Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. Viðskipti Sláturfélag Suðurlands: Steinþór brátt rukkaður vegna stóru orðanna \/avA. DAII Eigendur Sláturfélags Suöurlands, bændurnir á Suöur- og Vesturlandi, gerðu byltingu í fyrravor þegar þeir heimtuðu aö félagið drægi sig sem mest út úr verslunarrekstri og legði alia áherslu á slátrun og kjötvinnslu. Þetta varð til þess aö bomba fél) í byltingunni, Jón H. Bergs, forstjóri SS í 31 ár, hætti. Við starfi forstjór- ans tók 29 ára verkfræðingur, Stein- þór Skúlason. Hann lofaði á söguleg- um aöalfundi félagsins á Hvolsvelli í apríl í fyrra að gera SS að yfirburða- fyrirtæki. „SS þarf að endurfæðast. Það á að vera skólabókardæmi um þaö hvemig reka á fyrirtæki," sagði hann við bændurna. Stór orð. Ari eftir byltinguna á SS samt í vandræð- um vegna mikils fjármagnskostnað- ar af kaupum félagsins á Nýjabæ á Seltjarnarnesi, endurbóta á slátur- og kjötvinnslum á Suðurlandi, auk stóra SS-bitans sem er smíði kjöt- vinnslunnar í Laugarnesi. Þessir bit- ar, alhr í einu á tímum verðtrygg- inga, voru of vænir. Bara smíði kjöt- vinnslunnar í Laugamesi hefur þeg- ar kostað um 400 milljónir króna á verðlagi þessa árs. Rætt um að selja stóra SS-bitann „Það hefur verið rætt um að selja bygginguna í Laugarnesi ef tryggur kaupandi finnst, ég get ekki neitaö því. En það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Það sem togast á er að byggingin í Laugarnesi hefur reynst félaginu mjög dýr. Á móti kemur að aðalmarkaður SS er á höfuðborgar- svæðinu þar sem samkeppnin er grimmilega hörð, þess vegna er mjög mikilvægt fyrir félagið að vera með sterka aðstöðu í Reykjavík," segir Páll Lýðsson, stjómarformaður SS. Tap á síðasta ári Tap varð á rekstri SS á síðasta ári en SS-menn segja að þetta ár hafi fariö betur af stað en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það sem Steinþór Skúlason, forstjóri SS, ætlar því að gera á aðal- fundinum í júni er að segja bændun- um að tap hafi orðið á síðasta ári en árið í ár líti betur út en menn reikn- uðu með. Á vissan hátt hlýtur nokkur spenna að ríkja hjá Steinþóri í kring- um aðalfund félagsins að þessu sinni. Hann lofaði og tók stórt upp í sig fyrir ári. „SS á að vera skólabókar- dæmi um það hvemig eigi að reka fyrirtæki," sagði hann. Steinþór bætti þó við í fyrra að vart yrði kom- ist undan því að taprekstur yrði á árinu 1988. Jafnframt að árið 1989 yrði í jafnvægi en búast mætti við gróða á árinu 1990. Mikilvægt að Sláturfélagið græði Hjalti Hjaltason, íjármálastjóri SS, sagði á þessum sama fundi í fyrra að mikilvægt væri að Sláturfélagið færi að græða svo þaö næði fyrri fjár- hagsstöðu. „Fyrirtækið hefur staöið í miklum og dýmm fjárfestingum og þess vegna er það bráðnauösynlegt að dýrt fjármagn sé sett í arðvænleg- ar fjárfestingar en ekki þann tap- rekstur sem orðið hefur af verslun- arrekstri félagsins,“ sagði Hjalti fyrir ári. Bæði Hjalti og Steinþór munu á aðalfundinum í júní komandi benda á slæma afkomu smásöluverslunar á síðasta ári sem árangur af þeim aö- gerðum sem hafist var handa við í fyrravor með því að láta SS draga sig út úr verslunarrekstrinum í Reykja- vík og leggja áherslu á framleiðslu matvara. Það má nefnilega ekki gleyma því aö SS tapaði 164 milljón- um króna á fimm ára tímabili frá og með 1983 til 1987, reiknað á aprílverð- lagi ársins 1988. Vinnslustöð SS í Laugarnesi. Búið er að henda í hana fleiri hundruð miiljónum króna. Nú er félagið tilbúið að selja þessa stöð og nýta vinnslustöðvar sínar á Selfossi og Hvolsvelli betur. SS kemst þó aldrei undan því að hafa sterka dreifingarstöð á höfuðborgarsvæðinu. margra ára. Leigutekjur og það að sleppa við taprekstur af versluninni eru af hinu góða. Best hefði samt verið fyrir SS að selja þetta húsnæði til að grynnka á skuldunum og þar með lækka fjármagnskostnaðinn. Eitt af því sem SS hefur gert að undanfornu til að koma til móts viö bændur vegna 75 prósent skilanna af kjötverðinu er breytt krítarkort fyrirtækisins. Nú geta bændurnir með kortið upp á vasann tekið út vörur í fjölmörgum vérslunum. Út- tektin kemur út sem skfi SS við þá. Það sem er hagur SS af þessu er að það losnar við aö greiða með pening- um afganginn af skilaverðinu. Sumir bændur nota hins vegar ekki kortin Páll Lýðsson, stjórnarformaður SS. Hann var i eldlínunni á aðalfundi SS í fyrra. Á komandi aðalfundi verður kosið um hann í stjórn SS. Ouppgert núna við bændur Sláturfélag Suðurlands er sam- vinnufélag í eigu bænda sem meðal annars gerðu byltinguna í fyrra vegna þess að þeir höfðu ekki fengið uppgert að fullu eftir að uppgjörs- dagurinn 15. desember 1987 var lið- inn. Á þeim degi höfðu þeir fengið 80 prósent af kjötinu gert upp. Nú er ástandið hins vegar þannig að þeir hafa fengið 75 prósent gert upp. Bændumir höfðu orð á því í fyrra að viturlegra væri að fá gert upp á réttum tíma í stað þess að standa í einhverju brölti á verslunarsviðinu í Reykjavík. Og þeir byltu. Steinþór Skúlason forstjóri verður örugglega minntur á uppgjörið og spurður að þvi hvernig standi á því að SS hefur ekki gert upp að fullu við eigendur sína, bænduma. Svarið við þessu er sú staðreynd að SS býr enn við lausafjárerfiðleika þrátt fyrir að eiginfjárstaöan sé sterk. SS tókst ekki að selja Nýjabæ SS tókst ekki að selja Nýjabæ í fyrra á viðunandi verði og greip því til þess ráðs að leigja Hagkaupi og fleiri fyrirtækjum húsnæðið til Fréttaljós Jón G. Hauksson og segjast ekki taka við neinu nema peningum. Þetta er svolítið mál fyrir Sláturfé- lagið vegna þess að það hefur hingað til státað sig af að greiða bændum með peningum en ekki að þeir taki út vörur fyrir kjötinu. Vömskipti hafa ekki verið stíll SS hingað til. 103 milljóna tap á slátrun Nokkrar sögur hafa gengið að und- aníomu um að afurðastöðvar um allt land eigi erfitt með að gera upp við bændur. Stjórnarformaöur SS, Páll Lýðsson, kveðst hafa heyrt þess- ar sögur og segir að staðreyndin sé sú að afurðastöðvar hafi verið svelt- ar undanfarin ár hvað verðlagningu á slátmn og heilsölu snertir. Segir Páll að tap Sláturfélagsins af slátur- kostnaði nemi um 103 milljónum króna frá því búvörulögin frá 1985 gengu í gildi. Samvinnufélög eiga erfitt með að nálgast nýtt fiármagn öðruvísi en með lánum og að grípa til varasjóða sem felst þá í því að losa um peninga með sölu eigna. Vanti hlutafélag hins vegar fiármagn er einn kosturinn sá að vera með hlutafiárútboð. Sam- vinnufélagið Sláturfélag Suðurlands stendur nú fyrir þeim vanda aö geta Verður Páll endurkosinn? Á aðalfundi SS í júní verður einn stjórnarmaður kosinn. Hann er eng- inn annar en sjálfur stjómarformað- urinn, Páll Lýðsson. Páll vakti raun- ar athygli í spuningakeppni fram- haldsskólanna síðasthðinn vetur og í fyrravetur sem dómari í keppninni en hann er menntaður sagnfræðing- ur frá Háskóla íslands, útskrifaðist áriö 1959. Sagnfræðin segir að aðal- fundir séu söguleg stund. -JGH Peningamarkaður Hinn ungi forstjóri SS, Steinþór Skúlason. Hann tók stórt upp í sig á aðalfundinum í fyrra. Nú verður hann rukkaður um árangurinn. ekki nælt sér í nýtt fiármagn með auknu hlutafé. Sterk eiginfjárstaða Sláturfélag Suðurlands er ekki að fara á hausinn. Það bráövantar hins vegar lausafé. Eigið fé þess var um 428 milljónir í lok síðasta árs. Stór hluti af þessu eiginfé hefur myndast vegna endurmats á eignum sam- kvæmt þeim reikingsskilavenjum sem tíðkast vegna skattalaganna. Endurmatsreikningurinn er inni í eigin fénu. Það er dýrt aö byggja og taka dýr lán. Það er þaö sem SS hefur fundið mest fyrir á síðustu árum. Vinnslu- stööin í Laugarnesi hefur verið nokk- ur ár í byggingu og er enn ekki farin að skila tekjum. Stjórnendur SS standa nú frammi fyrir því hvort þeir eigi að henda meiri peningum í bygginguna og gera hana þar með mjög sérhæfða eða að nota tækifærið núna og selja hana á núverandi bygg- ingarstigi, einmitt á meðan hún nýt- ist undir annan atvinnurekstur en kjötvinnslu. Hugmyndin er sú að nýta kjöt- vinnslur félagsins á Hvolsvelh og Selfossi betur og losna þar með við Laugamesið. Kröftug dreifingarstöð SS yrði samt að vera í Reykjavík. INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-15 Vb.Ab,- Sp.Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 14-y Vb 6 mán. uppsögn 15-19 Vb 12mán.uppsögn 15-16,5 Ab 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 3-8 Vb.lb,- Ab.Sp,- Lb Sértékkareikningar 4-17 Vb Innlán verötryggö Sparireikningar. 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3 Allir nema Úb Innlán meðsérkjörum 23,5-27 Lb.Bb,- Úb.Vb,- Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 8,75-9 lb,V- b.Ab.S- Sterlingspund 11,75-12 Sb.Ab,- Vb.Bb Vestur-þýskmörk 4,75-5,5 Ab Danskar krónur 6,75-7,5 Bb.Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 25-27,5 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 26,5-30 Lb.Úb Viðskip' .skuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupa ikningar(yfirdr.) 28,5-31 Lb Utlán verótryggð Skuldabréf 7,25-9,25 Lb. Utlán til framleiðslu isl. krónur 25-29,5 Lb SDR 9,75-10 Lb Bandaríkjadalir 11,75 Allir Sterlingspund 14,5-14,75 Sb Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Allir nema Sb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 33,6 MEÐALVEXTIR óverðtr. maí89 27,6 Verðtr. maí 89 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 2433 stig Byggingavisitala maí 445stig Byggingavisitalamaí 139 stig Húsaleiguvisitala 1,25% hækkun 1. april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,783 Einingabréf 2 2,109 Einingabréf 3 2,475 Skammtímabréf 1,307 Lífeyrisbréf 1,902 Gengisbréf 1,697 Kjarabréf 3,767 Markbréf 1,998 Tekjubréf 1,666 Skyndibréf 1,146 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,817 Sjóðsbréf 2 1.493 Sjóðsbréf 3 1,286 Sjóðsbréf 4 1,070 Vaxtasjóðsbréf 1,2770 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv Sjóvá-Almennar hf. 278 kr. Eimskip 340 kr. Flugleiðir 162 kr. Hampiðjan 158 kr. Hlutabréfasjóður 122 kr. Iðnaðarbankinn 147 kr. Skagstrendingur hf. 247 kr. Útvegsbankinn hf. 134 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 103 kr. (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu- banki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.