Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989. 15 Vaxtaverkir: Eru vextirnir að sliga þjóðfélagið? Umræða um vaxtamál hefur ver- ið nokkuð umfangsmikil í fjölmiðl- um um nokkurt skeið. Það er kannski engin furða því yfirgnæf- andi meirihluti þegna þessa lands er skuldunautar þeirra fáu sem peninga eiga. Það sem mér flnnst vanta í þessa umræðu er hinn mik- ilvægi þáttur vísitölu og verðbóta í eiginlegum vaxtakostnaði lántak- enda. - Vextirnir sjálfir eru ekki nema litill hluti af allri kostnaðar- byrði lántaka. Ég læt hér fylgja með töflu er sýnir glöggt hve vextir eru lítill kostnaðarhluti heildar vaxtabyrð- innar. Þær tölur, sem koma fram undir hinum ýmsu stigum verð- bólgu, eru einungis vaxta- og verð- bótagreiðslur af höfuðstólnum. Endurgreiðsla höfuðstólsins er hrein viðbót við þessar tölur. Öll dæmin hér eru miðuð við lán til 10 ára og vextir eru reiknaðir 5% af öllum láhunum. Þessi dæmi eru valin vegna þess að þau sýna greiðslubyrði einstakl- ings, lítils fyrirtækis og neðst stórs fyrirtækis sem ekki er í afgerandi vanda. Heilög kýr Um þessar mundir láta lífeyris- sjóðirnir eins og brotin hafi verið KjaUarinn Guðbjörn Jónsson fulltrúi vísitala var tekin upp í upphafi var henni ætlað að vera í beinni teng- ingu við launakjör launafólks í landinu. Hún átti að mæla verð- bætur sem hlutfall af virðisaukn- ingu seldrar vinnu og virðisaukn- ingu fasteigna og verðlags í landinu. Síðan þessi grunnur var lagður hefur honum verið breytt hvað eft- ir annað, launafólki alltaf í óhag. En þótt furðulegt sé hefur aldrei verið leiðrétt verðbótavirkni láns- kjaravísitölunnar svo hún mæli sambærilegt vægi milli þeirra þátta sem hún átti í upphafi að halda í jafnvægi. Misvægi þetta hefur verið fram- kvæmt með breytingum á byg|ing- ar- og framfærsluvísitölum. Þaö er næsta sorglegt að hafa orðið vitni „Það er út í loftið að vera að tala um jafnvægi í efnahagslífinu á meðan ekki er tekið föstum tökum á bruðli með fjármuni í þjóðfélaginu.“ á þeim trúhelgi með breytingu á lánskjaravísitölunni. Þegar þessi að því að forysta launafólks skuli ekki hafa dregið þetta fram í dags- Höfuöstóll láns Verðbólga 0% 5% 10% 15% 20% 2.000 550 1.315 2.335 3.693 5.499 15.000 4.125 9.861 17.510 27.700 41.243 300.000 82.500 197.200 350.200 554.000 824.900 Athugið! Allar tölUr í þúsundum króna. ljósið. Er hugsanlegt að forystu- menn launafólks tilheyri þeim hópi er hagnast á því að viðhalda þess- um rangindum? Nútíma þrælahald í skjóli einstaklingsfrelsis og frelsis til athafna er búiö að hneppa mikinn meirihluta launafólks í þrældóm til þess að vinna fyrir þeim fáu sem hafa verið að draga til sín fjármagn þjóðfélagsins und- anfarin ár. Vegna þess háa lífsgæðastaðals, sem fólk hefur tamið sér, er nokkur hluti launafólks ekki fær um að standa straum af kostnaði þess lánsfjár sem það er með í veltu. Svo er aftur hinn hópurinn sem ekki hefur efni á því að fylgja eftir því lífsgæðakapphlaupi sem fram fer í landinu. - Sá hópur er að mestu leyti skipaður elh- og ör- orkulífeyrisþegum og nokkrum stéttarfélögum kvenna er vinna í verksmiðjum og hjá ríkinu. Þess er einnig vandlega gætt að sá hópur komi ekki fram í meðaltölum um afkomukjör fólks í landinu. Það mundi draga fallega meðaltahð svo mikið niður. Af því sem að framan er skráð má glöggt sjá að búið er að koma því svo fyrir að launafólk er alls- endis ófært um að fara í nothæft verkfah til þess að knýja fram kjarabætur. Margir sem taka þátt í þeim dansi fyrirgera til frambúð- ar greiðslustöðu sinni gagnvart lánadrottnum. Er þetta ekki nokk- uð snjöh þrælaskrúfa? Hvernig er hægt að bæta kjörin? Um þessar mundir brennur harð- ast spurningin um hvemig sé hægt að skapa atvinnulífinu skilyrði til þess að geta greitt hærri laun. Eins og taflan hér sýnir er nærtækasta og fljótvirkasta aðgerðin fólgin í lækkun verðbólgunnar og stöðvun á vaxtahringh lánastofnana. Það er út í loftiö að vera að tala um jafnvægi í efnahagslifinu á meðan ekki er tekið fostum tökum á bruðh með fjármuni í þjóðfélaginu. Með bættu jafnvægi getur at- vinnulífið greitt mun hærri laun en mögulegt er með núverandi hringh. Hvernig væri að fara að tala um hinn raunverulega vanda í þjóð- félagi okkar og pakka skollaleikn- um niður í bih. Guðbjörn Jónsson Á mörgu er að taka „Nú hefur þessi litriki stjórnmálamaður kvatt Alþingi i bili“. - Albert Guðmundsson, sendiherra íslands i Frakklandi. Ef maður lítur yfir það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu að undanfórnu má segja að þar kenni margra grasa. Fyrst eru það nú Sjafnarmál íhalds og krata sem leitt hafa til þess að miklar hrær- ingar hafa gert vart við sig í kerfinu og skjálftahrinurnar borist með utanríkisráðherra inn á Alþingi svo að hann hefur fleiri skemmtileg baráttumál en að fá hingað 1000 manna lið til heræfinga á þjóð- hátíðardaginn. Trúlega muna margir eftir því að hafa heyrt talað um Sjafnaryndi Davíðs þegar vinstrimeirihluti fór með völd í borgarstjórn hér á árun- um - hvernig Sjöfn stóð ævinlega með Davíð Oddssyni hvenær sem hann þarfnaðist hennar og gerði þar með borgarstjórnarmeirihlut- ann, sem hún átti sæti í, að minni- hlutahópi í fjölmörgum stórmál- um. Og út á allt þetta lét Birgir ísleifur Gunnarsson þessa hjálpar- konu Davíðs fá skólastjórastöðu við Ölduselsskóla. Þrátt fyrir ein- róma mótmæli foreldra barnanna- og flestallra kennara skólans. Þetta heitir víst á máli íhaldsins og krata aö viðhafa fagleg vinnu- brögð og gæta hlutleysis - en hins vegar pólitískar ofsóknir á þinglóðs Alþýðuflokksins, Sjöfn Sigur- björnsdóttur, að menntamálaráð- herra skuli láta þetta leiðindamál fá faglega og eðlilega meðferð. Slík túlkun mála er reyndar í fullu sam- ræmi við venjulegan málflutning þeirra sem þarna eiga hlut að máh. Brot og bætur Skyldu ekki líka pólitískar of- sóknir hafa ráðið skipun fræðslu- stjóra í Norðurlandi eystra? Ekkert bendir til þess að Svavar Gestsson menntamálaráðherra hafi líkan hátt á og fyrirrennari hans í starfi sem frægur var að endemum fyrir stöðuveitingar... Þó kann að vera að ýmsum hafi fundist að sjálfstæð- KjaUarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður ismaðurinn Sturla Kristjánsson hafi lítið til þess unnið, auk alls þess sem ríkið dæmist til að greiða honum í skaöabætur, þó aldrei nema menntamálaráðherrann Sverrir Hermannsson brygði á leik, eins og stundum oftar, og sniðgengi að einhverju leyti settar reglur eöa lög. En var þá ekki líkt á komið með þessum heiðursmönnum? - Voru þá ekki báðir orðnir brotlegir? Eða varð Sturla Kristjánsson sýkn saka og hlaut meira að segja margfóid verðlaun fyrir það eitt að annar maður framdi embættisafglöp? Líklega eru lítil takmörk fyrir því sem pólitíkusar geta dæmt ríkið til að láta af hendi rakna þegar ein- hverjum þarf að hygla, hversu íjar- stæöukennt sem það kann að vera. Biðlaunaapparatið Hver skyldi þá verða niðurstaðan með biðlaun þingmanna sem segja af sér þingmennsku og hafa fengið sex mánaða biðlaun þó að þeir hverfi til annarra starfa - eins og mikla undrun vakti þegar Sverrir HeBmannsson varð bankastjóri? Er slíkt réttlætanlegt eða, eins og þar stendur, löglegt en siölaust? Hvað gerist þegar kvennahstakonur segja af sér þingstörfum á miðju kjörtímabih og aðrar taka við? Fá þær þá sex mánaða biðlaun? Ef svo er fer þá ekki að verða dálítið kostnaðarsamt fyrir ríkið að hafa þær margar á þingi? Og hvað um blessaðan, elsku vin litla mannsins sem er orðinn sendi- herra í París? Hvort hann sleppur fyrir horn mun vera undir því komið hvort Alþingi samþykkir á þessu þingi síðbúiö frumvarp er varðar biðlaunaapparat alþingis- manna. En sennilega hefði frum- varpið verið lagt fram fyrr en rétt í þinglok ef ætlunin hefði verið að afgreiða það á þessu þingi. Svo lík- lega sleppur Albert með skrekkinn. En París er alltaf París Heldur var það dapurlegt að vin- ur litla mannsins skyldi ekki fá að fara með tíkina sína til Parísar. Hann sem átti þó hvað ríkastan þátt í að innleiða hundahald í Reykjavík - með öllu sem því fylgir - og ætlaði að yfirgefa borgina ef hann hefði ekki fengið að hafa tik- ina sína hjá sér. Svona geta hlutirn- ir stundum orðið skondnir. En nú hefur þessi Utríki stjórn- málamaöur kvatt Alþingi í bili. En litli jnaðurinn getur samt huggað sig við það að hann ætlar þó aftur að setjast á þing þegar starfi hans lýkur í París - þó að hann fengi ekki inngöngu í Sjálfstæðisflokk- inn, þótt hann sé og hafi alla tíð verið sjálfstæðismaður og hafi - gefið fyrirheit um að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn - þar sem hann á ekki Borgaraflokkinn leng- ur... flokkinn sem hann stofnaði fyrir sjálfan sig, um sjálfan sig og lífsskoðanir sínar. Hvort hann stofnar nýjan flokk segir hann óvíst um. En í biU hefir vinur litla manns- ins kvatt Alþingi með kökk í hálsi og með kökk í hálsi mun hann hafa verið kvaddur af mörgum - því góðverkin geymast en gleymast ei. Og hjartnæm tregablandin minn- ingarræða forseta Sameinaðs Al- þingis er mér nær að halda að hafi verið líkust því sem hún væri að kveðja síðasta kvaUnn hinstu kveðju. Aðalheiður Jónsdóttir „Líklega eru lítil takmörk fyrir því sem pólitíkusar geta dæmt ríkið til að láta af hendi rakna þegar einhverjum þarf að hygla, hversu fjarstæðukennt sem það kann að vera.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.