Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Viðskipti______________________________________________________________________ pv Sameining tryggingafélagaima: Ætla risarnir að keppa og koma verðinu niður? Sameining tryggingafélaga er nú í brennidepli eftir að Samvinnutrygg- ingar og Brunabót hafa ákveðið að sameinast og sömuleiðis Sjóvá og Almennar tryggingar. Nýju félögin tvö eru nú risar á íslenska trygginga- markaðnum með um 67 prósent markaðarins. Líklegt er að fleiri sameiningar verði áður en þetta ár er liðið og er helst rætt um að Trygg- ingamiðstööin og Reykvísk endur- trygging gangi í eina sæng. Báðir risarnir segjast geta náð hag- ræðingu og sparnaði í rekstri. Menn spyija sig aftur hvort samkeppnin á milli tryggingafélaganna, eftir til- komu þessarar tveggja risa, sé nægi- leg til að þessi sparnaður og aukna hagræðing leiði til lækkunar iðgjalda eða betri afkomu tryggingafélag- anna. Tryggingamarkaðurinn var í járn- um á árinu 1987. Þá skilaði Trygg- ingamiðstöðin mestum hagnaði eða um 29 milljónum króna en Bruna- bótafélagið tapaði mestu eða um 27 milljónum króna. Tryggingamarkaður í járnum þýð- ir að tryggingafélögin leitast nú við að styrkja stöðu sína með aukinni hagræðingu. Það bendir til þess að neytendur sjái á næstunni betri af- komutölur hjá tryggingafélögunum fremur en að iðgjöld fari lækkandi ogað afkoman verði áfram í járnum. Fréttaljós Jón G. Hauksson Brynjólfur Sigurðsson, prófessor í viðskiptadeild og sérfræðingur í rekstrarhagfræði og markaðsmál- um, sagði í DV á fostudaginn að stóra spurningin núna væri sú hvort tryggingarisarnir tveir gerðu með sér þegjandi samkomulag um verð trygginga og að jafnvægi ríkti á markaðnum. Háværar raddir um aukna hag- ræðingu hjá tryggingafélögunum og lægri tryggingaiðgjöld hafa hljómað undanfarin ár. Þær urðu sérlega há- værar á síðasta ári þegar trygginga- félögin kröfðust gífurlegra hækkana á iðgjöldum af bíltryggingum vegna mikils taps á þeim. Fyrir nokkrum vikum komust tryggingafélögin nokkuð í umræð- urnar vegna ónógrar samkeppni eftir að fimm þeirra, Sjóvá, Almennar, Samvinnutryggingar, Trygginga- miðstöðin og Trygging, sýndu aug- ljóst samráð í útboði Verslunar- mannafélags Reykjavíkur á slysa- tryggingum. Þá skar Brunabót sig úr og var ekki með eins tilboð og hin félögin. Tryggingamarkaðurinn á íslandi er í raun spennandi markaður. Sér- lega veröur fróðlegt að fylgjast með samkeppninni á markaðnum eftir stofnun risanna tveggja. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með örlögum smærri tryggingafélaganna. Þrengist að þeim eða lifa þau ágætu lífl i skugga risanna tveggja? -JGH Útsöluæðið: Hvers vegna eru allir útsölur samtímis? Nú er útsöluæði i Reykjavík. Svo er einnig i öllum helstu stórborgum Evrópu. DV-mynd GVA með Útsöluæði hefur gripið um sig meðal fataverslana í Reykjavík og um land allt. Þegar gengið er niður Laugaveginn, mestu tískuverslana- götu landsins, stendur orðið útsala nánast í öllum gluggum. Þegar allir eru með útsölur samtímis eru við- skiptin minni en ella. En hvers vegna eru þá allar fataverslanir með útsöl- ur samtímis? „Fataverslanir eru núna að selja þær vörur sem ekki seldust í haust og fyrir jólin. í svona málum stjórnar enginn neinum. Ef ein verslun fer af stað fylgja hinar í kjölfarið. Stjóm- endur þeirra eru einfaldlega hræddir við að vera með útsölur seinna og missa hugsanlega af viðskiptum,“ segir Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands. Að sögn Magnúsar eru útsölur í janúar eftir jólavertíðina alþjóðlegt fyrirbæri. „Það sjá það allir sem fara núna til helstu stórborga Evrópu, eins og London, að þar eru útsölur í öllum fataverslunum." Magnús segir enn fremur að í tískuvömverslunum sé ekkert sem Smáar og áskrift-númeð Samkorti DV hefur gert samstarfssamn- ing viö krítar- kortafyrirtækið Samkort. Hann gengur út á að nú er hægt að greiða smáauglýsingar og áskrift að blaðinu með Samkorti. Fyrir er samningur DV við kortafyritæk- in Visa og Eurocard. „Við erum þessa dagana að velja fyrirtæki til viðskipta í hinum ýmsu þjónustugreinum," segir Örn Peters- en, markaðsráðgjafi Samkorta. Þá má geta þess að Samkort, eins og hin kortafyrirtækin tvö, hafa gert samning við Bifreiðaskoðun íslands hf. Það er í fyrsta skiptið í sögunni sem hægt hefur verið að greiða fyrir bifreiðaskoðun með krítarkortum. -JGH heiti að skila vörunum aftur til heild- sala eða framleiðenda. Gerð sé pönt- un og þá sitji verslanirnar uppi með þá pöntun. „Þetta þýöir aftur að það er alveg eins gott að selja vörurnar á útsölu frekar en að sitja uppi með þær uppi í hillum og þurfa síðar að gefa þær Umboðsverslun Konráðs Axels- sonar er með umboð fyrir þýska bjór- inn Holstein á íslandi en ekki Davið Scheving Thorsteinsson eins og skilja mátti af fréttaljósi DV á föstu- eða jafnvel henda þeim.“ Magnús segir að brátt líði að því að verslanir taki upp nýjar vörur fyrir vorið og það ýti aftur á eigendur verslana að rýma fyrir 'þeim og það sé hluti af skýringunni á útsölunum núna. „Eigendur verslana eru þegar byrj- daginn um opnun tilboða hjá ÁTVR. Davíð kom hins vegar nálægt til- boði Holstein að því leyti að Hoí- stein-verksmiðjumar eru tilbúnar að láta Davíð Scheving fá bjór til að aðir að huga að sýningum núna og spá í og skoöa hausttískuna. Skó- kaupmenn fara til dæmis á sýningar í mars til að athuga með skótískuna næsta haust,“ segir Magnús Finns- son. -JGH tappa á ílát í Sól-verksmiðjunni, svo fremi sem um semst á milli þeirra og Davíðs. Þess vegna var í tilboði Holstein getið um bjór til landsins í gámum. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 3-5 Vb.lb Sparireikningar 3ja mánvuppsögn 2-6 Vb 6mán.uppsögn 2-7 Vb 12mán. uppsögn 3,5-5 Lb 18mán. uppsögn 8 Ib Tékkareikningar.alm 1 Allir Sértékkareikningar 1-6 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6 mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Innlán meó sérkjörum 3,5-11 Vb.Bb Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7,5-8,75 Ab Sterlingspund 11-12,25 Úb.Ab Vestur-þýskmörk 3,75-5 Ab Danskarkrónur 6.75-8 Vb.Sb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Ab lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv!) 11-15 Vb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12-12.5 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 14,5-17 Úb.Vb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 8-8.75 Vb Utlán til framleiðslu Isl,. krónur 12-12,5 Lb.Sb,- SDR 9.5 Bb.Úb Allir Bandaríkjadalir 11-11,5 Úb Sterlingspund 14,50- allir 14.75 nema Vestur-þýsk mörk 7.25-7,5 Úb allir nema Húsnæðislán 3.5 Úb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21.6 MEÐALVEXTIR Óverðtr.jan. 89 12,2 Verðtr.jan.89 8,1 VlSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2279 stig Byggingavísitalajan. 399,5 stig Byggingavísitalajan. 125,4stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun Verð- stöðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,442 Einingabréf 2 1.933 Einingabréf 3 2.237 Fjölþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1.586 Kjarabréf 3,442 Lífeyrisbréf 1.727 Skammtímabréf 1.197 Markbréf 1.828 Skyndibréf 1.053 Sjóðsbréf 1 1,644 Sjóðsbréf 2 1.381 Sjóðsbréf 3 1.168 Tekjubréf 1.557 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 130 kr. Eimskip 380 kr. Flugleiðir 288 kr. Hampiðjan 155 kr. Hlutabréfasjóður 151 kr. Iðnaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 200 kr. Útvegsbankinn hf. 134 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 126 kr. (1) Viö kaup á viðskiptavixlum og viö- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast í DV á fimmtudögum. Þetta er bjorbuðin Þetta verksmiðjuhús er að Stuðlahálsi 2 í Reykjavík og lætur fremur lítið yfir sér. Flestir Reyk- víkingar eiga eftir að kynnast þessu húsi vel eftir 1. mars og leggja leiö sina í það. Þetta er bjórbúðin umtalaða, verksmiðja og birgða- geymsla ÁTVR í Árbænum. I bjórbúðinni verður boðíð upp á flestar þekktustu bjórtegundimar. Þar getur fólk keypt „sinn“ bjór fáist hann ekki í vínbúðum ÁTVR. Þar verða líklegast sjö tegundir til sölu og þar af íjórar bruggaðar á íslandi. -JGH Þetta er bjórbúðin, verksmiðja og birgðageymsla ATVR við Stuðlaháis- inn I Árbænum. DV-mynd Brynjar Gauti Konráð Axels með Holstein

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.