Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 29 • Steve Davis er fimm- faldur heimsmeistari i snóker. Menn töldu hann frekar rólegan og daufan „karakter" fyrir komuna til íslands. Hann sýndi hins vegar allar sinar bestu hliðar og reytti af sér brandara hvenær sem tækifæri gafst. ' ’ '' ■ • < vN Váí í átökin og því lögöust menn á bæn og báöu til guös um aö fötin pöss- uðu. Bróðirinn afklæddur Þegar þeir Davis og Foulds komu á Hótel ísland skömmu fyrir upp- haf einvígisins mátaöi Davis fötin. Vestið og buxurnar pössuöu en skyrtan var of lítil. Bróöir Davis var leitaöur uppi og óneitanlega brá honum er taugaveiklaðir menn tóku aö hneppa skyrtu hans frá. Davis skipti á skyrtu viö bróður sinn og málið var í höfn. Einn galli var þó á vestinu. Þaö var of stutt að aftan og Davis haföi á orði aö hann yrði sífellt aö giröa sig á svið- inu. Þaö kom á daginn. Hann gerði hins vegar grín að öllu saman. Brandararnirfiugu Síðustu mínúturnar fyrir einvígiö voru þeir saman í búningsher- bergi, Davis og Foulds. Það kom mönnum mikið á óvart að þeir skildu ekki fara fram á sitt hvort herbergið. Hins vegar reyttu þeir af sér brandarana og geröu grín hvor aö öðrum. Þeim var síðan boðiö að prófa borðið nokkrum mínútum fyrir upphaf einvígisins en báðir afþökkuðu það boð. Þeir treystu Keith Davis fullkomlega. Rosalegir áhorfendur Þegar leikhlé var gert eftir fjóra ramma og staðan var 2-2 höfðu þeir báðir á orði að áhorfendur væru stórkostlegir. „Þeir klappa mikið og á réttum tímum,“ sagði Davis. „Það er frábært að spila hér og aðstæður eru allar eins og best verður á kosið,“ bætti hann við. í síðari hluta einvígisins kom upp skondið atvik. Þá brá svo við, er Davis var að einbeita sér við borðið fyrir stuð, að sími hringdi á Hótel íslandi. Einhver snókerleikari hefði kvartað undan hávaðanum en Steve Davis leit upp og sagði: „Það er örugglega verið að hringja útaf farangrinum mínum.“ Dæmi- . gerð viðbrögð fyrir þennan létta og skemmtilega íþróttamann „Eg varheppinn“ Um úrslit einvígisins sagði Steve Davis: „Ég verð að viðurkenna að ég hafði heppnina með mér. Alltaf þegar ég.mæti Foulds gerir hann mér erfitt fyrir. Það er greinilegt að hann er farinn að læra töluvert á mig, þekkja mína veikleika." Þess má geta hér að Davis lék gegn Fo- ulds á litlum klúbbi í Londpn kvöldið áður en hann kom til ís- • „Þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Steve Davis við Kristján Ágúst Kjart- ansson, 11 ára gamlan snókeráhugamann, þegar hann rétti Davis hvítu kúluna en hún þaut eitt sinn af borðinu í lokatriðinu. DV-mynd GS lands og sigraði Davis örugglega þar, 4-0. „Auðvitað vorum við mjög taugaveiklaðir“ Hingað til lands komu þeir Davis og Foulds á vegum Óskars Krist- jánssonar í Billiardbúðinni og Kjartans Kristjánssonar. Að ein- víginu og öllu umstanginu loknu sagði Kjartan: „Það gefur auga leið að við vorum taugaóstyrkir fyrir þetta einvígi. En þegar við tókum eftir viðbrögðum þeirra Davis og Foulds yfir aðstöðunni og öðru fór- um við að slaka á.“ „Aukasýningin þakklæti til áhorfendanna“ Kjartan hélt áfram: „Báðir voru þeir kappar yfir sig ánægðir með komuna til Islands. Og ekki síst með íslensku áhorfendurna. Það var áhorfendunum að þakka að Steve Davis tók aukasýninguna eft- irminnilegu eftir einvígið. Hann gerir lítið af þessu en lætur þó til leiðast þegar áhorfendur eru vin- gjarnlegir og vel með á nótunum. Þá lætur hann allt flakka og hefur sjaldan haldið svona langa auka- sýningu. Ég ætla ekki að reyna að lýsa þessari sýningu. Það stóðu all- ir agndofa í húsinu.“ Engin verðlaun Það er rangt sem fram hefur komið að Steve Davis hafi fengið 4,5 millj- ónir í verðlaun fyrir sigurinn í ein- víginu. Engin peningaverðlaun verða afhent fyrr en í vor enda ' verður sigurvegari ekki Ijós fyrr en þá. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari þegar einvígunum 46 verður lokið fær 60 þúsund pund í verðlaun eða rúmar 5 milljónir króna. Borðið verður áfram hér á íslandi Hið glæsilega Matchroom-borð, sem þeir Davis og Foulds léku á og flutt var sérstaklega til landsins vegna einvígisins, verður áfram hér á landi og einn áhugasamur forráðamaður íþróttarinnar hér á landi fékk það til varðveislu. Vilja fá fréttir héðan Með þeim Davis og Foulds hingað til lands kom um 15 manna fylgdar- liö og voru breskir blaðamenn þar í meirihluta. Þeir fréttu af því að Brynjar Valdimarsson, íslands- meistari í snóker, hefði náð 107 í einu stuði í sjónvarpsútsendingu og fóru fram á það viö forráðamenn íþróttarinnar hér á landi að fá frétt- ir héðan af íslenskum snókerleik- urum. Ennfremur sögðu blaða- mennirnir að hér væru allar að- stæður fyrir hendi til að halda stór- mót fyrir atvinnumenn og áhorf- endur og starfsmenn Sjónvarpsins væru vel með á nótunum. Kostar mikla peninga Framtak þeirra Óskars Kristjáns- sonar í Billiardbúðinni í Ármúla og Kjartans Kristjánssonar er lofs- vert svo ekki sé meira sagt. En hvemig er útkoman íjárhagslega séð? „Það var ljóst í upphafi að við myndum ekki græða á þessu og að endar myndu ekki ná saman þegar upp yrði staðið. Við fengum dyggan stuðning frá mörgum fyrirtækj- um,“ sagði Kjartan. Kjartan vildi nota tækifærið til að þakka eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn: DV, Flugleiðum, Teppabúðinni, Radíóbúðinni, Vífil- felli, Ballskák, Agli Skallagríms- syni, Heimilistækjum, Sparisjóð' Vélstjóra, Gevalia kaffi, Lýsi og Eurocard. _SK • Keppendur og aðstandendur einvígisins, talið frá vinstri: Neal Foulds, Kjartan Kristjánsson, Óskar Kristjánsson og Steve Davis. DV-mynd GS Iþróttir Davis í fremstu röð frá 1980 Steve Davis er 31 árs og fimmfaldur heimsmeistari í snóker. Hann hefur orðið heimsmeistari tvö síðustu árin. Á síðasta ári var hann tekjuhæsti íþróttamaður Bretlands og þénaði um 90 miUjómr króna. Davis skaut upp á stjörnuhimininn árið 1980 og strax varð hann í fremstu röð og hefur verið það síðan. Helstu kostir hans sem snókerspil- ara eru ótrúleg yfirvegun og ein- beiting. Þá má einnig nefha varnar- leikinn en þar er hann öllum fremri. • Þess má geta hér að heimsmeist- aramót unglinga í snóker fer fram hér á landi i maí í vor. í tengslum eða í framhaldi af því móti er mögu- leiki á að Jimmy White, sem er núm- er tvö á afrekalistanum yfir bestu snókerspilara í heiminum, komi til íslands. -SK Kemur Steve Möguleiki er á því að Steve Davis komi aftur til íslands. Svo kann að fara að eitthvert einvígja hans síðar í keppninni fari fram hér á landi. Davis sagði í samtali við DV að hann hefði áhuga á að koma aftuir til Reykjavíkur og skoða sig þá betur um. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.