Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Page 32
F R ETT A S KOTIÐ Æmmmm átmmm mmm' oBmm MMHI
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 27022 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989.
Laxfoss:
Troðfullur
gámur af bjór
Tollveröir fundu í gærdag mikið
magn af bjór í gámi sem kom meö
Laxfossi - ööru af tveim nýjum skip-
um Eimskips. Bjórinn var í tuttugu
feta gámi sem skráður var tómur í
farmskrá skipsins. Samkvæmt heim-
ildum DV var gámurinn fuilhlaöinn
af bjór. Vegna þessa leituöu tollverð-
ir í öllum gámum sem komu með
skipinu. Bjór fannst í einum gámi til
viðbótar. Þegar betur var aö gáð kom
í ljós að bjórinn í þeim gámi var í
eigu erlends sendiráðs.
Samkvæmt heimildum DV hefur
enginn skipverja gengist við að eiga
bjórinn. Meðal annars er grunur um
að fyrrverandi stýrimaður Eimskips
~~"eigi bjórinn og hafi staðið að inn-
flutningnum.
Gámurinn fannst á afmælisdegi
Eimskips - en eins og kunnugt er
varð félagið 75 ára í gær. Vinna við
Laxfoss lá niðri um tíma í gær vegna
þessa máls. -sme
Þrotabú tívollslns:
Kröfurnar
um 160
milljónir
- eignir óverulegar
Eignir Skemmtigarðsins hf., það er
tívolísins í Hveragerði, reyndust
óverulegar. Kröfur í þrotabúið voru
á milli 150 og 160 miUjónir króna.
Ekkert fékkst upp í almennar kröfur
og aðeins hluti forgangskrafna mun
fást greiddur. Húsið, sem byggt var
yfir starfsemina, var ekki eign
Skemmtigarðsins og kemur því ekki
til skipta.
^ Allt bendir til þess að þrotabúið
þurfi að höfða einhver mál til að fá
ákveðnum gerðum fyrrum stjórn-
enda fyrirtækisins rift. Þar til þau
mál hafa verið útkljáö er ekki hægt
að segja til um hversu stórt gjald-
þrotið er. Nú liggur fyrir að það er
umtalsvert. Þrotabúið hefur selt leik-
tækin sem voru í tívolíinu. -sme
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
LOKI
Smyglararnir hafa lík-
lega ætlað að halda vel
upp á afmælið!
Steingrímur með
tillögur um pakka
- lítil hrifning innan samstarfsflokkanna
Samkvæmt heimildum DV mun
Steingrimur Hermannsson forsæt-
isráöherra leggja fram tillögur um
efnahagsaðgerðapakka fýrir hina
stjórnarflokkana um eða eftir
næstu helgi. Þessar tillögur gera
meðal annars ráð fyrir víðtækum
aögerðum varðandi vexti, verð-
lagsmál og uppstokkun á fjár-
magnsmarkaðinura.
Tillögiu- hafa verið mótaðar í
efnahagsmálanefnd Frarasóknar
og í forsætisráöuneytinu við lítinn
fögnuð sarastarfsflokkanna. Viss-
an um að þeirra væri að vænta
varð meðal annars til þess að Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra var-
aði við þeim vinnubrögðum að
hver stjórnarflokkur um sig setti
óskalista sinn á blað í greinargerð
um ástand og horfur í efhahags-
málum sem hann lagöi fram í ríkis-
stjórn. Menn innan A-flokkanna
telja að með þeim vinnubrögðum
sé hætt við að ástandið í stjórninni
geti orðið líkt og á síðustu mánuð-
um ríkisstjórnar Þorsteins Páls-
sonar.
Á fundum sínum að undanfömu
hefur Steingrímur viðraö ýmislegt
úr tillögum sínum. Hann hefur
meðal annars sagt að verðstöðvun
í einhvers konar formi sé óumflýj-
anleg eftir að núgildandi verð-
stöðvun rennur út. Hann hefur
spurt hvort ekki sé hægt að leggja
Utvegsbankann niður til að ýta
undir uppstokkun í bankakerfinu.
Steingrímur vill að lögum um
Seðlabanka verði breytt svo að
bankinn geti ákvarðað hámarks-
vexti án tillits til raunvaxta í ná-
grannalöndunum.
Framsóknarflokkurinn vill að
ríkisstjórnin grípi nú til aðgerða
sem forsvarsmenn atvinnuveg-
anna geti sætt sig við. Innan A-
flokkanna eru margir hins vegar á
því að bágborin staða atvinnuveg-
anna sé aðalhvatinn að nauösyn-
legri hagræðingu og uppstokkun
þar. Það má því búast við að tekið
verði á móti tillögum Steingrims
með tillögum um annars konar
pakka.
-gse
Báðir togararnir skemmdust í
árekstrinum eins og sést á þessum
myndum at stefninu á Albert (stærri
myndin) og Jóni Kjartanssyni.
DV-myndir Emil Thorarensen
og Jóhann Jónsson
Áreksturinn á loönumiöimum:
Albert var að
kasta nótinni
Þegar loðnuskipin Albert GK og
Jón Kjartansson SU lentu í hörðum
árekstri á loðnumiðunum í fyrra-
kvöld var áhöfnin á Albert byrjuð
að kasta. Um 40 faðmar af vír og 30
faðmar af tógi voru farin út og kom-
ið var að því að sleppa nótinni þegar
áreksturinn varð. Skipstjórinn hafði
sett á ljós sem gáfu til kynna að bát-
urinn var heftur vegna veiðarfæra.
Um borð í Jóni Kjartanssyni átti að
fara að kasta. Áhöfnin var að klæða
sig í hlífðarfót þegar áreksturinn
varð. Sjópróf hófust hjá sýslumanns-
embættinu á Eskifirði í morgun.
Skipin voru hlaðin loðnu þegar
áreksturinn varð. Jón Kjartansson
var með 900 tonn en skipið ber mest
um 1100 tonn. Albert var með 650
tonn en ber mest um 750 tonn. Skipin
voru því mjög þung og lengi að stöðv-
ast. Um borð í Albert óttuðust menn
að virinn og tógið, sem höfðu runnið
út, færu í skrúfu skipsins þegar skip-
stjórinn setti á fulla ferð aftur á bak.
Bæði skipin eru mikið skemmd og
verða frá veiðum um tíma - meðan
viðgerðirfarafram. -sme
Gunnar Ásgeirsson hf.:
Selt í næstu viku?
Gunnar Ásgeirsson, aðaleigandi
fyrirtækisins Gunnars Ásgeirssonar,
segir að nokkur hreyfing sé komin á
sölumál fyrirtækisins og að tveir til
þrír aðilar séu nú alvarlega að hugsa
sig um að kaupa það.
„Ég reikna með að málið skýrist í
næstu viku, að þá fáist niðurstaða
um það hvort fyrirtækið verður selt
eða ekki,“ segir Gunnar.
Öllum starfsmönnum Gunnars Ás-
geirssonar hf. var sagt upp 1. des-
ember. Hinn 1. mars rennur starfs-
tími þeirra út. Yfirlýst stefna eigand-
ans, Gunnars Ásgeirssonar, er að
selja fyrirtækið eða ráðast í nokkra
endurskipulagningu á því.
-JGH
Veðrið á morgun:
Élá
Vestur-
landi
Á morgun verður fremur hæg
suðvestanátt um allt land, él
verða suðvestan- og vestanlands
en úrkomulaust en skýjað í öðr-
um landshlutum. Hitinn verður
aðeins undir frostmarki.
Fólksbílafæri á
Möðrudalsfjöllum
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum;
Óvenju snjólétt hefur verið á Hér-
aði það sem af er vetri. Hefur sáralít-
ið þurft að hreyfa snjóruöningstæki
í byggð. Hins vegar hafa vegir verið
svellaðir og því oft hálka.
Frá miðjum desember hafa skipst
á snjógusur og hlýindakaflar og
margan daginn hefur veður verið
bjart og kyrrt. Sem dæmi um hve
snjólétt hefur verið er að nú, 14.jan-
úar, er fólksbílafært um Möðrudals-
fjöll, bæði austur á Jökuldal og til
Vopnafjarðar. Sagði Vemharður
bóndi á Möðrudal að það væri algert
einsdæmi á þessum árstíma.