Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989.
Utlönd
Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í gær að hann
myndi segja af sér embætti vegna aðildar sinnar að Recruit hneykslis-
malinu. Símamynd Reuter
Takeshita
segir af
Noboru Takeshita, forsætisráð-
herra Japans, baðst í gær afsökun-
ar á tengslum sínum við Recruit
fyrirtækið og tilkynnti afsögn sína.
Á fjármálamörkuðum var merkj-
aniegur léttir vegna þess að nú sér
fyrir endann á níu mánaða kreppu
í stjórnmálum landsins. Bæði verð-
bréfamarkaðurinn og yenið tóku
stökk upp á við.
„Takeshita hefði átt að segja af
sér miklu fyrr," sagði leigubílstjóri
í Tokýo, „en ég held aö það breyt-
ist ekki neitt og skiptir þá engu
máli hver tekur við. Stjórnmála-
menn viröast allir vera háðir pen-
ingum."
Á blaðamannafundi, sem var
sjónvarpað beint um Japan, sagði
Takeshita að hann myndi segja af
sér embætti strax og íjárlög hafa
verið samþykkt. Þau hafa tafist í
þinginu síðan i byrjun mars vegna
þessa hneykslismáls.
Baðst afsökunar
„Ég verð að biðjast sérstaklega
afsökunar á minni aðild að þessu
máli og ég hef ákveðið að segja af
mér til þess að fólk geti aftur feng-
ið traust á stjórnmálum," sagði
hann.
Hneykslismálið snýst um himin-
háar greiðslur frá Recruit fyrir-
tækinu, sem er útgáfu- og sam-
skiptafyrirtæki, til tuga háttsettra
manna, flestra úr Frjálslynda
flokknum, sem fer méð völdin í
Japan.
Stjórnmálaskýrendur segjast nú
búast við að stjórnarandstaðan
hætti að sniðganga þingfundi og
leyfi flárlögum að fara í gegnum
þingið í síðasta lagi fyrir lok maí.
Recruit hneykslið hefur neytt
þrjá aðra ráðherra til að segja af
sér og fylgi Frjálslynda flokksins
hefur aldrei veriö minna.
„Ég flnn til mikillar ábyrgðar
sér
sem höfuð ríkisstjórnarinnar og
Frjálslynda flokksins vegna vax-
andi vantrausts á stjórnmálum og
þeim vandræðum sem Recruit mál-
ið hefur valdið fulltrúalýðræðinu,"
sagði Takeshita.
Fyrr í þessum mánuði viður-
kenndi Takeshita að hafa tekið við
stórum framlögum frá Recruit fyr-
irtækinu en hann staðhæfði að þær
greiðslur væru allar löglegar.
Ito líklegastur sem eftirmað-
ur
Ekki varð strax ljóst hver myndi
taka við af Takeshita þegar hann
víkur úr embætti en líklegast er
talið að fyrrum utanríkisráðherra,
Masayoshi Ito, verði fyrir valinu.
Hann er eini leiðtogi Frjálslynda
flokksins sem ekki hefur verið
bendlaður við Recruit málið.
Tahð er að Ito, sem er sjötíu og
ftmm ára, þjáist af sykursýki. Hann
gaf blaðamönnum í skyn í gær að
hann hefði hafnað boði Takeshita
um að taka við af honum.
Aðspurður um það hver myndi
taka við af honum sagði Takeshita
á blaðamannafundinum: „Þaö væri
ekki viðeigandi af mér, sem er að
hætta, að spá í eða reyna að hafa
áhrifáþaðhvertekurviðafmér."
Bandaríkjamenn búast
ekki við breytingum
í Kaliforníu sagði talsmaður Ge-
orge Bush forseta að hann byggist
ekki við því að afsögn Takeshita
hefði nein veruleg áhrif á sam-
skipti Japan og Bandaríkjanna.
„Takeshita hefur verið góður
vinur Bandaríkjanna," sagði hann.
„Við búumst ekki við að samband
okkar breytist á neinn verulegan
hátt.“
Takeshita sagði að hann myndi
fara í opinbera heimsókn til nokk-
urra landa í Suðaustur-Asíu, sem
hefst á laugardag, þrátt fyrir krepp-
una sem er heima fyrir, vegna þess
hve samskipti Japans og þessara
ríkja væru mikilvæg.
Þrír hafa áður hrökklast frá
Takeshita er fjórði japanski for-
sætisráðherrann, siðan 1945, sem
er neyddur til að segja af sér vegna
hneykslismáls. Síðasti forsætisráð-
herrann, sem hrökklaðist með
þessum hætti úr embætti, var
Kakuei Tanaka sem sagði af sér
1974 vegna grunsamlegra fast-
eignaviðskipta.
Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem
nú virðast hafa fengið sitt besta
tækifæri í mörg ár til aö fella veldi
Fijálslynda flokksins, fógnuðu til-
kynningu Takeshita.
„Ég hef það á tilfmningunni að
hann hafl misst af lestinni og að
afsögn hans komi of seint. En þetta
er fyrsta skreflð í átt að sigri fólks-
ins,“ sagði Takako Doi, leiðtogi
Sósíalistaflokksins, sem er helsti
stj órnarandstöðuflokkurinn.
Stjórnarandstaðan, sem venju-
lega er klofln vegna innbyrðis
deilna, myndaði bandalag fyrr í
þessum mánuði fyrir kosningar til
efri deildar þingsins sem verða í
júlí eða ágúst.
Stjórnmálaskýrendur segja að
brottför Takeshita ætti að gefa
Frjálslynda flokknum, sem hefur
verið við völd síðan 1955, mögu-
leika á að halda valdastöðu sinni í
báðum deildum þingsins.
Kaupsýslumenn sögðust ekki bú-
ast við neinum meiri háttar breyt-
ingum í kjölfar afsagnar Takeshita.
„Þegar Takeshita er farinn sam-
þykkja þeir fjárlög og allt verður
eins og það á að vera,“ sagði Ross
Rowbury, verðbréfasali hjá Sanyo
verðbréfafyrirtækinu.
Reuter
Masayoshi Ito, eini leiótogi Frjálsiynda flokksins sem ekki hefur veriö
bendlaður við Recruit hneykslið, er talinn líklegasti eftirmaður Takes-
hita. Hann gaf í gær i skyn að hann hefði hafnað boði Takeshita um
forsætisráðherraembættið. Ito á við heilsubrest að stríða.
Símamynd Reuter
Kennarar
Kennarar í verkfalli söfnuöust
saman í miðborg Mexíkóborgar í
gær til aö fylgja eftir kröfum sinum
um kauphækkanir. Sumir fognuöu
falli verkalýösleiðtoga sem lengi
hefur verið sakaöur um spillingu.
Afsögn Carlos Jonguitud Barrios
hjá verkalýðssamtökum kennara á
sunnudag var enn einn sigur fyrir
Carlos Salinas de Gortari, forseta
Mexíkó, sem nú reynir að koma á
lýðræðislegum umbótum. Ekki
voru þó allir á einu máli um afsögn-
Um það bil eitt hundrað þúsund
kennarar í verkfalli söfnuðust sam-
an í miðborg Mexikóborgar i gær
til að fylgja eftir launakröfum sín-
um. Símamynd Reuter
í verkfalli
ina í gær.
Þrátt fyrir aö Jonguitud væri
ekki í neinu embætti hjá verkalýðs-
samtökunum var hann nær alráð-
ur innan þeirra. Andstæðingar
hans hafa sakað hann um að hafa
skipulagt víðtæka spillingu innan
samtakanna.
„Þetta er mjög mikiivægt skref í
átt til lýöræðis í einhverjum
stærstu verkalýðssamtökum róm-
önsku Ameríku,“ sagði háttsettur
embættismaöur sem ekki vildi láta
nafns síns getið.
Margir þeirra eitt hundrað þús-
und kennara, sem þrömmuðu um
. götur Mexíkóborgar i gær, sögðu
hins vegar að útnefning Elba Est-
her Gordillo Morales í embætti
aðalritara verkaiýðssamtakanna
væri í raun ekkert annaö en fram-
ienging á sautján ára veldi Jongu-
itud í samtökunum.
Saratök kennara eru stærstu og
herskáustu verkalýðssamtök
landsins. Nú er verið að endur-
skipuleggja þau eftir að um fimm-
tíu háttsettir menn í samtökunum
sögðu af sér á fundi framkvæmda-
stjórnar þeirra. Á sama fundi var
Gordillo kjörinn aðalritari þeirra.
Jonguitud er öldungadeildar-
þingmaður fyrir Byitingarflokkinn
sem fer meö völd. Hann er þriöji
háttsetti verkalýðsforinginn sem
er settur frá völdum frá þvi að Sa-
linas settist í forsetastól í desember
síðastliðnum.
Reuter
Skotbardagar í Beirút á ný
Harðar skotárásir hófust á ný í
Beirút í morgun en þær höfðu að
mestu legið niöri í viku. Skotið var
á íbúðarhveríi skömmu eftir að yflr-
maður kristinna, Michel Aoun, sak-
aði Sýrlendinga um að vera að safna
liði og vopnum.
Aoun, sem hefur heitið því að reka
sýrlenska hermenn frá Líbanon, en
þeir eru fjörutíu þúsund, spáði því
að Sýrlendingar myndu gera nýjar
árásir á Beirút og bað hann íbúa
höfuðborgarinnar að búa sig undir
þær. Hundruð þúsunda Beirútbúa
vöknuðu svo í morgun við skot-
drunur og flúðu niður í loftvarna-
byrgi.
Fréttir herma að eldar hafi komiö
upp bæði í austur- og vesturhluta
Beirút og að minnsta kosti einn mað-
ur hafl beðið bana. Var það lögreglu-
maður sem var sofandi er skot lenti
inn í svefnherbergi hans. Snemma í
morgun var ekki vitað hverjir hefðu
hafið árásirnar eða af hverju þær
hófust svo skyndilega.
Reuter
ll I ná í| A
ýf\ J I 1 ÍV" ||
.
VI/'
míMmt
>®éU jJQMWV gj
nSP J m
■ /ÍÆSUjjjP : ‘ •^ f J 1
JMi
§l§||g ' fli
hE
Mikið verk bíður þeirra sem ætla að leysa rembihnutinn í Líbanon að þvi er teiknarinn Lurie telur.
Simamynd Reuter