Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989. Smáauglýsmgar - Sími 27022 Þverholti 11___ Fréttir DV Snow Track til sölu, skemmdur eftir veltu. Uppl. gefur Benni í síma 96-23213 fyrir kl. 19. Tilboð sendist fyrir 1. maí nk. til Hjálparsveita skáta. Ákureyri, pósthólf 443, 602 Akurevri. Sími 96-24675. Subaru 1800 4x4 árg. '86 til sölu, ekinn 56 þús. km, verð 670 þús. Uppl. í síma 91-672065. _ M. Benz 230E ’82 til sölu. Góður bíll. * Uppl. í símum 98-64401 og 985-20124. Þjónusta NÝJUNG 1 * /-- ' iEERGVÍK Bergvík, Eddufelll 4, Reykjavík, kynnir nýjung í markaðstækni með aukinni notkun myndbanda. Hér á íslandi sem og annars staðar færist það í vöxt að fyrirtæki notfæri sér myndbandið til kvnningar á vörum og þjónustu ýmiss konar. Við hjá Bergvík höfum full- komnustu tæki sem völ er á til fjölföld- unar og framleiðslu myndbanda á Is- landi. Við hvetjum ykkur, lesendur góðir. til að hafa samband við okkur og við munum kappkosta að veita vkkur allar upplýsingar varðandi fjöl- földun og gerð slíkra myndbanda. Við hjá Bergvík höfum bæði reynslu og þekkingu á þessu sviði og okkar markmið er að veita sem fjölþættasta þjónustu á sviði myndbanda. Bergvík, Eddufelli 4.111 Reykjavík, s. 91-79966. Tek að mér alla almenna gröfuvinnu, allan sólarhringinn. Uppl. í síma 75576 eða 985-31030. Sumarhús blaðamanna í Þýskalandi Enn eru nokkrar vikur lausar í húsi og íbúð. Mjög gott verð. Hafið samband strax í síma 39155 eða 31233. Smókingaleiga. Höfum til leigu allar stærðir smókinga við öll tækifæri, skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna- laugin, Nóatúni 17, sími 91-16199. Loftastoðir BYGGINGA- MEISTARAR Eigum nú á lager loftastoðir á mjög hagstæðu verði. ★ Stærðir 2,39-3,80 m og 2,50-4,40 m ■k Góðir greiðslu- skilmálar. ★ Leigjum einnig út loftastoðir. Fallar hf. Áskrifendur Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim spv _ Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. Meðþessum boðgreiðslum vinnst margt: • bær losa askrifendur vlðónæðivegnainn- helmtu. • Þæreruþægilegur grelðslumáti sem tryggir skilvísar gralðslur þrátt fyrir annireðaqarvlstir. 0 Þær létta blaðberan- umstörfinenhann heldurþóóskeitum tekjum. 0 Þæraukaóiyggi. Blaðberareruti! dæmisoftmeðtólu- verðar Qárhæðlr sem geta glatast Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 i síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. Sameinlng úr sögunni: Við verðum að sópa hjá okkur - segir forstjóri Bilaborgar Sameining Bílaborgar hf., Mazda- umboðsins, og Sveins Egilssonar hf., Fordumboðsins, eru úr sögunni - í bili. Þórir Jensson, forstjóri Bíla- borgar, segir að hætt haíi verið við sameininguna þegar ljóst var að staða beggja fyrirtækja var lakari en menn bjuggust við þegar ákveðið var að sameina fyrirtækin síðastliðið haust. „Menn verða núna eitthvað að sópa hjá sér og spara með því að grípa til aðhaldsaðgerða,“ segir Þórir Jens- son um það hvað taki við hjá fyrir- tækjunum. Ársuppgjör beggja fyrirtækjanna lá fyrir i síðustu viku. „Þar sem staða heggja var lakari en gert var ráð fyr- ir náðist ekki sá ávinningur af sam- einingunni sem átti að verða. Þess vegna er sameiningin úr sögunni - í bili,“ segir Þórir. - En eru bæði fyrirtækin þá að rúlla? „Svo er ekki. En þau þurfa þæði að krumpa sig eitthvað saman og selja eitthvað af eignum. Bílaborg á fleiri eignir en þetta nýja hús hér við Fosshálsinn sem verða líklegast seld- ar. Enn fremur kemur til greina að við leigjum hluta húsnæðisins hér við Fosshálsinn út frá okkur. Þá vil ég árétta að eiginfjárstaða Bílaborgar er jákvæö." Að sögn Þóris var síðasta ár fyrsta árið af sautján sem Bílaborg er rekiö með tapi. „Fjármagnskostnaðurinn við byggingu nýja hússins hér er okkar stærsti skelfir og helsta ástæð- an fyrir tapinu." -JGH Nýtt hlutafélag kaupir rækjuverk- smiðju Sæbliks Hólmfrídur Friðjónsdóttir, DV, Rauíarhö&t; Á sunnudag var stofnað nýtt hluta- félag, Geíla hf„ um rekstur rækju- verksmiðju á Kópaskeri. Hluthafar eru einstaklingar og sveitarfélögin á Kópaskeri og Raufarhöfn auk Jökuls hf„ útgerðarfyrirtækis á Raufarhöfn, sem jafnframt er stærsti hluthafmn. Að sögn Hólmsteins Bjömssonar, framkvæmdastjóra Jökuls, er verið að ganga frá kaupum á rækjuverk- smiðju Sæbliks á Kópaskeri sem tek- in var til gjaldþrotaskipta á síðasta ári. Varðandi hráefnisöflun fyrir hið nýja fyrirtæki er gert ráð fyrir að fá afla af aðkomubátum í sumar en með haustinu er reiknað með veiði á rækju í Öxarfirði. Aöalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf.: Hagnaður síðasta árs tæplega 6 milljónir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Miðað við allt og allt þá er ég nokkuð sáttur við útkomuna. Mark- miðið hlýtur alltaf að vera það að vera réttum megin við strikið og það tókst okkur á síðasta ári þrátt fyrir mjög versnandi rekstrarskilyrði,“ sagði Sverrir Leósson, stjórnarfor- maður Útgerðarfélags Akureyringa hf„ en aðalfundur félagsins var hald- inn í gærkvöldi. Það hefur löngum verið litið til Útgerðarfélags Akureyringa sem fyr- irmyndarfyrirtækis hvað varðar all- an rekstur. Það hlýtur því að vekja athygli að félagið, sem skilaði um 130 milljóna króna hagnaði árið 1987, kom nú út með tæplega 6 milljóna króna hagnað íluttan á höfuðstól og er þetta geysileg sveifla. Velta fyrir- tækisins á sl. ári var 1330 milljónir króna. „Þetta er gífurleg breyting. Ef nefna á eitthvað til sem veldur þessu má nefna verðlækkun á afurðum, gífurlegan flármagnskostnað og hækkun tilkostnaðar innanlands. Þá var aflakvóti á milli ára mun minni og það kemur fram í svona rekstri." Sverrir sagði að sífellt væri rætt um að endurnýja skipaflota félags- ins. „Þetta fyrirtæki hefur ávallt reynt að vera í takt við tímann bæði hvað varðar skipastól og annað og endurnýjun er því alltaf til umræðu. Það slær hins vegar í seglin þegar svona árar. Svo er horft fram á frek- ari samdrátt í veiðum. Við þurfum verðhækkun á afurðum okkar er- lendis, annars aukast tekjur okkar ekki, við erum með allt of mikil gjöld miðað við tekjurnar,“ sagði Sverrir. íslensku bamabókaverðlaunin afhent 1 dag: Fyrsta bók nýs höfundar íslensku barnabókaverðlaunin verða afhent í fjórða sinn í dag kl. 16. Að þessu sinni hlýtur ung kona þessi verðlaun fyrir fyrstu bók sína. Rúmlega tuttugu rithöfundar sendu handrit í samkeppnina og eru verðlaunin 100.000 krónur og verð- launaskjal. Auk þess mun sigurveg- arinn taka við fyrsta eintakinu af verðlaunabókinni sem verður gefin út í dag á vegum Vöku-Helgafells. -J.Mar 7 kærðir vegna hraðaaksturs Sjö ökumenn voru kærðir í gær- kvöldi og nótt fyrir of hraöan akstur. Tveir þeirra urðu að sjá á eftir öku- skírteinum sínum. Annar var tekinn fyrir aö aka á 105 kílómetra hraða á Sætúni og hinn fyrir að aka á 114 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Þá voru tveir ölvaðir ökumenn teknir í Reykjavík í nótt. •sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.