Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Page 10
10
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989.
Utlönd
ísraelskir hermenn gæta Palestínumanna á Vesturbakkanum sem hand-
teknir voru eftir að bensínsprengju var varpað að israelskum hermönnum.
Talið er að allt að hundrað Palestínumenn hafi verið handteknir.
Simamynd Reuter
Heimta lögbann
á skipanir Rabins
ísraelsk mannréttindasamtök hafa
fariö þess á leit viö hæstarétt í ísrael
aö sett vérði lögbann á skipanir Rab-
ins vamarmálaráðherra sem heimila
hermönnum aö skjóta plastkúlum að
arabískum mótmælendum.
í beiðni samtakanna sagði að fjöldi
palestínskra mótmælenda hefði látið
lífið eftir að hafa orðið fyrir plastkúl-
um. Einnig heíði fjöldi særst þegar
ísraelsku hermennimir hefðu skotið
þeim að mótmælendum. Bent var á
að notkun þeirra gegn óbreyttum
borgurum væri brot á alþjóðalögum.
ísraelsk heryfirvöld halda því fram
að notkun plastkúlna hafi ekki orðið
til þess að fleiri Palestínumenn hafi
látiö lífið. Halda heryfirvöld því fram
,að síðastliðinn mánuð hafi færri
Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL.
Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til
lífeyrissjóða í áföngum, þartil 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða4% af öllum
launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda-
skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur
gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna.
Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir:
særst en venjulega.
Fréttamenn á herteknu svæðunum
segjast hafa séð hermenn skjóta þeg-
ar þeir hafa ekki verið í neinni hættu
ogánviðvörunar.
Reuter
Verkamaður ber múrsteina sem
eiga að (ara í grafhýsi Dalis i lista-
safni hans. Simamynd Reuter
Árin 1987-1989:
a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á
mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal
ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem
svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma-
kaup hiutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við-
bættu orlofi.
Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð.
b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að
viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir:
Hluti
Hluti
1987
1988
1989
starfsmanna:
1,0%
2,0%
3,0%
atvinnurekenda:
1,5%
3,0%
4,5%
Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur
með sama hætti 6%.
SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA
Samræmd lífeyrisheild
• Lsj. byggingamanna
• Lsj. bygg.iðnaðarmanna í Hafnarf
• Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar
• Lsj. Félags garðyrkjumanna
• Lsj. framreiðslumanna
• Lsj. málm- og skipasmiða
• Lsj. matreiðslumanna
• Lsj. rafiðnaðarmanna
• Lsj. Sóknar
• Lsj. verksmiðjufólks
• Lsj. Vesturlands
• Lsj. Bolungarvíkur
• Lsj. Vestfirðinga
• Lsj. verkamanna, Hvammstanga
• Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði
• Lsj. Iðju á Akureyri
• Lsj. Sameinjng, Akureyri
• Lsj. trésmiða á Akureyri
• Lsj. Björg, Húsavík
• Lsj. Austurlands
• Lsj. Vestmanneyinga
• Lsj. Rangæinga
• Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi
• Lsj. Suðurnesja
• Lsj. verkafólks í Grindavík
• Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar
Dali að dauða
kominn
Spánski súrreahstinn Salvador
Dah, sem þjáist af alvarlegum hjarta-
og lungnakvihum, virtist í gærkvöldi
vera að missa þróttinn eftir fimm
daga baráttu á mörkum lífs og dauða,
að sögn lækna í Figueras á Spáni.
„Það virðist sem baráttuþrekið sé
að þverra," sagði Carles Ponsati
læknir við blaðamenn á stuttum
fundi á sjúkrahúsinu í Figueras,
heimabæ málarans, á norðaustur-
hluta Spánar.
Sagði hann að hinn áttatíu og fjög-
urra ára gamh hstamaður væri að
veslast upp hægt og hægt.
Læknar hktu Dali við kerti sem er
að brenna upp en sögðu að hann
gæti hugsanlega lifað í marga daga
enn.
Dali er einn síðasti eftirlifandi súr-
reahstinn. Hann var lagður inn á
sjúkrahús síðasthðinn miðvikudag í
þriðja skipti á tveimur mánuðum.
Verkamenn vinna nú allan sólar-
hringinn við að koma upp grafhýsi
fyrir Dah í aðalsal listasafns hans í
bænum.
Reuter
Stuðningur
við ETA
Pétur L. Pétuisson, DV, Barcelona;
Tugþúsundir manna söfnuðust
saman á götum Bilbao á laugardag-
inn til aö lýsa yfir stuðningi við
samningaviðleitni baskneskra að-
skilnaðarsinna, ETA. Svo mikih
manntjöldi gerir að engu þær raddir
sem halda því fram að ETA eigi sér
fáa stuðningsmenn í Baskalandi.
Á miönætti í nótt rann út fimmtán
daga vopnahlé sem ETA hafði boðað
einhhða til að fá stjórnvöld að samn-
ingaborðinu. Stjórnvöld vildu lengri
frest og sögðust vonast til að samtök-
in framlengdu vopnahléið. Það hefur
þó ekki gerst enn því samtökin segj-
ast enn vera að bíða þess að sjá út-
rétta sáttahönd ríkisstjómarinnar.