í flestum tilvikum er
veita viðskiptavinum greinargóðar ódýrasti kosturinn fyrir neytendur
upplýsingar um greiðslukjör utan sá að taka lán í viðskiptabönkun-
þess sem lýtur að staðgreiðsluaf- um og staðgreiða vöruna sem
slætti. kaupa á.
Þetta er meðal niðurstaðna úr Vara sem verðlögð er á 50.000
könnun sem Verölagsstofnun gerði krónur getur kostað kaupandann
í nóvember og náði til 86 raftækja-, 45.000 krónur ef staögreitt er, en
byggingarvöru- og teppaverslana. aUt að 53.000 krónum auk vaxta ef
Könnunin beindist að þvi aö kanna keypt er gegn gjaldfresti.
mismunandi kostnað við kaup með
ýmsum afborgunarkjörum. Miöaö ________
var við aö 50.000 krónur væru UpplýSingaT SKOltlf
fengnar að láni í sex mánuði og Upplýsingar þær sem almennum
voru verslanir beðnar að gefa upp neytendum eru veittar um kostnaö
kostnaö viöskiptavina sinna vegna vegna afborgunarkaupa eru nú
lánsins svo sem lántökugjald, mjög ófullkomnar. Samanburður á
stimpUgjald og önnur þau gjöld kostnaðinum milli verslana er
sem leggjast við lánsupphæð. Einn- neytendum erfiður þótt upplýsing-
ig var athugaö hvaða vextir væru ar séu aðgengUegar en ómögulegur
í gjldi, hver væri lágmarksútborg- þegar upplýsingar Uggja hvergi
un sem hlutfaU af vöruverði og fýrir. í fréttatilkynningu frá Verö-
hámarks lánstfmi. Loks var kann- lagsstofnun er sagt aö augljóst virö-
að hvaöa staðgreiðsluafsláttur ist að brýn þörf sé á reglum um
væri veittur. Könnunin náði til samræmda upplýsingamiðlun um
Euro-kredit, Visa raðgreiöslna og vörukaup gegn gjaldfresti.
skuldabréfa. -Pá
Helstu niöurstöður urðu þær að