Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. 43' Fólk í fréttum Valgeir Gudjónsson Valgeir Guöjónsson verður fulltrúi íslands í sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstööva sem haldin verður í Lausanne í Sviss á morgun: Val- geir er fæddur 23. janúar 1952 í Rvík og varö stúdent frá MH1972. Hann var í námi í ensku og landafræði í HÍ1973-1974 og kennari í Lækjar- skóla í Hafnarfirði, Ármúlaskóla og Réttarholtsskólanum 1973-1975. Valgeir nam hljómfræði í Tóniistar- skólanum í Rvík 1974-1975 oglauk prófi í félagjráðgjöf frá Socialhög- skolen í Þrándheimi 1981. Hann var forstöðumaður Félagsmiðstöðvar- innar Ársels í Árbæjarhverfi 1981- 1983 og hefur verið tónlistarmaður frá 1983. Valgeir lék með Stuðmönn- um 1975-1976 og 1980-1987 og Spil- verki þjóöanna 1976-1979. Hann hef- ur gefið út þessar hljómplötur með Stuðmönnum: Sumar á Sýrlandi 1975, Tívolí 1976, Lög unga fólksins, með Hrekkjusvínum 1977, Með allt á hreinu 1982, Gráa fiðringinn 1983, Draum okkar beggja (bók) 1984, Tórt verður til trallsins 1984, Kókostré og Hvíta máva 1985, í góðu geimi 1985, Strax 1986, Á gæsaveiðum 1987 og Face the Facts 1987. Valgeir hefur gefið út þessar hljómplötur með Spilverki þjóðanna: Nærlífi 1976, Götuskó 1976, Sturlu 1977, Á bleik- um náttkjól með Megasi 1977, ísland 1978 og Bráðabirgðabúkí 1979. Hann gaf út hjómplötuna Jolly og Kóla 1983 með Sigurði Bjólu. Hann samdi í eigin nafni hljómplöturnar Fugl dagsins 1986 og Góðir íslendingar 1988. Valgeir samdi tónlist í kvik- myndirnar Punktur, punktur, komma, strik 1980 og Stella í orlofi 1987 og í félagi með Stuðmönnum Með aUt á hreinu 1982 og Hvítir mávar 1984. Hann samdi tónlist í sjónvarpsmyndina Ást í kjörbúð 1987 og tónlist og leiktexta í Síldin kemur, síldin fer sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1988. Valgeir fór tónlistarferð til Kína með Strax 1986 og var gerð um þá ferð kvik- myndin Strax í Kína 1986. Hann hefur skemmt einn í skólum og á skemmtunum frá 1987. Lag Val- geirs, Hægt og hljótt, sigraði í söng- lagakeppni evrópskra sjóvarps- stöðva á íslandi 1987. Sambýliskona Valgeirs frá 1975 er Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, f. 25. ágúst 1952, námsráðgjafi í HÍ. Foreldrar Ástu eru Ragnar Tómas Árnason, af Reykjahlíðarættinni, útvarpsþulur, og kona hans, Jónína Vigdís Schram. Sonur Valgeirs og Ástu er Árni Tómas, f. 9. maí 1977. Systur Valgeirs eru Guðrún Arna, f. 13. júní 1957, hjúkrunarfræðingur, gift Pétri Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra hjá AUK, og Sigríður Anna, f. 2. febrúar 1959, kennari í Garðabæ, gift Ragnari Marteinssyni kerfisfræðingi. Foreldrar Valgeirs eru Guðjón Valgeirsson, hdl. í Rvík, og kona hans, Margrét Árnadóttir. Guðjón er sonur Valgeirs, múrara í Rvík, Guðjónssonar, b. á Svarfhóli í Geiradal, Sigurðssonar. Móðir Guð- jóns var Sigríöur Sveinsdóttir, tré- smiðs í Rvík, Gíslasonar, b. á Þránd- arstöðum í Kjós, Ögmundssonar, b. á Skálpastöðum, Bjamasonar, b. á Stóra-Vatnshorni, Hermannssonar, föður Jóns, afa Sigmundar Guð- bjarnasonar háskólarektors. Þriðji soriur Bjarna var Oddur, langafi Önnu, móður Flosa Ólafssonar leik- ara. Oddur var einnig langafi Arn- laugs, föður Guðmundar, rektors og skákmeistara. • Móðurbræöur Valgeirs eru Tómas seðlabankastjóri og Vilhjálmur hrl. Margrét er dóttir Árna, útgerðar- manns og erindreka Fiskifélags ís- lands, á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, bróður Hjálmars, fyrrv. ráðuneytis- stjóra, föður arkitektanna Helga og Vilhjálms. Annar bróðir Árna var Þórhallur, afi Snorra Sigfúsar Birg- issonar tónskálds. Þriðji bróðir Árna var Hermann, afi Lilju Þóris- dóttur leikkonu. Systir Árna var Sigríður, móðir Vilhjálms Einars- sonar, skólameistara á Egilsstöðum, fóður Einars spjótkastara. Árni var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Hánefs- stöðum, Árnasonar, b. á Hofi í Mjóa- firði, Vilhjálmssonar. Móðir Árna var Guðrún Konráðsdóttir, systir Ragnhildar, langömmu Gísla, föður Ingvars, ritstjóra Timans. Móðir Áma var Björg, systir Stefaníu, móður Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Björg var dóttir Sig- urðar, b. á Hánefsstöðum, Stefáns- sonar, bróöur Gunnarsvafa Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Móöir Bjargar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. í Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar, ættfóður Kjarnaættarinnar, langafa Friðriks Friðrikssonar æskulýðs- leiðtoga. Móðir Margrétar var Guörún Þor- varðardóttir, útvegsb. í Keflavík, Valgeir Guðjónsson. Þorvarðarsonar, beykis í Keflavík, Helgasonar, langafa Þorvarðar Helgasonar leiklistarfræðings. Móðir Þorvarðar Helgasonar var Guðrún Finnbogadóttir, verslunar- manns í Rvík, Björnssonar, föður Jakobs, langafa Vigdísar Finnboga- dóttur forseta. Móðir Guörúnar var Margrét Arinbjarnardóttir, út- vegsb. á Tjarnarkoti í Innri-Njarö- vik, bróður Gunnars, fóður Ólafs rithöfundar og afa Gunnars Björns- sonar prests. Arinbjörn var sonur Ólafs, verslunarstjóra í Innri-Njarð- vík, Ásbjarnarsonar, b. í Njarðvík, Sveinbjarnarsonar, bróður Egils, föður Sveinbjarnar rektors, fóður Benedikts Gröndals. Móðir Margr- étar var Kristín Björnsdóttir, b. á Skrauthólum á Kjalarnesi, Tómas- sonar og konu hans, Margrétar Loftsdóttur, systur Odds, afa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Dv _______________Afmæli Jón Óskarsson Jón Óskarsson sjómaður, Silfur- braut 4, Höfn í Hornafirði, varð fimmtugur í gær. Jón fæddist að Læknisstöðum á Langanesi og ólst þar upp. Hann lauk almennri grunnskólamenntun en hefur stundað sjómennsku að meira eða minna leyti frá fimmtán ára aldri, fyrst frá Þórshöfn, síðan frá ver- stöðvum á Suðurlandi og loks frá Höfn í Hornafirði, en þar settist Jón að 1979. Jón kvæntist 1979, Ingi- björgu Sigjónsdóttur. Sonur Jóns frá því fyrir hjónaband er Freyr, f. 19. júní 1970, búsettur í Svíþjóð. Þá á Ingibjörg fimm börn frá fyma hjónabandi. Þau eru Þráinn, f. 1955, sjómaður; Guðlaug Váldís, f. 1957, fóstra á ísafirði; Sigrún Hafdís, f. 1958, sjúkraþjálfari í Neskaupstað; Ólafur Helgi, f. 1960, sjómaður, og Olgeir Karl, f. 1962, sjómaður. Jón er næstelstur tíu systkina en tvö sytkina hans eru látin. Systkini Jóns: Tryggvi (látinn), Jón, Guðjón, Stefán, Matthildur, Hulda, Hugrún, Ármann, Eygló og Ægir (látinn). Foreldrar Jóns eru Óskar Jóns- son, bóndi, sjómaður og verkamað- ur, f. 1919, d. 1985, og kona hans, Klara Guðjónsdóttir, f. 1914. Óskar og Klara bj uggu lengst af á Þórshöfn á Langanesi en Klara er nú búsett í Keflavík. Óskar er sonur Jóns, b. á Læknisstööum, Ólafssonar, b. á Brimnesi, Gíslasonar, b. á Sævar- landi Sigfússonar, b. í Hjalthúsum, Jónssonar. Móðir Óskars var Matt- hildur Magnúsdóttir. Klara er dóttir Guðjóns, b. á Brim- nesi, Helgasonar, b. í Kumblavík, Guðbrandssonar, b. á Syðri-Brekk- um, Halldórssonar, b. á Syðri- Brekkum, Helgasonar, b. í Gunn- ólfsvík, Halldórssonar, b. á Langa- nesi, Halldórssonar, b. á Skálum, Jónssonar. Móðir Helga Halldórs- sonar var Sigurborg Eymundsdótt- ir, b. á Skálum, Ólafssonar, b. í Skoruvík, Finnbogasonar, b. á Haugsstöðum í Vopnafirði, Stein- móðssonar, Árnasonar, prests í yallanesi, Þorvarðssonar. Móðir Áma var Ingibjörg Árnadóttir, b. á Burstarfelli í Vopnafelli, Brands- sonar og konu hans, Úlfheiðar Þor- steinsdóttur, ættforeldra Burstar- fellsættarinnar. Móðir Klöru var Guðrún Guð- brandsdóttir, b. á Hrollaugsstöðum, Jón Óskarsson Guðbrandssonar, bróður Helga. Móðir Guðrúnar var Margrét Jóns- dóttir, b. á Bakka á Strönd, Gunn- arssonar (Glímu-Gunnars), b. á Ytra-Álandi, Gunnarssonar. Móðir Margrétar var Kristín Gísladóttir, b. í Höfn, Vilhjálmssonar. Móðir Gísla var Hallný Gísladóttir, b. í Gunnólfsvík, Jónssonar. Móðir Gísla var Elísabet Jónsdóttir, b. í Geitavík, Árnasonar, prests á Hofi á Skagaströnd, Jónssonar. Móðir Jóns var Ingibjörg (Galdra-Imba) Jónsdóttir, prests á Tjörn í Svarfað- ardal, Gunnarssonar. Gunnar G. Einarsson Gunnar G. Einarsson, innanhúss- og húsgagnaarkitekt, Fellsmúla 17, Reykjavík, er sextugur í dag. •Gunnar fæddist að Hörðuvöllum í Hafnarfiröi en ólst upp í Reykja- vík. Hann var við nám í húsgagna- smíði hjá Max Jeppesen á ámnum 1947-52 og starfaði síðan við þá iðn- grein hjá Kristjáni Siggeirssyni. Gunnar fór síðan utan og lærði hús- gagna- og innanhúshst í Danmörku á árunum 1963-67. Að námi loknu kom hann heim og starfaði þá sem sjálfstæður verktaki til 1971 en hef- ur síðan þá starfað á Arkitektastofu Ormars Þ. Guömundssonar og Örn- ólfsHall. Kona Gunnars var Guðný Jóns- dóttir en hún lést 1979. Gunnar og Guðný eignuðust fjög- ur börn. Þau era Ragnar Jón Gunn- arsson arkitekt, búsettur á Akra- nesi, kvæntur Guðlaugu Elínu og eiga þau eitt barn; Einar Berg Gunn- arsson, verslunarmaður hjá íselco í Reykjavík, kvæntur Svandísi Báru Karlsdóttur og eiga þau eitt barn; Þórey Björg, húsmóðir í Reykjavík, gift Guöbjarti Torfasyni flugvirkja og eiga þau þrjú börn, og Hafdís Lilja, nemi í þroskaþjálfun, sambýl- ismaður hennar er Karl Karlsson blikksmiður. Sambýliskona Gunnars er Ragn- hildur Björgvinsdóttir, starfsmaður hjá Tryggingastofnun ríkisins en hún er ættuð frá Úlfsstöðum í Hálsa- sveit. Gunnar átti fimm bræður en tveir þeirra era látnir. Foreldrar Gunnars voru Einar I. Guðmundssson skipstjóri og síðar lengi bílstjóri hjá Byggingarfélaginu Brú í Reykjavík, ættaður úr Höfn- um, og Svava Ilja Magnúsdóttir hús- móðir, fædd í Reykjavík, Einar og Svava bjuggu lengst af viö Selja- landsveg í Hassaleitinu í Reykjavík. Gunnar G. Einarsson Gunnar tekur á móti gestum milli klukkan 17 og 19 á afmælisdaginn að Borgartúni 17, Reykjavík. Til hamingju með daginn 85 ára Eyjólfur Jónsson, Hrafnistu Reykjavík. Guðmunda Sigurðardóttir, Strandgötu 17, ísafirði. 80 ára Ragnheiður Þorgeirsdóttir, Helgafelli II, Helgafellssveit. Þorgrimur Einarsson, Sundabúð 2, Vopnafirði. 70 ára Sigurður Þórisson, Grænavatni 4, Skútustaðahreppi. Ragnar Jónsson, Stórhólsvegi 1, Dalvik. Baldur Þórisson, Baldursheimi 0, Skútustaða- hreppi. 60 ára Gunnar Lárusson, Skagabraut 27, Akranesi. Lúðvík R.K. Guðmundsson, Keilufelli 23, Reykjavík. 50 ára Sigrún Garðarsdóttir, Lækjamóti, Ljósavatnshreppi. Halldór Hafsteinsson, Úthaga 11, Selfossi. Guðrún Jónasdóttir, Suöurbraut 16, Hafnarfirði. 40 ára Helgi Eyjólfsson, Einibergi 9, Hafnarfirði. Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Reyðarkvisl 23, Reykjavik. Júlíana G. Kristjánsdóttir, Steinahlið 1B, Akureyri. Halldóra Sigurðardóttir, Hliðarbyggö 47, Garðabæ. Sigurður Árnórsson, Álfabyggö 10, Akureyri. Þorsteinn S. Ásmundsson, Heiðmörk 6, Selfossi. Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræðisíðu DV greinar um einstaklinga sem eiga merkis brúðkaups- eða starfsafmæli. Greinarnar verða með áþekku sniði og byggja á sambæri- legum upplýsingum og fram koma í afmælisgreinum blaðs- ins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV. Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst þriggja daga fyrirvara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsingunum. THmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælis böm og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum ÚTira&nælið. Munið að senda okkur myndir ííiíi nmmwai m-atmm iiiimitnii iiiiiiii tnwiBii*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.